Morgunblaðið - 10.02.2003, Síða 7
KÖRFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 B 7
SIGURÐUR Ingimundarson, þjálf-
ari Keflvíkinga, sagðist lítið hafa
spáð í Snæfellsliðið fyrir leikinn og
einbeitt sér að því að skerpa á styrk-
leika Keflvíkurliðsins. „Það eru að-
eins góð lið sem komast í úrslitaleik-
inn í bikarkeppninni og við lögðum
upp með það í farteskinu þrátt fyrir
að hafa unnið þennan leik örugg-
lega. Við vanmetum ekki liðin sem
mætum í svona úrslitaleik og reynd-
um að gera okkar hluti eins vel og
við gátum,“ sagði Sigurður og var
sérstaklega ánægður með varn-
arleikinn gegn Snæfelli sem skoraði
71 stig í leiknum og aðeins 33 í fyrri
hálfleik. „Við munum slaka aðeins á
núna og njóta augnabliksins enda
náðum við einum áfanga sem við
settum okkur sem markmið fyrir
tímabilið. Það er markmiðið að
vinna í deildinni og fagna Íslands-
meistaratitlinum í vor en það er
stutt í næsta stórleik þegar við mæt-
um efsta liði deildarinnar í Grinda-
vík í deildinni nk. föstudag,“ sagði
Sigurður en vildi ekki viðurkenna
að hann hefði séð meira spennandi
leiki á æfingum liðsins en þann sem
liðið lék gegn Snæfelli. „Ég glími
við skemmtilegt vandamál sem
þjálfari og hef úr stórum hópi að
velja. Það stefna allir að að komast í
liðið og það er oft erfitt að velja.“
„Munum njóta
augnabliksins“
BÁRÐUR Eyþórsson, þjálfari Snæfells,
bar sig vel þrátt fyrir að lið hans hefði
ekki staðist væntingarnar sem gerðar
voru til þess í bikarúrslitaleiknum.
Hann taldi að spennustigið hefði verið
of hátt hjá mörgum þeirra þrátt fyrir að
lögð hefði verið áhersla á að ná því nið-
ur. „Við vorum ekki búnir að ná okkar
markmiði eftir undanúrslitaleikinn en
ég held að spennan og væntingarnar
hafi verið of miklar fyrir okkur. Það
vita allir leikmenn Snæfells að liðið lék
langt, langt undir getu í þessum leik.
Við einfaldlega frusum í leiknum og
náðum aldrei að finna taktinn,“ sagði
Bárður sem tók þátt í úrslitaleik sömu
liða árið 1993. „Auðvitað reynir maður
að vinna með þá hluti sem ég upplifði
sjálfur í þeim leik og miðla af reynsl-
unni. Hins vegar var Keflavík of stór
biti fyrir okkur í þessum leik, svo einfalt
er það,“ sagði Bárður.
„Þeir eru einfaldlega betri“
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæ-
fells, sagði að reynsluleysi í þeirra liði
hefði gert vart við sig í síðari hálfleik en
hann dró ekkert undan er hann sagði
andstæðingana hafa verið sterka.
„Þeir eru einfaldlegar með betra lið
en við. Við gerðum mörg mistök, hjálp-
uðum ekki bakvörðunum að koma bolt-
anum í leik og Keflvíkingar eru fljótir
að þefa slíkt upp. Þessi leikur er mikil
upplifun fyrir alla og ég vil þakka
stuðningsmönnum liðsins fyrir stuðn-
inginn.“
„Lékum langt
undir getu“
Snæfell skorti ekki viljann á upp-hafsmínútum leiksins og höfðu í
fullu tré við Keflvíkinga í fyrsta leik-
hluta. Á þeim kafla
náði Stykkishólmslið-
ið að halda hraðanum
niðri, þeir luku flest-
um sóknum sínum
með skoti og bar það góðan árangur. Í
liði Keflvíkinga fór lítið fyrir Damon
Johnson framan af leik og það var
ekki fyrr en eftir „slagsmál“ við Hlyn
Bæringsson, framherja Snæfells,
undir lok fyrsta leikhluta að Johnson
fór almennilega í gang. Segja má að
„rimma“ þeirra Johnsons og Hlyns
hafi verið hápunktur leiksins því að
öllu eðlilegu hefði átt að vísa Damon
Johnson út úr húsi eftir að hann hafði
sýnt tilburði til þess að slá Hlyn sem
hefði einnig getað endað utan vallar
eftir þessa skorpu. Dómarar leiksins
ákváðu hinsvegar að gefa þeim fé-
lögum tæknivíti sem var í raun „Sal-
omónsdómur“ því margir úr þeirra
stétt sem sátu og horfðu á leikinn
töldu refsinguna væga.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflvíkinga, brá á það ráð að beita
svæðisvörn í öðrum leikhluta og bar
það tilætlaðan árangur því langskotin
eru veikur blettur í liði Snæfells. Að
auki var leikstjórnandinn efnilegi,
Helgi R. Guðmundsson, hvíldur um
stundarsakir í öðrum leikhluta og átti
Snæfellsliðið í miklum erfiðleikum
með það eitt að koma knettinum af
varnarhelmingi sínum á þessum
kafla. Munurinn var 13 stig á liðunum
þegar blásið var til leikhlés og náðu
Snæfellingar aldrei að klóra í bakk-
ann það sem eftir var leiks og Keflvík-
ingar sigruðu með 24 stiga mun,
95:71, og tryggðu sér bikarmeistara-
titilinn í fjórða sinn en liðið vann bik-
arinn í fyrsta sinn árið 1993 er sömu
lið áttust við en lokatölur í þeim leik
urðu 115:76.
Spennustig íþróttamanna þarf að
vera rétt í úrslitaleikjum sem þessum
og mátti sjá gott dæmi um hve mikill
munur var á liðunum hvað þetta varð-
ar. Það var líkt og Keflvíkingar væru
ekki búnir að ná réttu spennustigi er
leikurinn hófst og leikmenn liðsins
voru ekki í þeim ham sem einkennir
t.d. grannaslagina við Njarðvík. Ann-
að var uppi á teningnum í liði Snæ-
fells, þar sem flestir leikmenn liðsins
léku undir getu og voru í raun yfir-
spenntir þegar leikurinn hófst. Vara-
menn liðsins létu lítið að sér kveða og
hittu mörg skot þeirra ekki einu sinni
í körfuhringinn eða spjaldið, slík var
spennan. Breiddin í liði Snæfells er
ekki mikil en í þessum leik var hún
engin.
Leikurinn fer seint í sögubækurnar
sem einn af eftirminnilegustu bikar-
úrslitaleikjum sögunnar. Snæfelling-
ar upplifðu þó stemninguna sem
fylgir slíku í annað sinn á áratug en að
mati þess sem þetta skrifar höfðu
flestir leikmanna liðsins upplifað nóg
þegar liðið tryggði sér sæti í úrslita-
leiknum eftir sigur gegn Hamars-
mönnum í undanúrslitum keppninn-
ar. Allt annað var uppi á teningnum í
liði Keflvíkinga. Leikurinn var aðeins
skref í átt að markmiði vetrarins að
vinna alla þá titla sem í boði eru. Að-
eins þyrfti að gera það sem gera
þurfti til þess að leggja liðið að velli.
Edmund Saunders og Damon
Johnson voru mest áberandi í Kefla-
víkurliðinu og Magnús Gunnarsson
átti fínar rispur af og til. Að venju var
Sverrir Sverrisson sterkur í vörninni
auk þess sem Jón Norðdal Hafsteins-
son barðist eins og ljón í vörn sem
sókn. Allir leikmenn liðsins komust á
blað í leiknum og segir það sitt um
breiddina í þeirra liði að fyrirliðinn
Guðjón Skúlason skoraði aðeins tvö
stig í síðasta bikarúrslitaleik sínum.
Í liði Snæfells bar mest á þeim
Clifton Bush, Hlyn Bæringssyni og
Helga R. Guðmundssyni. Clifton og
Hlynur skoruðu mest en Helga var
ætlað að koma knettinum í leik gegn
pressuvörn Keflvíkinga. Hinsvegar
mátti hann sín lítils gegn þremur
varnarmönnum í einu og félagar hans
litu ekki oft á tíðum upp til þess að
leika sig fría og af þeim sökum tapaði
Helgi oft knettinum gegn ofureflinu.
Lýður Vignisson vaknaði til lífsins
þegar úrslit leiksins voru nánast ráð-
inn. Stuðningsmenn Snæfells fá hins-
vegar rós í hnappagatið því þeir lögðu
aldrei árar í bát þrátt fyrir mikinn
mun á liðunum og að sama skapi voru
stuðningsmenn Keflvíkinga öflugir
enda mun fjölmennari.
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, hefur bikarinn á loft eft-
ir sigurinn á Snæfelli í Laugardalshöll á laugardaginn.
Öruggt hjá Keflavík
KEFLAVÍK er enn á réttri stefnu hvað varðar markmið vetrarins eftir
að liðið lagði Snæfell í úrslitaleik bikarkeppni karla á laugardag í
frekar bragðdaufum leik, 95:71. Keflavík hefur þar með sigrað í öll-
um þeim mótum sem liðið hefur tekið þátt í á þessu keppnistímbili
og var greinilegt að þessi sigur var aðeins áfangi að settu mark-
miði. Leikmenn Snæfells virtust margir hverjir vera sáttir við það
eitt að upplifa stemninguna í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn sem
leikmenn. Aðeins fimm úr þeirra liði komust á blað og aðeins tveir
af tíu náðu að sýna sitt rétta andlit í leiknum. Þrettán stig skildu lið-
in að í hálfleik, 46:33, og mestur var munurinn rúm 30 stig í síðari
hálfleik en leikurinn leystist upp í vitleysu á lokakaflanum og bæði
lið röðuðu niður stigunum.
GUÐJÓN Skúlason, fyrirliði
Keflavíkurliðsins, tók á móti sig-
urverðlaununum í leikslok og lyfti
bikarnum hátt á loft í fjórða og lík-
ast til síðasta sinn á hans ferli.
Bakvörðurinn snjalli lét lítið fara
fyrir sér í úrslitaleiknum sjálfum
en sagði að leikurinn hefði aðeins
verið skref í áttina að markmiði
liðsins. „Þetta er í síðasta sinn sem
ég hef þennan á loft sem leik-
maður,“ sagði Guðjón og benti á
bikarinn en hann hyggst leggja
keppnisskóna á hilluna frægu í lok
tímabilsins. Guðjón var sammála
því að hann hefði leikið eftirminni-
legri bikarúrslitaleiki á ferli sínum.
„Við vorum með leikinn í hendi
okkar frá upphafi til enda þrátt
fyrir að hafa ekki hrist þá af okkur
fyrr en í síðari hálfleik,“ sagði
Guðjón og var þegar farinn að
huga að deildarmeistaratitlinum.
„Við stefnum á alla titlana sem
eru í boði, efsta sætið í deildinni
og Íslandsmeistaratitilinn að lok-
inni úrslitakeppni. Hópurinn sem
er að æfa þessa stundina er gríð-
arlega sterkur og menn verða að
vera á tánum ætli þeir sér í liðið.
Það voru leikmenn sem léku ekki í
dag í okkar liði sem eru ekkert
síðri en þeir sem valdir voru. Ég
sé ekkert annað í stöðunni en að
við eigum að geta haldið þessu
striki áfram.“
Guðjón taldi að Snæfellsliðið
hefði mætt til leiks án þess að trúa
því að þeir gætu unnið. „Fyrir það
fyrsta hafa þeir aldrei unnið okkur
og margir úr þeirra liði höfðu aldr-
ei leikið til úrslita áður. Við erum
með reynslu í svona leik og nýttum
okkur það.“
„Í síðasta sinn
sem ég hef bik-
arinn á loft“
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar