Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 10
KNATTSPYRNA
10 B ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
2Stofnað: 1929.
Heimavöllur: Kaplakriki.
Aðsetur félags: Íþróttahúsið
Kaplakrika, 220 Hafnarfjörður.
Sími: 565-0711.
Fax: 555-3840.
Heimasíða: www.fhingar.is.
Stuðningsmannasíða: this.is/fh
Framkvæmdastjóri: Pétur Ó.
Stephensen
Þjálfari: Ólafur Jóhannesson
Aðstoðarþjálfari: Leifur S.
Garðarsson
Liðsstjórar: Steinar Stephen-
sen og Ólafur H. Guðmunds-
son.
Sjúkraþjálfari: Gunnar Vikt-
orsson
Formaður knattspyrnudeild-
ar: Guðmundur Árni Stefáns-
son
Íslandsmeistari: Aldrei.
Bikarmeistari: Aldrei.
Fimleikafélag
Hafnarfjarðar Úttekt
orgunblaðsins
FH-liðið hefur ekki tekið miklum
breytingum frá því í fyrra en þá lenti
Hafnarfjarðarliðið í sjötta sæti eftir
að hafa verið í fallbaráttu megnið af
sumrinu. Hilmar Björnsson, einn
besti maður liðsins undanfarin ár, er
þó horfinn á braut og verður spurn-
ing hvernig FH-ingum tekst að fylla
skarð fyrirliða síns. Á undirbúnings-
tímabilinu hefur allt gengið FH-ing-
um í mót. Þeir hafa ekki náð að stilla
saman strengi sína en þó eru líkur á
að breyting sé að verða til batnaðar
hjá þeim eftir að þeir fengu allan
sinn mannskap. FH, sem varð
deildabikarmeistari á síðustu leiktíð,
lenti í neðsta sæti í sínum riðli í vor
og tókst aðeins að innbyrða einn sig-
ur í keppninni, gegn grönnum sínum
í Haukum. Líklega er það sjálfs-
traustið í leikmannahópnum sem
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-
inga, þarf með öllum ráðum að berja
inn í sitt lið en slæmt gengi á und-
irbúningstímabilinu hefur orðið þess
valdandi að sjálfstraust leikmanna
er ekki ýkja mikið. Markaskorun
hefur verið eitt helsta vandamál FH-
liðsins á undirbúningstímabilinu og á
því þarf liðið að vinna bug ef ekki á
illa að fara. Skarðið sem Hörður
Magnússon skildi eftir sig í framlínu
FH-liðsins hefur ekki tekist að fylla
en FH-ingar stóla á að Daninn Allan
Borgvardt verði á skotskónum og
eins hefur Jónas Grani Garðarsson
verið iðinn við að finna netmöskvana
í gegnum árin.
Ef marka má leiki FH-inga í vor
og ef leikmannahópurinn er brotinn
til mergjar er líklegt að þeir verði í
fallbaráttu í sumar en takist liðinu
vel upp í byrjun mótsins og sjálfs-
traust leikmanna kemst á hærra stig
er aldrei að vita nema þeir geti lyft
sér ofar á töfluna.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Dönsku leikmennirnir Tommy Nielsen og Allan Borgvardt.
Daði Lárusson hefur varið mark
FH-inga undanfarin ár og eru Hafn-
firðingar vel settir hvað þessa stöðu
varðar. Daði er hávaxinn, með gott
grip og sterkur maður á móti manni.
Líklega kemur til með að mæða mik-
ið á Daða í sumar og því mikilvægt
fyrir FH-inga að hann standi vaktina
vel líkt og hefur gert síðustu árin.
Varnarleikur FH-liðsins er talsvert
spurningarmerki. Hilmar Björnsson
er horfinn á braut og Freyr Bjarna-
son hefur átt við meiðsli að stríða og
getur ekki verið með í fyrstu leikjum
FH-inga. Daninn Tommy Nielsen,
sem FH-ingar hafa fengið til liðs við
sig, mun fara fyrir vörn FH-liðsins í
sumar en við hlið hans í hjarta varn-
arinnar kemur Sverrir Garðarsson,
ungur og efnilegur leikmaður, til
með að spila. Ásgeir Ásgeirsson get-
ur spilað í vörninni líkt og á miðjunni
og sömu sögu er að segja um Guð-
mund Sævarsson.
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH,
mun ráða ferðinni á miðsvæðinu og
gengi FH-inga kemur til að ráðast
mikið af því hvernig honum tekst
upp. Baráttujaxlinn Baldur Bett
verður með Heimi í slagnum á miðj-
unni ásamt Jónasi Grana Garðars-
syni en allir munu þeir gegna lyk-
ilhlutverki með FH-ingum í sumar.
Í fremstu víglínu verða Atli Viðar
Björnsson og Daninn Allan Borg-
vardt, dúett sem gæti vel smollið
saman, og Jón Þorgrímur Stefáns-
son á eftir að skapa færi fyrir þá með
hraða sínum og leikni á kantinum.
Jónas Grani er ávallt duglegur að
stinga sér í sóknina og var marka-
hæstur FH-inga síðastliðið sumar
með 8 mörk.
Daði Lárusson
Ásgeir Ásgeirsson
Sverrir Garðarsson
Tommy Nielsen
Freyr Bjarnason
Jón Þ. Stefánsson
Baldur Bett
Heimir Guðjónsson
Allan Borgvardt
Emil Hallfreðsson
Atli Viðar Björnsson
Líklegt
byrjunarlið
Allan Borgvardt frá AGF
Hermann Albertsson frá Leiftri/Dalvík
Hrafnkell Kristjánsson, byrjaður aftur
Sverrir Garðarsson frá Molde
Tommy Nielsen frá AGF
Benedikt Egill Árnason í Stjörnuna
Davíð Ellertsson í Hauka
Guðjón Skúli Jónsson í Árborg
Hilmar Björnsson í KR
Jóhann Georg Möller í Val
Valdas Trakys til Litháens
... FH er eina liðið sem hefur verið taplaust í
næstefstu deild án þess að komast upp í þá efstu?
Þau voru örlög FH-inga sumarið 1972 þegar of
mörg jafntefli komu í veg fyrir að þeir skákuðu
ÍBA. Eini ósigur FH var úrslitaleikur bik-
arkeppninnar en þeir töpuðu gegn ÍBV, 2:0.
/
/8
E '
>
*
E#
3
0
/3
88
2
/5
//
/4
/6
85
8/
87
82
8
6
7
1
/1
/2
/0
86
83
=H--
/034
/026
> - I
=, #J 43
5
5
5
/295
5
5
5
B :
> ; # - -K
8558
9 ) K
% !
N, E
= ,
M M
)"
> #
+" %
'
44
5
43
68
5
5
7
80
5
5
5
/
8
5
5
5
/
5
/795
5
/695
/19/
5
5
695
/595
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
)=
;):
: & E
: > # 9': '
/02/
/038
/033
/025
/024
/024
/024
/034
/024
/025
/010
/037
/02/
/032
/026
/02/
/026
/037
48
852
23
/5
86
5
6
7
88
/
/0
/7
8
4
5
5
8
7
/395
/79/
/494
/598
/294
5
695
798
5
5
1
5
5
5
5
5
5
5
)" -
;): +: ): N F B*
: : #:
"
)" -
-
-
&
#
C &
-
H
#
#
- M $
)
) -
/034
/024
/025
/025
81
3
/0
5
/4
5
2
5
/392
195
097
5
5
5
5
5
'
)=
„VIÐ ætlum að reyna að spila
skemmtilegan og vonandi árang-
ursríkan fótbolta í sumar og um-
fram allt hafa gaman af því sem við
erum að gera,“ segir Ólafur Jó-
hannesson, þjálfari FH-inga, sem
aftur er kominn í slaginn hjá Hafn-
arfjarðarliðinu eftir nokkurra ára
hlé.
„Það hefur ekki gengið sem
skyldi hjá okkur á undirbúnings-
tímabilinu en ég held að þetta horfi
til betri vegar. Ég fékk allan hópinn
seint saman svo það hefur tekið
sinn tíma að slípa hann saman. Við
ætlum að reyna að forðast fallbar-
áttuna en gerum okkur grein fyrir
því að hver einasti leikur verður
strembinn þar sem við verðum að
hafa mikið fyrir hlutunum,“ segir
Ólafur.
Ólafur Jóhannesson
„Hafa gaman
af því sem við
erum að gera“