Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 B 5 NFRÉTTIR PEOCON ehf. skrifaði nýlega undir samning við Baug Ísland hf. og NEXT í Kringlunni um mælingar á fólksflæði í verslunum þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra Peocon, Einars Sigvaldasonar, telur Peocon fólk með meiri nákvæmni en hingað til hefur þekkst og býr til verðmætar stjórnendaupplýsingar úr gögnunum með því að keyra þau saman við upp- lýsingar um veltu verslana, fer- metrafjölda og fjölda starfsmanna. Einar segir að nákvæm talning á við- skiptavinum með búnaði Peocon geti skilað sér í söluaukningu eða sparn- aði upp á tugi milljóna króna árlega. Peocon hefur þegar samið við 15 íslensk fyrirtæki um gestatalningar, en að mati Einars eru möguleikar fyrirtækisins á alþjóðlegum markaði einnig mjög miklir. Hann segir félag- ið framarlega, ef ekki fremst í sínum flokki í heiminum í dag. Byrjaði í Smáralind Vörur fyrirtækisins, Peocounter, Peomanager, Peoflow og Peoanalyst, byggjast á hugbúnaði sem þróaður hefur verið af Vaka DNG hf. en Vaki hefur sl. 20 ár unnið að þróun og sölu á hugbúnaði sem telur fiska með 98– 99% nákvæmni. Einar segir að fyrst hægt sé að telja 500.000 fiska á klukkustund með þetta mikilli ná- kvæmni, gefi það ákveðnar vísbend- ingar um hvað hægt sé að gera í fólkstalningum þar sem aðstæður eru mun viðráðanlegri. „Talningin okkar sýnir verslunar- eigendum að gestirnir eru fjársjóður sem hægt er að nýta enn betur en gert er,“ segir Einar. „Þettta byrjaði allt í október árið 2001 þegar Smáralind bað Vaka DNG að taka að sér talningu á gest- um inn í verslunarmiðstöðina. Fyrir um það bil ári fórum við svo að selja þetta meira og markvissar og við er- um í því ferli ennþá. Við viljum koma teljurum okkar inn í sem flestar verslanir hér á landi. Þar á ég sér- staklega við búðir sem eru með þjón- ustu á gólfinu; eins og t.d. fataversl- anir. Þarna eru mikil tækifæri fyrir viðkomandi fyrirtæki þar sem þau geta mælt hver salan er miðað við fjölda gesta.“ Einar segir að þetta hlutfall, fjöldi færslna á móti gestum, sé að jafnaði um 15–20% í verslunum, en þá er átt við hefðbundnar versl- anir aðrar en matvöruverslanir. Í matvöruverslunum er hlutfallið 40– 50% enda fer fólk frekar gagngert inn í matvöruverslanir til að versla en eingöngu til þess að skoða. Einar segir að það þýði ekki að matvöruverslanir geti ekki hagnýtt sér mælingarnar enda sé hægt að gera sértækar mælingar inni í mat vöruverslununum og stjórna þannig hvaða uppstillingar í hillum ganga best. Jafnframt er hægt að vinna að því að lágmarka raðir við kassa og ákveða opnunartíma. „Mælingar okkar sýna fólki svart á hvítu hvernig salan í búðinni er í samhengi við gestafjölda og hjálpar þannig til við áætlanagerð. Þarna er líka komið tæki sem hvetur fólk áfram því það er miklu erfiðara að bæta sig í sölu ef þú veist ekki hvað á að bæta eða hvort söluaukning er af völdum auglýsinga eða bættrar þjón- ustu á gólfinu.“ Sem dæmi segir Einar að einnig sé hægt að mæla hve margir gestir koma inn í búðina í hlutfalli við fjölda starfsmanna sem segi þá til um annir starfsmanns. „Oft er miðað við að hver starfsmaður sinni um 15 manns á klukkustund. Ef gestafjöldi fer upp í 30 á hvern starfsmann þá er versl- unin að missa af mikilvægum sölu- tækifærum. Ef hlutfallið fer niður í 5 þá er starfsfólk of margt og hægt að fækka á vakt og hagræða.“ Einar segir að vörum fyrirtækis- ins hafi verið mjög vel tekið á mark- aðnum. „Við erum með 15 viðskipta- vini í dag, þ.á m. Smáralind, verslanir BT, Íslandspóst, Glæsibæ, Next, NoaNoa, Benetton, Tal, Samkaup, Nettó og nú síðast Baugsverslanirn- ar.“ Aðspurður segir Einar að menn liggi mismikið yfir gögnunum sem talningarnar gefa, en sumir geri mjög mikið af því eins og stjórnendur Smáralindar, sem nota gestatölurnar á hverjum degi. „Þeir fylgjast stöðugt með hverjir koma inn um hvaða innganga og af hvaða bílastæðum, og keyra það t.d. saman við gögn úr markaðsherferð- um og sjá þannig hvaða markaðsað- gerðir virka best til að fá fólk inn í verslunarmiðstöðina.“ Einar segir að verðlagningu sé háttað þannig að rukkað er fyrir mælingu á hvern inngang þar sem talið er. Hann segir að verslanir geti sparað tugi milljóna með notkun kerfisins og þannig komi fjárfesting- in margfalt til baka. Einar segir að áætlanir Peocon geri ráð fyrir yfir 100 milljóna króna veltu á ársgrundvelli strax á næsta ári. Um framtíðina segir Einar að hún sé að mestu erlendis. „Það eru gríð- arleg tækifæri fyrir okkur erlendis, ekki síst vegna þess að við erum með samkeppnisforskot sem er þessi ná- kvæmni í talningunni sem keppinaut- ar okkar geta ekki boðið upp á með sama hætti. Að auki höfum við þenn- an skilning á að miðla gögnum á mið- lægan stað sem okkar keppniautar hafa ekki verið að leggja áherslu á.“ Einar segir að nú þegar hafi er- lendir aðilar sýnt þeim athygli og sem dæmi eigi þeir nú í viðræðum við Diesel-verslanakeðjuna. „Diesel komu hingað um daginn í heimsókn og eru áhugasamir. Þeir reka 300 verslanir um allan heim og eru fram- arlega í upplýsingatæknimálum, sem styður enn betur við innleiðingu okk- ar búnaðar.“ 50.000 verslanamiðstöðvar Sem dæmi um markaðinn erlendis segir Einar að í Bandaríkjunum ein- um séu 50.000 verslunarmiðstöðvar auk aragrúa af verslunum og versl- anakeðjum. „Tækifærin eru óendan- leg. Það er bara að halda rétt á spöð- unum í útrásinni,“ segir Einar en hann þekkir vel til markaðarins í Bandaríkjunum eftir að hafa nýlega stund að MBA-nám í Berkeley-há- skóla í Kaliforníu. Peocon hefur ekki látið staðar numið í þróun á vörum sínum. Einar segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika eins og að greina kyn þess fólks sem talið sé auk þess sem verið sé að þróa hugbúnað sem skynjar að- skotahluti á opinberum stöðum, eins og t.d. í flugstöðvum. Ennfremur er í gangi þróunarverkefni sem á að gera yfirvöldum kleift að sjá hvort t.d. smyglarar hegði sér öðruvísi en aðrir í flugstöð. Um fjármögnun útrásarverkefna segir Einar að viðræður við fjár- mögnunaraðila séu vel á veg komnar og aðkoma nýrra fjárfesta gæti orðið síðar á þessu ári, en í dag er fyrir- tækið í eigu fjögurra aðila Vaka DNG, Landsteina, Landmats og IMG. Nákvæm talning getur skilað tugmilljóna sparnaði Peocon ehf. sérhæfir sig í að telja fólk og búa til verðmæti úr upplýsingunum. Þóroddur Bjarnason kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. Morgunblaðið/Sverrir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Peocon ehf. FYRIRTÆKIÐ Design Europa er með starfsemi í fimm löndum en höfuðstöðvarnar eru í Borgarnesi. Fyrirtækið starfar á sviði vefhönn- unar og hefur nokkra sérstöðu á því sviði, að sögn eiganda og stofnanda þess, Birgis Halldórssonar. Hann er búsettur í Borgarnesi og segir að fyrirtæki sem þetta sé hægt að reka hvar sem er í heiminum. „DE er þannig skipulagt að við getum í raun rekið fyrirtækið hvar sem er, þar sem við höfum góðan að- gang að internetinu. Fastur kostn- aður hjá okkur er mjög lágur, í raun ótrúlega lágur. Við erum einnig með DE fyrirtæki í Bretlandi og í Bandaríkjunum.“ IKEA Internetsins Mörg netfyrirtæki hafa lagt upp laupana á síðustu tveimur árum. Birgir segir að það sé sérstöðu DE að þakka að það skuli halda velli. „Þessum fyrirtækjum hefur fækkað hratt en það eru ekki mörg fyrirtæki sem eru sérhæfð eins og DE. Við byggjum okkar fyrirtæki upp á því að kaupa m.a. hannanir og hugbúnaðargerð í gamla „austr- inu“. Við rekum 7 framleiðsluver í 5 löndum, allir hönnuðir sem vinna fyrir DE eru háskólamenntaðir. De- signEuropA hefur verið kallað IKEA internetsins.“ Birgir segir DE einnig sjá við- skiptavinum fyrir hýsingu og viðhaldsþjónustu. „Við eigum okkar eigin hugbúnað, t.d. búnað til að byggja upp einfalda vefi fyrir þá sem ekki vilja leggja mikla peninga í vefi.“ Birgir var staddur í Kaliforníu, nafla netheimsins, þegar hug- myndin að stofnun DE kviknaði. „Ég bjó í Kaliforníu í þrjú ár, hafði ekki atvinnuleyfi svo að ég sökkti mér á internetið að leita að ein- hverju sem ég gæti unnið við. Þetta var 1998-2001 á „dotcom“-upp-og- niður-tímabilinu og má segja að ég hafi verið á púlsinum á þessu suður af LA. Þetta voru mjög óvenjulegir tímar og er ég heppinn að hafa ver- ið þarna á þessum tíma.“ Að sögn Birgis hannaði DE og seldi tæplega 100 vefi hérlendis á síðasta ári. „Við höfum hannað nokkra vefi hér heima fyrir umboðs- aðila þekktra alþjóðavörumerkja.“ Um framtíðina segir Birgir að það sé ekki markmið að breiða mik- ið úr fyrirtækinu. Hann segir að meðal þess sem sé á dagskránni hjá fyrirtækinu sé að opna DE skrif- stofu í Danmörku og Þýskalandi. „Önnur svæði eru í grunnvinnslu. Það tekur 7-9 mánuði að opna hvert „svæði“ með þjálfun og mark- aðsáætlunum. Okkar markmið er ekki að breiða okkur út um allt, heldur finna færri og sterkari aðila og hafa það svæðisbundið. Við erum búin að prufukeyra fyrirtækið hér heima á annað ár og erum tilbúin í útrásina. Internetið er ekki að hætta, það er kannski í samanburði við flugið búið að vera 10 mín. á lofti í fyrsta fluginu,“ segir Birgir. Frá Borgarnesi til Bandaríkjanna Vefhönnunarfyrirtækið Design Europa í Borg- arnesi starfar víða um heim IMG þekkingarsköpun hf. og Inntak almannatengsl ehf. hafa gengið til samstarfs um þróun að- ferða til að mæla áhrif og árangur almannatengsla. Í tilkynningu kem- ur fram að stóraukin notkun al- mannatengsla við stjórnun og markaðsstarf fyrirtækja kallar á möguleika á að mæla þann árangur sem næst með almannatengslum. Mikilvægt er að fyrirtækin geti átt- að sig á því hvort skilaboð almanna- tengsla hafi náð til þess markhóps sem þeim var ætlað að ná til, hvort hópurinn meðtók og skildi skila- boðin og síðast en ekki síst hvort skilaboðin höfðu varanleg áhrif á viðhorf og hegðun markhópsins. Karl Pétur Jónsson, sem hefur umsjón með verkefninu af hálfu Inntaks almannatengsla, segir: „Varan sem við þróum nú með IMG verður án vafa happafengur fyrir fólk sem beitir almannatengslum til að ná markmiðum sínum eða ann- arra.“ Þorlákur Karlsson, framkvæmda- stjóri Rannsókna- og upplýsinga- sviðs IMG, er sama sinnis. „Það er okkur gleðiefni að taka þátt í þessu verkefni þar sem við kappkostum að menn meti árangur starfs síns – þar á meðal er auðvitað árangur sem næst með almannatengslum.“ Samstarf um mælingu á áhrifum almannatengsla Frá hugmynd að fullunnu verki Skipaþjónusta H ön nu n: G ís li B .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.