Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 B 11 NFÓLK  S igurborg hefur verið kjör- in formaður félags um fjárfestatengsl, FFT, sem var stofnað fyrir rúmum þremur vikum. Til hvers þarf félag um fjár- festatengsl? Það hefur vantað vettvang fyrir faglega umræðu um samskipti fyr- irtækja og fjárfesta hér á landi. Við sem stöndum að FFT teljum að með stofnun félagsins verði hægt að skapa grundvöll fyrir þessa um- ræðu og vekja athygli skráðra fyr- irtækja á mikilvægi þess að huga að fjárfestatengslum og góðri upplýs- ingagjöf til fjárfesta og annarra markaðsaðila. Yfir 30 manns hafa nú þegar skráð sig í félagið, sem er mjög gott, en við viljum sjá enn fleiri ganga til liðs við okkur. Mark- miðið er að litið verði á upplýs- ingagjöf frá hendi fyrirtækja með jákvæðu hugarfari en ekki sem kvöð. Í hverju er starf þitt hjá Össuri fólgið? Sem deildarstjóri fjárreiðu- og kynningardeildar sé ég um öll sam- skipti við fjárfesta, hluthafa, kaup- höll og aðra markaðsaðila. Ímynd- armál félagsins gagnvart fjárfestum og viðskiptavinum á Íslandi heyra einnig undir mig. Innan minnar deildar eru einnig daglegar fjár- reiður, gjaldeyrisviðskipti, ávöxtun, ferðamál, samskipti við stjórn fé- lagsins og margt fleira. Þannig að það er í mörg horn að líta og alltaf eitthvað nýtt og spennandi á hverj- um degi. Hvernig er að starfa hjá Össuri? Mjög gaman. Það er mikið að ger- ast, fyrirtækið hefur stækkað hratt á stuttum tíma og það hefur verið gaman að vera þátttakandi í því. Mörg tækifæri hafa skapast sem ég hef fengið að njóta. Hvað með áhugamálin? Oft gefst lítill tími fyrir áhuga- málin. Vinnan tekur mikinn tíma og er líka áhugamál þegar maður starfar við það sem manni finnst mjög skemmtilegt. Þegar færi gefst njótum við fjölskyldan þess að vera saman og gleymum amstri dagsins. Á sumrin förum við í bústað fjöl- skyldunnar og njótum þess að hafa tíma fyrir okkur. Hjá fjölskyldunni eru föstudagskvöldin hins vegar ávallt frátekin, en þá fáum við okk- ur góðan mat og rauðvín og njótum þess að vera í friði. Eitt af því sem við gefum okkur alltaf tíma til að gera er að fara saman í bíó og á tónleika. Föstudagskvöldin ávallt frátekin Sigurborg Arnarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1972. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ 1994 og BA-prófi í þýsku og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1998. Að námi loknu starf- aði hún hjá Endurmenntunar- stofnun HÍ til ársins 1999 er hún hóf störf hjá fjármáladeild Össurar hf. Hún hefur verið deildarstjóri fjárreiðu- og kynningardeildar fyr- irtækisins frá hausti 2001. Sam- býlismaður Sigurborgar er Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Ís- lands. Þau eiga soninn Ólaf sem er tveggja ára. Morgunblaðið/Jim Smart NÝR línufiskur er eitt besta fáanlega hráefni sem dregið er úr sjó og því sívinsælt í matseld. Gildir þá einu hvernig fiskurinn er matreiddur, soðinn eða steiktur. Það er Stefán Hauksson, trillukarl á Sleipni ÁR frá Þorlákshöfn, sem býður upp á soðningu dagsins þar sem höfuðskilyrðið er að nota línufisk, hvaða tegundar sem er. Uppskriftina er að finna á dagatali Landssambands smábátaeigenda fyrir árið 2003 en þar hafa trillukarlar tekið saman girnilega fiskrétti sem þeir hafa eldað úr afla sínum. Verði ykkur að góðu! Steikið lauk og blaðlauk í smjöri, bætið papriku, gulrótum og sveppum út í ásamt ananaskurlinu og safanum. Látið krauma smástund. Setjið rjómaostinn og rjómann út í og látið jafnast út. Þá er fiskurinn skorinn í bita, settur út í og látinn krauma í 8–10 mín. Bætið nú rækjunum út í og sjóðið í 1–2 mín. Gott er að bera fram með fersku salati, hrísgrjónum og smábrauði. Lúxusfiskréttur S O Ð N I N G I N AÐFERÐIN UPPSKRIFTIN 2 gulrætur, sneiddar ½ dós ananaskurl og safi 150 g rjómaostur 1½ dl matreiðslurjómi ½–1 tsk salt ½ tsk pipar eða ½ tsk papr- ikuduft 1 tsk karrý 1½ tsk súpukraftur 800 g roðflett línuýsa, skötu- selur eða annar línufiskur 150 g rækja 150 g humar 200 g ferskir sveppir, sneiddir 1 laukur saxaður ½ blaðlaukur, sneiddur smjör til steikingar 1 græn paprika 1 rauð paprika  Árni Björn Skafta- son, hefur verið ráðinn sem sölustjóri umbúða í Prentmeti. Hann var innkaupastjóri hjá Hag- kaupum 1979–1983, starfaði sem inn- kaupastjóri og síðar sem forstöðumaður í Miklagarði 1983–1991, var hjá Fyrirtæki og fjármálum 1991–1996, vann við sölu- og markaðsmál í Kassagerðinni 1996–2002. Árni Björn er kvæntur Bryn- dísi Erlingsdóttur sjúkraþjálfara og eiga þau tvö börn.  Benedikt Sigurðs- son hefur verið ráðinn sem prentsmiður í filmudeild. Benedikt lauk sveinsprófi í prentsmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1997. Hann starfaði í Prentsmiðjunni Odda 1988–2003. Sambýliskona Benedikts er Jóhanna K. Guðmundsdóttir.  Björn Ægir Val- geirsson hefur verið ráðinn sem bókbindari í bókavinnslu. Björn lauk sveinsprófi í bók- bandi árið 2001. Hann starfaði við bókband í Félagsbókbandinu Bók- felli frá 1999 þar til í mars 2003 er Prentmet keypti rekstur Bókfells.  Einar Ingvar Eg- ilsson hefur verið ráð- inn sem verkstjóri í bókavinnslu. Einar lauk sveinsprófi í bókbandi árið 1963. Hann starf- aði við bókband í Gut- enberg 1959–1963, var verkstjóri í Guten- berg 1972–1975 og í Félagsbókbandinu frá 1. mars 1975. Hann keypti Fé- lagsbókbandið ásamt Leifi Gunnarssyni 1975 og síðan Bókfell 1988. Hann stofnaði og rak einnig fyrirtækið Mappa ehf. Hann var forstjóri Félagsbókbands- ins-Bókfells þar til í mars 2003 er Prent- met keypti reksturinn. Einar er kvæntur Höllu Svanþórsdóttur bókagerðarmanni og eiga þau tvær dætur.  Emelita Ordonez Nocon hefur verið ráðin sem starfsmaður í bókavinnslu og frágangi á prentverki í Prentmeti. Emelita lauk námi í iðjuþjálfun árið 1971. Hún starf- aði við bankastörf hjá Union Bank í Banda- ríkjunum 1980–1989, sem saumakona árin 1993–1997 og við bókavinnslu hjá Félagsbókbandinu- Bókfelli frá 1997 þar til í mars 2003 er Prentmet keypti rekstur Bókfells. Emel- ita er gift Ólafi Ingólfssyni prófarkales- ara og eiga þau tvö börn.  Garðar Kristinn Snorrason hefur verið ráðinn sem vélamaður á límingarvél. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Héðni hf. árið 1967 og árið 1970 í vélafræði. Garðar var vélstjóri hjá Eimskip árin 1970–1977, viðgerðamaður hjá SÍS 1977–1983 og vélamaður á líminga- vélum í Kassagerðinni 1983–2003. Garðar er kvæntur Svölu Þórhallsdóttur og eiga þau tvær dætur.  Helga Perla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem starfs- maður í bókavinnslu og frágangi á prent- verki í Prentmeti. Helga Perla vann sem starfsmaður í bóka- vinnslu hjá Fé- lagsbókbandinu- Bókfelli frá 1992 til mars 2003, þegar Prentmet keypti fyr- irtækið. Helga Perla er gift Marteini Þór Viggóssyni prentmiðlara og eiga þau fjögur börn.  Hilmar Halldórsson hefur verið ráðinn sem sölufulltrúi hjá Prentmet. Hilmar vann sem hönnuður í Prent- met árin 1993–1997, var framkvæmdastjóri Gullna hliðsins (Argus- GH) 1997–2002 og sölufulltrúi Carol- Canada í Vancouver í Kanada 2002–2003. Hilmar er kvæntur Kolbrúnu Ólafsdóttur bókara og eiga þau fjögur börn.  Hörður Sigurbjarnason hefur verið ráðinn sem prentari í Prentmeti. Hörður lauk sveinsprófi í offsetprentun árið 1986 og fékk meist- araréttindi 1991. Hann stundaði nám við Grafonom í Grafisk tek- nik og Okonomi í Dan- mörku og hefur sótt námskeið í gæða- stjórnun við Háskóla Íslands. Hörður vann sem offsetprentari í Prentsmiðjunni Odda 1982–1988, við blaðaprentun í Blaðaprenti hf. 1988–1990 og við off- setprent í Prentsmiðjunni Eddu 1990– 1991. Hann vann í Plastos 1990–1995 sem prentari og verkstjóri. Árin 1995– 1997 vann hann við offsetprentun í Not- ex tryk & Design í Danmörku og í Staf- rænu prentstofunni (Leturprent) 2000– 2001 og sem prentari í Kassagerðinni 2001 til 2003. Hörður er kvæntur Ernu B. Guðlaugsdóttur og þau eiga þrjú börn.  Ingi Örn Haf- steinsson hefur verið ráðinn sem bílstjóri í Prentmet. Ingi Örn lauk meiraprófi B, C, D og E árið 1994. Hann vann sem bílstjóri hjá Veli hf. 1998–2000, bíl- stjóri í BM Vallá 2001– 2002 og hjá Ferskum kjötvörum 2002–2003.  Kristinn Valdimarsson hefur verið ráð- inn sem gæðastjóri og sölufulltrúi umbúða í Prentmet. Kristinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970 og lauk B-ed kennaraprófi frá Kennaraháskóla Ís- lands 1974. Kristinn vann sem kennari í Barna- og unglinga- skólanum á Þingeyri 1970–1971, í Hagaskóla 1973–1975 og við Héraðs- skólann á Núpi 1975–1977 og sem skólastjóri við Grunnskóla Mýrahrepps á Núpi 1977–1981. Hann var fram- kvæmdastjóri Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar frá 1982–2001 og vann sem gæðastjóri og sölumaður í Kassa- gerðinni frá 2001–2003. Kristinn er kvæntur Guðrúnu Ínu Ívarsdóttur hjúkr- unarfræðingi og ljósmóður og eiga þau þrjár dætur.  Leifur Gunnarsson hefur verið ráðinn sem bókbindari í bóka- vinnslu hjá Prentmeti. Leifur lauk sveinsprófi í bókbandi árið 1974 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann vann sem bókbindari í Fé- lagsbókbandinu 1970–1988, en fjöl- skylda Leifs átti og rak Félagsbókband- ið. Árið 1975 keypti Leifur, ásamt Einari Egilssyni, Félagsbókbandið og árið 1988 Bókfell. Félagsbókbandið og Bók- fell voru sameinuð undir nafninu Fé- lagsbókbandið – Bókfell og Leifur vann sem verkstjóri í bókbandi þar til í mars 2003 þegar Prentmet keypti reksturinn.  Lovísa Sæmundsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður í bókavinnslu hjá Prentmeti. Hún starf- aði hjá Félagsbókband- inu-Bókfelli frá 1989 þangað til í mars 2003 þegar Prentmet keypti reksturinn. Lovísa er í sambúð með Haraldi Gylfasyni vélsmiði.  Lárus Óskar Lár- usson hefur verið ráð- inn sem prentari í Prentmeti. Hann lauk sveinsprófi í offset- prenti árið 1998. Lár- us vann í Prenttækni 1995 til 1998 og í Gutenberg árin 1998 til 2003. Lárus er í sambúð með Valdísi Jónsdóttur og eiga þau eitt barn.  Ólöf Ásta Karls- dóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður í frá- gangsdeild og í ræst- ingar hjá Prentmeti. Ólöf vann við ræst- ingar hjá ISS og Sec- uritas 1996–2001 og sem ræstingastjóri hjá Ræsti ehf. og Bónbræðrum frá 2001. Ólöf Ásta er í sambúð með Hermanni Þorsteinssyni smiði og eiga þau eitt barn. Ólöf Ásta á tvö börn af fyrra hjóna- bandi.  Rafn Árnason hefur verið ráðinn sem verk- efnisstjóri í plötutöku hjá Prentmeti. Rafn tók sveinspróf í setningu árið 1967. Hann nam vélsetningu í Prenthúsi Hafsteins Guðmunds- sonar árið 1967, filmu- setningu og -vélaviðgerðir í Lithoprenti (Monotype-skólanum í London) 1969. Rafn vann í Félagsprentsmiðjunni Eddu og Lithoprenti 1968–1972, í Prentsmiðj- unni Odda 1971–1986 og hjá Auglýs- ingastofu Kristínar Þorkelsdóttir 1986– 1990. Hann stjórnaði grafískri tölvuvæð- ingu umbúða í Kassagerð Reykjavíkur 1990–1994, hafði umsjón með prent- vinnslu og hönnun lyfjaumbúða hjá Delta frá 1994, var stundakennari við bókagerðardeild Iðnskólans í Reykjavík, við tölvukennslu atvinnulausra (hjá FBM) o.fl. Rafn var formaður sveins- prófsnefndar í setn- ingu 1981–1990 og prófnefndar í prent- smíði frá upphafi 1990. Hann var í stjórn Prenttæknistofn- unar 1994–1996. Rafn á fjögur börn .  Rúnar Gils Hauks- son hefur verið ráðinn sem bókbindari í bókavinnslu í Prentmeti. Rúnar tók sveinspróf í bókbandi árið 1975 og danskennaraprófi 1979. Rúnar vann vann sem bókbindari í Trykeri Balder í Stokkhólmi árið 1977, sem bókbindari við Félagsbókbandið 1972–1988 og hjá Félagsbókbandinu-Bókfelli frá 1988 þar til í mars 2003 þegar Prentmet keypti reksturinn. Rúnar starfaði einnig sem danskennari við Nýja dansskólann árin 1980–1992.  Rúnar Gunnarsson hefur verið ráðinn sem sölufulltrúi í Prentmeti. Hann vann sem sölu- maður í Formprenti frá árunum 1983 til 2003. Rúnar er kvænt- ur Sigríði Guðmunds- dóttur afgreiðslukonu og þau eiga tvö börn.  Sigrún Jóna Leifs- dóttir hefur verið ráðin sem prentsmiður í um- brotsdeild hjá Prent- meti. Hún lauk sveins- prófi í prentsmíði árið 1988 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Sigrún vann í sem aðstoð- armanneskja í prentsmiðjunni Stein- marki árin 1982–1986 og sem prent- smiður í Myndamótum 1986–1988, í Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar 1988– 1989, í Prentsmiðjunni Odda 1989– 1993 og í Ísafoldarprentsmiðju 1993– 2002. Sigrún Jóna á eitt barn.  Soffía G. Ólafsdóttir starfsmaður í frágangs- deild, f. 13.06. ’56, vann við aðstoðarstörf hjá Hólum hf. 1973– 1975, hjá Ísafold- arprentsmiðju 1975– 1983 og í Bókavirkinu 1997–2002. Soffía er í sambúð með Jóni Emil Kristinssyni og eiga þau fjögur börn.  Þorkell Máni Jóns- son hefur verið ráðinn sem starfsmaður í stafrænni prentdeild. Þorkell Máni lauk sveinsprófi í prent- smíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1984 og í vefsmíði árið 2001. Hann vann í Svansprenti 1982– 1990 við skeytingu og plötugerð, við umbrot í Prentlist 1990–2001 og sem aðstoðarmaður prentara í Kassagerðinni 2001–2002. Þorkell Máni er kvæntur Svanhvíti S. Ólafsdóttur myndgreini og eiga þau þrjú börn. Nýir starfs- menn hjá Prentmeti ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.