Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 B 9 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  við ráðstefnugesti. Deildarforseti hönn- unar- og arkitektúrdeildar LHÍ, Halldór Gíslason, sagði engan vafa vera á því að hönnun auki afköst fyrirtækja og skapi þannig peninga, þótt það sé ekki til- gangur hönnunarinnar í sjálfu sér. Hann segir að sífellt fleiri fyrirtæki leggi áherslu á hvers konar hönnun í sínum rekstri. Vöruhönnuðir útskrifaðir í vor Í vor útskrifar Listaháskóli Íslands fyrstu vöruhönnuðina hérlendis. Spennandi verður að fylgjast með hvernig þeim reiðir af úti á vinnumarkaðn- um. Ætla mætti að sú vakning sem orðið hefur um mikilvægi góðrar hönnunar vara ætti að gefa hópnum byr undir báða vængi. Þeir vindar sem nú leika um viðskipta- heiminn benda til þess að hönnun sé meira áhersluatriði en áður. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að fyr- irtæki þarf að leggja áherslu á sköpun og frumkvæði einstak- lingsins. Menntaðir hönnuðir hljóta því að vera mikilvægir starfskraftar fyrir nú- tímafyrirtæki. „Við erum sífellt að fást við að líma fólk saman eftir að búið er að brjóta það í sundur í skólakerfinu,“ sagði Hilmar Janusson hjá Össuri þegar hann ræddi um gildi hönnunar fyrir Öss- ur á alþjóðavettvangi. Hann sagði að hjá fyrirtækinu ynnu hönnuðir, tæknimenn og markaðsmenn saman að því að full- vinna hugmyndir. Hann tjáði ráðstefnu- gestum að þessi samvinna væri oft erfið í byrjun þar sem fólk kæmi úr ólíku um- hverfi og mismikil áhersla væri lögð á skapandi hugsun í náminu. Samkrull viðskipta og hönnunar gefur góða raun Í spjalli við blaðamann sagði Þórir Hrafnsson, kynningar- og markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík, að samstarfs- verkefni skólans við Listaháskóla Ís- lands hefði gefist afar vel og nemendur beggja skóla ánægðir með árangurinn. Afrakstur verkefnisins var kynntur, m.a. á síðum Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum. Það gekk út á það að nemendur í vöruhönnun annars vegar og viðskipta- fræði hins vegar voru látnir fullvinna vöru. Hugmyndavinna, hönnun og mark- aðssetning var unnin í sameiningu. Hall- dór Gíslason hjá LHÍ segir að framhald verði á verkefnum sem þessum enda sé hafi báðir hópar verið hæstánægðir með árangurinn. Ljóst má vera af öllu því sem hér hef- ur verið stiklað á að hæfileikar ein- staklingsins skipta mestu vilji fyrirtæki standa sig í samkeppni og ná árangri. Sköpun og frumleiki verða að vera áhersluatriði í rekstri ekki síður en markaðssetningu og auglýsingum. Þar kemur einmitt hönnunin inn í sem tengir þessar ágætu ráðstefnur saman. Hönnun snýst um að líta á hlutina öðruvísi og finna lausnir á ýmsum málum, t.d. skipu- lagi vinnurýmis eða uppsetningu kynn- ingarefnis. Hugur – hönnun – hagnaður Fyrirsögnin í línunni hér að ofan sýnir niðurstöðu tilraunar blaðamanns til að draga efni þessara þriggja ráðstefna saman í þrjú orð. Umfjöllunarefnin eru vitanlega flóknari en svo að þau megi setja fram með þessum hætti. Þó er lík- legt að boðskapurinn komist vel til skila á þennan hátt, dæmi hver fyrir sig. Ljóst má vera að nýir straumar í fyr- irtækjarekstri eru oft eins og tískubylgj- ur, koma og fara. Úr umfjöllun þessara ráðstefna má þó miklu frekar lesa nokk- urs konar þáttaskil. Viðskiptalífið er að taka breytingum og fyrirtækin eru ekki lengur í brennidepli heldur einstakling- arnir sem mynda þau. Hæfileikar hvers og eins eru nú það sem skiptir máli. Al- þjóðavæðing, upplýsingaflæði og geysi- mikil samkeppni á flestum sviðum móta breytt landslag fyrirtækja. Hönnun er orðin stór þáttur í starf- semi fyrirtækja sem vilja hafa mögu- leikann á að skera sig úr og greina þann- ig sína framleiðslu frá öðrum svo eftir sé tekið. r straumar gann enn meira að en nú er gert. Að skapa sér sérstöðu er talið lyk- ja að auknum árangri og þar með hagnaði eyrun@mbl.is ð við sögu hjá fyr- r að vera fremst á sar ólíku, en þó ðstefnunum þrem- st að rauði þráð- þessa umfjöllun frömuða og hönn- kiptir máli og hann með því að nýta s starfsmanns hjá mikilvægar „eign- ætustu. arkjól … ó? inn Jonas Ridd- ukku á fyrirlestri num en viðtal við unblaðinu hinn 7. gar Ridderstråle na harðnandi sam- nlínis nauðsynlegt að fyrirtæki skeri sig úr. Hann segir að á þessum tímum aukins upplýsingaflæðis sé mikilvægast að fyrirtæki búi yfir þekkingu sem enginn annar getur búið yfir. Það verði einungis gert með því að hafa hæfileikaríkt fólk innanborðs og með því að festast aldrei í sama farinu. Þéttsetinn salur Háskólabíós hreifst af afar sérstæðri framsetningu Ridder- stråle. Hann kom gestum margsinnis á óvart með því t.d. að skríða eftir gólfinu, leggjast svo á það og halda áfram með fyrirlesturinn láréttur nokkra stund. Síðar skellti hann upp mynd af Richard Branson, stofnanda og stjórnanda Virg- in-samsteypunnar á flennistórann skjá- inn. Myndin var sannarlega „öðruvísi.“ Hún sýndi Branson íklæddan brúðarkjól en Ridderstråle vildi með þessu benda á dæmi um stjórnanda sem vegnað hefur einstaklega vel, og hagnast á athyglinni sem hann fær fyrir það að vera öðruvísi en aðrir forstjórar. Flissbylgja gekk um salinn og gestir veltu því fyrir sér hvort þetta væri það sem koma skyldi, hvort stjórnendur þurfi virkilega að gjörbylta ímynd sinni og troða upp á skemmtunum til að að ná til fólks. Sá var þó ekki boðskapur Ridd- erstråle. Hann vildi einungis benda á að til að ná árangri þarf skapandi hugsun og áræði. Hann vildi benda á að sérstaða felst ekki endilega í því að vera töff, heldur í því að gera eitthvað sem engum öðrum dettur til hugar að gera. Blaðamanni varð þarna hugsað til þess þegar hann staldraði við bás einn á Agora-sýningunni á liðnu ári. Starfs- menn fyrirtækisins voru allir klæddir í bláar Hawai-skyrtur að hætti stofnanda þess, sem vakið hefur athygli fjölmiðla fyrir þennan óvenjulega fatnað. Þarna var fyrirtækið að nýta sér sérstæðan fatasmekk stjórnandans, og starfsmenn náðu að gera úr honum eins konar vöru- merki fyrirtækisins. Sérstaða fyrirtækis getur þannig jafnvel falist í því að vera bara soldið púkó. Sérstaða getur falist í starfsanda Umfjöllunarefni ráðstefnu FVH á ís- lenska þekkingardeginum var fyrir- tækjamenning og innri markaðssetning. Í fyrstu virðist þetta efni kannski ekki tengjast yfirskrift ÍMARK dagsins ýkja mikið, en gerir það þó. FVH fékk Michael Thystrup til að flytja gestum þekkingar- dagsins erindi um hugbúnaðarfyrirtækið SAS (ekki flugfélagið), þar sem hann er sölu- stjóri. Rauður þráður í máli hans var mikil- vægi þess að fyrirtæki hugi að innra starfi og að þau geri sér grein fyrir því að þar eru þau í samkeppni líka. Ekki um neytendur heldur um hæft starfs- fólk. Með því að bjóða upp á aðlaðandi innra starf geta fyrirtækin auðveldar laðað að sé hæfileikaríkt starfs- fólk og haldið í það. Fyrirlestur Thyst- rup rímar í raun við kenningar Ridderst- råle, þótt framsetning- in sé önnur. SAS framleiðir hugbúnað fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Á þeim markaði ríkir mikil sam- keppni en SAS hefur tekist að skera sig úr. Starfsmannavelta er ein sú lægsta sem um getur í þessum geira, eða innan við 5%, sem telst afar lítið og er sér- staðan ekki síst fólgin í því. Að mati Thystrup er starfsfólkið það sem máli skiptir en ekki endilega tæknin. Flestir geta boðið upp á jafngóða hugbúnaðartækni, upplýsingarnar eru fyrir hendi og margir aðrir en SAS geta skapað þekkingu á þessu sviði. En það geta ekki allir státað af samhentum hópi starfsmanna í sérflokki. SAS fyrirtækið er raunar afar sérstakt hvað þetta varðar því t.d. er leikskóli inn- an veggja þess og starfsmenn sameina því fjölskyldulíf og vinnuna og fyrirtækið uppsker ánægðari einstaklinga. Að sögn Thystrup er það sköpunargáfa hvers og eins starfsmanns og sér- stæðir hæfileikar sem eru það eina sem fellur ekki í verði samfara nið- ursveiflu í efnahagslífi. Finnland framarlega í vöruhönnun Hönnunarráðstefnan í Norræna húsinu var fjölsótt en meðal fyrirlesara var hinn finnski Pekka Korvenmaa sem er pró- fessor í hönnun við Listaháskólann í Helsinki. Hann fjallaði um stefnu Finna í hönnunarmálum og það hvernig tekist hefði að byggja upp blómlega atvinnugrein á síðustu áratugum. Hann sagði mikinn vöxt hafa verið í Finnlandi á sviði vöruhönnunar og iðn- hönnunar að undanförnu. Næg- ir að benda á fyrirtæki eins og Nokia sem hefur varið gríð- armiklu fé til uppbyggingar og vöruhönnunar og vegnað sérlega vel. Finnska ríkið hefur stutt dyggilega við bakið á menntun hönnuða og er Finnland talið mjög framarlega á því sviði. Í huga Korvenmaa virtist enginn vafi á því að hönnun hefði átt sinn þátt í að byggja upp atvinnvinnulíf í Finnlandi að nýju eftir djúpa efnahagslægð í upp- hafi tíunda áratugarins. Góð hönnun styttir vöruþróunartíma Össur er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa látið til sín taka á erlendri grundu og eru þekkt fyrir áherslu á vöruþróun og hönnun. Hilmar Janusson segir að áherslan á hönnun sé komin til vegna þess hve mikilvægt það sé fyrir fyrirtækið að stytta tímann sem það tek- ur að koma hugmyndum á markað. Ávinningur góðrar hönnunar sé seljan- leiki og hagkvæmni. Hann sagði á ráð- stefnunni að hönnun væri sá þáttur sem mestu skipti varðandi þróun vara til út- flutnings. „Styttri vöruþróunartími er al- gjört lykilatriði í því kapphlaupi sem samkeppni fyrirtækja er,“ sagði Hilmar .................. Þ e i r v i n d a r s e m n ú l e i k a u m v i ð s k i p t a - h e i m i n n b e n d a t i l þ e s s a ð h ö n n u n s é m e i r a á h e r s l u a t r i ð i e n á ð u r. S t j ó r n - e n d u r g e r a s é r g r e i n f y r i r þ v í a ð f y r - i r t æ k i þ a r f a ð l e g g j a á h e r s l u á s k ö p u n o g f r u m - k v æ ð i e i n s t a k - l i n g s i n s . .................. á rým- ýjar ð yst- er til það ra að - fyrir nskr- lls r nýtt g til- órn- lly McBeal Reuters Hönnun vinnu- staða er mik- ilvæg fyrir fyr- irtæki og opin rými eru að verða algengari. Á lögfræðistofu Ally McBeal nota t.d. allir sömu snyrtinguna, óháð kyni og stöðu. enda og á milli deilda minnir óneitanlega á þáttinn um lögfræðingapíslina Ally McBeal og félaga henn- ar á lögfræðistofunni. Þau eiga sér reyndar sínar eigin skrifstofur en snyrtiaðstaðan er öll í einu rými og hana notar allt starfsfólkið, óháð kyni og stöðu. Eins og aðdáendur þáttarins hafa vafa- laust veitt athygli þá eru ákvarðanir oftar en ekki teknar við þessar mjög svo óformlegu aðstæður en ekki í þar til gerðum fundarherbergjum. Líklega væru ekki öll fyrirtæki tilbúin að taka upp Ally McBeal-stefnuna í snyrtingarmálum en flestir geta þó tekið undir að þar sé í það minnsta gefin ákveðin fyrirmynd í þessum málum. Starfsmenn hittast svo jafnan að vinnu lokinni og láta amstrið líða úr sér með því að dilla mjöðmunum á dansgólfi veitinga- staðar í sama húsi, líkt og starfsmenn Marels hafa nú tök á að gera með því að púla saman í líkamsræktarstöð sinni í Garðabænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.