Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 5

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 B 5 NÚR VERINU fréttir frá Grænlandi síðustu vikurnar og miðað við þær geri ég ráð fyrir að veiðin þar verði talsvert meiri en 10 þúsund tunnur eins og stefnt var að. Þar hafa sjómenn einnig boðið hrogn á lægra verði en verið hefur hér á landi, allt niður í 60 þúsund krónur fyrir tunnuna.“ Eiríkur bendir einnig á að grá- sleppuvertíðin við Nýfundnaland sé ekki hafin. Þó að vertíðin þar hafi brugðist á síðasta ári, sé fátt vitað um hvað nú verði. „Ef þar verður einnig góð vertíð verður framboðið alltof mikið. Auðvitað er það miður að þurfa að lækka verðið þegar komið er fram á vertíðina en við sáum okkur knúna til að bregðast við þessum markaðs- aðstæðum,“ segir Eiríkur. Nú eru þrjár kavíarverksmiðjur starfræktar hér á landi en auk Vignis G. Jónssonar framleiða Ora og Sig- urður Ágústsson hf. í Stykkishólmi kavíar úr grásleppuhrognum. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hafa þessir framleiðendur einnig lækkað uppgjörsverð á hrognum í 60 þúsund krónur fyrir tunnuna. Ætla má að þessir framleiðendur kaupi um þriðjung þeirra hrogna sem koma hér á land á vertíðinni. „ÞAÐ lítur út fyrir að það verði of mikið framboð af grásleppuhrognum á vertíðinni og því sjáum við okkur knúna til að lækka verðið,“ segir Ei- ríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar hf., kavíarfram- leiðanda á Akranesi, en eins og fram hefur komið hefur fyrirtækið ákveðið að lækka uppgjörsverð á grásleppu- hrognum um 10 þúsund krónur, úr 70 þúsund krónum fyrir tunnuna í 60 þúsund krónur. Eiríkur segir að nú sé mjög góð grásleppuveiði í Danmörku og eins hafi veiðin verið ágæt bæði í Noregi og hér á Íslandi. „Þá byrjuðu Græn- lendingar sínar veiðar mánuði fyrr en venjulega og ætla að verða mánuði lengur að veiðum. Á Grænlandi eru fjölmargar nýjar innkaupahafnir, auk þess sem þar eru nú margir nýir að- ilar í hrognasöltun og bátum á grá- sleppuveiðum hefur fjölgað. Það lítur því út fyrir að það verði mjög mikið framboð af hrognum frá Grænlandi.“ Bjóða lægra verð á Grænlandi Eiríkur segir að fyrir vertíðina, sem hófst hér við land 20. mars sl., hafi verið erfitt að sjá fyrir hvert fram- boðið yrði. „Við höfum verið að fá Stefnir í offram- boð á grásleppu- hrognum Kavíarframleiðendur segjast knúnir til að lækka hrognaverð vegna breyttra markaðsaðstæðna SAMKVÆMT upplýsingum frá Land- helgisgæslu Íslands eru þrjú norsk línu- veiðiskip að veiðum í íslensku fiskveiði- lögsögunni vestur af landinu. Þau eru búin að veiða megnið af þeim kvóta sem þeim var úthlutað skv. reglugerð sjáv- arútvegsráðuneytisins nr. 135 frá 26. febrúar sl. um línuveiðar norskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi árið 2003. Afli norsku skipanna er orðinn 411 tonn en norskum línuveiðiskipum er heimilt að veiða í íslensku fiskveiði- landhelginni samtals 500 tonn af keilu, löngu og blálöngu miðað við afla upp úr sjó. Auk þess er þeim heimilt að veiða alls 125 tonn af öðrum tegundum, þó ekki meira en 25 tonn af lúðu, 50 tonn af grálúðu og 50 tonn af karfa miðað við afla upp úr sjó. Í veiðiferð skal afli í öðr- um tegundum en keilu, löngu og blálöngu ekki vera meiri en sem nemur 25% af samtals afla skipsins í keilu, löngu og blálöngu. Lúðuaflinn má ekki vera meiri en sem nemur 5% og afli af grálúðu og karfa ekki meiri en sem nemur 10% í hvorri tegund. Þrjú norsk línuveiðiskip að veiðum í fiskveiðilögsögunni Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Norskur línubátur á veiðum á Tánni út af Reykjanesi. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur lagt fram nýja áætlun um verndun þorsk- stofna í fiskveiðilögsögu ESB. Segir Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn- inni, að grípa þurfi til aðgerða án taf- ar þar sem þorskur sé í útrýmingarhættu. Þannig séu þorsk- stofnar í Norðursjó, Skagerrak og í sjónum umhverfis Bretland þegar í verulegri hættu. Dregið hefur verið úr þorskkvót- um árlega á undanförnum árum en samt eru þorskstofnar víða langt undir hættumörkum. Fischler legg- ur nú til að í stað þess að skerða þorskkvóta árlega verði nú gripið til aðgerða sem nái til langs tíma. Hann sagði að þótt þeim verði framfylgt til hins ýtrasta gæti það tekið stofnana allt að áratug að ná sér þannig að veiðar úr þeim verði sjálfbærar. Sjómenn hafa lýst mikilli andstöðu við niðurskurðaraðgerðir ESB og segja að þær og mikill kvótasam- dráttur eða skerðing á sóknardögum muni ganga að sjávarútvegi dauðum. Fischler ætlar samt að fara fram á það við sjávarútvegsráðherra ESB að fallast á áætlun hans sem gerir ráð fyrir að veiðikvótar verði áfram litlir, eftirlit verði hert og sóknar- dögum fækkað. „Þetta mun hafa í för með sér erf- iðleika hjá mörgum í greininni,“ sagði Fischler við blaðamenn og full- yrti að um 200 þúsund manns sem starfa við sjávarútveg í ESB geti reitt sig á styrki frá sambandinu meðan ástandið verður verst. Talið er að um 8 þúsund störf tapist nú í sjávarútvegi á hverju ári. Fischler áformar einnig að leggja fram svip- aðar áætlanir fyrir kola og ýsu á mikilvægum miðum innan lögsögu ESB. Í desember tókst sjávarútvegs- ráðherrum ESB að koma í veg fyrir að sett yrði veiðibann á þorsk og gengu þar gegn ráðleggingum vís- indamanna. Þeir samþykktu jafn- framt að endurskipuleggja sjávarút- veg innan ESB. Enn frekari þorskfriðun í Norðursjó Morgunblaðið/Alfons Finnsson Þorskurinn í Norðursjó, Skagerak og Eystrasalti er talinn í útrýmingarhættu og mikillar friðunar þörf. FYRSTI eldis- þorskurinn frá Hjalt- landi var seldur til Bandaríkjanna í apríl. Hann var alinn hjá Johnson Sea Farms og var seldur á veit- ingahús í Houston í Texas. Frá þessu er sagt í Shetland News. Fyrirtækið, sem var frumkvöðull í lax- eldi á níunda áratugn- um, seldi allan sinn þorsk, 10.000 fiska, til Bandaríkjanna, en hundrað kíló vildu þeir fá til að byrja með, 6 mánuðum áður en aðalslátrun hæfist. Kaupendur vestra leggja mikla áherzlu á eldisþorskinn, sem þeir telja einstaka afurð, gjörólíka þeim þorski sem veiðist í sjónum og hefur lifað þar á alls konar æti. Þá er eft- irspurn eftir þorski vestra skýrð með hruni þorskstofnins á Mikla- banka við Nýfundnaland fyrir 10 ár- um. 600.000 seiði Johnson Sea Farms hóf þorskeldi fyrir rúmlega ári, þegar verð á laxi var í frjálsu falli. Fyrirtækið hefur nú pantað 600.000 seiði frá klakstöð í Skotlandi, en þau munu ná mark- aðsstærð á um tveimur árum. Fjár- málastjóri fyrirtækisins segir að þeir kjósi heldur að selja fiskinn á vetingastaði en í stórmarkaði. „Það eru að minnsta kosti tveir stórmark- aðir sem geta tekið við öllu sem við getum framleitt, en það voru stór- markaðarnir sem rústuðu laxeldinu. Við leitum því markaða sem borga hátt verð fyrir hágæðavöru,“ segir hann. Nú hefur annað þorskeldisfyrir- tæki bætzt í hópinn, en það keypti 35.000 seiði í lok marz. Það er að hætta í laxeldi og fara í þorskinn vegna erfiðleika í laxeldinu. Gert er ráð fyrir að þorskur frá þeim fari á markað í desember 2004. Hjaltlendingar selja eldisþorsk = allt er framkvæmanlegt Umboðsmenn og söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á www.ok.is eða í síma 570 1000 Það er ekki að ástæðulausu að mest seldu netþjónar í heimi eru hp proliant. Sjálfvirkt eftirlit, stöðugleiki og auðveld uppfærsla er meðal þeirra kosta sem gera hp proliant að fyrsta valkosti hjá fyrirtækjum um allan heim. Þegar saman fara stærsti framleiðandi tölva í heiminum og reynsla og örugg þjónusta Opinna kerfa er valið hp proliant. Kynntu þér málið og tryggðu starfsemi þinni öryggi og afköst með mest selda netþjóni í heimi.* hljóðlátur sigurvegari +++ hp proliant mest seldi netþjónn í heimi +++ *S am kv æ m t I D C er u pr ol ia nt m es t s el du n et þj ón ar í he im iá rið 2 00 0, 2 00 1 og 2 00 2. stöðugleiki afköst = hp proliant + A B X 90 30 31 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.