Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 6
6 B FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Hvort gæði tónlistar hafa dregist saman er erfitt að fullyrða um en lítil gæði á saltfiski hafa dregið úr áhuga neytenda í Portúgal. Sú skýring hefur verið gefin að um tvenns konar þorsk sé að ræða. Lífið er saltfiskur en samt er sam- dráttur í sölu á saltfiski og tónlist UM 715 milljónir manna ferðuðust milli landa á árinu 2002. Aukningin frá fyrra ári var um 22 millj- ónir, eða um 3,1%, en sé miðað við árið 2000 þá var aukningin um 19 milljónir. Mesti vöxturinn var í Norð- austur-Asíu, um 11,9% milli áranna 2001 og 2002. Í Norður-Evrópu, þ.e. á Norðurlöndunum, Bretlandi og Írlandi, var aukningin um 2,4% á sama tíma. Frá árinu 1990 hefur árlegur vöxtur í ferðaþjónustunni í Evrópu verið um 3,6% en um 4,3% í heiminum öllum. Þessar upplýsingar koma fram í nýjustu ársskýrslu Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, og byggja á mælingum World Tourist Organization í Madríd á Spáni, WTO. Ferðamenn í Norður-Evrópu voru um 42,5 milljónir á árinu 2002. Þar af komu um 278 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands, eða um 0,65%. Þetta er um 8% fækkun frá árinu 2000, sem var metár, en þá heim- sóttu um 303 þúsund erlendir ferðamenn Ísland. Frá árinu 1990 til 2002 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi hins vegar um 96%. Þó svo að erlendum ferðamönum sem heimsóttu Ís- land hafi fækkað milli áranna 2000 og 2002 á það sama ekki við um gistinætur þeirra á hótelum og gistiheimilum, því þeim fjölgaði á sama tíma. Þetta gefur vísbendingu um að ferðamenn sem hingað koma dvelji nú lengur en áður. Það eru því ekki alfarið slæm tíðindi fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þó að nokkuð hafi dregið úr komum erlendra ferðamanna á síðasta ári. Fjölgun ferðamanna ll FERÐAÞJÓNUSTA Ú TLIT er fyrir að það vori seint í ár.“ Þannig komst blaðamaður nýlega að orði í grein í New York Times í um- fjöllun um ferðamannaiðnaðinn og áhrif stríðsins í Írak á hann. Stríð hræða ferðamenn, sagði í greininni, en eflaust koma þau sannindi fáum á óvart. Það eru ekki nýjar fréttir að það séu sterk tengsl milli stríðs og ferðalaga fólks, þá að sjálfsögðu þannig að úr ferðalögunum dragi á stríðstímum. Væntanlega munar mest um áhrifin af stríðinu í Írak fyrir ferða- þjónustuna nú, en margt fleira hefur hins vegar einn- ig áhrif í þessum efnum og er óhætt að segja að að- stæður séu nú frekar á móti ferðaþjónustunni, þegar á heildina er litið. Til viðbótar við stríðið í Írak veldur lungnabólgufaraldurinn, sem upprunninn er í Guang- dong-héraði í Suður-Kína, mikilli óvissu. Ekki hefur enn tekist að hefta útbreiðslu sjúkdómsins en alls hefur fólk í yfir tuttugu löndum smitast af völdum hans. Þá má nefna óttann við hryðjuverk, sem veru- lega hefur aukist á undanförnum árum. Fréttir af ferðamönnum sem lenda í slíkum aðstæðum eru farn- ar að berast með nokkuð reglulegum millibili, en þeir eru alla jafna auðveld bráð ef viljinn til að nýta það er fyrir hendi. Vegna alls þessa og ýmissa annarra þátta er af- koman í hinum ýmsu þáttum ferðaþjónustunnar á heimsvísu ekki með besta móti. Þannig eiga flugfélög víða í miklum erfiðleikum, pantanir á gistingu á hót- elum og öðrum gististöðum eru með minnsta móti, ferðaskipuleggjendur hafa þurft að draga saman seglin og svo mætti áfram telja. Í áðurnefndri grein í New York Times segir að Francesco Frangialli, framkvæmdastjóri World Tourist Organization í Madríd á Spáni, WTO, sé þrátt fyrir allt bjartsýnn fyrir hönd ferðaþjónustunnar í heiminum. Í bréfi sem hann sendi nýlega til fulltrúa aðildarþjóða samtakanna, segir að hryðujuverka- árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi haft í för með sér verstu lægð sem nokkru sinni hafi komið í ferðaþjónustunni í heiminum. Þrátt fyrir það hafi þessi iðnaður náð sér aftur á strik í fyrra. „Þörfin fyr- ir að ferðast, hvort sem er í viðskiptalegum erindum eða sér til skemmtunar, er svo sterk, að mikið þarf að koma til, til að áhrifin þar á verði varanleg,“ segir New York Times að Frangialli hafi skrifað. Af hálfu WTO hefur því verið lýst að stríð og ferða- lög fari engan veginn saman, séu algjörar andstæður. Enda vonuðust samtökin eftir því, eins og fleiri, að til innrásar í Írak ið heppilegra f Ástandið he Ástandið í he þjónustuna ha tugum. Þannig um fólks í kjö ekki eins miki hafði þar áður uðum, seinni landi, Falklan anon. Eftir þe sér og ferðal Persaflóastríð byrjun tíunda áhrif á ferðam aldar kom efn urðu til að drag frá þeim heim inn við sé en þá Áhrifin af h september 20 voru mjög mik var mikil en gr sumra. Horfur ið 2002, þrátt Túnis, á Balí í I við Mombasa í Samkvæmt heiminum öllu áður. En þá k faraldurinn frá Öryggi fjarri Hótel í Mið-A lægðin við Íra Bandaríkjama en í nágranna Egyptaland, N fréttir af ferða Vorar sei Ferðaþjónustan í heiminum mun skaðast vegna stríðsins í Írak, a.m.k. í vor, en verulega hefur dregið úr bókunum með flugfélögum, hjá hót- elum og víðar Stríð, lungnabólgufaraldur og hugsanleg hryðju- verk hafa dregið úr ferðalögum fólks. Grétar Júníus Guðmundsson kannaði stöðuna í þessum málum og sá að þrátt fyrir svart útlit á ýmsum sviðum eru þeir þó til sem eru bjartsýnir fyrir hönd ferða- þjónustunnar. Þeir vísa til þess hve þessi iðnaður hafi fljótt tekið við sér eftir verstu lægðina sem hann hefur lent í eftir hryðjuverkaárásirnar á árinu 2001. Þörfin fyrir að ferðast er sögð vera sterk. NEYZLA á saltfiski hefur dregizt saman í Portúgal á undanförnum misserum. Skýring- ar á því eru ýmsar, en mestu ræður hátt verð og lítil gæði á hluta fisksins. Húsmóðir, sem verður fyrir því að kaupa dýran, en lélegan saltfisk veigar sér við því að kaupa saltfisk aftur af ótta við að verða fyrir vonbrigðum á ný. Þetta kemur fram í portúgalska blaðinu Diário de Aveiro. Antonio Maia, sem er inn- flytjandi og rekur saltfiskþurrkun, rekur þessi mál í viðtali við blaðið. Maia segir að greina verði gæðafisk og lak- ari fisk í sundur við sölu og bendir á að eftir þrjá daga í salti eigi þorskur lítið sem ekkert sameiginlegt með þorski, sem hefur verið í salti í 90 daga eins og vera ber til að ná réttri verkun. „Við getum ekki horfið frá hefðinni við sölt- un á þorski. Fólk veit vissulega hvernig á að meta gæði saltfisks, en því miður er mikið framboð af slökum fiski á háu verði. Verði kaupandinn fyrir því að fá vondan fisk kaupir hann helzt ekki saltfisk aftur. Góður saltfiskur er dýr, af því að verkunar- tími hans er langur. Neytendur geta freistazt til að kaupa lakari og ódýrari fisk, en stund- um verða smásalarnir að selja slaka fiskinn á háu verði til að ráða við hátt innkaupsverð. Vandamálið er að mikið af ódýrum fiski kem- ur á markaðinn, en ég efast um að hann skili sér til neytenda á eðlilegu verði, heldur sé hann allt að því eins dýr og gæðafiskurinn,“ segir Maia. Hann bendir á eðlilegt sé að saltfiskurinn sé dýr. Eitt kíló af saltfiski svari til þriggja kílóa af ferskum fiski. Sé tekið dæmi af því að sardínur séu keyptar á 4 evrur, sé kílóverðið orðið hærra en á þorski, þegar búið sé að hausa þær, slægja og þurrka eða salta. Það sér rýrnunin í saltfiskinum frá því hann er ferskur og þar til hann er kominn á markað sem geri hann svona dýran. Hann segir að annað vandamál sé innflutn- ingur á frystum saltfiski, sem sé ekki einu sinni þornaður. Hann sé þíddur upp í vatni og við það aukist vatnsinnihald hans mikið. Þannig sé hægt að auka þyngdina um 30% og það sé viðskiptavinurinn sem borgi fyrir vatn að einum þriðja hluta. Antonio Maia bendir á að um sé að ræða tvenns konar þorsk sem komi á markaðinn. Þorskur úr Norður-Atlantshafi og frændi hans úr Norður-Kyrrahafi. Atlantshafs- þorskurinn sé mun betri en fyrir venjulegt fólk geti verið mjög erfitt að þekkja tegund- irnar í sundur, þegar búið sé að salta þær. Þá sé einnig hægt að fela muninn til að koma í veg fyrir að fólk komist að hinnu sanna um upprunann. Loks megi nefna þorsk úr eldi, sem komi á markaðinn eftir aðeins þrjá daga í salti. Saltinnihald sé aðeins 12,7%, í stað þess að uppfylla kröfur um 17 til 18% saltinnihald og þess vegna sé geymsluþol minna og hann úldni miklu fyrr. Maia bendir á að nauðsynlegt sé að upp- runavottorð fylgi fiskinum. Saltfiskur sé dýr matur og fólk eigi rétt á því að fá góða vöru á því háa verði sem saltfiskurinn sé seldur á. Upprunavottorð sé skylda við innflutning og þegar fiskurinn sé seldur í pakkningum. Það eigi hins vegar ekki við „lausasölu“ og úr því þurfi að bæta. „Upprunavottorð verður að fylgja fiskin- um, svo kaupendur séu ekki blekktir. Þegar fiskurinn kostar um 70 evrur, nærri 6.000 krónur kílóið út úr búð, hugsar kaupandinn sig tvisvar um. Hafi hann haft slæma reynslu af salt- fiskkaupum, er hætt við að hann þori ekki að kaupa hann af ótta við að fá slæman fisk,“ segir Antonio Maia. Síðasta ár var eitt hið erfiðasta í útflutningi á saltfiski í langan tíma. Það er greinilega að ýmsu að huga fyrir okkur Íslendinga í þeim efnum. Gæði íslenzka saltfisksins þykja ótví- ræð, en verðið er ekki hvetjandi fyrir neyt- endur. ll SJÁVARÚTVEGUR Hjörtur Gíslason Hátt verð og lítil gæði draga úr neyzlu hjgi@mbl.is Verð á saltfiski út úr búð í Portúgal allt að 6.000 krónur GEISLADISKAR virðast ekki freista neyt- enda sérlega mikið á þessum síðustu og net- væddustu tímum. Sala geisladiska dróst sam- an um 6% á árinu 2002 og sala á smáskífum er í enn verri málum, dróst saman um 16% í fyrra. Hljóðsnældur, sem reyndar eru nánast að verða úreldar, seldust í 36% minna magni í fyrra árið áður, samkvæmt tölum frá Alþjóða- samtökum tónlistariðnaðarins (IFPI). Í heildina dróst tónlistarmarkaðurinn í heiminum saman um 7,2% og velti 32,2 millj- örðum dollara á árinu 2002. Hugbúnaði sem leyfir fólki að skiptast á tónlistarskrám á Netinu er jafnan kennt um. Ekki eru þó allir á því að sú skýring dugi. Nú velta menn því fyrir sér, ef marka má BBC, hvort sala geisladiska hafi ef til vill ver- ið óeðlilega mikil á síðari hluta níunda áratug- arins og nokkuð fram á þann tíunda. Ástæðan? Tónlistarunnendur keyptu óvenju mikið af geisladiskum til að skipta út gömlu vinylplötunum. Nú er það tímabil liðið, skiptunum er lokið og minna er keypt af geisladiskum. Í það minnsta skýrir netvæðingin það ekki hvers vegna hinn geysivinsæli rappari 50 Cent gat selt 4 milljónir geisladiska á tveimur mánuðum, þrátt fyrir að líklega hafi verið skipst á tvöfalt fleiri eintökum á Netinu. ll GEISLADISKAR ll Eyrún Magnúsdóttir Eðlilegur samdráttur í sölu á tónlist eyrun@mbl.is ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.