Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 B 19
bílar
SÝNA ber ýtrustu varúð þegar aka
skal yfir vatnsföll. Áður en ekið er yf-
ir skal velja leiðina af kostgæfni. Að
velja leið yfir á krefst reynslu. Oftast
er betra að fara yfir þar sem áin er
breið því þar er hún alla jafna grynnri
en þar sem hún er mjórri. Sé öku-
maður ekki viss um hvað gera skal er
betra, sé þess kostur, að staldra við
og horfa á aðra bíla fara yfir, ellegar
snúa frá og hætta við.
Við akstur yfir jökulár er fleira að
varast en við akstur yfir bergvatnsár.
Jökulár breyta farvegi sínum reglu-
lega. Því er erfitt að henda reiður á
því hvernig aðstæður eru hverju
sinni. Yfirleitt eru þær auk þess svo
gruggugar að ekki er nokkur leið að
sjá botninn og þar með lesa í ána.
Í jökulám geta leynst hættulegar
sandbleytur sem auðvelt er að festa
jeppann í. Ef hann stöðvast í jökulá
grefur áin hratt undan bílnum og get-
ur jafnvel velt honum á skömmum
tíma.
Á smurstöð eftir akstur í vatni
Mjög mikilvægt er að hafa í huga
þegar farið er um svæði þar sem jök-
ulár geta hindrað för að minnst vatn
er í ánum snemma á morgnana. Því
er öruggast að fara yfir þær á þeim
tíma. Áður en ekið er yfir á skal setja
jeppann í lága drifið og aka hægt í
lægsta eða næstlægsta gír. Varast
skal að skipta um gír úti í ánni. Sé
hægt að koma því við er betra að aka
undan straumi. Ef ekki er hægt að
vaða ána með góðu móti skal ekki
reyna að aka yfir því ef eitthvað kem-
ur fyrir er ekki hægt að vaða í land.
Eftir akstur í vatni, sér í lagi jök-
ulvatni, er nauðsynlegt að fara á
smurstöð og láta athuga hvort vatn
hefur komist í drifolíu og gírkassa.
Einnig þarf að smyrja vel í alla hjöru-
og stýrisliði. Á hverju hausti ættu
þeir sem aka mikið yfir ár að skipta
um feiti í hjólalegum. Þeir sem vilja
vera öruggir láta gjarnan hækka og
verja loftinntak vélarinnar til að auð-
velda akstur yfir ár.
Jeppahornið
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Akstur yfir ár getur verið vandasamur. Hér er farið yfir Krossá.
Akstur yfir ár
Úr Jeppabók Arctic Trucks.
SMS FRÉTTIR mbl.is
alltaf á föstudögum