Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 B 19 börn Hljóðaljóðakeppni Taktu þátt í hljóðaljóðasamkeppni og þá getur þú unnið geisladisk að eigin vali frá Skífunni. Frábært! Keppnin var auglýst fyrir hálfum mánuði en dóm- nefndin vill endilega sjá fleiri keppendur. Sendu ljóðið fína inn til okkar fyrir kl. 17 15. apríl. Munið að hægt er að senda ljóðið á netfangið barn@mbl.is, og að senda það á faxi: 569-1181. Eina reglan er að ljóðið á að fjalla um hljóð. Nema hvað! Það má vera tónlist, vindur, hlátur, hvaða hljóð sem þú heyrir – eða heyrir ekki. Þú getur lýst hljóðinu. Hverju er það líkt? Líkar þér hljóðið, eða þolirðu það ekki? Er það fyndið, fallegt? Upp með pennann og gangi þér vel! Barnablað Moggans – Hljóðaljóð – Kringlunni 1 103 Reykjavík Viltu vinna geisladisk? Í dag kl. 14 verður sýnd í Nor- ræna húsinu skemmtileg dönsk bíómynd. Í myndinni Ottó nas- hyrningur hittir þú stóra gula nashyrninginn sem dag einn birtist óvænt í íbúð Toppers á þriðju hæð. Topper hefur nefni- lega fundið töfrablýant og þá geta hann og Viggó vinur hans, látið alla sína drauma rætast … Myndin er byggð á bók hins skemmtilega Ole Lund Kirke- gaard, og hæfir börnum frá 5 ára aldri. Aðgangur er ókeypis! Gaman gaman Ottó nas- hyrningur Sjáið hvernig Guð grætur hversu fólkið hans illa lætur hann grætur sorgar tárum á meðan saklaust fólk situr úti með fullt af sárum. Hugsið þið um fólkið sem biður um frið, æ, góði Guð gefðu okkur grið! Um landið heyrast sprengjur og þar á meðal deyr saklaus drengur. Sjáið þið hvað stríð eru gagnslaus en sumt fólk stríðin vilja þau hugsa ekki um fólkið sem reynir að biðja. Erla Sigríður Sævarsdóttir, 11 ára, Fálkagötu 28, Reykjavík, orti þetta fallega og átakanlega ljóð um stríðið sem nú geisar í Írak. Stríð Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Múmínálfarnir - Vinningshafar Anna Sólveig Snorradóttir, 7 ára, Vesturholti 7, 220 Hafnarfirði. Árni Björn Höskuldsson, 10 ára, Lækjarbergi 10, 221 Hafnarfirði. Emilie Sigrún Sulem, 1½ árs, Tjarnarstíg 6, 170 Seltjarnarnesi. Jóhanna Lilja Pálmadóttir, 9 ára, Vesturgötu 5, 625 Ólafsfirði. Kristján Ingi Þórðarson, 2 ára, Svöluási 18, 221 Hafnarfirði. Lydía Hrönn, 7 ára, Digranesvegi 77, 200 Kópavogi. Stefanía Katrín Daníelsdóttir, 6 ára, Selvogsbraut 11, 815 Þorlákshöfn. Stígur Zöega, 8 ára, Álfatúni 9, 200 Kópavogi. Styrmir Kjartansson, 2 ára, Grænumýri 6, 170 Seltjarnarnesi. Svanur Þór Mikaelsson, 3 ára, Eyjavöllum 7, 230 Keflavík. Verðlaunaleikur vikunnar Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið eintak af teiknimyndinni Sumar í Múmíndal með íslensku tali: Skilafrestur er til sunnudagsins 20. apríl. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 27. apríl. Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Þraut: Sæmi er ( ) Ungur drengur ( ) Músastrákur ( ) Köttur Ævintýri í Ameríku - fjársjóður á Manhattan Músastrákurinn Sæmi er kominn aftur ásamt fjölskyldu sinni í leit að meira fjöri og földum fjársjóði. Þegar Sæmi finnur dularfullt fjársjóðskort sem vísar þeim á leynilega töfraveröld undir New York-borg fær hann vini sína, Tona og köttinn Tígra, í lið með sér og saman freista þeir þess að upplifa ameríska drauminn. En eru gull og gersemar hinn raunverulegi fjársjóður? Vinirnir komast að því í þessari bráðfjörugu teiknimynd! Barnasíður Moggans og SAMmyndbönd efna til verðlaunaleiks. Taktu þátt og þú gætir unnið! 10 heppnir krakkar fá teiknimyndina Ævintýri í Ameríku á myndbandi með íslensku tali. Sendið okkur svarið, krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans - Ævintýri í Ameríku - Kringlan 1 103 Reykjavík. HALLÓ KRAKKAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.