Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 B 13 bílar HÓPBÍLAR og Hagvagnar buðu fyrir nokkru bílstjórum sínum á námskeið í svonefndum vistakstri. Hefur Öku- kennarafélag Íslands annast nám- skeiðið ásamt Ökuskólanum í Mjódd en félagið hafði forgöngu um það á liðnu vori að fá hingað finnska sérfræðinga til að kenna félagsmönnum sínum vistakstur og hefur séð um slík nám- skeið síðan. Með vistakstri er átt við ákveðið aksturslag sem miðar að því að minnka eldsneytisnotkun og draga þar með úr mengun um leið og öku- menn eru hvattir til að vera meðvitaðri um umhverfismál og umferðaröryggi. Forráðamenn fyrirtækjanna segja að reynslan hafi verið góð og hægt sé að fylgjast með hvernig eldsneytis- notkun breytist þegar menn breyti aksturslagi sínu. Bílstjórarnir hafa lokið bæði verk- legu og bóklegu námskeiði um vist- akstur. Felst verklegi hlutinn í að bíl- stjórar aka ákveðna leið í fylgd öku- kennara og með aðstoð tölvu er safnað ýmsum upplýsingum m.a. um eldsneytiseyðslu, meðalhraða og tíma sem akstur þessa ákveðnu vegalengd tekur. Bílstjórar aka síðan sama hring að nýju með breyttu aksturslagi eftir kenningum um vistakstur. Blaðamaður ók tvisvar nokkurra km hring eins og bílstjórar Hagvagna og Hópbíla. Ekið var á sjálfskiptum stræt- isvagni af gerðinni Heuliez GX 117. Er hann með 5,8 l Iveco-vél sem er 210 hestöfl. Er þetta 9,3 m langur vagn sem tekur 68 farþega, 51 í stæði og 17 ísæti. Meðaleyðslan var í fyrra skiptið 33,3 lítrar á 100 km. Meðalhraðinn var 28 km/klst. og það tók 24,14 mínútur að aka spölinn. Eftir nokkra leiðbein- ingu var ekið af stað á ný og ökukenn- arinn gaf einnig góð ráð meðan á akstrinum stóð. Náðist eyðslan þá nið- ur í 30,1 lítra en meðalhraðinn jókst, var 30 km og það tók 22,59 mínútur að aka hringinn. Auka á hraðann rösklega Meðal ráðlegginga í vistakstri, sem finna má í bæklingi sem Ökukennara- félagið hefur gefið út og byggður er á upplýsingum frá Finnlandi, er að auka hraðann rösklega þegar tekið er af stað. Best er að ná ætluðum hraða sem fyrst og stíga eftir það létt á elds- neytisgjöfina. Best er síðan að geta nýtt ferðina og stíga létt á hemla og olíugjöf, láta bílinn líða sem mest fyrir eigin þunga og láta hann hægja sjálfan ásér þegar það á við. Í fyrri ferðinni jók blaðamaður ferðina hægt og var of vægur við olíugjöfina. Í þeirri síðari var gjöfin stigin niður í gólf þegar auka þurfti hraðann og kom í ljós að bæði var eyðslan minni og meðalhraðinn meiri. Segir í bæklingi Ökukennara- félagsins um vistakstur að það sé út- breiddur misskilningur að hagkvæm- ara sé að auka hraðann hægt. Þá er bent á það í bæklingnum að dæmigerð hindrun innanbæjar séu umferðarljósin. Býnt sé að fylgjast með stöðu ljósanna í tíma og forðast að þurfa að staðnæmast. Þá er bent á að fylgjast vel með loftþýstingi í hjól- börðum og taka óþarfa dót úr skottinu. Sparnaður með vistakstri Morgunblaðið/jt Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélagsins, við stýrið. Hjá honum standa Pálmar Sigurðsson verkefnastjóri og Hrönn Bjargar ökukennari. Ökukennarafélagið hefur annast námskeið í vistakstri ásamt Ökuskólanum í Mjódd. MAN-umboðið, Kraftur, afhenti nýlega Lýsi hf. nýja dráttarbifreið, TG-A MAN 18.463 FLS sem er með 460 hestafla vél og 16 gíra gír- kassa. Bifreiðin er með svefnhúsi af L gerð, loftfjaðrandi afturöxli, vindkljúf á þaki og niður með hlið- um, ABS diskahemlum, spólvörn, smurstöð fyrir dráttarstól en aðrir smurfletir í MAN bifreiðum eru innsmurðir í samsetningu. Vagninn kemur frá Vögnum og þjónustu ehf. og er hann 8.600 mm á lengd með vökvaopnun á báðum hliðum. Þá hefur Kraftur hf. afhent Mal- arvinnslunni hf. á Egilsstöðum tvær nýjar dráttarbifreiðir. Báðar bifreiðirnar eru af TG-A gerð. Fyrri bifreiðin er MAN 26.463 FDLS sem er með 460 hestafla vél og 16 gíra gírkassa, vökvahemli, svefnhúsi af L gerð, loftfjaðrandi afturöxli, ABS hemlum og diska- hemlum á öllum öxlum, vindkljúfar á þaki og niður með hliðum. Síðari bifreiðin sem Kraftur hf. afhenti Malarvinnslunni hf. er MAN 26.510 FDLS með 510 hest- afla vél og 12 gíra tölvuskiptingu sem er sjálfskipting og/eða hand- skipting en án kúplingspetala. Vökvahemill er einnig í þessum gír- kassa. Svefnhús er af XL gerð með sléttu gólfi og mun rýmra en L gerðin, að öðru leyti er þessi bifreið með sama búnaði og kemur fram í lýsingu fyrri bifreiðar. Þess má geta að Malarvinnslan hf. er þjón- ustuaðili á Austurlandi fyrir Kraft hf. Af 72 vörubílum sem fluttir voru til landsins á síðasta ári var 21 af gerðinni MAN, 18 frá Scania og 17 Volvo. Gunnar Margeirsson, mark- aðsstjóri hjá Krafti, segir að MAN hafi verið mest seldu vörubílarnir hérlendis átta sinnum á síðustu ár- um. Markaðshlutdeild MAN var á síðasta ári rúm 29%. Hér er átt við vörubíla í flokki I og II sem ná yfir bíla sem eru yfir 7.500 kg að heildarþunga. Í fjórða sæti yfir innflutning á síðasta ári eru bílar frá Mercedes Benz með 9 bíla. Þá voru fluttir inn þrír bílar frá Renault, tveir frá DAF, einn Iveco og einn Nissan. Nýi bíllinn sem Lýsi hefur tekið í notkun. Lýsi og Malarvinnsl- an fá bíla frá MAN Rauðagerði 64 • sími 553 1244 • 128 Reykjavík P.O. BOX 8804 • FAX 568 1299 Umboðsaðili fyrir TRANSPO INC. USA, sem framleiðir DIODUR og spennustilla í flestar gerðir alternatora LAGERVARA Seljum einnig ALTERNATORA og STARTARA GOTT VERÐ Bílaleigan Berg ehf., Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík Sími 577 6050 Fax 567 9195 Netf: berg@carrental-berg.com www. carrental-berg.com Frábær 3 daga tilboð, verð frá kr. 8.700* Hafðu samband og kynntu þér málið *Bíll í S-flokki, 300 km, vsk + tryggingar Öryggi alla leið ! Bílskúrs og Iðnaðarhurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir í öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Sími 577-5050 Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata Sími 551 7740 G.T. ÓSKARSSON Vörubílavarahlutir Vesturvör 23, 200 Kópavogi sími 554 6000. Bílastæðahús/Bílskýli Nú verða naglarnir ekkert vandamál. Með gegndreypiefninu okkar gerum við gólfin sterkari en stál. Skoðaðu heimasíðuna okkar adall.is eða hafðu samband í síma 562 0770 Íslenskur aðall ehf. Varahlutir — hagstætt verð Gabriel höggdeyfar, drifliðir, drifliðshosur, vatnsdælur, vatnslásar, stýrisendar, spindilkúlur, tímareimar, sætaáklæði, ökuljós o.fl. Bíldshöfða 14 • sími 567 6744 •Gúmmímottur•Básamottur•Vinnustaðamottur• •Gúmmírenninga á bílskúrsgólf• •Aurhlífar fyrir fólksbíla, jeppa og vörubíla o.fl.• Framleiðum ýmsar vörur úr gúmmíi t.d. Gúmmímótun • Kaldbaksgötu 8 • 600 Akureyri Sími 453 6110 • Fax 453 6121 gummimotun@gummimotun.is www.gummimotun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.