Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 34
34 B ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Skagafjörður - Fasteignasalan Húsin í bænum er nú með í einkasölu sumarhús á skipulögðu svæði við Varmahlíð í Skagafirði. Um er að ræða heilsárshús, 60 ferm. timb- ureiningahús sem skiptast í 42 ferm. grunnflöt og um það bil 20 ferm. svefnloft og 15 ferm. verönd. „Húsin eru fullbúin og reist sam- kvæmt byggingarstöðlum sem heils- árshús,“ sagði Kristbjörn Sigurðs- son hjá Húsunum í bænum. „Húsin verða afhent tilbúin með öllum innréttingum og öllu öðru sem fylgja ber, svo sem eldhúsinnrétt- ingu, öllum rafmagnslögnum og tenglum. Baðherbergið er með inn- réttingu og góðum tækjum. Komið verður rafmagn og hitaveita í húsin og þau reist á opnu, skipulögðu og grónu svæði, en eitt sýningarhús verður opnað á næstunni. Upplýstir göngustígar verða inn- an svæðisins og leiksvæði og sameig- inleg bað- og sundaðstaða verður fyrir hendi. Frábært útsýni er til allra átta og mjög stutt í alla þjón- ustu, svo sem verslunarmiðstöðvar, sundstaði og alls kyns afþreyingu. Ásett verð á hvert hús er 5,9 millj. kr. og húsin eru veðhæf.“ Sumarhús íVarmahlíð Sumarhúsabyggð við Varmahlíð í Skagafirði. Hjá Húsunum í bænum eru til sölu 60 fm timbureiningahús á skipulögðu opnu svæði og kosta húsin frá 4,9 til 5,9 millj. kr. og þau eru veðhæf. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.