Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölumaður — lagermaður Heildsölufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu leitar að alhliða starfsmanni til sölustarfa, svo og lagerstarfa, ásamt öðrum tilfallandi störfum. Verður að geta hafið störf eigi síðar en um miðjan mars. Áreiðanleiki, dugnaður og stund- vísi algjört skilyrði. Umsóknum, ásamt ferilskrá, sendist til aug- lýsingadeildar Mbl. fyrir 3. mars, merktum: „SL — 13375.“ Fellaskóli, Fellahreppi Aðstoðarskólastjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Fellaskóla, Fellahreppi, frá 1. ágúst. Einnig vantar kennara við almenna kennslu, íþrótta- kennslu og sérkennslu. Umsóknarfrestur er til 24. mars. Nánari upplýsingar veita Bergþóra eða Sverrir í síma 471 1015 eða með tölvupósti fellaskoli@fell.is . Starfsfólk Vegna mikilla anna framundan óskum við eftir að bæta í hóp okkar góða starfsfólks:  Framreiðslumönnum.  Þjónustufólki í veitingasal.  Starfsfólki í miðasölu. Krafist er:  Reglusemi og stundvísi.  Snyrtimennsku.  Athugið, Broadway er reyklaus vinnustaður. Upplýsingar gefa Gunnar og Harpa á staðnum virka daga frá kl. 13—17. Broadway, Ármúla 9, 108 Reykjavík, sími 533 1100, netfang: broadway@broadway.is Deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólinn í Reykjavík er flekkingarfyrirtæki sem aflar og mi›lar flekkingu í nánum tengslum vi› atvinnulífi›. Markmi› skólans er a› bjó›a framúrskarandi menntun flannig a› útskrifa›ir nemendur ver›i afbur›a fagmenn sem eru eftirsóttir í atvinnulífinu og eiga grei›an a›gang a› erlendum háskólum. Háskólinn í Reykjavík stefnir a› flví a› vera lei›andi í n‡sköpun, tækniflróun og alfljó›avæ›ingu. Yfirl‡st stefna skólans er a› innan hans starfi ævinlega hæfustu sérfræ›ingar, hver á sínu svi›i, enda b‡›st fleim skapandi en um lei› krefjandi starfsumhverfi og gó›ir tekjumöguleikar. Hlutverk okkar er a› auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Háskólinn í Reykjavík auglýsir lausa til umsóknar stöðu forseta tölvunarfræðideildar. Starfið Deildarforseti situr í framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík og tekur þar þátt í almennri stjórnun og stefnumörkun skólans. Aðrir þættir í starfi deildarforseta eru meðal annars: • Stefnumörkun, uppbygging og gæðamál tölvunarfræðideildar. • Stýring á daglegri starfsemi deildarinnar, þ.m.t. starfsmannahald, uppbygging rannsókna, námsframboð og námsskipulag. • Samskipti og samvinna við stúdenta, aðrar deildir skólans, aðrar háskólastofnanir, fagaðila og tengiliði í atvinnulífi. • Kynning á deildinni gagnvart umsækjendum og yfirumsjón með vali á stúdentum inn í deildina. • Rekstur, fjárhagsáætlanir og fjármál deildarinnar. • Kennsla og rannsóknir. Markmið deildarinnar er að tölvunarfræðimenntun við HR sé sambærileg við það sem best gerist. Við bjóðum Deildarforseta við HR bjóðast góð launakjör og einstakt starfsumhverfi sem einkennist af hraðri uppbyggingu, virðingu og frelsi til athafna, en jafnframt af miklum metnaði og væntingum um áhuga og árangur. Deildarforseti hefur sér til aðstoðar sérstakan deildarfulltrúa tölvunarfræðideildar, starfsmenn þjónustudeildar skólans og námsráðgjafa HR. Tækniumhverfi skólans er fullkomið og í sífelldri þróun. Hæfniskröfur Leitað er að einstaklingi sem hefur: • Meistara- eða doktorspróf í tölvunarfræði, rafmagns- eða tölvuverkfræði eða skyldum greinum. • Starfsreynslu er nýtist í starfinu, bæði hvað varðar hinn faglega þátt og hinn stjórnunarlega. • Skipulögð og öguð vinnubrögð. • Leiðtogahæfileika, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur er til greina koma munu gangast undir sérstakt mat nefndar varðandi hæfni í rannsóknum og kennslu á háskólastigi skv. gildandi reglugerð skólans. Umsóknir, ásamt ítarlegri skýrslu um menntun, fyrri störf, reynslu af rannsóknum og kennslu, skulu berast Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektor HR, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, eigi síðar en 11. mars 2003. Matsnefnd mun kalla eftir nánari gögnum frá umsækjendum er til greina koma. Stuðningur Bandamanna Háskólans í Reykjavík hefur gefið tölvunarfræðideild HR ný tækifæri. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F/ SI A .I S H IR 20 31 2 02 .2 00 3 Ræstingar — barngóð 40—50% starf eftir hádegi. Þrif, aðstoð og afgreiðsla á augnlæknastofu og í sérhæfðri barnagleraugnaverslun. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „RB — 13354.“ Reynslumiklir sölumenn Alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki vantar reynslumikla sölumenn með góð tengsl innan íslenskra fyrir- tækja. Metnaður, áræði, lífsgleði og dugnaður skilyrði. Mjög góð laun. Svar sendist til: petur@img-global.com, fyrir 28. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.