Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 28
28 B ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Breiðás - Garðabær. Vel staðsett 128 fm efri sérhæð með sérinngangi og stórkostlegu útsýni, auk ca 28 fm bílskúr, alls 156 fm. Suðursvalir og frábært útsýni er úr íbúðinni til suðurs, vesturs og norðurs, sjón er sögu ríkari. Áhv. 7 millj. Verð 15,4 millj. (72) Nýbygging Ólafsgeisli. Um er að ræða glæsilegar efri og neðri hæðir auk bílskúrs á þessum frábæra útsýnisstað. Stærðir hæðanna er frá ca 180 -235 fm, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Verð frá 15,4 millj. fokhelt. Möguleiki á að fá lengra komið. (45) Kirkjustétt - aðeins eitt hús eftir. Vandað og vel staðsett 172 fm raðhús á tveimur hæðum sem klætt er að hluta til með áli. Þrjú svefnherb. og stofa. Húsið er til afhendingar strax fokhelt að innan en full frágengið að utan, möguleiki á að fá lengra komið. Verð 15,2 millj. (114) Jörfagrund - Kjalarnes. Um er að ræða gott einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Fjögur svefnherbergi, stofa og borðstofa. Eignin skilast fullbúin að utan og rúmlega fokheld að innan. Frábært útsýni. Nú þegar tilb. til afhendingar. Verð frá 12,9 millj. (42) Ólafsgeisli. Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Fjögur svefnherb. Eignin skilast nánast fullbúin að utan og fokheld að innan. Teiknignar á www.husavik.net. Verð 16,5 millj. (40) Gvendargeisli. Vel staðsett 193 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 34 fm bílskúr. Fjögur svefnherb. auk sjónvaprshol. Eignin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan, möguleiki að fá lengra komið. Verð 16,9 millj. (47) 4ra til 5 herb. Flétturimi - bílskýli. Góð 115 fm, 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð (efstu), auk 20 fm bílskýlis. Þrjú góð svefnherb., sjónvarpshol í risi, stofa og borðst. m. glæsilegu útsýni, vestursvalir. Áhv. 5,7 millj. húsbréf. Verð 14,9 millj. (10) Hlaðbrekka - sérinng. Mjög falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 93 fm íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Fallegt parket á gólfum, stór stofa og borðstofa, eldhús nýleg endurnýjað ásamt baðherbergi sem nýlega var flísalagt í hólf og gólf. Sérinngangur er í íbúðina. Áhv. 3,3 millj. húsbr. Verð 13,2 millj. (69) Flétturimi. Mjög falleg 3ja herb. íbúð á 1 hæð (jarðhæð) í litlu nýlegu fjölbýli. Tvö góð svefnherbergi með fataskápum. Fallegt eldhús opið við stofu og borðstofu, útgangur frá stofu út í garð. Sérþvottahús í íbúð. Verð 10,7 millj. 2ja herb. Vesturgata. Mikið endurnýjuð 2ja herbergja 71 fm íbúð á tveimur hæðum. Fallegt eldhús, baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Verð 9,3 millj. (92) Bollagata - sérinng. Góð 2ja herb. 62 fm íbúð í kj. með sérinng. í þríbýlishúsi. Stór stofa og svefnherb., þvottahús á hæðinni, nýlegt eldhús. Nýlega var þak, þakkantur, dren og rafmagn endurnýjað. Áhv. 3,4 millj. Verð 8,1 millj. (57) Vesturvör - Laus. Um er að ræða 42 fm ósamþ. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í forstofu, stofu, svefnherb. og eldhús. Verð 4,4 millj. (116) Hofsvallagata. Góð 60 fm 2-3 herbergja íbúð á 1. hæð í góðu steinhúsi. Íbúðin var upphaflega 2ja her- bergja, en opnað var úr stofu niður í geymslu og geymsla breytt í svefn- herbergi sem er ca 10 fm í viðbót við 60 fm. Einnig fylgir eigninni lítil geymsla í sameign. Bakatil er stór og glæsilegur sameiginlegur garður með leiktækjum og gróðri. Búið er að endurnýja rafmagnstöflu. Áhv. 3,6 millj. Verð 9,5 millj. (73) Jöklafold - Grafarvogur. Gullfalleg 86 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í þessu falleg fjölbýli. Mjög fallegar og vandaðar innréttingar, gegnheilt parket og flísar á gólfum. Útgangur út á glæsilega verönd úr stofu, sérgaður. Áhv. 6,3 millj. byggsj. og húsbréf. Verð 12,2 milllj. (100) Bakkastaðir - sérinng. Glæsileg 106 fm íbúð á 2. hæð (efstu) með sér inngangi og glæsilegu útsýni. Fallegar kirsuberja innréttingar, parket á gólfum, tvennar svalir í suð-vestur og norð-austur, þvottahús innan íbúðar. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni. Fjöldi mynda á www.husavik.net. Áhv. Verð 14,5 millj. (74) www.husavik.net Elías Haraldsson Farsími: 898-2007 Reynir Björnsson Farsími: 895-8321 Margrét Jónsdóttir 510-3800 Skólavörðustíg 13 101 Reykjavík Sími: 510-3800 Fax: 510-3801 husavik@husavik.net www.husavik.net Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. lögg. fasteignasali Sérbýli Krókabyggð - Mos. Skemmtilegt 3ja herbergja 97 fm endaraðhús á einni hæð. Nýlegt merbau-parket á gólfum, björt og rúmgóð stofa, borðkrókur í eldhúsi með útbyggðum glugga, Rúmgott þvottahús með glugga innan íbúðar. Áhv. 5,9 millj. byggsj. Verð 15,1 millj. (11) Langholtsvegur. Gullfallegt ca 181 fm parhús á tveimur hæðum í góðu steinhúsi. Þrjú svefnherbergi (voru fjögur), góðar stofur með útgang út á stóra verönd, fallegur garður. Gott ca 15 fm herb. í kjallara með sérinngangi (einnig inngengt frá íbúð). Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum síðan m.a. eldhús, bað og gólfefni. Áhv. 11 millj. hagstæð langtímalán. Verð 20,5 millj. (70) Lindarsel - Útsýni. Óvenju fallegt og rúmgott ca 340 fm einb. á tveimur hæðum m. innb. 55 fm tvöföldum bílskúr. Húsið er staðsett innst í botnlanga og er glæsilegt útsýni af efri hæðinni. 5-6 svefnherb., tvær stofur og sjónvarpsherb. Arinn í stofu, og stór suðurverönd með heitum nuddpotti. Áhv. ca 700 þús. Verð 32 millj. (64) Vættaborgir. Mjög fallegt 178 fm parhús á tveimur hæðum, innbyggður 32 fm bílskúr. Fjögur góð herbergi, rúmgott eldhús með vandaðri innréttingu. Glæsilegt útsýni. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 8,0 millj. í húsbréfum. Áhv. 12 millj. Verð 21,5 millj. (44) Leifsgata. Glæsileg og vel staðsett 4ra herb. 94 fm íb. á 1. hæð í góðu steinhúsi. Íbúðin er á tveimur hæðum og hefur verið mikið endurnýjuð og má þar nefna gólfefni, gler og póstar, rafmagn og fataskápar í hjónaherbergi. Áhv. 5,6 millj. húsbr. Verð 13 millj. (59) Nýbýlavegur. Mjög skemmtileg 4ra herb. ca 90 fm íbúð á jarðhæð með sérinng. Eignin var öll standsett að innan árið 1997. Gegnheilt parket á holi og stofu, nýlegt eldhús og baðherbergi. Verið er að álklæða húsið að utan og greiðast þær framkvæmdir af seljanda. Áhv. 6 millj. Verð 13,9 millj. Kórsalir - Lyftuhús. Nýjar og tilbúnar til afhendingar 3-4ra herbergja 110-118 fm íbúðir í lyftuhúsi, auk stæðis í bílskýli. Teikningar á skrifstofu. Vandaðaðar íbúðir. Áhv. 11,5 millj. Verð 17,5 millj. (35) Kórsalir - „Penthouse“. Ný og glæsileg ca 300 fm „penthouse“-íbúð á 6. og 7. hæð í lyftuhúsi, auk tveggja stæða í bílskýli. Glæsilegt útsýni úr íbúðinni, tvær til þrjár stofur, 4 - 5 svefnherbergi, stórar svalir þar sem gert er ráð fyrir heit- um potti. Verð 32 millj. (35) 3ja herb. Kleppsvegur. Skemmtilega skipulögð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli (lítið stigahús aðeins fjórara íbúðir, ein íbúð á palli). Eignin er að mestu í upphaflegu útliti. Nýir gluggar og gler. Áhv. 5,2 millj. húsbréf. Verð 9,7 millj. Leirubakki. Hörku góð 3ja herb. íbúð á 3 hæð (efstu) í góðu fjölbýli. Tvö svefnherbergi og rúmgóð stofa. Þvottahús innaf eldhúsi. Frábært útsýni, góðar svalir. Gott 8 fm aukaherbergi í kjallara með aðgang að sameigninlegu baðherbergi. Búið er að klæða tvær hliðar (áveðurs) á húsinu. Áhv. 5,0 millj. húsbr. Verð 10,9 millj. (146) Hamraborg - Laus. Vel skipulögð 70 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Stæði í bílskýli fylgir eigninni, góðar flísar á forstofu, eldhúsi og stofu, eldhúsi opið við stofu. Svalir í vestur. Ávh. 5,5 millj. Verð 10,4 millj. (62) Vesturbær/Seltj. Mjög falleg 78 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Tvö herbergi og rúmgóð stofa. Nýlegt parket á gólfum, flísalagt baðherbergi með glugga. Áhv. 5,8 millj húsbr. Verð 10,2 millj. nýtt timbur sett í staðinn. Reynslan hefur hins vegar sýnt að kostnaður við fúaviðgerðir á gluggum er oft næstum jafnmikill og kostnaðurinn við að endurnýja gluggana og við fúaviðgerðir hefur viljað brenna við að menn gangi ekki nógu langt í viðgerðum og skemmdir, sem ekki hafa verið fjar- lægðar, komi fljótlega í ljós. Þær verður þá að fjarlægja með tilheyrandi aukakostnaði, t.d. kostn- aði við að taka úr rúður og opnanleg fög og setja í aftur að viðgerðum loknum. Einnig hefur borið á því að húseigendur hafi endurnýjað rúður, fög og pósta án þess að skoða sér- staklega ástand gluggakarma og hafi svo þurft að endurnýja gluggana innan fárra ára þar eð karmarnir reyndust fúnir. Af þessum sökum lögðum við hjá Línuhönnun til, að allir gluggar og svalahurðir hússins yrðu endurnýj- aðar þar sem það væri betri og hag- kvæmari lausn en kostnaður við við- gerð á gluggaumbúnaði sem fyrir var gæti numið 70–80% af verði nýrra glugga. Þar að auki voru fúaskemmdir á körmum og póstum orðnar það miklar að ekki væri unnt að fá máln- ingu til að bindast vel við timbrið. Búast mætti við að málningin á gamla gluggaumbúnaðinum entist illa og flagni nýleg málning fljótt af, fúnar tréverkið hraðar en ella. Loks er lekaöryggi nýrra glugga mun meira en viðgerðra, gamalla glugga.“ „Það er margt, sem þarf að huga að við endurnýjun glugga,“ heldur Hafsteinn áfram. „Það vill oft brenna við, þegar gluggar í gömlum húsum eru gerðir upp, að þá er hlaupið út í búð og keyptir tilbúnir póstar, sem eru mjög sverir og klossaðir miðað við þá karma og pósta, sem eru í gömlu húsunum. En þetta hefur þann ókost í för með sér að birtan inn í íbúðina minnkar töluvert og upphaflegt útlit glugganna hverfur.“ Nákvæmt eftirlit Línuhönnun var falið eftirlit með viðgerðunum á húsinu og var eft- irlitið undir stjórn Hafsteins. „Eft- irlit með verki af þessu tagi felur í sér að það er komið kannski tvisvar til þrisvar í viku á vettvang til þess að fylgjast með framkvæmdum auk þess sem það eru haldnir vikulega verkfundir með verkkaupa,“ segir Hafsteinn. „Stjórn húsfélagsins stofnaði auk þess sérstaka byggingarnefnd til þess að fylgjast með verkinu og var einn fulltrúi frá hverju stigahúsi í nefndinni. Verkfundir með verktak- anum voru haldnir einu sinni í viku og þar mættu yfirleitt fulltrúar úr byggingarnefndinni. Markmiðið var að tengja íbúana betur við verkefnið. Þá gátu nefnd- armenn svarað fólki í sínum stiga- gangi, ef það vildi koma athuga- semdum á framfæri eða koma með fyrirspurnir. Allir verkfundir voru skráðir og fundargerðir sendar út til aðila fyrir næsta fund til þess að þeir gætu þá komið með athugasemdir, ef tilefni var til.“ Kostnaðareftirlit var alfarið í höndum Línuhönnunar. „Farið var yfir hvern einasta reikning, sem kom frá verktaka og áður en reikn- ingur var greiddur, þá voru skemmdirnar magnteknar á staðn- um,“ segir Hafsteinn. Reikningurinn var síðan skráðurSmiður frá Keflavíkurverktökum er hér að vinna við þéttingu nýs glugga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.