Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 5
FABRIZIO Lusenti, mat-reiðslumaður og eigandiveitingastaðarins RistoranteSahara Dehor í bænum Dezensano við Garda-vatnið á Norð- ur-Ítalíu eldaði á Hótel Holti í nokkra daga fyrr í mánuðinum. Kom hann hingað til lands í tilefni af aðal- fundi Ítalsk-íslenska verslunarráðs- ins en jafnframt gafst Holtsgestum kostur á að njóta rétta hans í nokkra daga. Fabrizio Lusenti féllst á að láta eftirfarandi uppskriftir af hendi, báðar í norður-ítölskum dúr, til les- enda Morgunblaðsins, en tveir þess- ara rétta voru á seðli hans á ítölsku dögunum á Holti. Um er að ræða pastarétt, risotto og tvo gómsæta eftirrétti. SPAGHETTI MEÐ RUCOLA-PESTÓI OG RISTUÐUM RÆKJUM PESTÓ Maukið saman í matvinnsluvél um 150 g af rucola-salati, 1 hvítlauksrif, 50 g möndlur, 50 g af parmesanosti og hálfan bolla extra virgin ólífuolíu. Bætið við salti og pipar. Rækjur (magn eftir smekk) eru ristaðar á pönnu í olíu og gott er að flambera í lokin með skvettu af góðu brandí eða koníaki. Á meðan er spaghettíið soðið í saltvatni skv. leiðbeiningum á pakka. Síið vatnið frá og hrærið loks pestói og rækjum saman við spaghettíið og berið fram. Gott er að hafa snittubrauð sem meðlæti. ANDA-RISOTTO MEÐ VIN SANTO 2 dl Arborio-grjón 4 dl kjúklingasoð 2 skallottulaukar 30 gr smjör 1 dl fínrifinn parmesanostur Skvetta af þurru hvítvíni 2 andabringur Steikið andabringurnar á pönnu. Best er að skera nokkrar rákir á skinnhliðina, salta vel í sárin og setja bringurnar með skinnið niður á sjóð- andi heita pönnu og leyfa bringunum að steikjast í eigin fitu sem lekur úr. Steikið þar til skinnið er orðið stökkt og snúið bringunum þá við. Klárið að elda bringurnar í ofni á 140 gráðum þar til kjarnhiti er orðinn um 67 gráður. RISOTTO Hitið ólífuolíu á pönnu og veltið grjónunum upp úr olíunni. Ausið soði, t.d. kjúklinga eða andasoði, út á smám saman þar til grjónin eru tilbúin. Bætið rifna parmesanostin- um saman við. Skerið andarbringur í bita og blandið saman við risottoið í lokin. VIN SANTO-KJARNI 1/2 líter Vin Santo 3 skallottulaukar timjan, meiran og mynta. Allt sett í pott og soðið niður þar til einn desilítri er eftir. Risotto sett á disk og Vin Santo kjarnanum hellt yfir. Gott er að út- búa Vin Santo-kjarnann fyrirfram og bera hann fram kaldan. CASSATINA 20 g hunang 50 g sykur 50 g eggjarauður, stífþeyttar 400 g Ricottaostur 150 g möndlur, pistasíu-kjarnar og appelsínubörkur 1,5 dl léttþeyttur rjómi Sjóðið hunang og sykur upp að 110 gráðum, hrærið saman saman við stífþeyttar eggjarauðurnar. Blandið saman við Ricotta og rjómann og hrærið að lokum möndlur, pistasíur og appelsínubörk saman við. Sett í form og fryst. BOUDINA A CAFÉ 300 g rjómi 4 dl mjólk 70 g brætt smjör 50 g nescafé 2 egg 2 eggjarauður 80 g sykur Sjóðið saman rjóma, mjólk og kaffi í 2-3 mínútur. Pískið egg og sykur saman við smjörið. Setjið kaffiblönd- una út í eggin. Setjið í mokkabolla, og bakið í vatnsbaði við 150 gráður í 12-15 mínútur. Norður-ítölsk máltíð Morgunblaðið/Jim Smart Fabrizio bragðar á afrakstri eldamennskunnar í eldhúsinu á Holti. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 B 5 matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, at- hugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábend- ingar um áhugavert efni, at- burði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkera- síðunnar er matur@mbl.is. Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.