Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  Valdamiklir markaðir gnæfa yfir þeim opinberu eftirlitsstofn- unum sem settar hafa verið á fót. Verð á fiskmörkuðum í Ástralíu hefur lækkað niður úr öllu valdi vegna lungnabólgufaraldurs. Bætt siðferði í viðskiptaĺífinu og áhrif lungnabólgufaraldursins MEIRA ætti að vera um það að bent sé á þau jákvæðu áhrif sem heiðarleiki og virðing fyrir öðrum hafa haft í viðskiptum, en þessir þættir hafa spilað stórt hlutverk í góðum ár- angri fyrirtækja. Þetta var megininntakið í svari Kims B. Clarks, rektors Harvard Business School, við spurningu Jóhanns Ólafssonar, forstjóra Jóhanns Ólafssonar & Co, á símafundi sem rektorinn stóð fyrir á Netinu fyrr í þessari viku. Áætlar hann að fundirnir verði fleiri á næstunni. Á fundinum flutti Clark ræðu þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi bætts siðferð- is í viðskiptalífinu, en Jóhann var einn þeirra sem útskrifast hafa úr skólanum, sem fékk boð um að leggja fram spurningar fyrir rekt- orinn að ræðu hans lokinni. Jóhann spurði Clark að því hvort ekki væri mikilvægt að einblína ekki um of á þá nei- kvæðu þætti sem upp hafa komið í viðskipta- lífinu, en beina sjónum frekar í auknum mæli að þeim jákvæðu áhrifum sem heiðarleiki og virðing hafa haft í viðskptum. Í svari sínu við spurningu Jóhanns sagði Clark að hjá Harvard Business School væri í þessu sambandi unnið að því að styrkja rann- sóknir, svo betur yrði hægt að sjá hvaða gildi heiðarleiki og virðing hefðu í sambandi við það að tryggja að markaðirnir starfi eðlilega. „Eitt af því sem gerst hefur í okkar sam- félagi á undanförnum áratug er að mark- aðirnir eru orðnir svo valdamiklir að þeir gnæfa yfir þeim opinberu eftirlitsstofnunum sem settar hafa verið á fót, og hvers rætur byggjast einmitt á þeim gildum sem við vilj- um viðhalda,“ sagði Clark. „Við sjáum afleið- ingarnar af veikingu eftirlitsstofnananna og því hvernig markaðirnir gnæfa yfir þær. Við þurfum að skrásetja þessa þætti og hjálpa fóki að skilja þann kraft sem væri hægt að leysa úr læðingi ef eftirlitsstofnunum er gert kleift að sinna sínu hlutverki á mörkuðun- um.“ Í ræðu sinni sagði Clark að hann væri hneykslaður á þeirri græðgi sem komið hefði í ljós í viðskiptalífinu á undanförnum árum. Hann væri jafnframt skelfingu lostinn yfir að sjá þau neikvæðu áhrif sem spilling og sið- ferðisbrestur hefði haft á þjóðfélagið og efna- hagslífið. Mikið hefði verið gert til að taka á þessum vanda en margt vantaði þar upp á. Í því sambandi þyrftu að hans mati að koma til ný lög, nýjar leikreglur, og þess vegna þyrfti að auka skilining manna á því hvað hefði far- ið úrskeiðis. Clark sagði að efnhagskerfið í Bandaríkj- unum hefði sannað sig í því að virka vel í að auka hagvöxt og bæta lífskjör. Kerfið væri hins vegar orðið of flókið. Markaðirnir hefðu vaxið mikið og hlutverk þeirra í efnahagslíf- inu þar með, en mikilvægar eftirlitsstofnanir hefðu hins vegar setið á hakanum, stofnanir sem ættu m.a. að sjá til þess að hagsmuna- árekstrar kæmu ekki upp. Að sögn Clarks er þó ekki nóg að auka eft- irlit með viðskiptalífinu. Hann sagði að jafn- framt þyrfti að auka ráðvendni og heiðar- leika stjórnenda í viðskiptum. Fyrir sex árum hefðu stjórnendur Harvard Business School tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á þessa þætti í kennslunni og í vali á nemendum. Markmiðið væri að mennta og hafa áhrif á leiðtoga sem ættu eftir að taka þátt í atvinnulífinu og hjálpa þeim að skilja hvað það er sem skapar öflug fyrirtæki, skilja á hverju markaðirnir byggjast og gera sér grein fyrir mikilvægi heiðarleika í við- skiptum. ll SIÐFERÐI Grétar J. Guðmundsson Heiðarleiki í viðskiptum Rektor Harvard Business School segir að heiðarleiki og virðing fyrir öðrum hafi leikið stórt hlutverk í góðum árangri í viðskiptum gretar@mbl.is LUNGNABÓLGUFARALDURINN, sem upprunninn er í Guangdon-héraði í Suður- Kína, hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna í Asíu. Flugvélar sem þangað fljúga eru hálf- tómar sem og hótel og aðrir ferðamannastað- ir. Faraldurinn hefur einnig haft óvænt áhrif í Ástralíu, nánar tiltekið á fiskmarkaðinn þar í álfu. Á fréttavef BBC í gær sagði að verð á fisk- mörkuðum í Ástralíu hefði lækkað niður úr öllu valdi, og er ástæðan rakin til lungnabólgu- faraldursins. Þar segir að verðið á vinsælum fisktegundum sé nú innan við helmingur af því sem var áður en faraldurinn kom til. Stór hluti af þeim fiski, sem seldur hefur verið á fiskmarkaðinum í Sydney, fór til veit- ingastaða í Hong Kong og Singapúr. Vegna lungnabólgunnar eru þessir veitingastaðir nú að mestu tómir og því hafa þeir dregið veru- lega úr fiskkaupum á fiskmörkuðunum í Ástr- alíu. Fyrir vikið er framboð á fiski í Ástralíu mun meira en eftirspurnin, fiskur nánast flæðir út um allt, og verðið hefur því einnig lækkað mikið þar. BBC hefur eftir einum fisksalanum, sem sér um að útvega fisk til sumra af helstu veit- ingastöðunum í Sydney, að hann óttist að út- gerðir og sjómenn í Ástralíu muni verða illa úti vegna þess ástands sem nú er á fiskmörk- uðunum. Afleiðingarnar af því að markaður- inn Kína og víðar í Asíu fyrir fisk frá Ástralíu hverfi svona í einni svipan geti því orðið skelfi- legar. Veitingastaðir í Ástralíu, sem sérhæfa sig í sjávarréttum, hafa úr nógu að velja, því þeir sem eru að selja fisk eru á hverju strái að bjóða fram vörur sínar. Þá gerir það stöðu veitingastaðanna enn sterkari að fiskur geym- ist ekki vel og seljendurnir þurfa því að að losa sig við hann sem fyrst. Í þessum efnum er fiskmarkaðurinn í Ástralíu því kaupenda- markaður. BBC segir að margir telji að það ástand, sem nú er á fiskmörkuðum í Ástralíu, geti ekki varað lengi. Markaðirnir muni einfaldlega loka ef ástandið fari ekki að batna. ll LUNGNABÓLGUFARALDUR Fiskur og faraldur gretar@mbl.is GENGI íslensku krónunnar er hátt þessa dagana. Gengið hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 2000. Gengisvísitala krónunnar hefur að sama skapi ekki verið lægri síðan í nóvember árið 2000. Þegar sagt er að gengi krónu sé hátt eða að krónan sé sterk þá þýðir það að gengisvísitalan er lág. Ef gengi krónu hækkar þá lækkar gengisvísitala krón- unnar. Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur lækkað um 4,2% frá áramótum. Gengi krónunnar hefur hins vegar hækkað um 4,4% frá áramótum. Hvernig er gengið ákvarðað? Gengi íslensku krónunnar er ekki ákvarðað af Seðla- banka Íslands heldur af gjaldeyrismarkaði sem er op- inn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag. Á hverj- um degi skráir Seðlabanki Íslands þó opinbert viðmiðunargengi fyrir krónuna. Það er venjulega gert á morgnana milli kl. 10:45 og 11:00. Viðmið- unargengi krónu gagnvart níu erlendum myntum er skráð á þessum tíma. Vísitala gengisskráningar, öðru nafni geng- isvísitala, er byggð á svokallaðri gengisvog. Á gengisvoginni hafa þessar níu erlendu myntir, eða gjaldmiðlar, mismikla vigt eftir því hversu mikil viðskipti Ísland hefur við lönd sem nota viðkomandi gjaldmiðla. Mörg íslensk fyrirtæki selja vörur sínar til Evrópu. Gengi evrunnar gildir því tæpan þriðjung, um 32%, af gengisvoginni. Bandaríkin eru mikilvægt viðskiptaland fyrir Ísland og dollarinn vegur um 27% af gengisvog íslensku krónunnar. Breska pundið er mikilvægt þar sem Íslendingar selja t.d. mikinn fisk til Bretlands, en pundið hefur tæpra 15% vigt á gengisvoginni. Þessir þrír gjaldmiðlar, evra, Bandaríkjadalur og sterlingspund vega samtals tæplega þrjá fjórðu af gengisvog fyrir íslensku krónuna. Minna vægi hafa svo sænsku, norsku og dönsku krónurnar, Kanadadalur, japanskt jen og svissneskur franki. Erlend áhrif á gengi krónunnar Áhrifavaldar á gengi evru, dollars og punds skipta því einnig máli fyrir gengi krónunnar. Þegar dollarinn er til dæmis veikur gagnvart einhverjum öðrum gjald- miðli en krónu þá hefur það áhrif á gengisvísitölu ís- lensku krónunnar. Vegna þessa hefur til dæmis efna- hagslægð í Bandaríkjunum töluverð áhrif á gengisvogina og þar með á gengisvísitölu íslensku krónunnar. Bandaríkjadalur hefur lækkað um 6,6% gagnvart krónu frá áramótum. Með öðrum orðum fást færri krónur fyrir hvern dollar nú en um áramót. Hver dollar er ódýrari, verðminni en hann var í upphafi ársins. Hver íslensk króna getur hins vegar keypt fleiri doll- Gengi, gengisvísitala, gengi ll FRÉTTASKÝRING gengi krónu ◆ G AGNRÝNI á hátt gengi krónu á undanförnum mán- uðum hefur verið fyrirferð- armikil í fjölmiðlum. Nokkur samhljómur er í sjónarmið- um helstu samtaka í atvinnulífinu; gengi krónu er of hátt og Seðlabankinn og stjórnvöld ættu að ganga í málið. Peningamálastefna er á hendi Seðla- bankans og blaðamaður leitaði skýringa á háu gengi hjá aðalhagfræðingi Seðla- bankans, Má Guðmundssyni. Talsmenn ferðaþjónustunnar, sjávarútvegs og iðn- aðar hafa ekki legið á skoðunum sínum um hátt gengi íslensku krónunnar. Minna hefur farið fyrir viðbrögðum ASÍ en blaðamaður ræddi við Ingunni S. Þor- steinsdóttur hjá hagdeild ASÍ um sterka krónu og áhrif hennar á neytendur. Í von um að varpa enn frekar ljósi á stóra gengismálið fékk blaðamaður hag- fræðinginn Ásgeir Jónsson, sem er sér- fræðingur í peningamálahagfræði hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, til að skýra út áhrif gengis á atvinnuvegina. Að sögn Ásgeirs er hágengið komið til að vera, í það minnsta mun gengið haldast hátt þar til virkjunarframkvæmdir eru yf- irstaðnar eftir 5–6 ár. Ásgeir segir að hátt gengi virki þó sem nokkurs konar bremsa á efnahagslífið og minnki hættu á þenslu til skamms tíma. Samdráttur í útflutn- ingsgreinum vegi þannig upp á móti þensluáhrifum virkjanaframkvæmda. Þannig stuðli hágengi að stöðugleika þeg- ar þensla sé yfirvofandi, eins og nú er. Neikvæðar hliðar hágengis koma helst í ljós þegar litið er á sjávarútveg, ferða- þjónustu og iðngreinar. „Sjávarútvegur- inn tapar peningum vegna gengishækk- unar. En sjávarútvegurinn er sú grein sem þó stendur best mest. Veiðarnar hér vi lega arðsamar og það e í sjávarútvegi. Það ver fiskur hér við land, við góð í því. Sterkt gengi að veik fyrirtæki þurrk irtæki halda áfram. Þau gróða en fara ekki á ha Landvinnslan mun g „Ef gengið gefur ekk vinnslan gefa eftir.“ brandur Sigurðsson, Brims og Útgerðarféla rekstur sjávarútvegsf gengisþróunar á fundi vinnulífsins héldu um síðastliðnum. Sagði Guð fara hratt lækkandi Hann sagði fiskveiðar breyttu gengi þar sem 2 tengdir gengi. Landvi vegar engin tök á að gengi. Því kæmi hágeng landvinnslu. „Sterkt stuðlar að sjóvinnslu og efni og framhaldsvinnsl verður illmöguleg hér á Styrkur krón veikir atvinn Íslenska krónan verður sterk næstu árin. Útflutningsgreinar Þátttakendur í atvinnulífinu hafa lýst áhyggjum af háu gengi krónunnar. Mest fer fyrir tals- mönnum iðnaðar, sjávarútvegs og ferðaþjón- ustu. Í samantekt Eyrúnar Magnúsdóttur kemur fram að þrátt fyrir neikvæð áhrif hágengis á afkomu fyrirtækja í þessum greinum er ekki þar með sagt að allir tapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.