Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 16
Confessions Of a Dangerous Mind með Sam Rockwell frumsýnd hér- lendis um helgina  SÁ sérvitri snillingur Daniel Day-Lewis hefur sem kunnugt er gjarnan dregið sig í hlé að loknu hverju verkefni og jafnvel haft á orðið að hann sé hættur að leika. Það á þó ekki við um Gangs of New York því Day- Lewis hefur tilkynnt að hann muni í sumar leika í nýrri mynd Rose and the Snake fyrir leik- stjórann og handritshöfundinn Rebecca Miller en svo vill til að hún er eiginkona leikarans. Day-Lewis fer þar með hlutverk dauðvona föður 16 ára stúlku, sem heitir Rose og Camilla Belle mun leika. Hún hefur lifað í vernduðu umhverfi en þegar faðir hennar verður ástfanginn af nýrri konu, leikin af Catherine Keener, og hún flytur inn til þeirra feðgina ásamt tveimur táningspiltum hefst kyn- ferðisleg vakning stúlkunnar með afdrifaríkum af- leiðingum. Í öðrum hlutverkum eru m.a. Beau Bridges og Paul Dano. Day-Lewis leikur fyrir frúna Daniel Day- Lewis: Faðir og dóttir.  BANDARÍSKI hasarleikstjórinn Rob Cohen, sem nýlega hefur átt smelli á borð við XXX og The Fast and the Furious, hefur tekið að sér að gera leikna bíómynd eftir vinsælli en umdeildri japanskri teikni- mynd, Kite (1998). Kite þótti ganga lengra en góðu hófi gegndi í bæði ofbeldis- og kynlífslýsingum, en aflaði sér mikillar hylli víða um lönd. Myndin, sem Yasuomi Umetsu leikstýrði, segir frá ungi konu, Sawa, sem spilltur lögreglumaður neyðir til starfa fyrir sig eftir að foreldrar hennar eru myrtir. Hún gerist samviskulaus morðingi í hans þjónustu en undirbýr á laun grimmilega hefnd. Leikna myndin verður ekki með jafngrófum kynlífsatriðum og sú teiknaða. Leikið gróft en ekki teiknað  ÍRSKI leikarinn Colin Farrell er á mikilli siglingu vestra þessi misserin og leikur í hverri myndinni af annarri (Minority Report, Phone Booth) þótt enn eigi eftir að sjá hversu lengi honum endist örendið. Núna eftir helgina hefjast í Toronto tökur á næsta verkefni hans, A Home at the End of the World, rómantísku drama um ungan mann (Farrell) sem elskar sömu konu og besti vinur hans. Móður hans leikur Sissy Spacek og konuna Robin Wright Penn. Leik- stjórinn heitir Michael Meyer en handritið er byggt á skáldsögu eftir Michael Cunningham sem einnig skrifaði The Hours. Farrell í ástarþríhyrningi Colin Farrell: Hættulegar ástir. KONUR: Hin gleymda ásjóna stríðs, eðaWomen: The Forgotten Face of War,heitir ný heimildamynd eftir Grétu Ólafs- dóttur og Susan Muska, sem þær tóku á þriggja ára tímabili í Kosovo, frá 1999 til haustsins 2001, og segir sögu fimm kvenna á ýmsum aldri og þau áhrif sem stríðsreksturinn hafði á þær og afleið- ingarnar sem þær þurfa að glíma við að stríðinu loknu. Þær Gréta og Susan hafa verið að sýna myndina og kynna að undanförnu en hérlendis verður hún frumsýnd í haust á ráðstefnu um konur og stríð, auk þess sem myndin verður sýnd í kvikmyndahúsi í framhaldinu. Gréta og Susan fylgdust stig af stigi, árstíð eft- ir árstíð, með þeim breytingum sem orðið höfðu á söguhetjunum og lífi þeirra. „Þetta er ekki fal- leg mynd sem við sýnum,“ segir Gréta í samtali við Morgunblaðið. „En það er vegna þess að sag- an er ekki falleg og á því ekki að sýna hana þann- ig. Þau áhrif sem stríð hefur á fólkið sem verður fyrir því eru skelfileg og óafturkræf; afleiðing- arnar lifa með fólkinu það sem eftir er. Engu að síður lýsir myndin líka ótrúlegu þreki manns- andans eins og hann birtist í þessum konum.“ Í umsögnum bandarískra gagnrýnenda, sem Morgunblaðið hefur séð, er myndin lofuð sem „nístandi áhrifamikil“ (Elvis Mitchell í The New York Times) og „stórfenglega gerð, djúphugs- andi mynd sem fæst bæði við hinn geysilega styrk mannshjartans og tímalausa baráttu kvenna við að hreinsa upp líkamlega, tilfinninga- lega og andlega ringulreið sem hermenn og stríðsrekstur skilja eftir sig“ (Ellen Druda, Libr- ary Journal). Konur: Hin gleymda ásjóna stríðs er fjár- mögnuð í Bandaríkjunum, m.a. með Rockefell- erstyrk og fjármagni frá bandarísku leikkonunni og sjónvarpskonunni Rosie O’Donnell. „Það er alltaf mikið púsl að afla nægilegs fjármagns til gerðar heimildamynda af þessu tagi, mynda sem eru pólitískar í eðli sínu,“ segir Gréta. „En ég held að það sé að verða aðeins auðveldara. Við göngum í gegnum miklar breytingar í heiminum núna og sem betur fer eru þær ekki allar slæm- ar.“ Gréta segir jafnframt að þær mörgu viðurkenn- ingar sem heimildamynd þeirra Susan Muska, The Brandon Teena Story, sem hér hefur verið sýnd, hafi einnig auðveldað þeim að afla fjár til nýrra verkefna. Þær Susan eru núna að undirbúa nýtt verkefni, leggja drög að viðtölum o.þ.h., en hún kveðst ekki geta upplýst um hvað það fjallar á þessu stigi. „En við gerum myndir um málefni sem okkur finnst fjölmiðlarnir vanrækja og við teljum nauðsynlegt að vekja athygli á og umhugs- un um.“ Gréta og Susan búa og starfa í New York en hafa gert hérlendis heimildamyndina Í gegnum linsuna (2000), sem fjallar um ljósmyndarann Sig- ríði Zoëga. „Aldrei er að vita nema við gerum fleiri myndir um íslenskan veruleika. Það verður bara að koma í ljós. Fyrst er að ljúka því verkefni sem þegar er komið á prjónana og svo hreinsa hugann af því. Það er nauðsynlegt að anda milli verkefna.“ Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska með nýja heimildamynd í fullri lengd Konurnar og afleiðingar Kosovostríðsins Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska: Af stríðs- hrjáðum konum. Reuters Hin gleymda ásjóna stríðsins: Albönsk kona frá Kosovo grætur við útför ættingja sinna sem serbneskir hermenn myrtu. MYNDIN hefur hlotið ljómandidóma erlendis. Clooney þykirsýna góða leikstjórnarlega til- finningu fyrir myndrænni túlkun á fá- ránleikanum ekki síður en sannleik- anum í handriti hins óviðjafnanlega absúrdista Hollywood, Charlies Kauf- man (Adaptation, Being John Malko- vich) um Chuck Barris, fyrrum stjórnanda vinsælla getraunaþátta í bandarísku sjónvarpi sem að eigin sögn lifði tvöföldu lífi sem leigumorð- ingi á vegum bandarísku leiguþjón- ustunnar, CIA, með mörg mannslíf á samviskunni. Þetta er furðuleg, og hugsanlega að einhverju leyti sönn, saga, en Clooney segir staðreyndirnar ekki skipta máli heldur skemmtigildið og þó umfram allt hvað hún segir um „fáránleika ýmissa þátta í bandarísk- um stjórnmálum og stjórnsýslu“. George Clooney hafði ekki gengið með leikstjóradrauminn í maganum. En hann var orðinn leiður á stöðu sinni í Hollywood þar sem honum buðust einna helst tækifæri sem hann langaði til að hafna. Hann var orðinn þreyttur á Bráðavaktinni/E.R. í sjón- varpinu og ruglmyndum á borð við hrylling Roberts Rodriguez From Dusk Till Dawn (1996), hálfbökuðum róm- antískum gamanlummum eins og One Fine Day (1996), flatneskjulegum hasarmyndum svo sem The Peacema- ker (1997), að ekki sé minnst á þá mynd sem hann skammast sín mest fyrir og viðurkennir það upphátt við hvern sem heyra vill: Batman & Rob- in (1997). Árið eftir lítur Clooney á sem tímamót á ferlinum því þá kom sú lymskufulla og stælsnarpa glæpa- mynd Stevens Soderberghs Out of Sight. Þeir Soderbergh urðu mestu mátar og Clooney varð fyrir sterkum áhrifum af því hvernig sá fyrrnefndi nær, annað slagið a.m.k., að gera persónulegar, djarfar og óhefðbundnar bíómyndir innan formúluiðnaðarins. Næstu verkefni sín valdi Clooney því að fenginni þessari reynslu. Hann hafði þá þegar lokið við að leika í ein- um sérstæðum stríðsópus, The Thin Red Line fyrir Terrence Malick (1998), og svo kom annar slíkur, einkennileg blanda ádeilugríns og stílfærðrar has- armyndar, þar sem var Three Kings (1999), saga af amerískum hermönn- um að reyna að lifa af ringulreið eyði- merkurstríðsins gegn Saddam Huss- ein í Persaflóastríðinu og gera skyldu sína um leið. Þessi mynd Davids O. Russell var allmagnað verk fyrir sinn hatt og gekk bærilega í miðasölunni. „En hún fengi enga dreifingu núna,“ segir Clooney, sem er einn fárra Holly- woodmanna sem þorir að gagnrýna bandarísk stjórnvöld og stefnu þeirra í Íraksdeilunni. „Og hún fengist örugglega ekki framleidd heldur.“ Hann reri á hefðbundnari hasarmið með sjávarháskadramanu The Per- fect Storm (2000) en tók sama ár mikla áhættu og víkkaði út leiksviðið þegar hann sneri hetjuímynd sinni á haus og lék aulalegan strokufanga í Brother Where Art Thou, enn einum álfinum út úr smiðjuhól Coenbræðra. Clooney fór á kostum í hlutverkinu, ekki síst þegar hann „mæmaði“ söng- inn góða A Man of Constant Sorrow. En metnaður hans stefndi lengra. Hann kom að máli við sinn gamla fé- laga Steven Soderbergh og, fyrir utan að gera saman hina lítilsigldu og furðu lélegu eftirhermu Ocean’s Eleven (2001), stofnuðu þeir framleiðslufyr- irtækið Section Eight. Í gegnum þetta fyrirtæki hafa þeir staðið fyrir gerð Hollywoodmynda sem bæði hafa full- nægt aðsóknarkröfum og listrænum, eins og spennutrylli Christophers Nolan Insomnia, melódramanu Far From Heaven eftir Todd Haynes sem kom við sögu á síðustu Óskarshátíð, grín- spennumynd Joes og Anthonys Russo Welcome to Collingwood, auk Solaris, hins heimspekilega vísindaskáld- skapar Soderberghs sem byggist á sam- nefndri mynd Andreis Tarkofskí. Clooney lék aðalhlutverkið í þeirri mynd sem ekki hefur gengið sérlega vel og leik- stýrir nú nýjustu mynd fyrirtækisins, Confessions of a Dangerous Mind. Sem fyrr segir rættist þar ekki gamall draumur, heldur höguðu atvikin því þannig að handrit Kaufmans kom upp í hendurnar á honum og hann hreifst af. Framleiðslan var lent í ógöngum og því gekk Clooney á fund Harveys Weinstein Miramaxfursta og sagði við hann: „Ég get gert þetta fyrir minna en 30 milljónir dollara. Ég skal gera það launalaust og ég skal fá aðra leik- ara til að gera það launalaust líka.“ Þetta var tilboð sem Weinstein gat ekki hafnað. Þær góðu viðtökur sem Confess- ions of a Dangerous Mind hefur feng- ið hjá gagnrýnendum munu eflaust auka George Clooney ásmegin og hver veit nema hann verði í framtíðinni ekki síður frægur sem myndasmiður en myndarlegasti leikarinn í Holly- wood. Nema hann klúðri því. Clooney hættur að klúðra Árni Þórarinsson SVIPMYND „Sem betur fer varð ég ekki frægur fyrr en ég var orðinn 33 ára gamall, svo ég hafði tækifæri til að klúðra ýmsu án þess að það ylli varanlegum skaða,“ segir George Clooney. Og það er rétt: Skaðinn er enginn. Þvert á móti er George Clooney ekki lengur sjónvarpsleikari með brokk- gengan feril að baki, vörpulegur ásýndum og hetjulegur í framan, heldur ein helsta stjarnan í Hollywood, vaxandi leikari, metnaðarfullur framleiðandi og nú hæfi- leikaríkur leikstjóri eins og sjá má af Játningum háskalegs hugar/Confessions of a Dangerous Mind, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. er nú 41 árs að aldri. Framyfir tvítugt bjó hann í smá- bænum Aug- usta í Kentucky en öfundaði alltaf frændfólk sitt í Beverly Hills. Þangað flutt- ist hann og bjó hjá frænku sinni, söngkonunni frægu Rosemary Clooney. Fyrstu ár hans í brans- anum einkenndust af klúðri og vondum myndum. En George Clooney er hins vegar fjarri því að vera bitur maður í dag. „Ég lifi stórkostlegu lífi og allt gengur vel. Það er erfiðara að vera góði gæinn þegar allt gengur illa.“ George Clooney Hin frumlega frumraun George Clooney í leikstjórastólnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.