Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 C 3 Kennarar athugið! Kennara vantar til afleysinga vegna barnsburðarleyfis Um er að ræða 75-100% stöðu bekkjarkennara í 5. bekk út skólaárið. Fossvogsskóli er hverfisskóli fyrir sex til tólf ára börn í Reykjavík og er staðsettur í fallegu umhverfi í Fossvogsdal. Skólinn var stofnaður árið 1971 og allt frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á einstaklingskennslu og að koma til móts við mismunandi þarfir, hæfileika og áhuga hvers og eins. Einnig er mikil áhersla lögð á samstarf kennara. Launakjör skv. Kjarasamningi KÍ og Launa- nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar veita skóla- stjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 568 0200 eða fossvogs@ismennt.is . Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Akureyrarbær Skóladeild Oddeyrarskóli Staða aðstoðarskólastjóra. Staða aðstoðarskólastjóra við Oddeyrarskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa kennaramenntun. Reynsla af skólastjórnun eða framhaldsmenntun er æski- leg. Nauðsynlegt er að hann hafi góða stjórn- unar- og skipulagshæfileika, geti starfað sjálf- stætt og hafi gott vald á mannlegum samskipt- um. Oddeyrarskóli er heildstæður, einsetinn grunn- skóli með um 220 nemendur. Skólinn er full- byggður og var ný viðbygging tekin í notkun haustið 2001. Hlutfall fagmenntaðra kennara er nú yfir 90%. Skólinn er vel búinn tækjum og búnaði. Í skólanum er gróskumikið starf og þar hefur m.a. verið unnið að þróunarverk- efnum á undanförnum árum. Við skólann er starfandi móttökudeild fyrir nýbúa. Netfang:http://www.oddak.akureyri.is/ Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Odd- eyrarskóla, Helga Hauksdóttir í síma: 462 4999, netfang: helgah@akureyri.is Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is . Umsóknarfrestur er til 10. mars 2003. Starf í heildsölu Heildsala í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfs- mann til starfa við bókhald og afgreislu. Góð kunnátta og reynsla á TOK viðskiptahug- búnaði nauðsynleg. Um er að ræða 60% starf, samkvæmt nánara samkomulagi og þarf viðkomandi að hefja störf strax. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, mennt- un og starfsreynslu, sendist til auglýsingadeild- ar Mbl., merktar: „Bókhald — 13361.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.