Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hin síðari ár hefur veriðmikil gróska í íslenskribyggingarlist. Fjöldinýbygginga ber þessvitni. Má nefna skála Alþingishússins, hús Íslenskrar erfðargreiningar, höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Baðhúsið í Nauthólsvík, Lækjarskóla í Hafnar- firði, Barnaspítala Hringsins auk fjölda skrifstofubygginga nálægt miðborg Reykjavíkur og í Kópavogi og svo mætti lengi telja. En sveiflur í íslensku efnahagslífi eru fljótar að gera vart við sig hjá arkitektastétt- inni. „Við höfum þó ekki orðið vör við mikið atvinnuleysi hjá okkur enn sem komið er,“ segir Valdís Bjarna- dóttir arkitekt en hún hefur verið formaður Arkitektafélags Íslands undanfarið eitt og hálft ár. Innan fé- lagsins eru nú 300 félagar. Ekki hefur verið mikil fjölgun í stéttinni undanfarin ár, að sögn Val- dísar. Segir hún að það megi rekja til þess að lengi hafi staðið til að hefja kennslu í arkitektúr hérlendis og hófst hún í LHÍ síðastliðið haust. „Ég geri ráð fyrir að margir sem hugðu á nám í faginu hafi verið að bíða eftir því í stað þess að fara í dýrt nám erlendis.“ Valdís tekur fram að arkitektar vænti mikils af kennslu í arkitektúr hér á landi. „Við reiknum með aukinni almennri umræðu um byggingarlist og auknum rannsókn- um á þessu sviði. Síðast en ekki síst að kennslan dragi fram sérstöðu ís- lenskrar byggingarlistar og hlúð verði að sérkennum hennar.“ Aðspurð segir hún félagið ekki hafa haft mikil afskipti af náminu eftir að það fór af stað. „Við höfum lítið viljað skipta okkur af því í byrj- un heldur gefa þeim sem sitja þar við stjórnvölinn svigrúm til að sinna störfum sínum, en heilmikil umræða fór fram innan félagsins um vistun námsins og uppbyggingu þess fyrir nokkrum misserum,“ segir hún þar sem við ræðum saman á heimili hennar að Þverá við Laufásveg. Þar býr hún ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu, og reka þau hjón þar jafn- framt eigin arkitekta- og verkfræði- stofu. Með markvissara skipulagi má auka lífsgæði íbúanna Valdís vekur athygli á því að um- ræða um byggingarlist og skipulags- mál hafi færst í aukana hérlendis. „Byggingarlistin snertir daglegt líf manna meira en flestir gera sér grein fyrir. Hún myndar umgjörð um allflestar athafnir okkar, bæði utan húss og innan og hefur frá fornri tíð verið kölluð móðir allra listgreina. Því er eðlilegt að um hana sé fjallað ítarlega. En það felst í eðli starfsins að varpa fram hugmyndum og setja fram mismunandi lausnir og stuðla að umræðu um umhverfismál og umhverfi. Samkeppnir um skipu- lag og hönnun húsa eru fjöregg fé- lagsins, og vekja oft á tíðum miklar og heitar umræður.“ Á félagsfundi hjá ykkur hefur komið fram hræðsla félagsmanna í Arkitektafélaginu við að gagnrýna byggingar og skipulag þar eð þeir töldu að slíkt bitnaði á þeim og þeir fengju síður verkefni hjá borg og ríki – er þetta rétt? „Þessi umræða hefur komið upp og eflaust má finna einstaklinga inn- an þessarar stéttar sem annarra sem telja að þeir gjaldi fyrir gagnrýni sína. Umræða um skipulagsmál hef- ur aukist að undanförnu og arkitekt- ar hafa margir hverjir tekið þátt í þeirri umræðu af miklum eldmóði. Yfirvöld hafa einnig kallað eftir um- ræðu og skoðanaskiptum og það væri nú ansi öfugsnúið ef þau ætluðu síðan að refsa fólki fyrir þátttökuna. Gagnrýni og skoðanaskipti eiga að vera eðlilegur samskiptamáti um öll mikilvæg málefni í stað þess að gagnrýni sé áberandi undantekn- ing.“ Ert þú sjálf ánægð með þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu? „Að mörgu leyti er ég ekki sátt við hana. Mér finnst byggðin allt of dreifð og hún hafi of oft fengið að þróast án stýringar. Verslanir eru í óhrjálegum iðnaðarhverfum út um alla borg og fólk þarf að þeytast enda á milli til að sækja nauðsynlega þjón- ustu. Enda er bílaeign Íslendinga með því hæsta sem þekkist í heim- inum og almenningssamgangnakerfi getur engan veginn þrifist. Þessi þróun er allt of dýr, óvistvæn og tímafrek. Með markvissara skipu- lagi mætti auka lífsgæði borgaranna til muna.“ Er hugað nógu vel að bæjarskipu- lagi úti á landi? „Oft eru þar sömu vandamálin og á höfuðborgarsvæðinu, nema í smærri mælikvarða. Í smáþorpum ekur fólk milli húsa og sjoppan við þjóðveginn er í mörgum þorpum miðjan. Gríðarlegar skipulags- og reglugerðarkröfur sem gerðar eru til fámennari sveitarfélaga eru þeim oft ofviða og sitja nærtæk skipulags- mál því oft á hakanum.“ Íslendingar láta sjálfstæðið koma fram í byggingum Löndin í kringum okkar hafa verið að þróa gæðastefnu um mótun um- hverfisins. Er ekki nauðsynlegt að hér verði mótuð opinber menning- arstefna í byggingarlist? „Að sjálfsögðu er það nauðsyn- legt. Það er til gæðastefna hjá ríki og borg í ákveðnum málaflokkum en okkur finnst vanta heildstæða menn- ingarstefnu á byggingar- og skipu- lagssviði. Skilgreina þarf þær gæða- kröfur sem eru gerðar til opinberra bygginga og umhverfis okkar al- mennt og menningarverðmæta á þessu sviði. Ekki hefur til dæmis verið tekið nógu markvisst á því hvort einstök hverfi eigi að halda upprunalegu útliti sínu eða hvort eigi að leyfa breytingar sem geta eyði- lagt heildaryfirbragðið. Það eru til nokkur hverfi í Reykja- vík sem hafa á sér heildstætt yfir- bragð, stærðir húsa, form og efnis- notkun eru þar svipuð. Dæmi um þetta eru hverfi þar sem öll húsin eru frá sama tíma, oft öll með skelja- sandi að utan. Bara það að mála eitt og eitt slíkt hús eða klæða það að ut- an með framandi efnum getur eyði- legt heildarsvip hverfisins. Sama má segja þegar samræmdum þakhalla húsa er breytt í einstaka húsi. Í svona tilvikum þarf að móta stefnu þar sem fylgt er sama fordæminu, annars eru svona hlutir fljótir að fara úr böndum.“ Íslendingar hafa verið að nema byggingarlist í öllum heimshornum, hvaða áhrif hefur það haft á um- hverfi okkar? Er byggðin í Reykja- vík sundurleitari fyrir bragðið? „Að einhverju leyti má kannski rekja það til þess. En við verðum að hafa í huga þegar við tölum um íbúð- arhúsnæði hér á landi þá hafa arki- tektar hannað aðeins brot af þessum húsum en meirihlutinn er hannaður af öðrum hönnunarstéttum. Annars er fjölbreytileiki í íslenskri bygging- arlist ekki nýtilkominn heldur hefur hann lengi verið fyrir hendi bæði hvað varðar liti og margbreytilegar húsagerðir og kemur það menntun arkitekta lítið við. Íslendingar eru í eðli sínu sjálf- stæðir og vilja láta sjálfstæðið koma fram í byggingum sínum. Þeir eru lítið fyrir að sætta sig við reglur og vilja oft byggja hver með sínum hætti. Þetta er þó að breytast því nú er ekki eins algengt að fólk byggi sjálft heldur kaupi af byggingaverk- tökum og þar af leiðandi er það oft sá aðili sem er orðinn mótandi um útlit og gerð húsnæðis. Þetta getur verið bæði kostur og galli. Kosturinn er sá að það er minni hætta á að hús séu í hrópandi ósam- ræmi hvert við annað. Þetta getur líka leitt til ákveðinnar einsleitni þó að það sé ekki algilt.“ Algengara að ungt fólk kaupi gamalt og geri upp Fyrir 25 árum var meira um að fólk réði sér arkitekta og byggði sér- hönnuð einbýlishús eða raðhús. Nú virðist sem ungt fólk sé hætt að byggja sjálft en kaupi sér fremur gamalt húsnæði og geri það upp. Hver er skýringin? „Sú breyting að báðir aðilar í sam- búð eru farnir að vinna úti hefur haft sitt að segja. Fólk sem er í krefjandi starfi hefur einfaldlega ekki tíma til að standa í húsbyggingum og ala upp börn. Það velur þá gjarnan að kaupa eldra húsnæði og breyta því. Það hefur þá líka möguleika á að gera það upp í áföngum. Eldri hverfin eru vinsæl og markaðurinn og skipulags- yfirvöld þurfa að koma meira til móts við kröfur ungs fólks um litlar íbúðir nálægt miðbænum og borgar- lífinu. Unga fólkið kaupir líka af byggingarfyrirtækjum, þannig að það geti valið sér efni og innréttingar sjálft. Ég held að ungt fólk vilji síður festa hvern einasta eyri í húsnæði en vilji frekar nota peningana til að ferðast eða eyða þeim í önnur gæði lífsins. Þar fyrir utan hafa fjölskyld- ur minnkað svo þörfin fyrir stórt Arkitektar eiga að vera gagnrýnir á umhverfi sitt Áhugi á byggingarlist hefur farið vaxandi hér á landi. Það er algengara nú en fyrir 25 árum að ungir Íslendingar kaupi gamalt húsnæði og geri upp. Hildur Einarsdóttir ræddi við formann Arki- tektafélags Íslands, Valdísi Bjarnadóttur, um þetta og fleira eins og þróun höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Júlíus Skálinn við Alþingishúsið sem var vígður 2002. Aðalhönnuðir, Batteríið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Anddyri Barnaspítala Hringsins sem var opnaður nýlega er afar líflegt en þar má meðal annars sjá stórt fiskabúr. Hönnuðir, Teiknistofan Tröð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Anddyrið séð frá aðalinngangi, þar er gert ráð fyrir ýmsum uppákomum. Morgunblaðið/Golli Valdís Bjarnadóttir, arkitekt og formaður Arkitektafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.