Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 C 9 TIL LEIGU Íbúð til leigu Í Suðurhlíðum Kópavogs er til leigu björt og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða nýmálaðri blokk. Stórar suðursvalir. Frábært útsýni! Bílskúr gæti fylgt. Laus 1. apríl 2003. Upplýsingar í síma 564 3023 eftir kl. 17. KENNSLA Menntun í Hótelstjórnun eins og hún gerist best * BA gráðan er viðurkennd af Bournemouth University Það sem við lærum með ánægju gleymum við aldrei BA í Alþjóðlegri hótelstjórnun & ferðaþjónustu* Hótelstjórnun og upplýsinga- tækni Framhaldsnám (Post-graduate diploma) IHTTI P.O. Box 171 4006 Basel Switzerland S. +41 61 312 30 94 Fax +41 61 312 60 35 admission@ihtti.ch www.hotelcareer.ch Rannsóknarráð umferðaröryggismála styrkir rannsóknir sem efla umferðaröryggi Rannsóknarráði umferðaröryggismála (RANNUM) er ætlað að stuðla að hvers konar rannsóknum, sem nýta má til að koma í veg fyrir umferðarslys og draga úr afleiðingum slysa. Ráðinu er m.a. ætlað að hvetja til, eiga frumkvæði að, skipuleggja, framkvæma og styðja rannsóknir á sviði umferðaröryggis. Hér með auglýsir ráðið eftir umsóknum um fjármögnun eða styrki til rannsóknarverkefna á framangreindu sviði. Bæði getur verið um að ræða heildarfjármögnun eða þátttöku í kostnaði. Í umsókn þarf að gera grein fyrir til- gangi og markmiði rannsókna, framkvæmda- lýsingu ásamt tíma og kostnaðaráætlun, ábyrgðaraðila og fleiru. Umsókn þarf að senda inn á sérstöku eyðu- blaði sem finna má á heimasíðunu RANNUM: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/ pages/rannum.html . Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. mars 2003 til: rannum@vegagerdin.is Nánari upplýsingar veita Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðar- innar, hreinn.haraldsson@vegagerdin.is og Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, olih@umferd.is . Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2003 – 2004 • Innritun 6 ára barna (fædd 1997) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánu- daginn 3. og þriðjudaginn 4. mars nk. kl. 9.00 til 16.00. • Sömu daga fer fram innritun nem- enda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Salahverfi: Haustið 2003 munu nemendur 1. – 8. bekkjar hefja nám í Salaskóla en nemendur 9. – 10. bekkjar eiga skólasókn í Lindaskóla. Mikilvægt er að aðstandendur innriti nemendur eins fljótt og auðið er. Vatnsendahverfi: Nemendur í 9. – 10. bekk innritast í Digranesskóla. Nemendur í 1. – 8. bekk innritast í Salaskóla. Haustið 2003 munu skólar hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Vetrarfrí verða dagana 3. og 4. nóvember 2003 og 26. og 27. febrúar 2004. Sérstök athygli er vakin á því, að um- sóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 21. mars og skulu umsóknir berast skólaskrifstofu á eyðu- blöðum sem þar fást. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. Fræðslustjóri Grunnskólar Kópavogs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.