Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 B 9 Í raun átti allt Valsliðið góðanleik, þær spiluðu glimrandi varnarleik á löngum köflum sem Haukarnir áttu í miklum vandræðum með að eiga við. Leikurinn var jafn í byrjun og var jafnt á öllum tölum þar til staðan var orðin 5:5, þá tóku Valsstúlkur held- ur betur við sér, vörnin small sam- an og Berglind lokaði markinu. Kolbrún Franklín fann sig vel í sókninni og Valur skoraði fimm næstu mörk leiksins og breyttu stöðunni í 10:5. Haukarnir voru þó ekki á því að gefast upp og tókst með góðum varnarleik og mikilli baráttu að saxa á forskot Vals og síðustu átta mínútur hálfleiksins skoruðu gestirnir fimm mörk gegn einu marki gestgjafanna og staðan því 11 mörk gegn 10 þegar flautað var til leikhlés. Seinni hálfleikur hófst líkt og hinn fyrri, liðin skiptust á að skora og jafnt var á flestum tölum. Þegar staðan var orðin 17:18 fyrir Hauka tók Valur leikhlé. Það nýttu Vals- stúlkur greinilega vel því þær skoruðu 5 næstu mörk leiksins og breyttu stöðunni í 22:18. Það var munur sem gestirnir náðu ekki að brúa og lyktaði leiknum með fjög- urra marka sigri Vals, 27:23. Berglind Hansdóttir átti stórleik fyrir Val, hún varði hvorki fleiri né færri en 24 skot eins og áður sagði, og þar af varði hún fjögur vítaskot. Drífa Skúladóttir og Kolbrún Franklín áttu einnig glimrandi leik. Varnarleikur Vals var til fyr- irmyndar á löngum köflum sem setti sóknarmenn Hauka í mikinn vanda. Valsstúlkur virtust hafa mun meiri vilja til að sigra í leikn- um og var sigur þeirra sanngjarn. ÍBV tók Fylki/ÍR í karphúsið Eyjastúlkur héldu uppteknumhætti á laugardag þegar Fylk- ir/ÍR kom í heimsókn og sigraði með tuttugu og tveggja marka mun. Það voru þó gest- irnir sem skoruðu fyrsta markið en eftir það sáu þær aldrei til sólar. Eyjastúlkur skoruðu næstu þrjú og áður en tíu mínútur voru liðnar var munurinn sex mörk. Heimamenn juku enn við forskotið og skoruðu ellefu mörk í röð og voru yfir í hálf- leik, 20:8. Þrátt fyrir að nánast allt byrjunarlið ÍBV hafi hvílt megnið af seinni hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og áður en yfir lauk höfðu Eyjastúlkur skorað 37 mörk gegn 15 mörkum Fylkis/ÍR. Anna Yakova lék ekki með Eyjastúlkum í leiknum og Alla Gorkorian spilaði ekki nema rétt rúmar tuttugu mín- útur en varð samt markahæst með níu mörk. Austurrísku stúlkurnar Sylvia Strass og Birgit Engl áttu báðar mjög góðan leik. Hjá gest- unum bar mest á Heklu Daðadótt- ur sem skoraði rúmlega helming marka liðsins. Ásdís Benedikts- dóttir átti ágætis leik í markinu. Berglind hetja Vals VALUR vann nokkuð óvæntan sigur á Haukum, 27:23, á Íslands- mótinu í handknattleik kvenna á laugardaginn. Haukar féllu við þennan ósigur niður í þriðja sæti deildarinnar, eru nú stigi á eftir Stjörnunni en sex stigum á undan Valsstúlkum sem eru í fjórða sæti. Lykillinn að þessum sæta sigri Valsstúlkna var í markinu. Þar stóð Berglind Hansdóttir, en hún átti stórleik er hún varði 24 skot í leiknum. Morgunblaðið/Þorkell Drífa Skúladóttir, leikmaður Vals, sækir að marki Hauka og skorar eitt af átta mörkum sínum. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10 Sigursveinn Þórðarson skrifar Jafnt var fram að 4:4 þegar Vil-hjálmur var rekinn af velli. Þó að hann hafi bara átt að standa í vörninni vegna þess að hann er að jafna sig eftir meiðsli, virt- ist brottreksturinn samt hafa áhrif í sókninni því félögum hans virtist nokkuð brugðið auk þess að KA- menn lásu auðveldlega út sóknartil- burði. Samt tókst Garðbæingum með einstaklingsframtaki að hanga í gestunum fram að níundu mínútu síðari hálfleiks. Þá fékk KA-maður rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í hraðaupphlaupi en það hafði engin áhrif því nú skildu leiðir og næstu 11 mínúturnar skoraði KA 11 mörk á móti einu og staðan 27:15. Þjálfari KA skipti þá yngri leik- mönnum af bekknum inná, þeim tókst að þrauka. Garðbæingar hljóta að líta vand- lega í eigin barm eftir þennan leik. Vörnin var oft gloppótt og sóknar- leikurinn afar slakur. Árni Þorvarð- arson varði vel í byrjun og Þórólfur Nielsen stóð sig best í einstaklings- framtakinu. „Ég átti ekki von á að þetta yrði svona auðvelt,“ sagði Jónatan Magn- ússon, fyrirliði KA, eftir leikinn. „Við unnum með einu marki í fyrri leikn- um svo að við bjuggum okkur undir hörkuleik en í þessum leik komum við vel stemmdir en þeir ekki,“ bætti fyrirliðinn við en hann, Andreus, Egidijus Petkevicius og Arnór Atla- son áttu allir góðan leik. HK hafði það á hörkunni Harka sem HK-ingar beittu sjálfasig í síðari hálfleik gegn ÍBV í Digranesi í gær varð til þess að skila þeim góðum sigri, 30:27, og 2 stigum í baráttunni um að komast í hóp fjög- urra efstu liða í 1. deild karla í handknattleik. Þrátt fyrir ágætan endasprett Eyjamanna máttu þeir játa sig sigraða og eru enn utan seilingar við úrslitakeppi deildarinnar. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleik. Eyjamenn skoruðu fyrsta markið og leiddu lengst af í hálfleikn- um þar sem tvö mörk skildu mest að. Leikurinn var gríðarlega hraður í byrjun, leikmenn beggja liða gerðu mörg mistök í sóknarleiknum og skiluðu á tíðum frá sér óvönduðum skotum og misheppnuðum. Þrátt fyrir það náðu markverðir hvorugs liðs að sýna sitt rétta andlit, Björgvin Gústavsson, markvörður HK, var þó öllu skárri og skilaði það HK tveggja marka forskoti í leikhléi, 15:13. Leikurinn var heldur hægari eftir hlé, mistökum fækkaði en aftur var það markvarsla Björgvins Gústavs- sonar í marki HK, ásamt virkilega góðri varnarvinnu, sem skilaði þeim betri leik og þegar upp var staðið sigri. En HK-ingar hafa líka ákveðið það í leikhléinu að stemma sig saman í varnarleiknum, þeir hrópuðu og kölluðu stemningsorð í varnarleikn- um og fögnuðu ógurlega þegar þeir vörðu skot Eyjamanna. Þetta kann að hafa haft áhrif á leik Eyjamanna sem náðu alls ekki sínum besta leik og náðu ekki að yfirvinna varnarleik og markvörslu HK-inga. Michael Lauritzen kom sterkur inn í lið ÍBV í seinni hálfleik og hafði mjög jákvæð áhrif á leik þeirra. Þá áttu þeir Sig- þór Friðriksson og Davíð Þór Oberman góðan leik í liði ÍBV. Hjá HK léku þeir Björgvin Gústavsson markvörður og Jón Bersi Ellingsen best ásamt hægri hornamönnunum Elías Má Halldórssyni og Samúel Árnasyni en þeir skoruðu samtals 10 mörk úr hægra horninu. Morgunblaðið/Kristinn Alexandr Pettersons, stórskytta Gróttu/KR-liðsins, er hér tekinn föstum tökum af Haukamönn- unum Robertas Pauzuolis og Þorkeli Magnússyni á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Tvö rauð spjöld í öruggum sigri KA TVEIR sáu rautt er Stjarnan fékk KA í heimsókn í Garðabæinn í gær – fyrst Garðbæingurinn Vilhjálmur Halldórsson fyrir gróft brot á 7. mínútu og það virtist slá félaga hans útaf laginu. Gestirnir gengu á lagið, voru mun sprækari svo að Stjörnumenn sáu aldrei til sólar og töpuðu 32:26. Stefán Stefánsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.