Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 3
ég fullt af óprenthæfum sögum, sem
nýtast á þorrablótum.“
Kolvitlaus Hlíðarvegspúki
Gísli hefur róið á einni ár á annað
borðið í gegnum lífið og það án þess
að róa í eintóma hringi, eins og hann
orðar það. Hann er einhentur, missti
hægri handlegg við öxl þegar hann
var fimmtán ára. „Ég var á rækju-
veiðum með pabba, fór í spilið og slas-
aðist svo mikið að handleggurinn var
tekinn af. Ég var samt lengi með hon-
um á rækjubátnum eftir þetta og
reyndar á fjölda annarra báta.“
Hann segist hafa verið kolvitlaus
unglingur og sumir hafi rakið það til
þessa áfalls. „Það var nú ekki rétt, ég
hefði alltaf orðið kolvitlaus því það
var í genunum, en auðvitað kom slys-
ið ofan í unglingaveikina og bætti
ekki úr skák.“
Gísli hefur búið á Vestfjörðum alla
ævi. Hann fæddist inn í sjómannsfjöl-
skyldu á Ísafirði árið 1947, næstelstur
sex barna Hjartar heitins Bjarnason-
ar, sem kallaður var Hjörtur Stapi, og
Svanfríðar Gísladóttur. Fimm systk-
inanna komust á legg, en systir þeirra
lést í bernsku. Hjörtur var stýrimað-
ur á togurum, en hóf síðar eigin út-
gerð og komst til álna. Hann lést 84
ára gamall árið 1998 og stundaði þá
enn sjó, þótt ekki hefði hann atvinnu
af sjósókninni. „Við vorum heldur fá-
tæk framan af, en höfðum alltaf nóg
að borða og gott atlæti. Við bjuggum
á Hlíðarvegi 8 á Ísafirði, en það hús
byggðu foreldrar mínir og bjuggu þar
í hálfa öld. Hlíðarvegspúkarnir þóttu
skæðir á sínum tíma, raunar verstir í
púkaflórunni á Ísafirði. En þeir eru
nú eini púkahópurinn sem heldur
saman og einu sinni á ári eru Hlíðar-
vegspúkapartí uppi í hlíð, fyrir ofan
Hlíðarveg. Þá koma gamlir og nýir
Hlíðarvegspúkar og skemmta sér
saman. Bjarndís Friðriksdóttir mál-
ari stjórnar þessu og heyrist langt
niður á Eyri þegar hún skipar fyrir.
Hún er mikill kvenkostur.“
Af öðrum Hlíðarvegspúkum af
kynslóð Gísla má nefna Magnús Jó-
hannesson, ráðuneytisstjóra í um-
hverfisráðuneytinu, og bróður hans,
Þorstein, yfirlækni á Ísafirði. „Þeir
bræður hafa nú kannski róast eitt-
hvað með aldrinum,“ segir Gísli.
Gísli hefur alltaf átt heima á Ísa-
firði, fyrir utan þá vetur sem hann var
að kenna annars staðar. „Ég var
kennari í Bolungarvík í níu ár, tvö ár
skólastjóri í Bitru og Kollafirði á
Ströndum, kenndi einn vetur á Þing-
eyri og annan í Súðavík. En ég hef
alltaf haft heimilisfesti á Ísafirði.“
Hann hefur hins vegar lengstum
búið einn. „Ég hef nú reynt sambúð,
lengst í þrjú ár. Sambúð hentar mér
ekki. Ég er viss um að ég væri miklu
skárri í fjarbúð, en mér hefur gengið
erfiðlega að fá einhverja konu til að
samþykkja það fyrirkomulag. Núna
er ég að verða of gamall til að standa í
þessu hvort sem er, ég verð að ráða
mér sjálfur. Ég er orðinn svo illilega
vanafastur og þess vegna lítt skiln-
ingsríkur í sambúð. Ég er hvort sem
er alveg hættur að nenna að eltast við
konur, það kostar bara fjárútlát og
skilar engu. Mér líður best í hópi
hraustra og ófyrirleitinna karlmenna
á sjó og fjöllum í veiðiferðum, enda er
ég algjör karlremba af síðustu sort.“
Húmor og hugsjónir
Gísli hefur skotið upp kollinum
víða. Hann flutti til dæmis erindi í
Perlunni í fyrra um vestfirskan húm-
or og hefur messað yfir Hafnfirðing-
um á sömu nótum. „Mér finnst gaman
að taka þátt í að kynna Vestfirði ann-
ars staðar á landinu og flyt gjarnan
erindi um það landsvæði sem ég
þekki best.“
Gísli hefur ritað ýmsar greinar um
Vestfirði. Þar á meðal eru greinar í
ársrit Útivistar um Hornstrandir
norðan Djúps, frá Kaldalóni, vestur,
norður og austur um til Ingólfsfjarð-
ar á Ströndum, ásamt Drangajökli og
aðliggjandi hálendi. Í ársriti Útivistar
fyrir 1999 og 2000 voru gönguleiða-
lýsingar Gísla af öllu svæðinu. Eftir
þau skrif veitti Ísafjarðarbær Gísla
sérstaka viðurkenningu. Á viður-
kenningarskjali, sem Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri afhenti Gísla,
segir, að með þessum skrifum, ásamt
fararstjórn Gísla á svæðinu í rúm
þrjátíu ár, muni varðveitast gamlar
gönguleiðir og fróðleikur um land-
svæði sem nú er að mestu komið í
eyði. „Útgáfa sem þessi er auk þess
afar þýðingarmikil fyrir ferðaþjón-
ustu í Ísafjarðarbæ og ber að þakka
það,“ segir í skjalinu.
Gísli hefur ekkert hægt ferðina,
þótt hann hafi dregið úr ferðum á
Hornstrandir. „Ég er enn lausamað-
ur í blaðamennsku og frá 1990 hef ég
verið ritstjóri blaðsins Skutuls, sem
verður 80 ára á þessu ári. Þar áður
var ég ritstjóri Vestfirðings, mál-
gagns Alþýðubandalagsins, í fimm ár.
Ritstjórastaðan telst nú fremur til
hugsjónastarfs en vinnu, Skutull
kemur út 3–4 sinnum á ári, en var
vikublað í hálfa öld, þegar Alþýðu-
flokkurinn var öflugastur á Vestfjörð-
um. Af sögulegum ástæðum vilja
menn þó halda útgáfu Skutuls
áfram.“
Gísli var flokksbundinn Alþýðu-
bandalagsmaður í 25 ár og var vara-
bæjarfulltrúi á Ísafirði, kosninga-
stjóri og ritstjóri málgagnsins,
Vestfirðings. Honum þótti Alþýðu-
bandalagið leiðinlegur flokkur síð-
ustu árin og flutti sig yfir í Alþýðu-
flokkinn. Þar varð hann enn ritstjóri,
varaborgarfulltrúi og kosningastjóri.
„Ég hef haldið mig til hlés á síðustu
árum, en er kominn á fullt í kosninga-
baráttunni fyrir Samfylkinguna núna
og hef ljáð því máls að verða kosn-
ingastjóri hennar í hinu gamla Vest-
fjarðakjördæmi. Atvinnan mín, fyrir
utan þetta hugsjónastarf, er hjá Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Bylgj-
unni á Vestfjörðum. Því fylgja slímu-
setur í Karphúsinu í sjómanna-
verkföllum. Þótt skemmtilegt sé að
hitta alla karlana þar er leiðinlegt
þegar flotinn er bundinn við bryggju
og málin eru ekki leyst með samn-
ingum, heldur gerræðislegri laga-
setningu á Alþingi.“
Viðtöl á bók um næstu jól
Enn er ótalið eitt hugsjónastarfið,
sem er skrif í Vestanpóstinn, mál-
gagn Ísfirðingafélagsins. „Ég hef
skrifað fjölda viðtala um ævina og
fljótlega ætla ég að fara yfir þau öll og
gefa þau út á vegum Vestfirska for-
lagsins. Þetta verður svona 120 blað-
síðna kilja, með bestu viðtölunum. Ég
man eftir nokkrum, sem verða örugg-
lega með í bókinni, til dæmis viðtal
frá 1988 við Dána kálf, Hálfdán Guð-
röðarson frá Kálfavík í Ögursveit. Ég
á líka viðtal við Axel í Gjögri og Hans-
ínu Einarsdóttur, sem lenti í snjóflóð-
inu í Tungudal. Ef þessari viðtalsbók
verður jafn vel tekið og skemmtisög-
unum ætla ég að gefa út fleiri bækur,
því af nógu er að taka. Og fyrir næstu
jól kemur að sjálfsögðu út sjötta bind-
ið af nýjum, vestfirskum þjóðsögum.“
rsv@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 B 3
innlit • borðstofur • matarstell • góðgæti úr súkkulaði •
dúkar og sérvettur • páskalambið • brauð • hönnunlif
u
n
Auglýsendur!
Meðal efnis í næsta
tölublaði Lifunar sem
fylgir Morgunblaðinu
miðvikudaginn
2. apríl:
Pöntunarfrestur er til miðvikudagsins 26. mars.
Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í síma 569 1111 eða lifunaugl@mbl.is
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 3. apríl í
eina eða 2 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til
Kanarí og þú getur valið um 1 eða 2
vikur í sólinni. Það er um 28 stiga
hiti á Kanarí í marsmánuði, og hér
er auðvelt að njóta lífsins við frá-
bærar aðstæður. Þú bókar ferðina
núna og tryggir þér síðustu sætin og
4 dögum fyrir brottför, hringjum við
í þig og látum þig vita hvar þú
gistir, og á meðan á dvölinni
stendur nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar allan tímann.
Stökktu til
Kanarí
3. apríl
frá kr. 29.963
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 29.963
Verð fyrir manninn, m.v. hjón m. 2 börn
2-11 ára. Flug, gisting og skattar.
3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800. Alm. verð kr. 31.461
Verð kr. 42.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting og
skattar. 3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá
flugvelli, kr. 1.800. Alm. verð kr. 45.097.
Síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Alltaf á þriðjudögum