Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 1
 Ertu me› atvinnutæki á heilanum? – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FRAMTAK VÖRUHÓTELHÖNNUN Þróunarfélag Íslands heitir nú Framtak Fjárfest- ingarbanki og hefur breytt um stefnu. Nýtt vöruhótel Eim- skips verður opnað á morgun við Sunda- höfn í Reykjavík. Fyrirtæki leggja sífellt ríkari áherslu á hönn- un og hæfileika. NÝTT NAFN/4 ÞÝÐIR VERULEGA/6SÉRSTÆÐIR/8 HINAR nýju reglur Kauphallar Íslands um upplýsingaskyldu um launakjör stjórn- enda hlutafélaga taka í fyrsta lagi til þess að krafist er sérgreindra upplýsinga um laun, greiðslur og hlunnindi æðstu stjórn- enda. Þetta nær til forstjóra, framkvæmda- stjóra og stjórnarmanna og á einnig við um félög í samstæðu. Þá er nýmæli í reglunum að krafist er upplýsinga um kjör annarra stjórnenda, en nægjanlegt verður að greina frá heildargreiðslum fyrir þá sem hóp. Hingað til hefur verið algengast að félög birti eingöngu upplýsingar um laun æðstu stjórnenda sem hóps í einni tölu, þ.e. fyrir stjórn, framkvæmdastjórn o.fl. Í reglunum er einnig nýmæli að greina skal frá greiðslum til endurskoðenda fé- lags. Þar er gert ráð fyrir að greinarmunur verði gerður á greiðslum fyrir endurskoð- un, annars vegar, og greiðslum fyrir aðra þjónustu endurskoðenda, hins vegar. Í hinum nýju reglum Kauphallar Íslands er krafist nákvæmra upplýsinga um samn- inga sem veita rétt til kaupa eða sölu verð- bréfa útgefinna af félaginu, t.d. tegund, hvenær rétturinn stofnaðist, kaupverð o.fl. Þessar upplýsingar skulu vera sérgreindar fyrir stjórnarmenn og forstjóra en samtala hópsins fyrir aðra stjórnendur nægir. Upplýsingar um háa starfslokasamninga Krafist verður upplýsinga um óvenjuleg viðskipti stjórnenda og samninga. Í núgild- andi reglum Kauphallarinnar um upplýs- ingaskyldu eru ákvæði um þessi atriði en þau verða skýrari. Þetta á til að mynda við um samninga sem leiða til verulegra fjár- útláta, svo sem háir starfslokasamningar, uppsegjanlegir ráðningarsamningar, óvenjulegar lífeyrisgreiðslur o.fl. Þá ber samkvæmt hinum nýju reglum Kauphallarinnar að upplýsa um beina og óbeina eign tiltekins stjórnanda í hlutabréf- um í viðkomandi félagi. Með óbeinu eign- arhaldi er átt við eignarhald í gegnum lög- aðila undir yfirráðum viðkomandi. K A U P H Ö L L Í S L A N D S Sérgreindar upplýsingar um laun stjórnenda Ýmis nýmæli eru í reglum Kaup- hallar Íslands um launakjör MARKAÐURINN krefst þess að fyrir liggi upplýsingar um kjör stjórnenda fyrirtækja, þannig að hluthafar hafi góða og glögga yf- irsýn yfir þau og geti myndað sér skoðun á þeim. Þetta kom fram í máli Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallar Íslands, á fréttamannafundi í gær. Á fund- inum voru kynntar nýjar reglur um upplýsingaskyldu um launa- kjör æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Reglurnar taka gildi hinn 1. júlí næstkomandi. Þórður sagði að hinar nýju reglur væru í góðu samræmi við það sem hafi verið að gerast í þessum efnum erlendis. Reglur hafi víða verið hertar en það teng- ist stórum hneykslismálum sem upp hafi komið, s.s. í sambandi við Enron og WorldCom í Bandaríkj- unum. Fram kom í máli hans að þó svo nýjar reglur hafi nú verið sam- þykktar þá verði áfram unnið að reglum um þessi efni. Þannig sé til að mynda mikil vinna í gangi á vegum Evrópusambandsins sem tengist ársreikningum og upplýs- ingagjöf. Þar að auki sé verið að vinna að reglum hjá Alþjóða reikningsstaðlaráðinu þar sem m.a. verði tekið á hlutum eins og kaupréttarákvæðum og fleiri um- deildum atriðum. Að sögn Þórðar er lögð á það áhersla hjá Kauphöll Íslands að markmiðin að baki upplýsinga- gjöf um launakjör stjórnenda fyr- irtækja séu höfð í huga við túlkun nýrra reglna þar um. Hann sagði að við túlkun reglnanna skuli hafa það að leiðarljósi að gefa upplýs- ingar sem veita bestu yfirsýn en ekki reyna að finna einhverjar leiðir til þess að draga úr upplýs- ingagjöfinni innan marka regln- anna. Kauphöllin verði leiðandi Þórður sagði að umræða um upp- lýsingagjöf vegna launakjara hafi aukist mikið hér á landi að und- anförnu. Kauphöllin hafi sett sér það markmið að vera leiðandi afl í þessum efnum og meðal annars af þeim sökum hafi verið skipaður starfshópur í október síðastliðn- um til þess að vinna að nýjum reglum um þetta efni. Starfshópinn skipuðu Þorgeir Eyjólfsson, fostjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, Viðar Már Matthíasson, prófess- or í lagadeild Háskóla Íslands, og Þórður Friðjónsson. Ritari hóps- ins var Ragnar Þ. Jónasson lög- fræðingur. „Það eru hagsmunir hluthafa og fjárfesta að það sé aukið gagnsæi um fjárhagslega hags- muni stjórnenda fyrirtækja,“ sagði Þórður. „Það skiptir máli fyrir verðmyndun fyrirtækjanna. Þetta felur í sér aukinn trúverð- ugleika á störf stjórnenda fyrir- tækja og gefur meiri upplýsingar um fjárhag þeirra. Hagsmunir félaganna eru m.a. fólgnir í því að aukin upplýsinga- gjöf hefur áhrif á verðmyndun fé- laganna, áhrif á seljanleika, og það er því augljóst að það eru hagsmunir félaganna að hafa upplýsingagjöfina í góðu horfi og þannig stuðla að traustari og betri verðmyndun í hlutaðeigendi fyrirtækjum.“ Þórður sagði að hagsmunir markaðarins væru þeir að það séu samræmdar upplýsingar fyrir öll skráð félög. Það sé í samræmi við kröfur á helstu mörkuðum er- lendis. Þetta sé mikilvægt því það sé verið að alþjóðavæða kauphall- arviðskipti hér á landi og mikil- vægt sé að kröfur um upplýsinga- gjör á hlutabréfa- og verðbréfa- markaði hér séu í samræmi við það sem best gerist annars stað- ar. „Eitt af þeim stóru markmið- um sem Kauphöllin stefnir að er að fá í ríkari mæli erlenda aðila til þátttöku í hlutabréfa- og verð- bréfaviðskiptum hér á landi. Reglurnar fela í sér meiri líkur á þátttöku erlendra fjárfesta,“ sagði Þórður Friðjónsson. Upplýsinga krafist um launakjör stjórnenda Nýjar reglur um upplýsingaskyldu um launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja eru í góðu samræmi við það sem gerist erlendis, að sögn forstjóra Kauphallar Íslands Morgunblaðið/Sverrir Forstjóri Kauphallar Íslands segir að við túlkun nýrra reglna um upplýs- ingagjöf um launakjör stjórnenda fyrirtækja skuli haft að leiðarljósi að gefa upplýsingar sem veita besta yfirsýn.  Miðopna: Sérstæðir straumar PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.