Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Isuzu Trooper 3000 cc, Tdi, 01/99, ek. 81 þ. km., beinskiptur, díselmælir, varadekkshlíf, dráttarkúla. Verð kr. 2.150.000 BRESKA bílatímaritið Autocar efndi í annað sinn til skoðanakönnunar meðal breskra bíla- eigenda um kosti og galla sinna bíla. Niður- stöðurnar eru birtar í 32 blaðsíðna aukablaði og að þessu sinni er byggt á svörum 25.000 bíleigenda. Tekið var tillit til tíu þátta við mat á bílum, þ.e. smíði, afl, aksturseigin- leikar, þægindi, hemlun, gírkassi, hagkvæmni, stýri og bilanatíðni ásamt þjónustu. Könn- unin nær til 100 bílgerða. Það sem gerir hana síður fallna til þess að vera marktæk hér á landi er síðasti þátturinn, þ.e.a.s. þjón- ustan, sem er vitaskuld ekki sú sama hér á landi og í Bretlandi. Eins og nærri má geta eru þeir fimm bílar sem versta útreið fá einnig með elstu bíl- unum. Í neðsta sæti er Peugeot 106, sem sagður er með lélegasta gírkassann og versta stýrið. Stigagjöfin er 69,56%. Citroën Saxo í 99. sæti er sagður með minnstu þæg- indin og lélegustu bremsurnar. Stigagjöfin er 70,80%. Ford Fiesta í 98. sæti er sögð lat- astur allra bílanna og með 72,26% stiga en Fiat Punto fær þann vafasama heiður að vera talinn með verstu fjöðrunina og síst á hann að stóla og þjónustuna. Stiga- gjöfin er 72,39%. Í 96. sæti er síðan Rover 200 með stigagjöf- ina 73,01%. Bestu fimm bílarnir En það er alltaf skemmti- legra að skoða hverjir tróna á toppnum. 5. besti bíllinn, að mati breskra bíleigenda, sam- kvæmt könnun Autocar, er Lexus IS200. Einkunnagjöfin er 89,15%. Hann þótti standa sig framarlega í smíðagæðum (3), lágri bilanatíðni og góðri þjónustu (3) og hemlum (4), en síður í afli (40) og hagkvæmni (63). 4. besti bíllinn var Mercedes- Benz E með 89,20% í einkunn. Smíðagæðin (4), fjöðrun (5), þægindi (7), hemlar (7) og gírkassi (8) voru sterku hliðar bílsins. 3. besti bíllinn var BMW 5-línan með 89,53% í einkunn. Fjöðrun (3), hemlar (6), smíðagæði (7) og þægindi (9) voru sterku hliðar bílsins. 2. besti bíllinn var Porsche Boxster sem þótti hafa bestu aksturseig- inleikana og bestu stýr- inguna. Aðrir sterkir þættir í bílnum, sem fékk 90,29% í einkunn, voru hemlar (2), gírkassi (4), afl (5) og smíðagæði (8). Besti bíllinn í könnun Autocar var Mazda 6 með 93,66% í ein- kunn. Hann þótti best smíðaði bíll- inn og með bestu hemlana. Aðrir þættir sem lögðu grunn að sigri Mazda 6 voru lág bilanatíðni og góð þjónusta (2), þægindi (2), fjöðrun (4), stýring (5) og aksturs- eiginleikar (5). Forvitnilegt er að sjá hvar þeir fólksbílar sem einna best seljast hér á landi raða sér í könnuninni. VW Golf hafnaði í 65. sæti með 80,47% í einkunn, VW Passat í 58. sæti með 81,44% í einkunn, Toyota Avensis í 56. sæti með 81,68% í einkunn, Nissan Almera í 53. sæti með 81,95% í einkunn, Ford Mondeo í 47. sæti með 82,66% í einkunn, Toyota Corolla í 38. sæti með 83,96% í einkunn, Ford Focus í 27. sæti með 84,82% í einkunn, Toyota Yaris í 23. sæti með 86,04% í einkunn, Subaru Impreza í 10. sæti með 87,19% í einkunn, Toyota RAV4 í 9. sæti með 97,64% í einkunn og Honda Jazz hafnaði í 7. sæti með hæstu einkunn í hagkvæmni og lágri bilanatíðni og góðri þjónustu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Porsche Boxster fékk góða útkomu í 2. sæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lexus IS200 í 5. sæti. Mazda 6 bestur að mati breskra Morgunblaðið/RAX Mercedes-Benz E hreppti fjórða sætið. Sigurvegarinn, Mazda 6, besti bíllinn samkvæmt könnun Autocar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.