Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Smíðum margar gerðir af stjórnbörkum fyrir vinnuvélar, báta og ýmis önnur tæki Smíðum samkvæmt máli Bygggarðar 12 · 170 Seltjarnanes · Sími 561 8030 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Land Cruiser GX diesel turbo. 1993, ek. 202 þ., 35" dekk, innluttur nýr, mjög gott eintak. Verð 2.350.000 Chevrolet 2500 Silverado 6.5 turbo dielsel. 1992, ek. 140 þ. 38" breyttur, loftlæsingar, lækkuð hlutföll o.fl. Verð 1.750.000 Toyota Land Cruiser VX diesel turbo. 1995, ek. 193 þ., 38" breyttur, 24 ventla vél o.fl. Verð 2.950.000 MMC Pajero GLS DID. 05/00, ek. 71 þ. 33" breyting, leður, topplúga o.fl. Verð 4.040.000 „FYRSTU Bjölluna sá ég árið 1956 hjá vinnufélaga mínum. Ég vann þá sem eftirlitsmaður hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, en það gerði ég síð- an í um 40 ár. Faðir þessa vinnufélaga míns var skipstjóri og hann keypti VW Bjöllu úti í Þýskalandi og flutti hana hingað til lands. Það var ein fyrsta Bjallan sem kom hingað til lands. Mér þótti hún nú frekar ljót í fyrstu, en féll samt fyrir henni. Ég fór því niður í Heklu, sem var þá niðri á Hverfisgötu 103, og keypti mér bíl. Þótt mér hafi þótt Bjallan ljót við fyrstu sýn breyttist það fljótt og núna finnst mér Bjallan alveg ein- stakur bíll,“ segir Sveinn Lýðsson, fv. eftirlitsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hvað hefurðu átt margar Bjöllur? „Ég átti fimm Bjöllur, hverja á eftir annarri. Ég endurnýjaði þær yfirleitt á u.þ.b. 4–5 ára fresti, allt til ársins 1974, en þá held ég að síðasta Bjallan hafi runnið af færibandinu og hætt var að framleiða þær.“ Hvað tók þá við? „Þá fór ég að kaupa VW Golf og þetta er minn sjötti Golf sem ég er á núna.“ Sveinn hefur haft þann sið að láta aðra sjá um viðhaldið á bílunum. Þeg- ar hann hefur keyrt þá í fjögur til fimm ár skiptir hann um bíl. „Þetta fyrirkomulag hefur hentað mér mjög vel,“ segir Sveinn. „Þótt viðhalds- þjónustan hjá Heklu sé einstaklega góð hef ég ekki nýtt mér hana. Ég man hins vegar sérstaklega vel eftir því að þegar ég fór til að vera við opn- un nýja húsnæðisins þegar Hekla flutti af Hverfisgötu 103 og í gamla Hekluhúsið uppi á Laugavegi. Því var slegið upp í öllum blöðum að nú væri búið að opna stórt og fallegt hús uppi á Laugavegi og það ætti að opna með viðhöfn og sýna nýja bíla. Ég fór nátt- úrulega inneftir til að vera við opn- unina og skoða nýju bílana. Einhverjir Þjóðverjar komu einnig í heimsókn í tilefni opnunarinnar. Þeir voru alveg gáttaðir á því hvað sýningarplássið fyrir bílana var lítið, en hins vegar var feiknarstórt rými í húsinu fyrir vara- hluti. Einhver þeirra spurði Sigfús Bjarnason forstjóra hvernig stæði á þessu. „Ég ber engan kvíðboga fyrir því að hafa ekki nógu stóran sýning- arsal,“ svaraði þá Sigfús, „því bílarnir selja sig sjálfir. Það sem ég legg meiri áherslu á er að eiga alltaf varahluti ef eitthvað kemur fyrir.“ Þá kallaði ein- hver blaðamaðurinn til Sigfúsar: „Og hvað hafið þér hugsað yður, Sigfús, að hafa marga sölumenn í þessu ágæta fyrirtæki.“ Þá þagnaði Sigfús augna- blik en sló svo út hendinni og sagði: „Sölumenn? Ég hef nákvæmlega jafnmarga sölumenn og Volks- wagen-bíleigendurnir eru, því hver einasti maður, sem á Volkswagen, hann er sölumaður hjá mér!“ Þá glumdi við hlátur um allan salinn. En þetta er alveg rétt hjá Sigfúsi, allir sem áttu Volkswagen báru bílunum svo vel söguna að það hefði mátt halda að þeir hefðu verið í vinnu hjá honum.“ Það hefur nokkrum sinnum hvarfl- að að Sveini að kaupa aðra bíltegund, en einhvern veginn hefur aldrei orðið neitt úr því. „Ég hef góða reynslu af þessum bílum. Í starfi mínu sem raf- magnseftirlitsmaður þurfti ég að keyra mikið um landið og þessir bílar hafa reynst mér afskaplega vel. Ég er mjög ánægður með viðskipti mín við Heklu. Þar hef ég alltaf fengið besta verðið og bestu þjónustuna,“ segir Sveinn Lýðsson sem nú ekur á VW Golf, ellefta bílnum sem hann kaupir af Heklu. „Allir VW-eigendur sölumenn hjá Sigfúsi“ Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu, afhendir Sveini Lýðssyni nýjan VW Golf síðastliðið haust. Sveinn Lýðsson, fv. eftirlitsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, hefur átt Volkswagen í rúm 40 ár. Hann var inntur eftir því hví hann héldi alltaf tryggð við þessa bifreiðategund. gudlaug@mbl.is Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 SCANIA-fyrirtækið sænska hefur haslað sér æ meiri völl á strætis- vagnamarkaði í Frakklandi. Þannig voru nýlega seldir 65 vagnar til stræt- isvagnafyrirtækja í París og Amiens sem er norður af París og segir í frétt frá Scania að fyrirtækið hafi þannig náð inn á markað sem franskir bíla- framleiðendur hafi ráðið til þessa. Vagnarnir eru lággólfsvagnar af gerðinni OmniCity og voru fimmtíu þeirra seldir til Amiens. Er það í fyrsta sinn sem Scania vagnar verða á götunum þar. Hina 15 vagnana kaupir strætisvagnafyrirtækið RATP í París sem hefur um fjögur þúsund vagna í flota sínum. Scania- vagnarnir þjóna á leiðinni milli mið- borgar Parísar og alþjóðaflugvallar- ins Orly. Scania er einn stærsti strætis- vagna- og rútuframleiðandi heimsins og eru verksmiðjur þess í Svíþjóð, Póllandi, Rússlandi, Brasilíu og Mexíkó. Um 95% framleiðslunnar fara á markað í um 100 löndum utan Svíþjóðar. Starfsmenn fyrirtækisins voru á síðasta ári rúmlega 28 þúsund. Scania sækir inn á franskan strætisvagnamarkað. Scania hefur innreið sína í Frakkland MAZDA hefur þróað sérstaka gerð vélarhlífar sem dregur úr meiðslum sem gangandi vegfar- endur verða fyrir ef ekið er á þá. Vélarhlífin, sem kallast höggkeilu- hlíf úr áli, dregur verulega úr lík- um á höfuðmeiðslum í samanburði við hefðbundnar gerðir vélarhlífa úr áli. Þessi nýja gerð vélarhlífar verður á Mazda RX-8, sem vænt- anlegur er á markað í sumar í Evrópu, og síðan fá aðrir Mazda- bílar sams konar vélarhlíf þegar fram líða stundir. Í stað vélarhlífar, sem fest er á ramma eins og tíðkast, er inn- anverð vélarhlífin á Mazda RX-8 alsett keilum. Þær kallast högg- keilur og gegna því hlutverki að draga í sig högg hvar sem það verður á vélarhlífinni. Prófanir sem Mazda gerði undir eftirliti Euro NCAP, leiddu í ljós að þessi nýja gerð vélarhlífar dregur úr höfuðmeiðslum á gangandi vegfar- endum um allt að 50% í saman- burði við venjulegar vélarhlífar. Vélarhlífin er alsett keilum að innanverðu sem gleypa í sig högg. Vélarhlíf með höggkeilum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.