Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar TOYOTA Yaris kom á markað í Evrópu 1999 og leysti af hómi Star- let. Þessi litli, fimm manna borg- arbíll þótti nýstárlegur í hönnun þar sem hönnuðum tókst að full- nýta innanrýmið til þæginda fyrir þá sem þar eru. Yaris sló síðan í gegn; var valinn bíll ársins í Evr- ópu 2000 og var mestseldi bíllinn hér á landi árið 2000. Það er kannski af þessum sökum sem Toyota-menn fara varlega í allar breytingar á bílnum. Nú er sem sagt kominn Yaris eftir andlitslyft- ingu sem aðallega felst í lítilsháttar breytingu á framlugtunum og fram- stuðaranum. Einnig er komið álútlit á vissa staði í mælaborðinu. Bíllinn er fáanlegur í Terra-útgáfu og Sol- útgáfu og er sá síðarnefndi betur búinn. Svo er það flaggskiptið Yaris T Sport, sem er með 1,5 l vél. 105 hestafla, fyrir þá sem vilja virkilega aflmikinn smábíl og sportbílastrák- ar geta látið sig hlakka til þess að Toyota á Íslandi íhugar alvarlega að flytja inn Yaris Turbo, með um 150 hestafla vél, þegar hann kemur á markað í sumar. Þar verður á ferðinni, ef að líkum lætur, adr- enalínframleiðandi af besta tagi. Hönnun – innanrými En þrátt fyrir að aðeins minni- háttar breytingar séu á bílnum virkar hann ennþá frísklegur og nú- tímalegur, fjórum árum eftir að hann kom fyrst á markað. Við prófuðum á dögunum Yaris Sol með 1,3 lítra vél. Sol er frá- brugðinn Terra að því leyti að hann er með samlita stuðara og raf- stýrða, upphitaða, samlita hliðar- spegla. Yaris er rennilegur bíll sem eld- ist vel. Hann er fremur hábyggður og allt í hönnun hans miðar að því að nýta sem best innanrýmið. Far- þegarýmið er samtals rúmir tveir rúmmetrar. Höfuðrými er gott hvar sem setið er í bílnum. Ökumaður situr fremur hátt og það er þægi- legt að setjast inn í hann. Sætin veita góðan stuðning og stjórntæki liggja vel við. Mælaborðið þótti byltingarkennt þegar bíllinn var kynntur á sínum tíma og ennþá sker Yaris sig frá öðrum bílum með djúpum þrívíddarskjánum fyrir miðju mælaborðsins þar sem staf- rænn hraða- og snúningshraðamæl- irinn er. Tilgangurinn á að vera sá að truflunin í einbeitingu ökumanns verði sem minnst þegar hann lítur á hraðamælinn því sjónin á ekki að þurfa að aðlagast að nýju þegar aft- ur er litið á veginn framundan. Í mælaborðinu er komið álútlit í kringum miðstöðvarrofana, króm á hurðarhúna og handbremsu og efst á syllunni er lítill skjár með akst- ursupplýsingum og eyðslumæli. Aftursætin eru heill bekkur á sleða sem hægt er að færa fram um allt að 15 cm til að auka farangurs- rýmið, eða öfugt þegar auka á fóta- rými. Með sætið í öftustu stöðu er farangursrýmið 205 lítrar, en með því að flytja bekkinn í fremstu stöðu og leggja að auki sætisbökin niður fæst 950 lítra farangursrými. Tæknilegar vélar Toyota býður upp á einhverjar tæknilegustu vélarnar í þessum stærðarflokki. Báðar vélarnar, 1,0 lítra og 1,3 lítra, eru með VVT-i búnaði, sem tryggir hentugustu tímasetningu á loftinntaki ventl- anna hverju sinni. Undirritaður ók árið 1999 Yaris frá Kaupmannahöfn til Frankfurtar ásamt ljósmyndara og troðfullum bíl af farangri og tækjabúnaði og kom bíllinn skemmtilega á óvart fyrir vinnslu. Hún er þó ekki nema 65 hestöfl og togið 90 Nm en þótt hámarkshrað- inn sé uppgefinn 155 km/klst. var „krúsað“ á hraðbrautunum á 165 km/klst. 1,3 l vélin er 22 hestöflum afl- meiri og mun snarpari í öllum að- gerðum í borginni. Það sem mestu skiptir er kannski að ekki þarf að hræra jafnmikið í gírunum eins og með minni vélinni því togið er mun meira. Verðmunurinn er heldur ekki mikill, 130.000 kr., og fyrir þann pening fást meiri þægindi og akstursánægja með aflmeiri vélinni. Bíllinn er ágætlega búinn. Meðal staðalbúnaðar eru ABS-hemlar með EBD-hemlunardreifingu, tveir líkn- arbelgir, fjarstýrðar samlæsingar og útvarp með geislaspilara. Verðið á 5 dyra Sol, 1,3 l, er 1.399.000 kr. og sem verður að telj- ast hagstætt. Hann fæst líka sjálf- skiptur á 1.529.000 kr. Það er harð- ur slagur í þessum stærðarflokki og margir kostir í boði. Má þar nefna Peugeot 206, sem er á hvað hag- stæðustu verði í þessum flokki, nýr Nissan Micra og nýlegir VW Polo og Opel Astra, svo fáeinir séu nefndir. Morgunblaðið/Jim Smart Helsta breytingin að utan er nýtt grill og breyttar framlugtir. Síungur Yaris í and- litslyftingu Morgunblaðið/Jim Smart Það eru ekki róttækar breytingar að innan enda bíllinn frá upphafi öðruvísi. Morgunblaðið/Jim Smart Hægt er að auka farangursrýmið því aftursætin eru á sleða. Morgunblaðið/Jim Smart Nýtt álútlit er komið í kringum mið- stöðvarrofana á nýju útgáfunni. REYNSLUAKSTUR TOYOTA Yaris Guðjón Guðmundsson                                 !   "   #  $  %  &   '   ( ) *+&   + $, -  .  +( /#01 2 3 4 35 6+ 3  7 3  28 9 7 3   $ $   : :  ; 5 0 <  => 2  7 0 $                                    ?             @?              5                  55             5     gugu@mbl.is Lengd: 3.610 mm Breidd: 1.660 mm Hæð: 1.490 mm Hæð undir bíl: 120 mm Vél: 1.299 rsm. fjórir strokkar. Afl: 86 hestöfl. Hröðun: 12,1 sekúnda 0-100. Hámarkshraði: 175 km/ klst. Verð: 1.399.000 kr. Umboð: P. Samúelsson TOYOTA YARIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.