Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 B 13 ferðalög Hvernig datt þér í hug að fara til Suður-Afríku að spila golf? „Það var boðið upp á hópferð þangað á vegum golfdeildar Úr- vals-Útsýnar og við drifum okkur, ég og eiginkonan Jóhanna Ólafs- dóttir.“ Hvernig var svo að spila golf á þessum stað? „Við vorum rúmlega þrjátíu Ís- lendingar sem lögðum land undir fót og þetta var alveg frábær ferð. Við vissum lítið um Suður- Afríku áður en við fórum og því var spenningurinn töluverður að sjá hvernig umhverfið væri og að- stæður til að spila golf. Við vorum aðallega í nágrenni við Höfða- borg. Ég hef spilað golf bæði í Bandaríkjunum og Portúgal en ef eitthvað er þá var þetta betra, sólskin og hlýtt og lítill sem eng- inn raki í lofti. Við spiluðum t.d. á Spier-vellinum sem á að hýsa Eisenhover- keppnina á næsta ári og á Links- vellinum þar sem President Cup- keppnin verður haldin í nóvember. Á þeim síðarnefnda var gistingin ein sú flottasta sem ég hef séð. „Á þessum sautján dögum sem við dvöldum í Suður-Afríku próf- uðum við nokkra aðra velli og undantekningarlaust voru að- stæður mjög góðar en ólíkar og vellirnir miserfiðir.“ Pétur segir að það hafi komið sér á óvart hversu umhverfið var líkt því sem hann á að venjast á Vest- urlöndum. Þegar kom að mat og drykk var fæðið nánast eins og maður væri í fríi í Mið-Evrópu. Pétur segir að Peter Salmon hafi verið fararstjóri frá Úrvali-Útsýn en auk þess hafi hópurinn verið með innfæddan leiðsögumann all- an tímann. „Við gerðum nefnilega ýmislegt fleira en að spila golf, fórum í skoðunarferðir eins og á Góðr- arvonarhöfða og í vínsmökk- unarferð og eitt kvöldið fórum við með snúningskláf upp á fjallið Ta- blemountain við Höfðaborg og borðuðum þar á veitingahúsi sem var með stórfenglegu útsýni.“ Pétur segir að í hópnum hafi verið nokkrar konur sem ekki léku golf og leiðsögumaðurinn fór með þær á söfn, strönd, veitingahús og í búðarráp svo dæmi séu tekin.“ Varð verðlagið hagstætt ? „Já, við fórum t.d. á veitingahús og fengum okkur fína nautasteik með öllu á 600–800 krónur. Auk þess vorum við í vínræktarhéraði og verðið á rauðvíni var mjög lágt og vínin á heimsmælikvarða á þessum slóðum.“ Var veðrið gott allan tímann? „Já, við fengum sólskin og blíðu alla 17 dagana og hitinn var á bilinu 25–35 stig.“ Eftirminnilegustu staðirnir sem þið skoðuðuð? „Við fórum eitt kvöldið að kynna okkur hvernig aðstæður flótta- menn byggju við í Höfðaborg og við áttum þess kost að borða með þeim kvöldmat. Það var mjög eft- irminnilegt að fá tækifæri til að kynnast aðbúnaði þessa fólks. Fá- tæktin var mikil og merkilegt að sjá að þrátt fyrir örbirgðina var fólkið glatt og nokkuð sátt við sitt hlutskipti.“ Fór til Suður-Afríku í golf Pétur Sigurðsson og Jóhanna Ólafsdóttir uppi á fjallinu Mountaintable við Höfðaborg í Suður-Afríku Aðstaðan til golfiðkunar var frábær og vellirnir fallegir en miserfiðir. Í febrúar fór Pétur Sigurðsson til Suður-Afríku þar sem hann spilaði golf við frábærar aðstæður á nokkrum fallegum en miserfiðum völlum. Hvaðan ertu að koma? ÞEIR sem hafa áhuga á garðyrkju og görðum hafa ef til vill áhuga á nýrri bók um heimagistingu í Bret- landi sem tileinkuð er áhugafólki um garða. Bókin, sem heitir Bed and Breakfast for Garden Lovers, telur á fimmta hundrað síður og í henni eru litmyndir af öllum stöðum sem fjallað er um og ítarlegar upplýsing- ar um hvern gististað. Gisting fyrir áhuga- fólk um garða  Nánari upplýsingar um bók- ina er hægt að fá á slóðinni www.specialplacestostay.com Sumarhús á Jótlandi og Fjóni Getum útvegað fjölda sumarhúsa með leigutíma frá miðvikudegi til miðvikudags v. Billund-flugs Bjóðum ódýrari bílaleigubíla frá Billund. Verð frá dkr. 1.595 vikan, auk afgr.gjald dkr. 281. Innifalið: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar og skattar, engin sjálfsábyrgð og frí skráning á viðbótarbílstjórum. Hafið samband sem fyrst Fylkir - Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa Sími 456 3745 – www.fylkir.is Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.