Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 B 21 vélsleðar Honda Civic LSI árg. 1998 Ekin 93 þ. km. Verð kr. 720.000. MMC Pajero Sport árg. 2000 Ekinn 67 þ. km, áhvílandi kr. 1.700.000. Verð kr. 2.690.000. Subaru Legacy Outback árg. 1997 Ekinn 104 þ. km. Verð kr. 1.480.000. Toyota Corolla Touring Gli Árg. 1991, ekin 86 þ. km (einn eigandi). Verð kr. 450.000. VW Polo 1,4i árg. 1999 Ekinn 34 þ. km. Verð kr. 840.000. VW Golf 1,6i Comfortline árg. 1998 Ekinn 34 þ. km. Verð kr. 980.000. Nissan Patrol árg. 1995 Ekinn 199 þ. km. Verð kr. 1.490.000. MMC Pajero árg. 1997 Ekinn 190 þ. km, áhvílandi kr. 900.000. Verð kr. 1.550.000. Toyota Avensis stw Sol 2,0l Árg. 1999, ekin 43 þ. km. Verð kr. 1.450.000. Toyota Rav 4 árg. 1996 Ekin 108 þ. km. Verð kr. 990.000. VAKTAÐ OG AFGIRT ÚTIPLAN Bílasalan er staðsett í Vatnagörðum 38 (gegnt IKEA) S. 517 0000 netfang: planid@planid.is Opel Corsa 1,2-16v Nýskr. 05.‘00. Ek. 56 þ. km. Bsk. Verð kr. 710 þús. VW Golf Variant CL 1,4 Nýskr. 10.‘95. Ek. 103 þ. km. Bsk. Verð kr. 590 þús. Toyota Corolla Touring 4x4 1,8 Nýskr. 10.‘97. Ek. 82 þ. km. Bsk. Verð kr. 960 þús. Kia Pride Wagon Glxi 1,3 Nýskr. 02.‘02. Ek. 9 þ. km. Bsk. Verð kr. 745 þús. MMC Lanser 1,3 GLI Nýskr. 07.‘00. Ek. 55 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.090 þús. Nissan Micra LX 1,3 Nýskr. 05.‘96. Ek. 126 þ. km. Bsk. Verð kr. 350 þús. Daewoo Lanos SE 1,3 Nýskr. 12.‘00. Ek. 47 þ. km. Bsk. Verð kr. 690 þús. Kia Carnival 2,9 T-Dísel Nýskr. 10.‘99. Ek. 83 þ. km. Ssk. Verð kr. 1.590 þús. Kia Sportage Wagon 2,0 Nýskr. 12.‘99. Ek. 85 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.350 þús. Kia Clarus 4d Glxi 2,0 Nýskr. 09.‘99. Ek. 38 þ. km. Ssk. Verð kr. 880 þús. Tilboð 590 þús. Tilboð 560 þús. Tilboð 860 þús. Tilboð 750 þús.Tilboð 1.190 þús. Tilboð 950 þús. Tilboð 250 þús. Lynx-vélsleðaverksmiðjurnar eru í Rovaniemi í Finnlandi og í eigu kanadíska risans Bombardier. Sveinn Guðmundsson, umboðs- maður Lynx á Norðurlandi, varð fyrir svörum um sleðana en Evró ehf. flytur þá inn. „Lynx smíða einungis snjósleða og eru mjög stórir í vinnusleðum fyrir skógarhöggsmenn og bænd- ur,“ segir Sveinn. „Þeir smíða líka sportsleða og keppnissleða og hafa verið númer eitt í snjó- krossinu í Evrópu undanfarin ár. Þar er Lynx númer 1, 2 og 3.“ Í fyrra var Lynx með tæplega 50% markaðshlutdeild vélsleða í Vest- ur-Evrópu, að sögn Sveins. Stærsta nýjungin í ár hjá Lynx er bein innspýting á ferðasleð- anum Sport Touring 800. Sleðinn er með 800 sm3 Rotax-vél og tveir spíssar eru við hvern strokk. Nýja vélin mengar 70% minna en fyrri gerðir sambærilegra véla og eldsneytiseyðslan er 25% minni. Þessi innspýting er kölluð SDI. Vélin skilar 136 hestöflum og stenst mengunarkröfur sem ganga eiga í gildi í Evrópu árið 2005, að sögn Sveins. „Þessi sleði er á 46 mm sverum gashöggdeyfum að aftan og að framan eru stillanlegir höggdeyf- ar. Sleðinn kemur fullbúinn frá verksmiðjunni, með öllum auka- hlutum sem þarf. Hann er með alvöru hirslur og gott pláss fyrir farangursbox. Dráttarkrókur er staðalbúnaður. Skíðin eru með tvo karbíta, það eru bríkurnar sem skera snjóinn, og eru þau íhvolf á milli karbítanna. Áður var karbíturinn alltaf í miðju skíðinu. Með þessu breikkar sporvíddin og sleðinn tekur mun betur í í beygjum. Hann kemur á 136 tommu löngu belti, 15 tommu breiðu og 32 mm skóflum. Sleðinn er með snarvendu, svo hægt er að bakka honum.“ Það er hitun í handföngum fyr- ir ökumann og farþega. Eins er þægilegt farþegasæti með háu baki. Þessi sleði er einnig til með minni vél, 600 rúmsentimetra. Flestir ferðasleðar frá Lynx eru með sérstakt auka rafmagnsúr- tak fyrir aukabúnað á borð við GPS og talstöð. Sport Touring 800 kostar 1.380.000 kr. og vegur 246 kg. Annar nýr sleði frá Lynx heitir Ranger Mountain 800 og er fjallasleði. „Þessi sleði er með tveggja strokka 800 rúmsentimetra High Output-vél, DPM sem stillir sjálf- krafa blönduna eftir loftþrýst- ingi. Hann er á 144 tomma löngu belti, 15 tomma breiðu og með 50 mm skóflur á beltinu. Framfjöðr- un er með stillanlega gasdempara og 46 mm gasdemparar að aftan. Bakkað er með snarvendu og sleðinn verður fáanlegur með raf- starfi sem aukabúnaði. Hann kemur á breiðum skíðum og hægt að breikka þau inn á við. Spor- víddin er stillanleg og skíðin eru eins karbíts. Þetta er eini fjallasleðinn sem er gefinn upp fyrir einhvern burð og drátt, mér vitandi,“ segir Sveinn. „Það er hægt að setja ein 15 kíló aftast á hann í staðinn fyrir 3 til 4 eins og margir eru með. Hann er einnig með drátt- arkrók sem staðalbúnað. Þessi sleði vegur 236 kg.“ Þriðji sleðinn sem Evró leggur áherslu á er ST 600. „Hann erum við að selja ferðakörlum og björgunarsveitum,“ segir Sveinn. Sleðinn kemur á 20 tomma breiðu belti með 32 mm skóflur og 156 tomma löngu. Hann er með sömu fjöðrun og Touring-sleðinn. Vélin er 600 vél með 2 VM 38 mm blöndungum. Hann kemur með rafstarfi og gírkassa sem er tveir áfram, frígír og bakkgír. Gírkass- inn er samhæfður svo hægt er að skipta úr lága drifi í háa á ferð. Á þennan sleða kemst 100 lítra far- angurskassi og mikið pláss fyrir farangur er undir sætinu. Allir sleðarnir koma með þjófa- vörn, neyðarádreparasnúran er kóðuð og ekki hægt að aka sleð- anum nema með réttri snúru. Lynx – Evró ehf. Helmings- markaðshlut- deild í Evrópu Morgunblaðið/Árni Sæberg Vélin í Lynx Sport Touring 800 ferðasleðanum er með beina innspýtingu sem gefur meira afl og mengar minna en eldri vélargerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.