Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 14
Einn góður… – Hvað er verra en að finna orm í eplinu sínu? – Finna hálfan orm í eplinu sínu? Patrick í kvikmyndinni Þrumubrækur (sjá krakkrýni) á sér þann draum æðstan að verða geimfari þegar hann verður stór – helst á meðan hann er ennþá lítill! Í Am- eríku vill 1 af hverjum 10 krökkum verða geimfari, eða fleiri krakkar en þeir sem vilja verða poppstjörnur. Langar þig að verða geimfari? Einn Íslend- ingur hefur látið þann draum sinn rætast, Bjarni Tryggvason, svo af hverju ekki þú? En fyrst þarf að læra ýmislegt um sólkerfið okk- ar. Sólkerfi – hvað? Sólin í miðjunni Sko, í alheiminum eru mörg sólkerfi. Jörðin okkar er í einu sólkerfi, en í því eru sólin, níu plánetur og fleiri fyrirbæri sem snúast í kringum sólina í himingeimnum. Nei, nei, þetta er ekkert svo flókið. Skoðið bara skýr- ingarmyndina vel. Sólkerfið okkar er egglaga og á sí- felldri hreyfingu. Sólin er þá í miðj- unni, og níu plánetur (jörðin er ein af þeim) og fylgitungl þeirra eru á sporbrautum í kringum sólina. Það þýðir að pláneturnar fara alltaf sömu hringlaga leið í kringum sólina. Í sólkerfinu eru líka halastjörnur, smástirni og fleiri geimhlutir. Frá jörðinni sjáum við hinar pláneturn- ar sem lýsandi stjörnur á himnin- um. Sólin er lang, langstærst allra stjarnanna í sólkerfinu, (miklu, miklu stærri en hún sýnist á skýringar- myndinni) og líka sú pláneta sem er næst plánetunni jörð. Hún er ótrú- lega heit, eða 5.600°C gráður, og enn heitari inni í miðjunni. Þar inni er framleitt fullt af krafti en örlítill hluti hans berst til jarðar í formi ljóss og hita. Sem betur fer, annars væri líklega ekkert líf á jörðinni! Tunglið ólíkt Íslandi Tunglið er ekki ein af plánetunum, heldur ferðast það á sporbaug í kringum jörðina. Tunglið varð líklega til þegar loftsteinn rakst á jörðinni fyrir milljörðum ára. Tunglið er bara eyðimörk með fjöllum, dölum og eldgíg- um. Samt ólíkt hálendi Íslands, því á tunglinu er ekkert súrefni til að anda að sér og því eng- inn gróður. Pláneturnar níu eru ólíkar að útliti og gerð. Þær ferðast allar á sínum eigin sporbaug í kringum sólina. Merkúr, Venus, Jörðin og Mars eru næstar sól- inni og eru kallaðar innri pláneturnar. Þær eru aðallega úr grjóti. Ytri plán- eturnar eru Júpíter sem er stærst plán- etanna, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Allar nema Plútó eru stórir gasboltar með hringi í kringum sig. Plútó er plánetan lengst frá sólinni og hún er hulin íslagi. Taktu eftir hvernig sporbaugur Plútós liggur á skjön við hina sporbaugana. Ertu á leiðinni til Mars? Jæja, er þig farið að langa að ferðast úr í geim? Hvert langar þig helst að fara? Alla vega ekki til sólarinnar! Fyrsta mannveran sem var send út í heim hét Yuri Gagarin. Hann var rússneskur og fór í geimferð 12. apríl 1961 – fyrir meira en 40 árum. Hann varð mikil hetja í Rússlandi. Átta árum seinna, eða 20. júlí 1968, lendi bandaríska eldflaugin Apollo 11 á tunglinu. Neil Armstrong varð fyrstur manna til að stíga á tunglið. Síðan hefur enginn komið til tunglsins, né annarrar plánetu. Stefnt er á plánetuna Mars á næstu árum. Verður þú á meðal geimfarannna? S Ó L K E R F I Ð R A N N S A K A Ð Ekki er þessi Plútó hulinn íslagi! Sólkerfið okkar flotta. Neðst á myndinni er Merkúr, fyrir ofan er Venus, síðan Jörðin, Mars Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Sjáið hvað sólin er heit!                  Vilt þú verða geimfari? Ming er í geimfara- búðum NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna.  Nei, félagi, þetta er ekki aftur og aftur myndin af sama geimfarinu. Ef þú rýnir vel sérðu agnarlítinn mun á myndunum. Reyndar eru þrjár þeirra eins og þitt að skoða vel og finna hvaða þrjár myndir það eru. Lausn neðst á næstu síðu. Aftur og aftur?  Það er allt í rugli hjá geim- förunum! Þeir hafa farið frá borði og vita nú ekkert hver á hvaða geimfar. Snillingarnir þurfa þína að- stoð! Lausn á næstu síðu. Geimfarar í rugli  Erla Hrönn Gylfadóttir og Ingi Þór Aðalsteinsson eru bæði í 2. AKR í Selaskóla, og eru því 8 ára á árinu. Erla Hrönn æfir ballett í frístundum og Ingi Þór fótbolta. En þau vinirnir höfðu samt tíma til að bregða sér á myndina Þrumubrækur í Sambíóunum og höfðu bara gaman af. En sagan er um Patrick sem prumpar svo mikið, að honum tekst að verða geimfari. „Mér fannst skrítið að hann prumpaði svo mikið að bandarísk eldflaug skaust á loft,“ segir Erla Hrönn. „Já,“ samsinnir Ingi Þór, „og svo var hann líka með tvo maga!“ „Mér fannst svolítið sorglegt, að það var alltaf verið að stríða honum,“ segir Erla Hrönn. „Sumum er bara alltaf strítt, líka í okkar skóla,“ segir Ingi Þór. –Hvernig fannst ykkur Alan, vinur hans? „Ég skil ekki hvernig hann fann ekki prumpufýl- una. Hann hafði lyktarlaust nef,“ segir Ingi Þór. „En þess vegna var hann líka vinur hans, af því hann fann enga lykt,“ bætir Erla Hrönn við. –Var myndin spennandi? „Já,“ segja þau bæði í kór. „Það var spennandi að vita hvort flaugin myndi springa,“ segir Ingi Þór. „Það var hætta á að hann myndi deyja!“ bætir Erla Hrönn við. Þau segja að ýmislegt sé hægt að læra af þessari mynd. „Einsog að vera góð hvert við annað,“ segja þau vinirnir að lokum. Morgunblaðið/Golli Erla Hrönn og Ingi Þór. Krakkarýni: Þrumubrækur Prumpumynd sem læra má af Krakkakrossgátan Til að komast að hinu dularfulla leyniorði dagsins sem leynist í bláu reitunum, þarftu að hafa textann að ofan á hreinu … allavega nokkurn veginn. Finndu síðan út hvaða orði er verið að fiska eftir og settu þau í láréttu reitina. Spennandi! 1) ____ eru á milli sporbauga Mars og Júpiters. 2) Hvað heitir stjarnan sem allt snýst í kringum? 3) Snýst í kringum jörðina. 4) Plánetan næst sólinni. 5) Annað orð fyrir stjörnu. 6) Sólin er stærst allra ____ í sólkerf- inu okkar. 7) Vilt þú verða ______ ? 8) Stærst plánetanna níu. Litið listavel Þessi strákur er svo heppinn að fara í geimferð með eðlunni sinni. Litið þá félaga vel og lifið ykk- ur inn í ævintýri þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.