Morgunblaðið - 10.02.2003, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 B 3
OLGEIR Sigurgeirsson, knatt-
spyrnumaður frá Vestmannaeyjum,
er genginn í raðir 1. deildarliðs
Breiðabliks. Olgeir, sem er tvítugur,
kom inn í lið ÍBV á síðasta ári og spil-
aði 13 leiki með því í úrvalsdeildinni.
KEPPT var í nýrri „grein“ á
stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í Atl-
anta um helgina þar sem leikstjórn-
andi New Jersey var hlutskarpast-
ur. Um var að ræða „keppni í
grundvallaratriðum leiksins“ og
voru keppendurnir fjórir, allir leik-
stjórnendur, þar sem Gary Payton
varð annar.
KEPPNIN fólst í því að keppend-
ur áttu fyrst að skora úr sniðskoti,
rekja knöttinn í gegnum hindranir,
gefa brjóstsendingu, skora úr 3 stiga
skoti, senda knöttinn á ný áður en
skorað var úr sniðskoti. Sá sem náði
besta tímanum og gerði fæst mistök
sigraði. „NBA-deildin er að gera rétt
með slíkri keppni sem sýnir það að
leikurinn er mun meira en að troða
og skora sem mest. Ég er aðeins
góður í grundvallaratriðum leiksins
og það er það mikilvægasta þegar
upp er staðið,“ sagði Kidd eftir sig-
urinn.
DAVID Stern og samtök leik-
manna NBA-deildarinnar hafa kom-
ist að samkomulagi um að fjölga
leikjum í 1. umferð úrslitakeppninn-
ar og tekur breytingin gildi í úr-
slitakeppninni sem hefst í apríl nk.
Þar með þurfa lið að vinna fjóra leiki
í fyrstu umferð í stað þriggja áður og
þar með geta leikirnir orðið sjö í stað
fimm áður.
FÓLK
PEJA Stojakovic frá Sacramento
Kings varði titil sinn í þriggja
stiga skotkeppninni sem haldin er
samhliða hinum árlega stjörnu-
leik í NBA-deildinni í körfuknatt-
leik. Keppnin fór fram í Atlanta á
laugardag þar sem sömu menn
kepptu til úrslita að þessu sinni
og í fyrra.
Wesley Person frá Memphis
Grizzlies varð annar og Brent
Barry frá Seattle Sonics þriðji
með 17 stig. Stojakovic fékk 22
stig af 30 mögulegum í úr-
slitarimmu sinni við Person en
báðir voru með 20 stig að lokinni
fyrstu umferð. Stojakovic fékk
reyndar að reyna sig tvisvar í úr-
slitaviðureigninni því í fyrstu til-
raun fékk hann merki um að tím-
inn væri útrunninn löngu áður en
tíminn rann út. Eftir að merkið
heyrðist misnotaði Stojakovic tíu
skot í röð og var greinilega
brugðið við mistökin sem áttu sér
stað. Áhorfendur bauluðu á dóm-
ara keppninnar sem vildu láta
Stojakovic klára að skjóta en eftir
umhugsunartíma var ákveðið að
hann fengi að endurtaka leikinn.
Þetta er í fimmta sinn á átján ár-
um sem leikmaður ver titil sinn í
þriggja stiga skotkeppninni.
Pat Garrity, Orlando varð þriðji
með 13 stig, David Wesley, New
Orleans fjórði með 12 stig og Ant-
oine Walker, Boston fimmti með 7
stig.
Stojakovic varði
þriggja skota titilinn
NORSKI skíðakappinn
Kjetil Andre Åamodt
skráði nafn sitt í sögu-
bækurnar þegar hann
hreppti silfurverðlaunin
í bruni á heimsmeist-
aramótinu á skíðum sem
nú stendur yfir á St.
Moritz í Austurríki.
Þetta voru tólftu verð-
laun Åamodts á heims-
meistaramóti og hefur
engum skíðamanni tekist
að næla í fleiri verð-
launapeninga. Gullin er
fimm talsins, silfrin fjög-
ur og bronsin þrjú.
Landi Åamodts, Lasse
Kjus, hefur á sínum ferli
unnið til ellefu verðlauna
á HM sem og Marc Gir-
adelli frá Lúxemborg.
Úrslitin í bruninu urðu
óvænt því Austurrík-
ismaðurinn Michael
Walchhofer varð hlut-
skarpastur og vann þar
með sinn fyrsta sigur á
stórmóti en fjórum sinn-
um á þessu tímabili hef-
ur annað sætið orðið
hlutskipti á heimsbik-
armótunum. Åamodt
hafnaði í öðru sæti og
Svisslendingurinn Bruno
Kernen varð þriðji.
Åamodt í
sögubækur
Reuters
Kjetil Andre Åamodt
NÍTJÁN Íslendingar hafa til-
kynnt þátttöku í Vasagönguna á
skíðum, sem fer fram í Svíþjóð 2.
mars. Þar í hópi er einn 70 ára
göngugarpur, Rúnar Sigmunds-
son. Akureyringurinn Stefán
Jónasson tekur þátt í göngunni í
tíunda skipti. Nokkrir kunnir
skíðagöngumenn verða meðal
þátttakenda, eins og Fljótamað-
urinn knái, Trausti Sveinsson,
Magnús Eiríksson og Ingþór
Bjarnason.
Um 40 þúsund þátttakendur
hafa skráð sig í gönguna og
ganga þeir 40 km.
Aston Villa komst yfir strax á 3.mínútu en íslenski landsliðs-
maðurinn braut af sér á þeirri 13. og
dæmd var víta-
spyrna sem Fulham
nýtti sér.
„Bakvörðurinn
okkar var búinn að
eiga í vandræðum með Morte á
kantinum og hann var sjálfur á rass-
inum úti við auglýsingaskiltin þegar
ég ætlaði að hjálpa til og „ná hon-
um“. „Ég rann of langt á lélegum
vellinum og strangt til tekið átti að
dæma vítaspyrnu,“ bætti Skaga-
maðurinn við og sagði liðið hafa leik-
ið illa í heild gegn Fulham. „Þeir
skoruðu reyndar „draumamark“
sem tryggði þeim stigin þrjú og lítið
hægt að gera við því marki.“
Jóhannes hefur komið sér vel fyrir
í úthverfi Birmingham ásamt unn-
ustu sinni, Jófríði Guðlaugsdóttur,
en þau bíða eftir „stóra leiknum“
sem er á dagskrá eftir um fimm vik-
ur þegar von er á frumburði þeirra í
heiminn. „Félagið hefur staðið sig
frábærlega í að aðstoða okkur við
flutninginn frá Spáni. Það er kona á
skrifstofu félagsins sem hefur séð
um allt sem viðkemur okkur og nú er
allt klappað og klárt,“ sagði Jóhann-
es, en hann er sáttur við lífið og til-
veruna í ensku úrvalsdeildinni.
Hann segir að það hafi verið lítið mál
að læra nöfnin á félögum sínum í
Aston Villa enda hafi hann spilað
mikið tölvuleiki þar sem hann bregð-
ur sér í hlutverk knattspyrnustjóra.
„Ég kunni nánast öll nöfnin þegar ég
kom en þekkti engan þeirra per-
sónulega. Það eru kynlegir kvistir í
þessum hópi líkt og í öðrum liðum.
Það er mikil samkeppni í liðinu en
leikmenn á borð við framherjann
Juan Pablo Angel eru ekki í leik-
mannahópnum þessa stundina,“
sagði Jóhannes en Angel kostaði
„aðeins“ um 1,1 milljarð ísl. kr. er
hann var keyptur til félagsins. „Á
þessum stutta tíma sem ég hef verið
hjá félaginu er tyrkneski varnar-
maðurinn Ozalan Alpay án efa
hættulegasti maðurinn á æfingum
liðsins. Það er leikið fast á æfingum
en menn eru ekki að sparka í menn
að óþörfu og í raun hefur það komið
mér á óvart hve skemmtilegar æf-
ingarnar eru. Menn sem hafa verið
hér lengi segja að Graham Taylor
hafi aldrei áður „leyft“ mönnum að
spila eins mikinn fótbolta á æfing-
um.“
Jóhannes skoraði mark beint úr
aukaspyrnu í fyrsta leik sínum með
liðinu á útivelli gegn Middlesbrough
og bjóst hann við því að fá fleiri tæki-
færi þegar fram liðu stundir. „Ég
mun taka þær spyrnur sem henta
réttfættum leikmanni en Þjóðverj-
inn Thomas Hitzlsperger tekur þær
sem henta örvfættum. „Ég hef feng-
ið óskabyrjun sem leikmaður og
mætti til leiks með því hugarfari að
sanna mig sem leikmaður í ensku úr-
valsdeildinni. Hugarfarið hér er mun
líkara því sem við eigum að venjast
frá Íslandi og allt aðrar áherslur í
ensku knattspyrnunni en t.d. á Spáni
sem hafði aðra kosti. Mér líkar betur
við ákefðina og hraðann sem boðið
er uppá í Englandi,“ sagði Jóhannes,
en markmið liðsins er að ná a.m.k. 51
stig á leiktíðinni. „Taylor gerir þær
kröfu að við bætum okkur sem lið og
gerum alltaf betur. Í fyrra fékk liðið
50 stig og það er stefnt að því að
gera betur. Við erum að ég held í 12.
sæti með 35 stig og það eru 33 stig
enn eftir í pottinum.“
Um framhaldið vildi Jóhannes lít-
ið ræða þar sem hann ætlaði sér að-
eins að einbeita sér að því að leika
sem best og sjá svo til hvað gerist í
framhaldinu. „Ástandið á leik-
mannamarkaðinum hér í Englandi
er þannig að það er best að hugsa
sem minnst um framtíðina í bili. Ég
mun einbeita mér að þessu verkefni
og ef ég stend mig opnast mögu-
leikar, hér hjá Aston Villa sem og
annars staðar,“ sagði Jóhannes
Karl, en næsti leikur liðsins er gegn
Charlton í London hinn 22. febrúar.
„Álagið er ekki búið að vera of mikið
en ég á enn eftir að bæta mig mikið á
vellinum enda skortir mig leikæf-
ingu. Aðrir hlutir eru í stakasta
lagi.“
tekið átti að dæma vítaspyrnu,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson
JS Sporting Pix
ÉG VAR klaufi í leiknum gegn Fulham þar sem ég renndi mér í Boa
Morte, snertingin var lítil sem engin en hann lét sig falla eins og
stein um leið og hann fékk tækifærið,“ sagði Jóhannes Karl Guð-
jónsson í gær, en lið hans Aston Villa tapaði á útivelli, 2:1, gegn Ful-
ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og var það fyrsti tapleikur
liðsins frá því að Jóhannes byrjaði að leika með Birmingham-liðinu.
’ Ástandið á leik-mannamarkaðinum
hér í Englandi er
þannig að það er
best að hugsa sem
minnst um framtíð-
ina í bili. Ég mun
einbeita mér að
þessu verkefni og ef
ég stend mig opnast
möguleikar, hér hjá
Aston Villa sem og
annars staðar. ‘
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
„Ég var klaufi
gegn Fulham“
Jóhannes Karl Guðjónsson, leik-
maður Aston Villa, á hér í baráttu
við Joseph Job, leikmann Middles-
brough, og gefur Jóhannes Karl
ekkert eftir.
HART BARIST
70 ára Íslendingur
í Vasagönguna
Dagný í
32. sæti
í bruni
DAGNÝ Linda Kristjáns-
dóttir varð í 32. sæti í bruni á
heimsmeistaramótinu í alpa-
greinum á skíðum í St. Moritz
í Sviss í gær. Dagný var önn-
ur í rásröðinni og kom í mark
á 1,37,74 mínútum. Melanie
Turgeon frá Sviss hrósaði
sigri en tími hennar var
1:34,30 mín. Jafnar í 2.–3.
sæti urðu Alexandra Meissn-
itzer frá Austurríki og Cor-
inne Rey-Ballet frá Sviss.
38 keppendur voru skráðir
til leiks og luku 36 þeirra
keppni.