Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG VAR kunnugur á Horn-ströndum frá því í æsku ogá unglingsárunum, þegarég fór alltaf á vorin meðeggjakörlum í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg,“ segir Ísfirðing- urinn Gísli Hjartarson. „Í þá daga voru farnir stórleiðangrar í nokkrar vikur norður í Hornbjarg og Hæla- víkurbjarg til eggjatöku. Ég hafði mjög gaman af þessum ferðum, kynntist heimamönnum vel og fannst varið í að hlusta á þá segja sögur. Ég var líka oft með pabba á bátnum hans og í brælu var lagst í landvar inn á víkurnar á Hornströndum. Þá fórum við í land að veiða silung og liggja fyr- ir tófu. Reyndar lá ég sem unglingur líka á grenjum í Jökulfjörðunum með Sigurjóni Hallgrímssyni frá Dynj- anda. Áhuginn á þessu svæði kvikn- aði því snemma. Um miðjan sjöunda áratuginn tók ég að mér leiðsögn á svæðinu fyrir hópa fólks sem þangað vildu fara, en þær ferðir voru einstak- lingsframtak og ekki á vegum ferða- skrifstofa, eins og síðar var. Við fór- um með fiskibáti norður í Aðalvík eða lengra norður, gengum um svæðið og báturinn sótti mannskapinn viku síð- ar.“ Gísli á nú rúm þrjátíu ár að baki sem leiðsögumaður á svæðinu norðan Djúps og víðar um Vestfirðina. Fyrstu ferðirnar spurðust fljótt út og Ferðafélag Íslands leitaði til Gísla og bað hann að fara fyrir hópum á veg- um félagsins. „Þá tók félagið Djúp- bátinn Fagranesið á leigu og hann ferjaði hópana norður. Upp úr 1975 urðu Hornstrandirnar vinsæll áfangastaður göngufólks og þá fór Djúpbáturinn að gera út á ferðirnar í áætlun sinni. Þar með var ég lagstur út í sex vikur á hverju sumri. Við fór- um um svæðið allt frá Reykjafirði að Aðalvík. Ferðirnar voru tvenns kon- ar. Ýmist dvaldi fólk í tjaldbúðum og fór í gönguferðir á daginn, eða að far- ið var í land á einum stað, gengið á hverjum degi og tjaldað að kvöldi. Þær ferðir voru miklu erfiðari. Stundum var byrjað í Aðalvík og gengið á einni viku allt til Ingólfs- fjarðar á Ströndum.“ Gísli segir að sumarstarfið hafi hentað ágætlega. „Ég var kennari á þessum árum, svo ég átti gott frí á sumrin og hafði gaman af þessu. Yf- irleitt voru ferðalangarnir fólk að sunnan, því á þessum tíma gerðu heimamenn lítið af því að ferðast þarna um. Það var ekki fyrr en síðar sem heimamenn fóru að gera gömlu húsin á svæðinu upp og nota þau sem sumarhús, eða byggja ný sumarhús í tóftum gömlu bæjanna.“ Með hestahóp yfir Glámu Gönguferðirnar með Gísla nutu mikilla vinsælda, en hann ákvað að láta ekki þar við sitja og skipulagði hestaferðir á Hornstrandir. „Árið 1985 tóku hestamenn á Ísafirði og Bolungarvík sig saman og báðu mig að leiða hóp á Hornstrandir, en ég var vanur hestamaður. Við fórum með 44 hesta á Fagranesinu inn í Bæi, riðum út Snæfjallaströnd, yfir Snæfjalla- heiði, til Grunnavíkur, inn í Hrafn- fjörð, norður í Furufjörð, Reykja- fjörð, til Dranga, á Ing- ólfsfjörð, þaðan til Djúpu- víkur, yfir Trékyllisheiði, niður í Steingrímsfjörð, yfir Steingrímsfjarðar- heiði í Mjóafjörð í Djúpi, svo yfir Glámu og þessi tíu daga ferð endaði á hesta- mannamóti á Söndum í Dýrafirði. Þetta var mikið ferðalag og eftir því sem ég best veit hafði þá eng- inn farið með hestahóp yf- ir Glámuheiði í tæpa öld. Á Sturlungaöld fóru oft stórir flokkar þessa leið og var hún lengi fjölfarin. Heimildir eru fyrir því að á 14. öld reið 90 manna sveit frá Vatnsfirði vestur í Dýrafjörð. Síðasta hópferð yfir Glámuheiði á undan okkar ferð var farin 1892. Þá var haldin hátíð á Þingeyri til minningar um 1.000 ára byggð fjarðarins og sótti hana mikill fjöldi manna frá Djúpi. Komu þeir ríðandi yfir Glámuheiði.“ Þremur árum síðar fór sami hópur með Jóni Björgvinssyni kvikmynda- gerðarmanni í mikla ferð um Horn- strandir, þar sem ekki hafði verið rið- ið um frá því að búið var þar. „Ferðin var kvikmynduð, en sú mynd hefur að vísu ekki séð dagsins ljós enn. Fagra- nesið gamla flutti 39 hesta og 16 manns að Hesteyri og þar voru hest- arnir látnir synda í land úr skipinu. Við fórum austur allar strandir, á Hornbjargsvita og yfir í Jökulfirði þar sem við skiptum liði. Helming- urinn fór yfir Snæfjallaheiði, en hinn helmingurinn upp á Leirufirði, upp á Drangajökul og kom niður í Unaðs- dal. Hóparnir hittust í Dalbæ og þar lauk þessari tíu daga svaðilför. Magn- ús Jónsson, „franski Mangi“, sem lengi var prestur á Stað á Aðalvík sagði ein- hvern tímann þessi fleygu orð: „Heldur færi ég fótgangandi til helvítis en ríðandi norður að Horni.“ En Horn var nyrsti bær í hans sókn. Þetta rið- um við áfallalaust. Reglugerðinni um friðlandið á Horn- ströndum var hins vegar breytt skömmu síðar og bannað að fara með hesta þar um, svo ferðirnar hafa ekki orðið fleiri.“ Þó ekki megi lengur fara um Horn- strandir með hesta hefur Gísli farið aðrar hestaferðir. Sem dæmi má nefna að árið 1990 leiddi hann hóp Strandamanna sem fór með 70 hesta yfir Glámuheiði, úr Ísafirði í Djúpi til Dýrafjarðar, á leið á hestamannamót. Ef heiðin hefði ekki verið farin hefði hópurinn þurft að ríða Djúpið og ver- ið marga daga á leiðinni. Soðinn vorkópur með uppstúf Eftir leiðsögn í þrjá áratugi var Gísli farinn að draga úr ferðum á Hornstrandir. „Ég var búinn að minnka þetta niður í eina ferð á ári fyrir ferðafélögin, aðallega Útivist. Fyrir þremur árum kom hins vegar Úlfar Ágústsson, verslunarmaður á Ísafirði, að máli við mig og bað mig um að skipuleggja ferðir með heima- mönnum um Hornstrandir. Þessar ferðir eru léttari og aðbúnaður betri en var í gönguferðunum miklu. Þetta eru engar vosbúðarferðir. Okkur fylgir trússbátur, sem Úlfar stýrir, og hann eldar ofan í mannskapinn. Þetta eru sex daga ferðir og bara fjórtán manns í hverri ferð. Við gistum í hús- um á svæðinu og á gönguferðum ber enginn maður neitt nema nesti til dagsins, því báturinn sér um að flytja allan farangur á milli. Svo er slegið upp veislum, þar sem boðið er upp á selkjöt á Dröngum í Árneshreppi á Ströndum, að hætti heimamanna. Heill vorkópur er soðinn, uppstúfur með og rabarbaragrautur með rús- ínum á eftir. Sumir eru ansi kvíðnir áður en þeir bragða á selnum, en við sitjum aldrei uppi með afganga.“ Úlfar og Gísli skipuleggja aðeins tvær ferðir á sumri, en eru raunar fúsir til að setja saman aðrar ferðir ef eftir því er leitað. Oftast eru Íslend- ingar með í för, en einn og einn út- lendingur slæðist með, oftast vegna tengsla við Íslendinga í hópnum. „Ég hef mjög gaman af þessum ferðum. Ég var orðinn hálfpartinn leiður á labbi, tjaldbúðalífi og pakkamat. Þessar tvær ferðir henta okkur Úlfari vel.“ Nýjar þjóðsögur Gísli er þekktur fyrir ótal sögur, sem hann kann að segja ferðalöngum. „Ég verð auðvitað að hafa alls konar staðreyndir á hreinu um þá staði sem farið er um, fólkið sem bjó þar, bú- skaparhætti og merkustu atburði. Skemmtisögurnar við varðeldinn þola hins vegar ekki allar nánari skoðun sagnfræðinga.“ Gísli hefur gefið út fimm bækur, sem bera heitið Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga. Að hans sögn eru sumar sagnanna sannar, aðrar lognar og fótur fyrir enn öðrum. Flestar eiga þær það sameiginlegt að hafa gengið á milli manna á Vestfjörðum, en Gísli hefur tekið að sér að safna þeim sam- an. Eina skilyrðið er að þær séu skemmtilegar. Sannprófun og sagn- fræði er látin lönd og leið, en Gísli gætir þess að vísu að fara rétt með nöfn þess fólks sem hann nefnir til sögunnar, og auðvitað lætur hann hin vestfirsku uppnefni fylgja með, ef þau eru ekki af neikvæðum toga. Ef hann telur vafa leika þar á, spyr hann viðkomandi hvort óhætt sé að láta uppnefni hans fylgja sögunni. „Ég byrjaði að birta eina og eina sögu í Vestfirska fréttablaðinu. Hlynur Þór Magnússon var ritstjóri, en hann var að sunnan og þekkti ekki til á Ísafirði. Hann var alltaf að spyrja mig um fólk sem kom á ritstjórnina og ég fræddi hann með sögum. Hlynur stakk upp á að ég birti þessar sögur og ég gerði það. Ég átti reyndar von á að allt yrði vitlaust, eins og gerðist nú í fyrstu, en þetta efni varð mjög vinsælt og fljót- lega þótti eftirsótt að komast í þetta brandarahorn. Eftir að Vestfirska fréttablaðið fór á hausinn hélt ég þessum sögum úti í Vestra. Árið 1999 kom svo fyrsta bókin út, á vegum Vestfirska forlagsins. Hún var met- sölubók á Vestfjörðum, eins og raun- ar hinar fjórar sem á eftir komu. Bækurnar eru líka til á hljóðsnældum og geisladiskum fyrir sjónskerta. Fé- lagar úr Litla leikklúbbnum á Ísafirði settu upp í fyrra leikgerð Elfars Loga Hannessonar leikara á 12 sögum og sýndu klukkustundar langan þátt mörgum sinnum á matarkvöldum á Hótel Ísafirði, einnig á þorrablótum, öðrum skemmtunum og á sjómanna- daginn í yfirfullu Íþróttahúsinu á Torfnesi. Þeim tókst býsna vel að ná persónum sagnanna og áhorfendur fögnuðu gríðarlega. Í maí í vor kemur svo út bók með 101 skopmynd af per- sónum úr bókunum fimm. Það er hann Ómar Smári Kristinsson, myndlistarmaður í Æðey, sem hefur teiknað myndirnar og er það einka- framtak hans. Ég hef séð þessar myndir og þær eru alveg frábærar. Því má segja að þetta vindi upp á sig í tímans rás. Þetta kitlar í mér barns- hjartað og hvetur mig til frekari dáða í þessum efnum.“ Gísli segir að þótt nú séu komnar 505 sögur á bók eigi hann nóg í hand- raðanum. „Sagnasöfnunin verður auðveldari með hverju árinu, því nú vita allir Vestfirðingar af bókunum og eru duglegir að senda mér skemmti- legar sögur. Ég spanna alla Vestfirði, frá Gilsfirði að Brú í Hrútafirði. Svo á Hlíðarvegspúkinn á Hornströndum Metsöluhöfundurinn, kenn- arinn, blaðamaðurinn og leiðsögumaðurinn Gísli Hjartarson er Vestfirðingur í húð og hár. Hann átti leið til borgarinnar á dögunum og Ragnhildur Sverrisdóttir tók hann tali. Gísli hefur látið til sín taka í pólitíkinni. Hér eru hann og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, undir rauðum fána í 1. maí-göngu á Ísafirði 2001. Riðið fyrir ófæruna Hlein í Hornvík. Gísli fer fremstur í flokki. Vestfirskur refur bragðar á hangiáleggi fararstjórans í ferð árið 1980. Kálfatindar og Jörundur í baksýn. Við varðeld í Hornvík. Gísli viðurkennir að sögurnar sem sagðar eru við varðeldinn þoli ekki allar nánari skoðun sagnfræðinga. ’ Heill vorkópur ersoðinn, uppstúfur með og rabarbara- grautur með rús- ínum á eftir. Sumir eru ansi kvíðnir áður en þeir bragða á selnum, en við sitj- um aldrei uppi með afganga. ‘ Gísli Hjartarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.