Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 9
islegt sem myndi ekki birtast í öðrum fjöl- miðlum.“ Margir sem hafa verið að blogga líta á bloggið sem sín einkaskrif sem engum komi við. Þeir telja að í blogginu geti þeir leyft sér að segja allt sem þeim þóknast. Jafnframt eru þeir sér með- vitandi um að það eru margir að lesa skrifin þeirra. Í þessari stöðu felst ákveðin mótsögn. „Við erum ennþá föst í gömlum skilgreiningum á því hvað er einka og hvað er opinbert sem þessi miðill neyðir okkur til að endurskoða,“ segir Már. „Það eimir ennþá eftir af þeirri hugsun að blogg- arar geti sagt það sem þeim sýnist á Netinu. Þeir hugsa sem svo: Meðan ég þarf ekki að horfast í augu við fólkið sem les skrifin mín er mér sama.“ Már segir að í upphafi bloggsins hafi myndast innansveitarhúmor milli vefleiðara 5–10 manna hóps. „Þeir skrifuðu stórkallalega og fjálglega og notuðu stundum gróft orðbragð og réðust jafnvel harkalega á einstaka manneskjur, sérstaklega þá sem gagnrýndu skrif þeirra. Þeim fannst líka „saklaust“ að níða fólk sem þeir héldu að myndu aldrei heimsækja síðuna þeirra. Röksemdafærsl- an hjá þeim var þessi: „Hey … þetta er bara einkasamtal, þess vegna er þetta í lagi, verið þið ekki að skipta ykkur af þessu.“ Þeir áttuðu sig ekki á því að það eru til leitarvélar sem finna ótrúlegustu hluti. Menn eru þó held ég farnir að skilja að það verður að gæta almenns siðgæðis í skrifunum.“ Þetta var fólk sem lagði sig fram um að vera einlægt í vefleiðurum sínum en uppskar stundum ónotalegar athugasemdir þeirra sem lásu leið- arana og jafnvel hótanir. Svo virðist sem þeir bloggarar sem eru þekktir í samfélaginu eigi slíkar árásir fremur á hættu. Menn hafa líka hætt að blogga vegna þess að aðrir tóku skrif þeirra of alvarlega og vitnuðu í bloggið í opinberum fjölmiðli. Sjálfir litu þeir svo á að bloggið væri léttvæg afþreying sem ekki átti að taka bókstaflega. Vildu þeir fá að vera í friði með sín skrif en fyrst það var ekki hægt hættu þeir að blogga. Í samkeppni við fjölmiðla? Bent hefur verið á að ekki hafi komið fram á sjónarsviðið eins gott lýðræðistæki og bloggið hin síðustu ár. Sú spá virðist þegar hafa gengið eftir í Suður- Kóreu þar sem 70% heimila hafa aðgang að vefn- um. Þykir sannað, samkvæmt upplýsingum net- gáfu The Miami Herald, að hinn nýi forseti Suð- ur-Kóreu, Roh Moo Hyun, megi ekki síst þakka kosningasigur sinn 80.000 manna netklúbbi en meðlimir hans eru flestir á aldrinum 20–40 ára. Kallaði netklúbburinn sig „People who love Roh“ eða „Fólkið sem elskar Roh“. Stóð klúbburinn að mjög virkri pólitískri umræðu á Netinu þar sem einkum var fjallað um Roh og þau málefni sem hann stendur fyrir auk þess sem þar fór fram peningasöfnun sem rann í kosningasjóð Roh. Hér á landi er fólk ekki byrjað að nota bloggið á þennan hátt nema í mjög litlum mæli. Íslenskir bloggarar voru þó til dæmis mjög virkir í um- ræðunni um Falun Gong á sínum tíma. Giskað hefur verið á að hér á landi séu milli eitt og tvö þúsund bloggarar og fimmtíu manna hóp- ur sem les hverja síðu að meðaltali. Einstaka að- ilar eru með tvö til þrjú hundruð óreglulega les- endur. – Segja má að þeir séu stjörnur bloggsins, eins og dr. Gunni, sem er með 20 þúsund heim- sóknir á sinn vef á mánuði. „Ég tel að bloggurum eigi eftir að fjölga jafnt og þétt. Að blogga á eftir að verða jafn sjálfsagt og að spjalla við fólk úti á götu, þ.e. eðlilegur hluti af vestrænu samfélagi. Við eigum líka eftir að sjá að bloggið á eftir að draga úr áherslunni á hefð- bundna fjölmiðla og verða ákveðin samkeppni við þá, þó ekki í markaðslegu tilliti heldur verður þetta samkeppni um tíma og athygli fólks,“ segir Már, þegar hann er spurður hvernig hann sjái fyrir sér framtíð bloggsins. „Einstaka stéttir eru farnar að nýta sér blogg- ið eins og blaðamenn í Bandaríkjunum sem nota það til að fylgjast með því sem er að gerast nýtt á menningarsvæði þeirra. Ég tel líka að það felist miklir möguleikar í blogginu fyrir fólk sem er að pæla í þekkingar- stjórnun. Bloggið býður upp á opið umhverfi og þarna hefur fólk tækifæri til að miðla þekkingu sinni. Ég sé fyrir mér að öll verkefni séu á vefn- um og þau séu sýnileg. Netið snýst um að tengja saman fólk og fólk við upplýsingar. Ef mig vant- aði upplýsingar hér áður fyrr fór ég út í bókabúð og keypti mér bók eða tímarit eða ég fór á vef- síðu. Með tilkomu bloggsins get ég farið beint til sérfræðinga, til dæmis þeirra sem ég er að nota hugbúnaðinn frá. Þetta fækkar milliliðum og tengir fólk saman. Að sama skapi kemur þörf fyr- ir nýja milliliði sem sjá um að tengja fólk saman á ákveðnum sviðum.“ Ekki tölvunördar En er fólk ekki hrætt við að stolið sé frá því hugmyndum ef verkefnavinna innan fyrirtækja og stofnana fer fram fyrir allra augum? Salvör telur að ef fólk er hrætt við slíkt sé það vegna þess að það er ekki komið inn í þann hugs- unarhátt, sem fylgir þessum möguleikum. „Það er miklu fremur hægt að rekja hvaðan hugmynd- irnar koma ef upplýsingarnar eru fyrir opnum tjöldum. Við erum að færast yfir í opið umhverfi þar sem allir leggja fram sitt efni í nokkurs konar almenning. Í framtíðinni verður það vonandi þannig að fólk nýtur þess að fá hugmyndir frá öðrum og verður ekki hrætt við að aðrir nýti sér hugmyndir frá því. Þannig græða allir.“ Már segir að í upplýsingasamfélaginu sé svo mikið framboð á upplýsingum og þekkingu og breytingar á samfélaginu það hraðar að þekking sem er innilokuð í fyrirtækjum verði mjög hratt verðlaus. „Það getur því hreinlega verið sérfræð- ingum í hag að koma þekkingu sinni í umferð og deila henni með sem flestum því verðmæti þeirra sem sérfræðinga felst fyrst og fremst í getunni til að leysa áður óþekkt vandamál og afla nýrrar þekkingar. Sömuleiðis er þekking orðin gjald- miðill nútímans.“ Enn hafa menn afar litla trú á að nota vefleið- ara eða persónuleg skrif til að selja vörur og þjónustu. Apple, Macromedia, Userland og nokk- ur „dagblöð“ á Netinu, s.s. salon.com og siliconvalley.com, eru nýlega farin að gera til- raunir með vefleiðara og persónulega tjáningu starfsmanna sinna sem markaðssetningartæki. Ýmsar fleiri nýjungar sem tengjast blogginu eru á döfinni. Erlendis er verið að gera tilraun með vídeóblogg. Það er nú þegar tæknilega mögulegt og verður til í framtíðinni. „Það þýðir að fólk verður með myndavél á sér og lifir fyrir opnum tjöldum,“ segir Salvör. Már hefur litla trú á vídeóbloggi, ekki vegna þess að fólk sé feimið við að sýna af sér myndir heldur vegna þess að hann telur að hljóð- og myndbandsupptökur séu óhentugri miðill en hitt. „Sumum finnst þetta kannski meira „kúl“ núna af því við erum svo innstillt á sjónvarpið og út- varpið sem alvöruútgáfu.“ En einangrast menn ekki á því að sitja fyrir framan tölvu og blogga í stað þess að fara út á meðal fólks og spjalla við það? Því þetta er jú tímafrek iðja. „Það er goðsögn að bloggarinn sé einangrað tölvunörd,“ segir Salvör. „Í blogginu eru miklir möguleikar á að eiga samskipti við fólk sem er á sömu línu og viðkomandi. Einnig að skyggnast inn í hugarheim fólks sem tilheyrir hópum sem maður umgengst lítið. Þar eð þjóðfélagið er mjög aldursskipt get ég til dæmis fylgst með hugrenn- ingum og frásögnum þeirra sem eru á öðrum aldri en ég og kynnst lífi þeirra á þessum vett- vangi og þannig víkkað sjóndeilarhring minn og skilning á aðstæðum þeirra. Bloggarar mynda líka tengsl hver við annan í gegnum skrif sín. Það sem flestir fá út úr því að blogga er að þeir fá út- rás fyrir tjáningarþörfina, skynja að einhver hlustar á þá og að þeir eru hluti af mjög sérstöku samfélagi.“ a eða hringavitleysa? Morgunblaðið/Árni Sæberg surardóttir. Annar hópur sem var áberandi voru tölvu- gúrúarnir Bjarni Rúnar Einarsson (bre.klaki.net/dagbok/), Hrafnkell Eiríksson (he.klaki.net/dagbok/) og Már, sem fjölluðu um ýmis fagleg mál á sínu sviði auk þess að velta fyr- ir sér þjóðmálunum. Svo virðist sem bloggið hafi fyrst einkum verið karlasport en tvær konur urðu þó strax mjög at- kvæðamiklar í blogginu, það er Salvör, sem við höfum verið að vitna hér í, og Katrín Atladóttir, katrin.is, nemi í tölvunarfræðum við HÍ, og Unn- ur María Bergsveinsdóttir, unnur.klaki.net, sem er að ljúka námi í sagnfræði við HÍ, en þær eru enn að blogga ásamt nokkrum fjölda kvenna þótt karlarnir séu enn í meirihluta. Einn frægasti bloggari landsins er kona, El- ísabet Ólafsdóttir eða Beta rokk eins og hún er kölluð. Hún skrifaði fyrstu bloggbókina, sem er byggð á rafbréfum sem hún sendi til vina og vandamanna meðan hún bjó í Brussel, en bókin kom út fyrir síðustu jól. Elísabet er hætt að blogga í bili að minnsta kosti en hún stundar nám í bóknmenntafræði við HÍ. Persónuleg þroskasaga Salvör, sem hefur mikinn áhuga á þróun vefj- arins segist hafa byrjað á blogginu bara til að prófa það. „Mér finnst opnar dagbækur á vefn- um, sem geta tengst öðru efni, úrvalsverkfæri til ferilsvinnu og samvinnunáms. „Ég held að ann- álar af þessum toga séu ágætur vettvangur til að skrá upplýsingar eða hugsanir og þá ekki síst persónulega þroskasögu. Að geta fylgst með sín- um eigin pælingum og framförum á þennan hátt getur dýpkað skilning einstaklingsins á verkefn- inu eða á eigin persónu. Það sem gerir þennan miðil líka spennandi er möguleikinn á vísun út fyrir bloggið. Í mínum vefleiðara vísa ég til dæm- is í greinar sem ég hef lesið um upplýsinga- samfélagið. Svo lesa einhverjir pistlana mína og fræðast um þessar greinar eða skoðanir mínar á einhverju sem viðvíkur upplýsingasamfélaginu. Þannig verður til sameiginleg vitund líkt og ger- ist með aðra fjölmiðla. Í blogginu má því segja að sé að finna flæði heimshugsunarinnar.“ Á annað þúsund manns að blogga Margir sem blogga verja líka töluverðum tíma í að lesa aðra vefleiðara. Sumum finnst það hafa skemmtanagildi að gægjast á þann hátt inn í líf annarra. Bloggarar eru sumir hverjir með teljara á vef- síðu sinni og geta þannig fylgst með hvað margir lesa bloggið þeirra. Salvör segir að 1–200 manns lesi bloggið hennar að meðaltali á dag og stund- um fleiri. „Það er alls konar fólk sem les bloggið mitt,“ segir hún. „Sumir vísa á aðra bloggara á vefsíðunni sinni sem þeir lesa mest og finnst skemmtilegir. Þannig hafa myndast hópar innan bloggsins sem lesa blogg hver hjá öðrum og gera athugasemdir hver við annars skrif. Þetta er samfélag þar sem fólk veit hvað af öðru og á það sameiginlegt að hafa ríka tjáningarþörf og oft er það snöggt upp á lagið. Leyfir sér að segja ým- he@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 B 9 Já, ég er sammála því að svona hús- gagnasnobbarar sem ganga svo langt í snobbinu að líta niður á heimili sem eru öðruvísi en þeirra eru leiðinlegir snobbarar. Snobb er rosalega skemmtilegt í hófi, t.d. veit ég fátt skemmtilegra en að vera boðið í mat hjá matarsnobbum, og bókasnobb eru tilvalið fólk til að fá lánaðar bækur hjá. Reyndar fer það oft saman finnst mér að vera snobb og connoisseur. Mörkin þar á milli eru oft ansi óljós. Vissuð þið annars að orðið snobb er dregið af sans nobilis og var skrifað í bekkj- arkladdann fyrir aftan nöfn óeðalborinna nemenda þarna í den þegar fínu skólarnir þurftu bæði vegna féþarfa og út af þrýst- ingi að láta undan nýtilkominni borg- arastétt og hleypa ríkum pöpulnum inn. Ég snobba sjálf afskaplega mikið fyrir tekki og Sólveig byrjaði eftir hús- gagnagóðahirðissukkið okkar Bjarna í sumar að kalla heimilið mitt tekk- minjasafnið. Mér finnst það svosem ágætisnafngift. Tekk er gott. Líklega er það merki um einhverja sálræna kvilla en mér finnst rosalega gott að horfa á tekk. Það er eitthvað við litinn og áferðina og eftilvill hönnunina á þessum seventís tekkhúsgöngum sem ég er svo svag fyrir sem veitir mér hreinlega öryggis- kennd. Kannski tilhugsunin um heim þar sem fólk dedúar nógu mikið við hlutina til að nenna að líma tréþynnur á límtréshúsgögn eða hanna skjalageymslusystem í skrifborð og þar sem er ætlast til þess að fólk lifi nógu afslöppuðu lífi til að hafa tíma til að bera tekkolíu mánaðar- lega á húsgögnin sín. w w w .u n n u r. k la k i. n e t 0 2 - 1 8 -0 3 - Unnur María Bergsveinsdóttir Morgunblaðið/Sverrir ’ Þeir sem hafa mesta trú á blogginu boða nýja gullöld munnlegrar geymdar og hins skrifaða orðs með tilkomu vefleið- aranna. Segja þeir að orð- ræðan í samfélaginu eigi eftir að færast úr sjónvarpinu yfir í skrifuð orð og tölvuskjá. ‘ ’ Framtíðarspekúlantarhafa spáð því að Netið eigi eftir að taka við af sjón- varpinu sem aðal- kosningamiðillinn. ‘ ’ Ýmsar sérfræðistéttireru með nýjar upplýsingar í sínu bloggi sem hvergi eru til annars staðar. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.