Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 1
2003  ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁRANGUR LIÐA Í MEISTARABARÁTTUNNI FRÁ 1993 / B8, B9 BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu er að hefjast og verður eins og undan- farin ár eflaust hart barist. Fimm Reykjavík- urlið verða nú með í baráttunni – nýliðar Vals og Þróttar ásamt bikarmeisturum Fylkis, Fram og Íslandsmeisturum KR. Síðast voru fimm Reykjavíkurlið í efstu deild 1998 – ÍR, Þróttur, Valur, Fram og KR – og þar áður 1993 – Vík- ingur, Fylkir, Valur, Fram og KR. Önnur lið sem leika í efstu deild í ár eru ÍA, ÍBV, KA, Grindavík og FH en þau lið sem féllu úr deildinni síðastliðið keppnistímabil eru Keflavík og Þór á Akureyri. Nýtt nafn hefur verið tekið upp á efstu deild og heitir hún nú Landsbankadeildin. Liðin sem leika í efstu deild eru kynnt hér í blaðinu og er þar að finna ýmsar fróðlegar upp- lýsingar. Fimm lið frá Reykjavík Meistarabaráttan 2003 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jökull Elísabetarson, varnarmaðurinn ungi hjá KR, og Sævar Þór Gíslason, markahrókur Fylkisliðsins, í baráttu um knöttinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.