Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mánud.–fimmtud. frá kl. 9–18, föstud. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Lækjarsmári - Frábær stað- setning Vorum að fá á sölu stórglæsi- lega 82 fm 2ja herb. íbúð. Parket og nátt- úruflísar á gólfi. Suðurverönd. Stutt í Smáralindina. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 12,9 millj. Póstnr. 200 Hlíðarhjalli Komin er á sölu skemmti- leg 2ja herb. íbúð ca 73 fm. Suð-vestursv. Fallegt útsýni. Verð 10,9 millj. Póstnr. 200 Nýjar íbúðir Maríubaugur - Keðjuhús Til af- hendingar nú þegar, tilbúin til innréttinga, skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bíl- skúr. Húsin standa á útsýnisstað og af- hendast tilbúin til innréttinga. Fullfrágeng- in að utan og lóð verður grófjöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrif- stofu. Verð frá kr. 19,4 millj. Póstnr. 113 Birkiás - Bílskúr -TIL AF- HENDINGAR STRAX Vorum að fá á sölu þrjú glæsileg pallabyggð raðhús 4-5 herb. frá 147,6 fm til 156,1 fm á besta stað í Garðabæ. Íbúðirnar eru afhendar fokheldar að innan en frágengnar að utan með steiningu og grófjafnaðri lóð Glæsi- legt útsýni. Teikningar og nánari upplýs- ingar er hægt að nálgast á skrifstofu Fjár- festingar. Verð 14,5 millj. Póstnr. 210 Einbýlis-, par- og raðhús Prestbakki - Bílskúr Til sölu skemmtilegt raðhús á besta stað í Breið- holtinu. Húsið er mikið endurnýjað. Stutt í alla þjónustu. Verð 20,2 millj. Póstnr. 109 Seljabraut Vorum að fá á sölu raðhús ásamt bílageymslu. Hægt er að hafa sér- íbúð í kjallara. Steni-klætt hús. Verð 17,3 millj. Póstnr. 109 Rituhólar - Bílskúr 44,8 fm Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, hægt er að gera séríbúð í kjallara. Nátt- úrugarður. Stórkoslegt útsýni. Verð 27,5 millj. Póstnr. 111 Sérhæðir Ferjuvogur - Ásamt bílskúr. Til sölu skemmtileg ca 120 fm hæð ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel stað- sett íbúð innst í lokaðri götu. Skjólgóður suðurgarður. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að að skoða. Verð 15,9 millj. Póstnr. 104 Njörvasund - stór bílskúr Vor- um að fá á sölu rúmlega 80 fm sérhæð. Góður garður. Frábær staðsetning. Verð 12,5 millj. Póstnr. 104 Sogavegur - Góður bílskúr Stór og rúmgóð 6 herb. sérhæð ca 142 fm. Stutt í alla þjónustu. Verð 17,6 millj. Póstnr. 108 4ra - 6 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr. 103 Hvassaleiti - 5-6 herb. - Bíl- skúr Sérstaklega björt og stór íbúð 150 fm. Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 103 Bergstaðastræti - Nýtt Álakvísl - LAUS STRAX Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stórt stæði í bílageymslu. Verð 15,8 millj. Póstnr. 110 Naustabryggja Vorum að fá á sölu „penthouse“-íbúð ca 191 fm á tveimur hæðum. Tvennar svalir. Stæði í bíla- geymslu. Hnotuparket á allri íbúðinni. Póstnr. 110 Núpalind - Bílskýli. Komin er á sölu glæsileg 3-4ra herb. íbúð, 112,3 fm á efstu hæð í fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Vand- aðar innréttingar. Látið þessa eign ekki fram hjá ykkur fara. Verð 16,5 millj. Póstnr. 201 2ja - 3ja. herbergja Sólvallagata Komin er á sölu 3ja her- bergja 80 fm íbúð á besta stað við mið- bæinn. Suðurgarður. Verð 11,9 millj Póstnr. 101 Skeljagrandi - bílageymsla Til sölu 2ja herb. íbúð. Glæsilegt útsýni. Verð 10,3 millj. Póstnr. 107 www.fjarfest.is Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir, einnig tvær „PENTHOUSE“-íbúðir á besta stað í miðbæ Rvíkur. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með vönduðum innréttingum og flísum á baði, en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er ál- klætt að utan að hluta og sameign verður frá- gengin. Möguleiki á að fá lán frá byggingarað- ila á eftir húsbréfum. Póstnr. 101. Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“- íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum. ,,Penthouse”-íbúðir verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Af- hending Naustabryggju 12-18 í júlí 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Bygg- ingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110 Nýkomnar á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb., 96,1-119,2 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna, nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllu herbergjum. Íbúð- irnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bílskúr. Sér- inngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhending í júní 2003. Póstnr. 113 Kristnibraut 77-79 NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti LOKSINS kom hann, þó ervart hægt að segja að beð-ið hafi verið eftir honummeð eftirvæntingu, eða hvað? Íslenski veturinn er mættur í öllu sínu veldi og örugglega er það nokk- uð stór hópur manna sem hefur fagnað honum af einlægni. Ekki kannski því að fá hálku, frera og skafla á akbrautir í byggð og til heiða, heldur miklu fremur til fjalla. Nú má sjá upplýstar brekkur í Blá- fjöllum og við Hengilinn, dýrkendur skíðanna hafa loksins getað brunað sér að vild. En tíðin veldur mörgum erf- iðleikum, einkum þeim sem þurfa að fara út fyrir öryggi þéttbýlisins. Færðin breytist ótrúlega mikið fyrir hverja tíu metra sem landið hækkar, hvað þá ef hækkun landsins er talin í hundruðum metra. Fjarlægðin frá sjó hefur mikið að segja og þá rifjast upp það sem öllum íslenskum börn- um hefur verið kennt frá því að barnafræðsla hófst, sem sé það að Golfstraumurinn sé okkar lífæð. Þetta hlýtur hver og einn að finna, það er munur á ísingu og frera á Sel- tjarnarnesi eða í Breiðholti, enda bæði munur á hæð og fjarlægð frá sjó. Land snjóbræðslukerfanna Við Íslendingar eigum mörg heimsmetin, yfirleitt þá miðað við höfðatölu. Að vísu náðum við því ekki að verða heimsmeistarar í handbolta en sjöunda sætið varð það. Það var nánast ömurlegt að hlusta á þá um- ræðu að öllu væri glatað ef við næð- um „aðeins“ áttunda sætinu. Það að komast í heimsmeistarakeppnina, var afrek, að komast upp úr riðla- keppni enn meira afrek, að ná sjö- unda sætinu ótrúlegt afrek. En ekki meira um það, enda hvað kemur handbolti snjóbræðslu við? Aftur að hinum fjölmörgu heims- metum þessara eylendinga lengst norður í höfum. Það er ekki víst að það þurfi að nota hina margumtöluðu höfðatölu- reglu til að lýsa því yfir að við séum heimsmeistarar í lagningu snjó- bræðslukerfa. Við erum tvímæla- laust heimsmeistarar á því sviði. Ástæðurnar eru þó nokkrar og rétt að líta á þær helstu. Í fyrsta lagi er það sú ómetanlega auðlind, jarð- varminn, sem gerir okkur kleift að leggja svo mörg og mikil snjó- bræðslukerfi og reka þau án háls- brjótandi kostnaðar. Í öðru lagi er- um við, eins og löngu er viðurkennt, geysilega nýjungagjörn, það er sama hvort það eru breyttir jeppar, viagra-stinning eða snjóbræðslu- kerfi, við viljum reyna allt. Í þriðja lagi hafa ágætir tækni- menn þróað snjóbræðslukerfin að ís- lenskum aðstæðum, hér eru að- stæður allt aðrar en víðast hvar í heiminum, fyrst og fremst er það nýting jarðvarmans sem skapar þá sérstöðu. Erfitt snjóbræðsluland En þrátt fyrir þetta er Ísland erf- iðasta snjóbræðsluland í heimi, ætli þar sé ekki enn eitt heimsmetið, þversagnirnar láta ekki að sér hæða. Fyrir þrjátíu árum ætluðu Svíar sér stóra hluti í lögn snjóbræðslu, þeir settu hálærða verkfræðinga til að búa til allar þær formúlur sem til þurfti, settu upp verksmiðjur til að framleiða heppileg snjóbræðslurör, annað lagnaefni og tæki. En síðan datt botninn úr öllu, olíu- kreppan skall á, rekstrarkostnaður snjóbræðslukerfa varð óviðráð- anlegur. Þar í landi eru nú aðeins lögð snjóbræðslukerfi við mikilvæg- ustu byggingar, bráðamóttöku sjúkrahúsa og slíkar. Þá tók Ísland boltann og hann hef- ur verið á lofti síðan. En af hverju er Ísland erfitt snjóbræðsluland? Vegna allra lægðanna sem yfir okkur sigla, vegna umhleypinganna sem af þeim leiða. Við vitum aldrei hve lengi snjóar, hve lengi frostið varir, hvort sést til sólar í næstu viku eða hve hratt stormurinn æðir yfir. Bernskuár snjóbræðslunnar Á fyrstu árunum urðu margir fyrir vonbrigðum og héldu jafnvel að þeir hefðu verið plataðir. Snjóbræðsla lögð í stéttar og plön, hellur lagðar af list og fyrstu snjókornin hurfu eins og dögg fyrir sólu. En svo skyndi- lega hætti kerfið að virka, snjór safn- aðist á planinu góða, hvað var að? Auðvitað gat margt verið að, en í flestum tilfellum var kominn einn af þeim dögum þegar engin snjóbræðsla orkar að hafa við íslenskri veðráttu, ofankomu og skafrenningi í hífandi roki. Þetta var lexía fyrir alla, bæði eig- endur kerfanna og tæknimennina, sem voru að þróa og leggja snjó- bræðslukerfi á Íslandi. Nú vitum við að það er ekki til það snjóbræðslukerfi sem hefur við ís- lenska veðrinu í sínum versta ham. Slíkt snjóbræðslukerfi á heldur ekki að vera til og vonandi að enginn reyni að hanna og leggja slíkt. Eitt lítið óleyst vandamál Snjóbræðslukerfi hafa verið lögð í vegi, götur, bílastæði, svalir, tröppur og steypta sólpalla, svo nokkuð sé talið. Jarðræktarkerfi hafa einnig verið lögð í grænmetisgarða og gras- velli fyrir knattspyrnu svo spyrja má, er ekki búið að finna ráð til að nota slík utanhússhitakerfi við allar aðstæður? Nei, eitt er óleyst. Í upptalningunni að ofan kom fyrir „steyptur sólpallur“ og hann er ekk- ert vandamál. Hinsvegar kjósa miklu fleiri að hafa sólpallinn úr timbri en ekki steinsteypu og þá vandast málið. Vissulega vildu marg- ir nota þann pall utanhúss á störnu- björtu kvöldi þótt snjór sé á jörðu, jafnvel frost. En þá er oft freri á timburpallinum góða, það hefur ekki enn verið leyst hvernig hægt er að leggja snjóbræðslukerfi undir slíkan pall. En það hlýtur að vera hægt að leysa, það þarf aðeins að leggja höf- uðið í bleyti og reyna eftir bestu getu, jafnvel leita aldir aftur í tím- ann. Heimsmeistarar í snjóbræðslukerfum Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Þetta snjóbræðslukerfi er búið að vinna vel í næstum þrjá áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.