Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 C 11 Eimskip — Opið útboð VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Eimskips sem verk- kaupa, óskar eftir tilboðum í frystikerfi í Óseyrarskála í Hafnarfirði. Helstu stærðir eru: Stærð frystiklefa 6.500 m³ Afköst frystilerfis 100 kW Útboðsgögn verða afhent hjá VSÓ ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu. Gögn verða til afhendingar frá og með mánudeginum 24. febrúar. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 þriðjudaginn 11. mars, merktum: Óseyrarskáli Frystiklefi TILBOÐ Útboð Verkfræðistofan Línuhönnun hf., f.h. Landsafls hf., óskar eftir tilboðum í innréttingu og frá- gang húsnæðis fyrir Tónlistarskólann á Akur- eyri að Hvannavöllum 14, Akureyri. Verkið felst í innréttingu og frágangi á allri 2. hæð hússins, sem og hluta af 1. og 3. hæð, samtals um 1200 m² að grunnfleti. Helstu þætt- ir eru rif núverandi innveggja, gólfefna, kerfis- lofta, innréttinga og búnaðar, og hluta lagna-, loftræsi- og rafkerfa. Þá verður steypt upp í göt í gólfum, innveggir byggðir, gengið frá loft- um og gólfum, rafkerfi, lögnum og loftræsingu. Einnig verður hluti glugga á 2. hæð endur- nýjaður. Verklok eru 30. júní 2003. Útboðsgögn verða afhent, gegn 10.000 kr. skilatryggingu, frá og með mánudeginum 24. febrúar nk. hjá verkfræðistofunni Línuhönn- un hf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík, og hjá Verkfræðistofu Norðurlands, Hofsbót 4, 600 Akureyri. Vettvangsskoðun verður þann 27. febrúar nk. kl. 11.00. Tilboð verða opnuð hjá verkfræðistofunni Línu- hönnun hf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykja- vík, fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 14.00, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboð F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur, Orku- veitu Reykjavíkur og Landssíma Íslands er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Rimahverfi, Smárarimi og Sóleyjarimi, gatnagerð og veitukerfi. Helstu magntölur eru: Gröftur 13.500 m3 Fyllingar 13.000 m3 Losun klappar 7.000 m3 Púkk 6.700 m2 Holræsi 4.500 m Hitaveitulagnir 4.200 m Síma- og rafstrengir 8.000 m Verkinu skal lokið fyrir 15. ágúst 2003. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar frá og með 25. febrúar 2003 á kr. 5.000. Opnun tilboða: 6. mars 2003 kl. 14:00 á sama stað. ÚU T B O Ð Útboð nr. 13233 Náttúrufræðahús Háskóla Íslands Útboðsverk 17 Glerveggir við miðrými og stigahús Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Háskóla Íslands, óskar eftir tilboðum í glerveggi við mið- rými og stigahús í Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Húsið er á þremur hæðum auk tækjarýma í kjallara. Sam- anlagður grunnflötur er tæplega 8.000 m² og rúmmál um 31.300 m³. Helstu magntölur eru: Veggeiningar við miðrými, 69 stk. 665 m² Veggeiningar við stigahús, 18 stk. 235 m² Hurðir í veggjum 32 stk. Tvöfaldar hurðir í veggjum 18 einingar Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Bjóðendum er boðið til kynningarfundar á vænt- anlegum verkstað þriðjudaginn 11. mars kl. 11.00 og verður þar mættur fulltrúi verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2003, en hluta þess skal vera lokið fyrir 15. ágúst. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000 frá og með miðvikudeginum 26. febrúar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 4. apríl kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Tilboð óskast í húseignir fyrrum Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal 13187 Um er að ræða heimavistarskólahúsnæði fyrrum Skjöldólfsstaðaskóla sem er á Jökuldal 56 km frá Egilsstöðum og 210 km frá Akureyri. Húsin standa á eignarlóð. Öll húsin eru kynnt með rafmagnskyndingu sem tengd er heimaraf- stöð og einnig er uppsett olíukynding sem vara- afl. Eftirfarandi hús tilheyra skólanum: Heimavistarhús 335 m² byggt 1945; steypt með valmaþaki, einangrað og klætt að utan og skipt um glugga á níunda áratugnum, gólfefni mikið til endurnýjuð og eldhús sömuleiðis á síðustu árum. Skólastjóraíbúð 162 m² byggð 1964; steypt með timburþaki, máluð að utan og innan og baðher- bergi endurnýjað 2000 og eldhúsinnrétting frá tíunda áratungum. Íþróttahús með anddyri 258 m² byggt 1980; steypt með timburþaki, salur u.þ.b. 7x14 m og lítið svið við enda salar með baðherbergjum í kjallara. Sundlaug byggð 1996; sundlaugarker 12x6 m, heitur pottur sundlaugarhús alls 178 m², steyptur kjallari fyrir tækjabúnað og timburhús með bún- ingsherbergjum. Brunabótamat eignanna er kr. 83.151.000 og fasteignamat er kr. 28.522.000. Nánari upplýsingar um ofangreinda veita Jónas Þór Jóhannsson, símar 471 2715 og 853 1001 og Ríkiskaup í síma 530 1412, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, þar sem tilboðseyðublöð ásamt leið- beiningum um útfyllingu tilboðseyðublaða liggja frammi. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 þann 5. mars 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Leikskólinn Krakkakot — stækkun Opið útboð Bessastaðahreppur óskar eftir tilboðum í stækkun leikskólans Krakkakots í Bessastaða- hreppi. Fyrirhuguð stækkun er 365 m². Framkvæmdin felur í sér að reisa byggingu ásamt fullnaðarfrágangi að utan og frágangi innanhúss. Einnig er um að ræða jarðvinnu vegna bygg- ingar og hluta lóðarfrágangs. Verklok eru eigi síðar en 1. júlí 2004. Útboðsgögn verða afhent í móttöku VSÓ Ráð- gjafar ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími 585 9000, frá og með þriðjudeginum 18. febrú- ar 2003, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila í móttöku VSÓ Ráðgjafar ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 11. mars 2003 kl. 14.00 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚTBOÐ KAR-15 Kárahnjúkavirkjun Stöðvarhús og neðanjarðarvirki Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Stöðvarhúsið er neðanjarðar og skal verktaki grafa aðkomugöng (7,5x7,2 m), strengjagöng (4,0x4,0 m), stöðvarhúshelli (115x14x34 m), spennahelli (103x13,5x16 m) og fallgöng (tvenn göng 3,5 m að þvermáli og 410 m löng) ásamt frárennslisgöngum (9x9 m). Síðan skal hann steypa upp stöðvarhúsið og tilheyrandi mannvirki og ganga frá þeim. Raflögn, pípulögn og loftræsibúnaður vegna stöðvarhússins er ekki hluti þessa útboðs, né stálfóðrun fallpípa og steypa að þeim. Verklok eru 2007—11—01. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 24. febrúar nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 20.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 mánudaginn 19. maí 2003. Sama dag kl. 14.00 verða þau opnuð og lesin upp í Stjórnstöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi 7, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.