Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 3 Þankar um þorrablót nefnist grein Jóns Hnefils Aðalsteinssonar um uppruna þorrablóts og raunmerkingu þorrablótsheitisins. Feneyjatvíæringurinn er einn stærsti viðburður í alþjóðlegu myndlistarlífi. Rúrí er fulltrúi íslenskrar myndlistar að þessu sinni og sýningarstjóri hennar er Laufey Helgadóttir. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræðir við Laufeyju um und- irbúninginn fyrir sýninguna. Snorri og Egils saga komu saman út á bók síðastliðið haust í Rit- safni Snorra. Var það í fyrsta sinn sem Eg- ils saga er gefin út undir höfundarnafni Snorra Sturlusonar. Guðrún Nordal gagn- rýndi þessa útgáfu hér í Lesbók fyrir skömmu. Vésteinn Ólason og Örnólfur Thorsson svara gagnrýni hennar og færa rök fyrir því að Snorri sé höfundur Eglu. Paul Theroux er einn af áhugaverðustu ferðabókahöf- undum samtímans. Jónas Knútsson skrifar um bók Theroux um Afríku, Dark Star Saf- ari. FORSÍÐUMYNDIN er af verki eftir Rögnu Róbertsdóttur á sýningu sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag. Þ AÐ er merkilegt þetta réttlæti. Það er í hugum okkar afar klárt og kvitt en þó af- skaplega huglægt. Þannig er mér alveg ljóst hvort það felst réttlæti í einhverju máli en það er ekki víst að annar sé sammála mér. Mér finnst án efa réttlátt að ein- staklingur sem fremur glæp sé tekinn og honum veitt makleg refsing. Hins vegar er ég ekki viss um að gjalda eigi fyrir glæp með lífi eins og sumstaðar er gert. Þá má vera að viðkomandi glæpamaður eða að- standendur hans líti málið öðru auga og telji að aðstæður hafi knúið viðkomandi til verksins. Var það ekki hungur sem hrakti Eyvind Jónsson (Fjalla-Eyvind) á glæpabrautina á sinni tíð? Fulltrúar hinna ýmsu samtaka telja sig oft vera að berjast fyrir réttlæti sem öðrum finnst hreint ekki réttlátt. Tökum sem afar nærtækt dæmi málefni virkjana og álvera á Austurlandi. Baráttan fyrir því að virkja og reisa álver telst í hugum Austfirðinga flestra réttlætismál og óréttlátt að einhver borgarbörn, sem vart hafi migið í saltan sjó, fái að hindra slíkt þjóðþrifamál. Borg- arbörnin sjá hins vegar ofsjónum yfir nátt- úrusvæðum sem þau telja í hættu og telja að það varði náttúru heimsins að koma í veg fyrir slíka óhæfu. Einum frambjóðanda finnst réttlát nið- urstaða í prófkjöri meðan annar telur órétt- látt hvaða aðferðum var beitt. Við skulum ekki velta vöngum yfir því hvor sigraði. En þessi réttlætismál hafa vafist fyrir mönnum lengi. Meira að segja sjálfur Sókrates tjáði sig um þetta með aðstoð Platóns fyrir um hálfu þriðja árþúsundi og var satt að segja bit. Ástæða þess að þetta er mér ofarlega í huga er vitaskuld sú margbreytilega rétt- lætisbarátta sem fram hefur farið í fjöl- miðlum vegna kosningamála, umhverf- ismála, stríðsmála og fjölda annarra mála. Það sem sló þó allt út voru ummæli er- lends sérfræðings, Dr. Morgentaler, sem talað var við í Mogga 15. desember 2002 þegar fjallað var um fóstureyðingar á ráð- stefnu. Maðurinn var afar skilmerkilegur og sannfærandi og ræddi vítt og breitt um fóstureyðingar, rökin fyrir þeim og ástæður þeirra og margt því tengt. Hann gagnrýndi íslensku fóstureyðingalögin og taldi þau stjórnast um of af forræðishyggju, ein- hverskonar patríarkí og fleiru. Um það deildi ég ekki við manninn því það þekki ég ekki nógu vel. Hins vegar varð ég krossbit þegar ég sá haft eftir honum undir mynd að óréttlátum lögum beri ekki að hlýða. Nú vakna spurningar. Óréttlát lög. Hvað er það? Eru allir dómbærir um það? Ef mér finnst óréttlátt hversu stutt götu- ljós standa sem græn – á ég þá að fara yfir á rauðu? Ef mér finnst, 15 ára gömlum, áfengislöggjöfin óréttlát, á ég þá að detta í það? Ef mér finnst lög um fíkniefnasölu þröngsýn, óréttlát og atvinnuhamlandi, á ég þá að nota þau rök að lögin séu óréttlát við dómshald? Sókrates var reyndar með þetta á hreinu og sagði að vitaskuld bæri að breyta órétt- látum lögum. En þangað til yrði að hlýða þeim. Það verður sem sagt að móta þjóð- félagslega samstöðu um það hvað sé rétt- látt. Þetta tengist reyndar því hversu fólk reynir að komast undan reglum. Reglur geta vissulega verið þrengjandi en þær eru alla jafna til að gæta réttar manna og tryggja eðlilega framgöngu mála. Ef ekki væru reglur við gatnamót þá yrði þar öng- þveiti. Eins og sagan af leigubílstjóranum sem raupaði sig af því að hann og bróðir hans færu alltaf yfir á rauðu ljósi. En þegar farþeginn var að fara yfirum af hræðslu á öllum rauðu ljósunum og ofsahraðanum þá stöðvaði bílstjórinn skyndilega á grænu. Ástæðan: Hann gæti annars lent á bróður sínum! Önnur hlið málsins er svo sívaxandi gæsla hagsmuna einstaklingsins undanfar- inn áratug. Slík gæsla er vitaskuld ágæt en þar verður að finna línuna milli ein- staklingsins og heildarinnar. Það er vitaskuld gott að gæta réttar ein- staklinganna en þá er lykilatriði að gæta réttar allra einstaklinga en ekki einungis þeirra sem hafa fjármuni og völd, frekju og góða hnúa. Það vakti athygli mína nú í ársbyrjum að í nýársboðum voru margir þungorðir vegna ávarps forsetans sem átaldi þjóðfélagið fyr- ir að gæta þess ekki að sporna við fátækt. Gagnrýni þegnanna var að nýverið hefðu æðstu embættismenn ríkisins fengið hátt í tekjutryggingu öryrkja í launahækkun. Taldi fólk að verkin ættu að tala. Ekki einungis orðin. Annað sem vakti athygli mína var að í umræðu um fátækt töluðu sumir heldur gaspurslega. Einhver líkti ástandinu við frumstæð ríki eða bágstödd lönd Austur- Evrópu. Þeir töldu að vaxandi vændi hér á landi, vaxandi fíkniefnaneysla, lyfjanotkun og fleiri vandamál vera vegna aukinnar fá- tæktar. Það er hæpið að líkja fátækt á Ís- landi við fátækt í Afríku enda býr þar fólk sem á sér engra kosta völ. Nákvæmlega engrar undankomu auðið í heilbrigð- ismálum, menntamálum eða atvinnu. Þá er ekki gefið að með aukinni fátækt fjölgi glæpum, nema þá menn gefi sér að á sama tíma hnigni siðferði fólks. Eru fátækir menn glæpamenn eða hefur glæpahneigð með annað að gera? Hér á landi hafa menn fjölda margar stofnanir til að aðstoða, þó kannski ekki nógu öflugar. Fíkniefnaneysla og óhófleg lyfjanotkun eru fullt eins orsök fátæktar og afleiðing og vændið væri ekki til ef ekki væri eftirspurn. Og hvor er nú glæpamað- urinn sá sem nýtir sér fátækt annarra og jafnvel viðheldur eða sá sem er fátækur? Þar að auki vitum við ekkert um hvað er vaxandi í þessum efnum annað en ásóknin í meðferðir og aðstoð. Það er því mikilvægt, núna þegar búið er að renna styrkum stoðum undir atvinnu- lífið, létta af því sköttum og efla fjár- málaverslun að leiðtogarnir hugi að hinum í samfélaginu sem minna mega sín og eiga erfitt með að verjast. Frekar en leika sér með „staðreyndir“ og vefja góðærið í reyk tölfræðinnar. Jafnframt er aðkallandi að einbeita sér að því að skilgreina hvað er réttur þegn- anna og hvað er skylda. Algengt er nú um stundir að þegnarnir spyrji hver þeirra réttur sé – hvað á samfélagið að gera fyrir mig. Fæstir spyrja hverjar séu skyldur þeirra. Nýverið birtist í blöðum frétt um ofbeldi gegn lögreglunni. Hér í eina tíð hefði maður nú einfaldlega skammast sín ef maður hefði verið gripinn við einhvern ósóma. Skemmst er að minnast baráttu lögregl- unnar við her manns sem vildi fá stúkusæti til að horfa á hús brenna við Laugaveg. Það er reyndar ekki fyrsta skiptið sem það ger- ist. Þegar næsta dag heyrðist talað um flottar myndir á netinu, – myndir sem sýndu aleigu fólks fuðra upp. Allt endurspeglar þetta það sama. Það viðhorf okkar að lög séu til að hafa til við- miðunar og hentugleika en ekki til að hlýða. Og viðhorf Dr. Morgentaler um að órétt- látum lögum beri ekki að hlýða geri það líka, sem og yfirgangur ofbeldismanna í ýmsu formi. Svo uppsker maður sem hann sáir. Það á líka við samfélög og ég held að það sé kom- inn tími á að gera upp hvort uppskeran sé þess virði. RÉTTLÆTI RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N BJARNI THORARENSEN UM MÓTSTÖÐU MANNA 1 Stímabrak er í straumi, stend eg þar undir hendur, boðar um báðar síður og brjóst mér hnellnir skella. Á tæpu veð og vaði, vefst mér grjót fyri fótum, klýf eg samt strauminn kræfur og kemst án grands að landi. 2 Harðan mótvind að hreppa hart er meðan það stendur á, samt vil eg síður sleppa sæluhöfn góðri, en meðbyr fá, er mig ber til illra staða, auðnan lér þá tóman skaða – hnaukið er, sem hvíldina gjörir glaða. Bjarni Thorarensen (1786-1841) var rómantískt ljóðskáld og dómari í Lands- yfirrétti. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.