Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 B 7 NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  ara. Fyrir hverjar 1.000 krónur fást nú 13 dollarar. Í upphafi ársins fengust 12 dollarar fyrir sömu upphæð. Tekjur í dollurum, kostnaður í krónum Fyrirtæki þurfa helst að hugsa um tvennt, gjöld og tekjur. Fyrirtæki sem flytja út vörur, t.d. fiskafurður, fá mörg hver stóran hluta tekna sinn í erlendri mynt, til að mynda í dollurum. Til að gera mætt gjöldum hér heima, eins og launakostnaði og fleiru, þarf fyrirtækið hins vegar að skipta dollurum í krónur. Þegar gengi krónu er sterkt verða þessi skipti óhagstæðari en þeg- ar krónan er veik. Í upphafi árs fékkst um 81 króna í tekjur fyrir hvern dollar sem fyrirtæki eða einstaklingi áskotnaðist. Sama tala er nú um 76 krónur. Til að varpa ljósi á þann vanda sem ferðaþjónustan í landinu stendur frammi fyrir getum við hugsað okkur ferðamann sem kemur til Íslands með 100 dollara í veskinu. Gefum okkur að þessi ferðamaður sé sólginn í íslenskar pylsur og vilji ekkert annað kaupa fyrir dollarana sína. Pylsan kostar um 200 krónur og hann fær því 38 pylsur. Hefði sami ferðamaður komið hing- að í byrjun janúar hefði hann getað keypt sér 40 pyls- ur fyrir sömu upphæð í dollurum. Ef ferðamaðurinn getur fengið fleiri pylsur fyrir dollarana sína annars staðar þá er allt eins líklegt að hann fari bara eitt- hvert annað með sína dollara geri sér að góðu aðrar pylsur en íslenskar. isvog…   !  "#    $ !      % % &'  ( ) ( *   $ !       "  #$$# %   #$$& + ,( '$ & -(&  ( .%'#$ / ' ' ' *  ( 0  1&0  ' '     1 * -    0   ' - 0 -       ( - 2 '    $ 0 - '&(  &  3) 4*  5                                 AÐ sögn aðalhagfræðings Seðlabank- ans, Más Guðmundssonar, er raungengi íslensku krónunnar nú lægra en það hefur oft áður verið þegar íslenskt efnahagslíf er í uppsveiflu. Hann segir samkeppn- isstöðu útflutningsgreina vera rýra vegna hás gengis. Seðlabankinn getur þó ekki bæði haldið verðbólgu niðri og haldið gengi krónu stöðugu, sagði Már í samtali við Morgunblaðið. Hvers vegna hefur gengi krónu hækkað svo mikið sem raun ber vitni? „Gengi krónunnar hækk- aði nær stöðugt frá lokum nóvember 2001 til vors 2002. Ástæða þeirrar hækkunar var að gengi krónunnar leið- réttist eftir að hafa farið verulega undir eðlilegt lang- tímagengi á árinu 2001. Gengið hélst síðan fremur stöðugt þar til það fór að hækka á ný í nóvember síð- astliðnum. Mat á því hvað sé jafnvægisgengi á hverjum tíma er mikilli óvissu háð en mjög margir töldu gengið nálægt því á þessum tíma. Gengi krónunnar fór síðan að hækka á ný í nóvember á síðasta ári og er nú rúmlega 8% hærra en þá. Af þessum sökum var raungengi krónunnar í mars síðastliðnum orðið um 7% hærra en það var að meðaltali í fyrra. Þetta er auðvitað umtalsverð hækkun sem rýrir samkeppn- isstöðu útflutningsgreinanna. Raungengið er þó enn langt fyrir neðan það sem það hefur orðið í mörgum upp- sveiflum og reyndar nálægt 20 ára sögu- legu meðaltali. Í síðustu Peningamálum Seðlabankans sem komu út í febrúar var sett fram sú greining að þessi þróun staf- aði aðallega af væntingum vegna fyrir- hugaðra stóriðjuframkvæmda. Þróunin síðan hefur í meginatriðum staðfest þetta. Væntingar um bæði mikið hreint gjald- eyrisinnstreymi vegna þessara fram- kvæmda og um vaxtahækkanir sem þeim munu fylgja hafa það í för með sér að markaðsaðilar eiga von á hærra gengi á næstu árum og það togar upp gengið strax í dag.“ Aukinn útflutningur hækkar gengi Hvað hefur áhrif á gengi krónunnar? „Í því kerfi óheftra fjármagnshreyfinga sem við búum við ræðst gengi gjaldmiðils- ins af framboði og eftirspurn á gjaldeyr- ismarkaði. Aukinn útflutningur hækkar gengið en aukinn innflutningur lækkar. Auknar erlendar lántökur einkaaðila hækka gengið en aukin kaup þeirra á er- lendum skulda- og hlutabréfum lækka það. Það flækir hins vegar málið að breyt- ingar á væntingum um þessar stærðir í framtíðinni hafa áhrif á gengið í dag. Ákvörðun um auknar aflaheimildir hækka gengið strax þó svo að hinar eig- inlegu gjaldeyristekjur skili sér ekki fyrr en löngu síðar. Ástæðan er sú að ef vitað er um gjaldeyrisinnstreymi á morgun munu þeir sem verðleggja gjaldeyri taka tillit til þeirra upplýsinga strax.“ Ólíklegt að vextir lækki Ýmis samtök hafa gagnrýnt Seðlabank- ann fyrir „hágengisstefnu“. Er eitthvað sem Seðlabankinn getur gert til að stemma stigu við háu gengi? „Seðlabankinn getur keypt gjaldeyri til að hækka hann í verði og lækka þannig gengi krónunnar. Seðla- bankinn hefur reyndar keypt verulegan gjaldeyri að und- anförnu í því skyni að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Reynsla bæði okkar og annarra þjóða er hins vegar sú að áhrifin á gengið eru skammvinn nema að gjaldeyriskaupunum fylgi lækkun á vöxtum, en um þessa reynslu er fjallað ít- arlega í grein í síðustu Pen- ingamálum eftir Gerði Ís- berg og Þórarin G. Pétursson. Það er því helst með lækkun vaxta sem Seðlabankinn get- ur stuðlað að lægra gengi. Það er hins vegar ólíklegt miðað við þær hagvaxt- arhorfur sem kynntar hafa verið, t.d. í ný- legri spá fjármálaráðuneytisins, að það sé óhætt að lækka vexti nú án þess að stefna í hættu verðbólgumarkmiði bankans á komandi misserum. Ennfremur er óvíst hvort það myndi hafa tilætluð áhrif á gengið nú, þar sem vaxtalækkun myndi ekki breyta væntingum um vexti í fram- tíðinni, þar sem þær byggjast á stór- iðjuframkvæmdunum sem liggja fyrir. Ég mun ekki tjá mig að öðru leyti um stefn- una í peningamálum á næstunni þar sem Seðlabankinn mun senda frá sér nýja verðbólguspá um miðjan maí.“ Nú eru stóriðjuframkvæmdir og hugs- anlega skattalækkanir framundan ... skiptir það máli að gengi krónu sé hátt þegar við göngum inn í framkvæmdaskeið eða væri betra að það væri lægra? „Almennt vil ég vísa til þeirrar grein- ingar sem væntanleg er um miðjan maí. Á hitt hefur Seðlabankinn bent að hækkun gengis í aðdraganda stóriðjuframkvæmda hjálpar til við að búa til rými fyrir fram- kvæmdirnar, þar sem hún dregur úr eft- irspurn eftir innlendum vörum og fram- leiðsluþáttum og lækkar verðbólgu.“ Seðlabankinn hefur bara eitt markmið, að halda verðlagi stöðugu. Hvernig fer það saman við þá kröfu atvinnulífsins að gengi sé stöðugt líka? Er það hægt? „Nei það er ekki hægt. Þegar fjár- magnsflutningar til og frá landinu eru óheftir hefur Seðlabankinn aðeins eitt tæki og með því getur hann aðeins náð einu markmiði.“ Gengi krónu oft verið hærra í uppsveiflum Már Guðmundsson að vígi, hún þolir ið land eru tiltölu- ru mestir peningar rður alltaf veiddur ð erum sérstaklega mun leiða til þess kast út en sterk fyr- u tapa milljörðum í usinn.“ gefa eftir ki eftir mun land- Þetta sagði Guð- framkvæmdastjóri ags Akureyrar, um fyrirtækja í ljósi i sem Samtök at- hágengi í febrúar ðbrandur framlegð í landvinnslunni. geta lagað sig að 2⁄3 af kostnaði væru innslan hefði hins ð laga sig að háu gi mjög illa niður á gengi krónunnar g útflutningi á hrá- la, virðisaukningin, á landi.“ Verra fyrir ferðaþjónustu Að mati Ásgeirs mun sjávarútvegurinn ekki líða mest fyrir hátt gengi íslensku krónunnar, þótt fé tapist. „Landsbyggðin og sjávarútvegurinn finna verulega fyrir hærra gengi. Það sem er hins vegar verra er hversu illa ferðaiðnaðurinn lendir í þessu vegna þess hve dýrt það verður fyr- ir ferðamenn að vera hér á landi.“ Sjónarmið ferðaþjónustu komu skýrt fram á aðalfundi Samtaka ferðaþjónust- unnar fyrir skömmu en þar var skorað á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að stemma stigu við háu gengi. „Raungengi íslensku krónunnar er nú mjög hátt og íþyngjandi fyrir útflutningsatvinnu- vegina, ekki síst ferðaþjónustuna. Vegna þenslumerkja framundan og þeirra að- gerða sem vænta má af hálfu Seðla- bankans virðist augljóst að gengi og vextir munu enn hækka með alvarlegum og e.t.v. varanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna og aðrar útflutnings- greinar.“ Vantar samstillta efnahagsstjórn Að sögn Ásgeirs eiga mörg iðnfyrirtæki í vanda vegna hás gengis. „Sum fyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við innflutning. Þessi fyrirtæki eru nú farin að óttast inn- flutning og mörg þeirra lenda illa í er- lendri samkeppni,“ segir Ásgeir. Hann segir að iðnfyrirtæki finni sérstaklega fyrir þessu þegar kemur að útboðum verkframkvæmda. „Íslensku fyrirtækjun- um er gefinn kostur á að bjóða í en stand- ast ekki samkeppni frá erlendum aðilum vegna hás gengis íslensku krónunnar. Aftur á móti græðir verslun og þjónusta á háu gengi.“ Samtök iðnaðarins viðruðu sín sjónar- mið á Iðnþingi í mars sl. en í ályktun þingsins segir að „á sama tíma og op- inberir aðilar boða stóraukin framlög til framkvæmda og flýta öðrum sem mest má verða heldur Seðlabankinn uppi stífu aðhaldi með háum vöxtum. Það vantar greinilega samstillingu í efnahags- stjórnina … Ekki má einblína á verð- bólgumarkmið og beita vaxta- og geng- isstefnu sem kyrkir atvinnlífið,“ segir í ályktuninni. „Stjórnvöld gætu brugðist við, gætu haft áhrif á væntingar atvinnulífsins, með því að segja nákvæmlega hvernig þau ætla að bregðast við þenslunni. Þau gætu komið með áætlun um viðbrögð til að róa markaðinn. Seðlabankinn verður að hugsa um verðbólguna og nota vexti til þess. Inngrip Seðlabanka hafa alltaf skammtímaáhrif. Ef hann fer að breyta vaxtastiginu þá er hætta á verðbólgu.“ Er hátt gengi hagur neytenda? Verslun og þjónusta hagnast en iðngrein- ar tapa á sterkri krónu. Hvað með hinn ís- lenska neytanda? „Almennt má segja að hagur neytenda vænkast við hækkun krónunnar þar hún leiðir til verðlækk- unar á innfluttum vörum og þjónustu,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir hjá ASÍ. „Að sama skapi má segja að þegar gengi krónunnar lækkar þá versnar hagur neyt- enda þar sem verð á innfluttum vörum og þjónustu hækkar aftur og verðbólga eykst. Þegar á heildina er litið er það neytendum og launafólki fyrir bestu að halda stöðugleika í atvinnu- og verðlags- málum,“ segir Ingunn. Hún segir að ASÍ telji mikilvægt að gengi krónunnar sé með þeim hætti að út- flutnings- og samkeppnisfyrirtækjum verði tryggður viðunandi rekstrargrund- völlur „og hefur það sýnt sig vera gengi á bilinu 128–130 stig. Á undanförnum mán- uðum hefur krónan styrkst nokkuð og er nú komin niður fyrir 120 stig. Hefur það reynst mörgum útflutnings- og sam- keppnisfyrirtækjum of hátt gengi og af- leiðingarnar eru aukið atvinnuleysi.“ Að sögn Ingunnar telur ASÍ að Seðla- bankinn geti haft áhrif á þróun gengisins til skamms tíma með því að hafa áhrif á væntingar manna um þróun gengisins, t.d. með ófyrirséðum inngripum á gjald- eyrismarkaði. „Með slíkum aðgerðum mundi bankinn senda skilaboð um að hann teldi að gengi krónunnar væri of hátt og þar með hefur hann áhrif á vænt- ingar manna um þróun gengisins.“ nunnar nuvegina eyrun@mbl.is tapa en verslun og þjónusta hagnast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.