Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 C 15 S M Á A U G L Ý S I N G A RI TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir og Garðar Björgvins- son michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönn- um og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Erna Jóhanns- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson og Kristín Karlsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einka- tíma. Einnig miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjör- leifsdóttir, Laufey Egilsdóttir, Lára Halla Snæfells, María Sig- urðardóttir, Oddbjörg Sigfús- dóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir. Dulspekingurinn Amy Engil- berts starfar líka hjá félaginu. Gjafabréf frá SRFÍ er kærkomin og skemmtileg tækifærisgjöf og fæst á skrifstofunni Garðastræti 8, þar eru líka seld minningar- kort félagsins. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Breyttur opn- unartími á skrifstofu í Garða- stræti 8. Opið mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá kl. 9— 13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum .Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 Skráning hafin. 6 námsstig. A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl./ísl.leiðbeinendur.Uppl. Gunnar, s.564 1803/699 8064. AIKIDO - ný námskeið að hefjast Unglinga- og fullorðinshópar — Faxafeni 8. Uppl. í s. 822 1824 og 897 4675. Mán.-mið. 18.00-19.15, lau. 11.00-12.15. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3  1831208   GIMLI 6003012019 I  MÍMIR 6003012019 III I.O.O.F. 10 1831208 M.T.W. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í kvöld kl. 19.30 Bænastund kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Aslaug Langgård stjórnar. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir talar. Mánudag 20. janúar kl. 15.00 Heimilasamband. Majór Elsabet Daníelsdóttir talar. kl. 17.30 Barnakór. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðum. Ásmundur Magnússon. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. Mið: Mömmumorgnar kl. 10:00. Fjölskyldusamv. kl. 18:00. Lau: Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. Morgunguðsþjónusta kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Pétur Ásgeirsson hefur upphafsorð. Friðrik Schram predikar. Kynning á Alfa-námskeiði verður 21. janúar kl. 20. Nám- skeiðið byrjar 28. janúar kl. 19. www.kristur.is . Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.00. Miðvikudagur: ALFANÁMSKEIÐ kl. 19.00. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. Ashley Schmierer verður gestur okkar. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 16:00. Samkoma kl. 16:30, Högni Vals- son predikar, lofgjörð, krakka- kirkja, ungbarnakirkja, fyrirbæn- ir og samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið að skráning á Lækn- ingadaga, á Alfanámskeiðið og námskeiðið Að sættast við for- tíðina, er hafin. Kynningarkvöld Alfa er miðviku- daginn 22. jan. Bókabúðin er opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 16:00, mikið úrval erlendra og innlendra bóka svo og dvd og geisladiska. mbl.is ATVINNA MEIRIHLUTI líkams- árása, innbrota og bíl- þjófnaða er framinn um helgar og lögreglu- menn verða helst fyrir ofbeldi í febrúar, mars, apríl og maí. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði árið 2001. Um 73% allra af- brota sem voru skráð í málaskrá árið 2001 eru umferðarlagabrot en hlutfallið er 10–30% annars staðar á Norð- urlöndum. „Það sem kom mér helst á óvart var hvað er mikill stöðugleiki í af- brotum. Bæði í Reykjavík og á land- inu í heild eru yfirleitt mjög litlar breytingar milli ára, að minnsta kosti minni en ég bjóst við,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræð- ingur hjá ríkislögreglustjóra, en hún tók skýrsluna saman. Reyndar hafi kynferðisbrotum fjölgað umtalsvert og sveiflur verið í auðgunarbrotum og skjalafalsi. Rannveig bendir á að í skýrslunni komi fram að fölsun á ávísunum hafi dregist saman enda notkun þeirra minni en að sama skapi hafi greiðslukortasvikum fjölg- að með aukinni notkun þeirra. „Það sem er að gerast í þjóðfélaginu end- urspeglast í afbrotunum,“ segir Rannveig. Meirihlutinn umferðarlagabrot Árið 2001 voru 90.729 brot skráð í málaskrá lögreglunnar, þar af voru rúmlega 73% umferðarlagabrot, 20% voru hegningarlagabrot og um 6% féllu undir önnur brot. Aðspurð segir Rannveig að hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum sé hlutfall umferðar- lagabrota ekki nándar eins hátt, yf- irleitt um 10–30%. Þetta þýði þó ekki endilega að Ís- lendingar fari síður eftir umferðar- lögum en íbúar annarra Norður- landaþjóða. „Ég held að þetta skýrist frekar af ólík- um áherslum í lög- gæslu,“ segir hún. Spurð um hvort afbrot séu hlutfallslega fleiri eða færri á Íslandi en annars staðar á Norð- urlöndum, segir hún að þegar litið sé til heild- arfjölda afbrota séu þau fleiri á Íslandi, miðað við mannfjölda. Sé á hinn bóginn aðeins litið til hegningarlaga- brota standi Íslending- ar mun betur að vígi. Hegningarlagabrotin séu mun færri. Rann- veig tekur þó skýrt fram að slíkur samanburður sé erf- iður enda reglur um skráningu og flokkun afbrota afar mismunandi eftir löndum. Mesta samræmið í skráningu sé þó í hegningarlaga- brotum. „Það eru ekki færri afbrot á Íslandi en annars staðar en hlutfall alvarlegra brota er mun lægra,“ seg- ir hún. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði kemur einnig fram að sum afbrot eru algengust um helgar. Sérstaklega á þetta við um líkamsárásir en um 60% af alvarleg- um líkamsárásum verða um helgar og ofbeldi gegn lögreglumönnum er líka algengast þá. Rannveig telur lík- legustu skýringuna vera þá að þessi afbrot séu oft tengd áfengisneyslu og skemmtunum þar sem margt fólk kemur saman. Líkamsárásir voru al- gengastar á sumrin og lögreglumenn voru helst beittir ofbeldi í febrúar, mars, apríl og maí árið 2001. Rann- veig sér enga augljósa skýringu á þessu en bendir á að málin séu ekki ýkja mörg og því þurfi ekki mikið til að skekkja myndina. Meta aðferðir og þróun Aðspurð hvernig afbrotatölfræði nýtist lögreglunni segir Rannveig að hún komi m.a. að gagni við að meta árangur af ákveðnum verkefnum. „Hjá ríkislögreglustjóranum hefur þetta líka verið notað til að meta starfsaðferðir og árangur lögreglu og til að sjá betur þróun í ákveðnum málaflokkum. Stundum má líka sjá hvað má betur fara hjá einstökum lögregluembættum. Afbrotatölfræði er einnig mikilvæg til að skoða og meta þróun brota yfir lengra tímabil. Slíkar upplýsingar eru ekki síst at- hyglisverðar í samanburði við t.d. spurningalistakannanir sem geta veitt viðbótarupplýsingar um stöðu og þróun mála. Þannig hafa rann- sóknir bent til þess að meirihluti inn- brota og þjófnaða sé tilkynntur til lögreglu en aðeins um helmingur of- beldisbrota. Þekking á ástæðum þess að sum afbrot eru kærð en önn- ur ekki er mikilvæg fyrir lögreglu meðal annars til að lögregla geti gert sér grein fyrir hvað vel er gert og hvað má betur fara,“ segir hún. Skýrsla ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði 2001 Um 73% afbrota eru umferðarlagabrot Rannveig Þórisdóttir félagsfræðingur. EFTIRFARANDI tölur miðast við fjölda afbrota á 10.000 íbúa sem skráð voru í mála- skrá lögreglunnar. Árið 2001 voru hegningarlagabrot flest í Reykjavík, tæplega 900, og í Kópavogi, um 730. Íbúar í um- dæmi lögreglunnar í Hólma- vík virðast með eindæmum löghlýðnir því aðeins voru skráð tæplega 47 hegning- arlagabrot á 10.000 íbúa. Landsmeðaltal var 655,7. Hlutfallslega flestir voru stöðvaðir fyrir umferð- arlagabrot innan umdæmis lögreglustjórans í Borgarnesi, eða um 7.500. Blönduós var næst í röðinni með 7.435 brot og þar á eftir kom lögreglan á Hvolsvelli með um 3.500 um- ferðarlagabrot á hverja 10.000 íbúa. Landsmeðaltal var 2.353,6. Afbrot á 10.000 íbúa alltaf á sunnudögumBÍLAR FULLTRÚI Alcoa, Ástralinn Wade Hughes sem er yfirmaður á umhverfis-, heilbrigðis- og örygg- issviði álfyrirtækisins, átti á fimmtudag fund með talsmönnum Náttúruverndarsamtaka Íslands, þeim Árna Finnssyni og Ólafi S. Andréssyni. Hughes hefur verið hér á landi síðustu daga ásamt að- altalsmanni Alcoa, Jake Siewert, til viðræðna við ýmsa aðila. Hughes segir við Morgunblaðið að fundurinn með Árna og Ólafi hafi verið góður. Opinskáar og hreinskiptar viðræður hafi farið fram um fyrirhugaðar álversfram- kvæmdir í Reyðarfirði og virkjana- áform við Kárahnjúka. Fundurinn hafi vonandi verið upphaf að frek- ari samskiptum og kynnum því Al- coa vilji hafa samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands með í ráðum við hönnun fyrirhug- aðs álvers og koma til móts við sem flestar óskir á sviði umhverfismála. Árni Finnsson segir fundinn hafa verið ágætt tækifæri til að koma sjónarmiðum samtakanna frekar á framfæri. Þeir Ólafur hafi hitt Hughes áður að máli, hann sé „hinn vænsti maður“ en ekki sam- mála þeim um framtíðina. Samræð- ur séu þó skárri en einhverjar ill- deilur. Aðspurður hvort samtökin séu reiðubúin til samráðs eða frek- ari samskipta við Alcoa segir Árni að þau hafi ekki mikla möguleika á að veita tæknilega aðstoð. Samtök- in muni áfram koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem þau telji best fyrir umhverfið. Samþykki borgarstjórnar mikilvægt Hughes er mjög ánægður með árangur viðræðna hér síðustu daga. Sömuleiðis hafi verið mjög mikil- vægt að fá samþykki borgarstjórn- ar Reykjavíkur varðandi ábyrgð á lántöku vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. Nú sé aðeins beðið eftir sam- þykki Alþingis vegna álversins í Reyðarfirði. Aðspurður hvort mótmælin við Ráðhúsið hafi komið honum á óvart segir Wade það eðlilegt að fólk tjái skoðanir sínar í lýðræðisríki eins og Íslandi. Hann virði ávallt þann rétt. Hughes fór af landi brott í gær en nokkrir fulltrúar frá Alcoa verða áfram hér á landi, m.a. vegna fund- ar um skipulagsmál sem haldinn verður á Reyðarfirði eftir helgi fyr- ir íbúa Fjarðabyggðar. Þar stendur til að kynna tillögu að breyttu starfsleyfi álvers Fjarðaáls sf. Aug- lýst verður eftir athugasemdum við tillöguna og frestur til þess rennur út 18. febrúar næstkomandi. Fulltrúi Alcoa um fund með Náttúruverndarsamtökum Íslands Vonandi upp- haf að frekari samskiptum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.