Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8
Liggi leiðin til Hollands á næstunni er gagnlegt að afla sér upplýsinga á slóðinni www.holland.com. NÝLEGA voru gerðar breytingar á Gistihúsinu á Egilsstöðum. Fólust þær í því að setja upp bað í herbergi sem voru án baðs. Við það fækkaði herbergjum um fjögur. „Þeim fjölg- ar sem vilja hafa herbergin með baði og viljum við koma til móts við þær kröfur,“ segir Hulda Daníels- dóttir, annar eiganda gistihússins. „Með þessu erum við líka að auka gæði gisthússins. Nú bjóðum við upp á 18 herbergi og eru þau öll með baði. Auk þess eru öll herberg- in búin sjónvarpi, þar sem er að finna allar íslensku stöðvarnar auk fjögurra erlendra stöðva. Þá er kaffivél á herbergjunum.“ Húsið hundrað ára Í sumar verða hundrað ár liðin frá því að húsið var byggt af Jóni Bergssyni. Stefnt er að því að halda upp á þessi tímamót, að sögn Huldu. „En við höfum leitast við að halda í gamla stílinn eins og mögulegt er, sem skapar gistihúsinu sérstöðu.“ Gistihúsið, sem tilheyrir Ferðaþjón- ustu bænda, stendur á fallegum stað á bökkum Lagarfljótsins, 300 metra frá miðkjarna Egilsstaða. Það er því hægt að fara þangað fótgangandi. „Rekstur gisthússins hefur geng- ið mjög vel frá því það var end- urgert árið 1998. Fullt hefur verið á hótelinu á sumrin og nýting hefur verið að aukast utan háannatím- ans.“ Breytingar á Gistihúsinu á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Í sumar eru hundrað ár liðin frá því húsið var byggt. Öll herbergi nú með baði Í gestamóttöku Gistihúss Egilsstaða. Á BÚGARÐI Bjarna Jónssonar og Bryndísar Gunnarsdóttur við Vand- el í Danmörku er rekið gistiheimili. Þau hafa boðið Íslendingum og öðr- um ferðamönnum í Danmörku gist- ingu undanfarin sjö ár og smám sam- an verið að gera upp búgarðinn, stækka og betrumbæta. Nú er búið að stækka sameiginlega aðstöðu fyr- ir gesti, búið að byggja sólstofu og setja sjónvarp á öll herbergi. Að sögn Bjarna geta þau tekið á móti allt að 30 gestum en 90% gesta á sumrin eru Íslendingar. Á veturna eru gestirnir af ýmsu þjóðerni. Bjarni og Bryndís eru með geitur, asna og hænur sem börnin kunna vel að meta. Búgarðurinn er í 8 kílómetra fjar- lægð frá Billund, aðeins eru sex kíló- metrar í Lególand og rúmlega klukkustund tekur að fara til Þýska- lands. Bjarni segir að verð á gistingu fyrir fjögurra manna fjölskyldu í fjölskylduherbergi sé 3.720 krónur danskar á viku sem eru um 42.000 ís- lenskar krónur. Morgunverður er innifalinn og síðan hafa gestir tök á að elda í sameiginlegu eldhúsi. Reka gistiheimili skammt frá Billund Í sjö ár hafa hjónin Bjarni Jónsson og Bryndís Gunnarsdóttir rekið gisti- heimili á búgarði í Danmörku. Búið að stækka sameiginlega aðstöðu  Gistiheimili Bjarna og Bryn- dísar Grindstedvej 517184 Vandel Danmörk Vefslóð: www.come.to/billund Tölvupóstfang: bjons- son@privat.dk Sími: 0045 7588 5718 eða 0045 2033 5718 Vífilfell og 25. maí á Esjuna. Sunnu- dagana í apríl verður alltaf farið frá Hafnarfjarðarkirkjugarði en í maí hittist fólk við Skeljung/Skalla við Vesturlandsveg, alltaf klukkan 10.30. Allir eru velkomnir í gönguklúbbinn og það kostar ekkert að taka þátt. ÍT-FERÐIR hafa stofnað gönguklúbb og munu göngugarparnir ávallt hitt- ast á sunnudagsmorgnum klukkan 10.30. Um síðustu helgi var farið í fyrstu gönguferðina á Helgafell fyrir sunnan Hafnarfjörð. Í dag, 13. apríl, verður gengið á Trölladyngju. Í fréttatilkynningu frá ÍT-ferðum kemur fram að farið verði á Keili 20. apríl og 27. apríl munu félagar í gönguklúbbnum ganga Búrfellsgjána og þaðan í Valaból. Í maí er svo mein- ingin að fara hinn 4. á Úlfarsfellið, 11. maí á Geitafell í Þrengslum, 18. maí á ÍT-ferðir stofna gönguklúbb Morgunblaðið/Jim Smart Boðið í göngu- ferðir á sunnu- dagsmorgnum  Allar frekari upplýsingar fást á heimasíðu ÍT-ferða sem er www.itferdir.is og á skrifstof- unni í Laugardalnum í síma 588 9900. ÁRLEG sandskúlptúrahátíð verður haldin í Hollandi dagana 5. maí til 1. júní næstkomandi. Hátíðahöldin fara fram á ströndinni í Scheveningen við Haag. Þema ársins er Syndirnar sjö. Fyrstu fimm daga hátíðarinnar munu ellefu listmenn hanna skúlp- túra úr sandi sem lýsa einni af sjö syndunum, reiði, öfund, losta, stolti, ágirnd, græðgi og leti. Listamennirnir koma bæði frá Hollandi og öðrum löndum og dómarar munu síðan velja flottasta listaverkið og veita vegleg verðlaun. Í tilefni hátíðarinnar er mikið um að vera á ströndinni, listaverkin eru upp- lýst og búið að opna bæði krár og veitingahús sem hafa lokað yfir vet- urinn en opna formlega fyrir sumarið þegar hátíðin gengur í garð. Hátíðahöld á ströndinni í Scheveningen Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? Sími: . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is er með frábær tilboð á bílaleigubílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.