Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing Landgræðsla ríkisins auglýsir til umsóknar styrki úr Landbótasjóði Landeigendur, félög, félagasamtök og aðrir umráðahafar lands geta sótt um styrk úr Land- bótasjóði. Þau verkefni sem hæf eru til að hljóta styrk úr sjóðnum þurfa að falla að mark- miðum og áherslum landgræðsluáætlunar 2003 – 2014. Áhersla verður lögð á að styrkja m.a.:  Landbætur sem viðurkenndar eru af Land- græðslu ríkisins, þ.m.t. stöðvun hraðfara jarðvegsrofs, uppgræðsla og skipulag land- nýtingar.  Bætta beitarstjórnun á afréttum og öðrum sameiginlegum beitarsvæðum þ.m.t. friðun viðkvæmra svæða og rofsvæða svo og af- mörkun á beitarhæfum svæðum. Heildarframlag í Landbóta á árinu 2003 er 5 milljónir kr. Hámarksfjárhæð styrks getur numið allt að 2/3 kostnaðar vegna vinnu, tækja og hráefnis. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur fyrir Landbótasjóð eru á heimasíðu Landgræðslu ríkisins (http://www.land.is). Nánari upplýsing- ar eru veittar í Gunnarsholti og á héraðssetrum Landgræðslunnar. Skila skal umsóknum til Landgræðslu ríkisins í síðasta lagi 24. mars 2003. Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella, sími 488 3000. Netfang: land@land.is Styrkir Norðurslóðaáætlun ESB Næsti umsóknarfrestur er 14. mars 2003 Norðurslóðaáætlunin ,,Northern Periphery Programme" (NPP) er hluti af INTERREG áætl- un Evrópusambandsins um svæðasamvinnu. Ísland gerðist aðili að áætluninni með samþykkt nýrrar þingsályktunar um stefnu í byggðamálum á Alþingi vorið 2002. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar er um 25 milljónir króna á ári til ársins 2006. Aðildarlönd Norðurslóðaárætlunarinnar eru norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Skotlands, Ísland, Færeyjar og Grænland. Ein- nig geta aðilar frá norðvesturhluta Rússlands tekið þátt í verkefnum. Norðurslóðaáætlunin styrkir samstarfsverkefni sem miða að því að finna lausnir og/eða stunda rannsóknir á sameiginlegu viðfangsefnum norðurhéraða er varða byggða- og atvinnuþró- un. Mikil áhersla er lögð á miðlun þekkingar og færni milli landa. Helstu áherslur áætlunarinnar eru: Samgöngumál.  Upplýsingatækni.  Fyrirtækjaþróun.  Vistvæn nýting auðlinda.  Efling samfélaga. Skilyrði fyrir styrkveitingu er samstarf a.m.k. þriggja landa, þar af eitt land frá ESB. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, opinber- ar stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki háskólar og rannsóknastofnanir. Styrkveitingar geta verið numið allt að 60% af heildarkostnaði verkefna. Miðað er við að stærð verkefna eða heildarkostnaður geti verið frá 200.000 Evrum til um 1 milljón Evra. Nánari upplýsingar um áætlunina veitir Ingunn Helga Bjarnadóttir starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Netfang - ingunn@bygg.is. Sími: 455 5400 Umsóknareyðublöð og önnur gögn er hægt að nálgast á heimasíðu NPP: www.northernperiphery.net Umsóknarfrestur er til 14. mars 2003 og ber að skila inn umsóknum á ensku til: Northern Periphery Programme Hoved- vagtsgade 8, 2. sal DK-1103 København K TILBOÐ / ÚTBOÐ Verk fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli Forval Stækkun hundaskýla og Endurbætur á byggingu 875 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi verkum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli: 1. Verk N62470-03-B-1237: Stækkun hundaskýla: Verkið felst í stækkun hunda- skýla, þ.m.t. greftri, steypuvinnu, pípulögnum, byggingu stál- og viðarbyggingar og vinnu við rafmagns- og vélbúnað. 2. Verk N62470-03-B-1235: Húðun innan- húss og betrumbót öryggis í byggingu 875: Verkið felst í hreinsun og málun innra byrðis vatnstanks í turni og betrumbótum á öryggi byggingar. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn og upplýsingar um kröfur til um- sækjenda fást á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins: www.utanrikisraduneyti.is . Einnig fást þessi gögn hjá utanríkisráðuneytinu á Rauðar- árstíg 25, 150 Reykjavík eða hjá ráðningarstofu varnarmálaskrifstou á Brekkustíg 39, 260 Njarð- vík. Gögnin ber að fylla út af umsækjendum og er sérstaklega bent á nauðsyn framlagning- ar ítarlegra fjárhagslegra upplýsinga og árs- skýrlsna. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak- endum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík eða til ráðn- ingardeildar varnarmálaskrifstofu á Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, fyrir kl. 16:00 miðvikudag- inn 5. mars nk. Ekki er tekið við umsókn- um á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því að ýmis smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: http://www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins. UPPBOÐ Uppboð Þessi vörubifreið, sem er af gerðinni Mercedes Benz 2643 6x4, árgerð 2000, ekin 247.000 km, verður boðin út hjá Þjónustumiðstöð VÍS, Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 24/2 milli kl. 8—17. Einnig er hægt að gera tilboð á heima- síðu VÍS á www.vis.is. Bifreiðin er viðgerð eftir tjón. Talið er að þverbitar í grind hafi ofhitnað í viðgerðarferlinu. Öll tilboð skulu vera með virðisaukaskatti. Styrkur til rannsókna í sálfræði Minningar- og vísindasjóður Arnórs Björnsson- ar auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðn- um. Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir í sálfræði á Íslandi, einkum á sviði klínískrar sálfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um rannsóknir sendist stjórn sjóðsins Sálfræði- stöðinni, Þórsgötu 24, 101 Reykjavík, eigi síðar en 6 apríl 2003. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Sálfræðingafélags Íslands http:// www.sal.is Stjórn Minningarsjóðs Arnórs Björnssonar Styrkir NORA - Norræna Atlantsnefndin Næsti umsóknarfrestur er 1. apríl 2003. Norræna Atlantsnefndin - NORA - veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsókn- um á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Norð- ur- og Vestur-Noregi. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að verkefnið feli í sér samstarf a.m.k. tveggja landa á starfsvæði NORA. Mikilvægt er að í verkefni felist nýjung er geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu. Mikil áhersla er lögð á miðlun þekkingar og færni milli landa. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, at- vinnuþróunarfélög, rannsóknarstofnanir og opinberar stofnanir. Styrkveitingar NORA geta verið allt að 500.000 dkr. Einungis er greitt fyrir hluta af kostnaði við hvert verkefni og aldrei meira en 50% af heildarkostnaði. Ekki eru veittir almenn- ir rekstrarstyrkir né beinir styrkir til fjárfestinga. Einnig er hægt að sækja um styrk frá NORA sem mótframlag í Norðurslóðaverkefni - Nort- hern Periphery Programme - www.northernperiphery.net. Umsókn verður að innihalda greinargóða verkefnislýsingu þar sem koma á fram: -Upplýsingar um markmið verkefnis, vænting- ar og hvaða þýðingu verkefnið hefur fyrir atvinnuþróun á Norður Atlantshafssvæðinu. -Kostnaðaráætlun. -Fjármögnun. -Tímaáætlun. -Upplýsingar um verkefnisaðila. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að skila inn umsóknum á dönsku eða norsku. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2003 og ber að skila inn umsóknum til Byggða- stofnunar á Sauðárkróki. NORA á Íslandi B.t. Ingunnar Helgu Bjarnadóttur Byggðastofnun Ártorg 1, 550 Sauárkrókur, sími 455 5400, fax 455 5499, ingunn@bygg.is NORA (Nordisk Atlantsamarbejde) Bryggju- bakki 12, Postbox 259, 110 Þórshöfn, Færeyjar sími +298 353110, Fax +298 353101 nora@nora.is, www.nora.fo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.