Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
NÝR Toyota Land Cruiser var
kynntur á dögunum og nú þegar
hefur bílum verið breytt fyrir 33
og 38 tommu dekk. Við hönnun
breytinganna á nýjum Land Cruis-
er 90 er lögð sérstök áhersla á að
viðhalda upprunalegum gæðum,
aksturseiginleikum og öryggi bíls-
ins. Ýmislegt í nýja bílnum er bet-
ur fallið til breytinga en var í eldri
gerðinni, að sögn Lofts Ágústsson-
ar, framkvæmdastjóra Arctic
Trucks, sem annast hefur breyt-
ingar á bílnum. „En það eru einnig
atriði í honum sem ekki eru eins
auðveld viðureignar og voru í eldri
bílnum eins og t.a.m. stærð á
bremsum.“
Helstu kostirnir með tilliti til
breytinga eru nýtt 8,2 tomma
framdrif í stað 7,5 tomma áður,
sterkari framöxlar sem eru 30 rílu,
þyngdardreifing í nýja bílnum er
betri en hún var í eldri bílnum með
tilliti til snjókeyrslu því fjarlægð
milli fram- og afturhjólanna er 11,5
cm meiri, eldsneytistankur er fyrir
framan afturhásingu og afstaða
stýrisvélar er betri fyrir utanvega-
akstur.
Nýjar gír- og drifstangir
„Nýjar gír- og drifstangir, sem
hannaðar eru hjá Arctic Trucks en
smíðaðar hjá 3Xstáli á Ísafirði,
gera það að verkum að afstaða og
færsla á gírhnúðnum verður sú
sama og upphaflega þrátt fyrir
hækkun yfirbyggingar.
Nýjar festingar á yfirbyggingu
eru hannaðar af Arctic Trucks og
skornar og beygðar með aðstoð
Cad Cam búnaðar. Festingarnar
gera yfirbygginguna stöðugri á
grindinni og varna því að afstaða
hennar aflagist við erfiðar torfæru-
aðstæður eða árekstur.
Breyting á stýri
Breyting á stýri er gerð á ein-
faldari og öruggari hátt en áður
með nýjum framlengingum sem
koma í stað upprunalegra teng-
inga. Þessar nýju lengingar gera
það að verkum að ekki er þörf á að
sjóða saman stýrisstangirnar eins
og áður. Nýju tengingarnar eru
smíðaðar í Noregi.
Nýjar gangbrettafestingar eru
hannaðar í stað upprunalegra fest-
inga.
Grillgrindur, stuðarar og upphækkun
Grillgrindur og stuðarar á
breyttum jeppum hafa töluvert
verið í brennidepli undanfarið
vegna umræðna um öryggi bíla í
umferðinni gagnvart breyttum
jeppum. Við hönnun á grillgrindum
og upphækkun yfirbyggingar er
leitast við að hafa árekstrapunkta
eins lága og frekast er kostur og
t.a.m. er grillgrind að framan
hönnuð þannig að hún breytir ekki
upprunalegum eiginleikum bílsins
við árekstur og efri hluti hennar
gefur eftir, leggst aftur, við
árekstur. Afturstuðari nýja bílsins
er t.a.m. 180 mm lægri en reglur
gera ráð fyrir og 110 mm lægri en
á eldri gerð af Land Cruiser 90 á
38 tomma dekkjum.
Nýjar bremsur eru settar í þá
bíla sem breytt er fyrir 38 tomma
dekk þar sem nýi bíllinn kemur á
17 tommu felgum en 38 tomma
dekkin eru einungis til fyrir 15
felgur. Með hönnun á þessum
bremsum er þess gætt að þær hafi
sambærilega eða betri bremsueig-
inleika og því voru settar 13%
stærri bremsur en upprunalega.
Nýr möguleiki fyrir björgunarsveitir
Verulega aukið farþegarými hef-
ur skyndilega opnað nýjan og
spennandi möguleika fyrir björg-
unarsveitir að taka þennan bíl í
sína þjónustu. „Á dögunum voru
mátaðar sjúkrabörur í bílinn og er
skemmst frá því að segja að
tveggja metra langar börur kom-
ust auðveldlega inn í nýja bílinn.
Þetta ætti auk hagstæðrar þyngd-
ar að gera nýjan Land Cruiser að
álitlegum valkosti fyrir björgunar-
sveitir,“ segir Loftur.Land Cruiser breyttur fyrir 35 tommu dekk.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Land Cruiser breyttur fyrir 38 tommu dekk.
Nýjungar í breytingum
á Land Cruiser 90
tæki og sjúkrakassi. **
Verð: 1.598.000 kr.
** Verð miðast við að original dekk og felgur
séu teknar upp í pakkaverð.
38 breyttur Land Cruiser 90 GX/VX með
færslu á afturhásingu
60 mm upphækkun, aurhlífar 14X26, póler-
aðar álfelgur 15X12,5, 38 dekk og brettakantar.
aðar álfelgur 15X12,5, 38 dekk og brettakantar.
Breyting á rúðusprautukút, viftuhlíf og stýri.
Skiptir á millikassastöng til að gera skiptingu
þægilegri. Drifhlutföll 4,56:1, felgurær, felgu-
toppur. Frauðdýna í brettakanta ásamt kíttun
og málningu, gúmmí í innri bretti.
Hemlabreyting, hjólastilling, hraðamæla-
breytir, rykhlífar á hemla, sérskoðun og gang-
brettafestingar. Umfelgun, úrklipping, slökkvi-
33 breyttur Land Cruiser 90 GX
20 mm hækkun á undirvagni, dekk 33/
12,5R17, 17x8 póleraðar álfelgur. Hjólastilling,
umfelgun og úrklipping. **
Verð: 298.000 kr.
** Verð miðast við að original dekk og felgur
séu teknar upp í pakkaverð.
33 breyttur Land Cruiser 90 VX
20 mm hækkun á undirvagni, dekk 33/
12,5R17, 17x8 póleraðar álfelgur. Hjólastilling,
umfelgun og úrklipping. **
Verð: 327.000 kr.
** Verð miðast við að original dekk og felgur
séu teknar upp í pakkaverð.
38 breyttur Land Cruiser 90 GX/VX
60 mm upphækkun, aurhlífar 14X26, póler-
Breyting á rúðusprautukút, viftuhlíf og stýri.
Skiptir á millikassastöng til að gera skiptingu
þægilegri. Drifhlutföll 4,56:1, felgurær, felgu-
toppur. Frauðdýna í brettakanta ásamt kíttun
og málningu, gúmmí í innri bretti. Hemlabreyt-
ing, hjólastilling, hraðamælabreytir, rykhlífar á
hemla, sérskoðun og gangbrettafestingar. Um-
felgun, úrklipping, slökkvitæki og sjúkrakassi.
120 mm færsla á afturhásingu, Breyting á
drifskafti og púströri. **
Verð: 1.748.000 kr.
** Verð miðast við að original dekk og felgur
séu teknar upp í pakkaverð.
Einnig verður hægt að fá flestar breyting-
arnar á LX gerðina og hafin er vinna að breyt-
ingum á bíl fyrir 35 tomma dekk. Einnig kemur
til greina að breyta nýjum Land Cruiser fyrir
37 tomma dekk.
Breytingar og
búnaður í Land Cruiser
ÞEIR sem hafa fylgst með Dakar-
rallinu kannast við Mitsubishi Paj-
ero Evolution, sem Japaninn Mas-
uoka ók til sigurs. Mitsubishi hefur
gert hugmyndabíl sem byggist á
þeirri hugmynd að smíða götuút-
færslu af Pajero Evolution. Með
öllu er óvíst hvort bíllinn verður
nokkru sinni settur á markað en
samkvæmt upplýsingum frá Mits-
ubishi á bíllinn þó altént að sýna
hvaða hönnunarlína verður ríkjandi
á næstu árum.
Bíllinn er straumlínulagaður og
sportlegur en um leið er bíllinn
sterklegur á að líta. Rúður eru
stórar og áberandi og sömuleiðis
hjólin. Hjólhafið er mikið sem nýt-
ist vel í akstri utan vega og grillið
er lokað af með víraneti. Að aftan
setur stór vindkljúfur svip á bílinn.
Í raun felast lítil tíðindi í því
hvaða vél er undir vélarhlífinni því
ólíklegt er að bíllinn verði fram-
leiddur. Vélin er V6, 3,5 lítra með
breytilegum ventlaopnunartíma.
Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóla-
drifinn en þess er í honum tækni
á borð vð AYC og ACD. Fyrr-
nefnda kerfið sér um að aflið dreif-
ist jafnt milli einstakra hjóla til að
tryggja sem besta aksturseiginleika
í beygjum. Með ACD er hægt að
stýra læsingu á mismunadrifinu
með tilliti til vegaðstæðna hverju
sinni.
Evolution
í götu-
útfærslu
Hjólhafið er mikið sem nýtist
vel í akstri utan vega.
Hvöss og aflíðandi form og
mikið af burstuðu áli.
Með öllu
er óvíst
hvort
bíllinn
verður
nokkru
sinni
settur á
markað.