Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 6
Þjónustuskoðun bílaumboðanna er ekki skilyrði fyrir ábyrgð, að mati FÍB. TEKJUR af þessari þjónustu skipta bílaumboðin talsverðu máli og eru gróflega áætlað á bilinu 17–30% af heildartekjum verkstæðanna. Sumir segja að verið sé að þvinga bíleig- endur til að taka þessa þjónustu og á allt of háu verði en aðrir geta ekki hugsað sér að vera án þess sem þeir kalla „öryggisventil“ og benda á að endursöluverð bíla sem hlotið hafa þjónustueftirlit alla tíð sé hærra. Verð á þjónustuskoðun er allt frá um 15.000 kr. upp í 30.000 kr. eftir bílgerðum. Björn Víglundsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Toyota, segir að þjónustueftirlit sé stór hluti af verk- efnum verkstæðis Toyota og jafnvel allt að þriðjungur af heildartekjum þess. „Við fáum til okkar nýlegri bíla, fimm ára og yngri, og ef þjónustu- skoðanirnar eru framkvæmdar er fátt annað við þessa bíla að gera. Það eru undantekningar ef þeir bila að öðru leyti enda er Toyota með lægstu bilanatíðni bíla á markaðn- um,“ segir Björn. Hann segir að menn séu í verri stöðu ef bilun kemur upp í bíl á ábyrgðartíma, og ekki hefur verið farið með í þjónustueftirlit, ef bil- unina má rekja til þess að skoðunin var vanrækt. „Þá yrði væntanlega farið fram á einhverja kostnaðarskiptingu. Það er samt ekkert einhlítt í þessu og við forðumst að taka slíkar ákvarðanir. Markmiðið með þjónustueftirlitinu er ekki að refsa mönnum heldur að koma í veg fyrir að bíllinn bili. Við höfum meira að segja dæmi um það að menn hafa trassað allt eftirlit og samt fengið sína ábyrgð ef bilunin hefur verið af því tagi að ekki er hægt að rekja hana til þess að bíll- inn var ekki í þjónustueftirliti. Við vitum það að fólk sem upplifir það að hafa verið hlunnfarið er ekki áfjáð í viðskipti við okkur á ný. En auðvitað kemur það fyrir að okkur finnst fólk gera óraunhæfar kröfur til okkar og vill fá allt fyrir ekki neitt,“ segir Björn. Ábyrgð felld niður Það eru skýrar reglur hjá Heklu varðandi þjónustuskoðanir: „Við leggjum áherslu á það við þjónustu- skoðanir að viðskiptavinir eru með þessu að auka verðgildi bílsins. Þeir sem eru að kaupa notaða bíla horfa gjarnan til þess hvort mætt hefur verið með bílana til reglubundins þjónustueftirlits og smurþjónustu. Þjónustueftirlit er fyrirbyggjandi viðhald. Það er mun lægri bilana- tíðni í þeim bílum sem mætt er með til þjónustukoðunar, og þeir eru betri í endursölu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, upplýsingafulltrúi hjá Heklu. Samkvæmt kaupalögum eru nýir bílar með tveggja ára ábyrgð. „Mæti menn ekki með bílana í þjón- ustuskoðun samkvæmt þjónustu- handbókum fellur niður ábyrgð um- fram tvö fyrstu árin, þ.e.a.s. ábyrgð á þriðja ári. Fyrstu tvö árin er full ábyrgð nema í þeim tilvikum þar sem rekja má þær bilanir sem upp koma til vanrækslu eða þess að ekki hafi verið komið með bílana í þjón- ustuskoðun,“ segir Jón Trausti. Komi upp ágreiningsatriði hvað þetta varðar fær Hekla jafnan til hlutlausan aðila til að skera úr um málið. Sá aðili er Félag íslenskra bifreiðaeigenda, þau tilvik eru þó aðeins örfá á ári. Gróft áætlað skilar þjónustueft- irlitið um 30% af heildartekjum verkstæðis Heklu. Samkeppni um að draga úr kostnaði Atli Vilhjálmsson, þjónustustjóri hjá B&L, segir að framleiðendur séu nú með öllum ráðum að lág- marka þjónustukostnaðinn við hvern bíl og þar ríki mikil sam- keppni. „Bílarnir eru allir orðnir svipaðir; með líkum búnaði og á svipuðu verði. Þar með blasir við að samkeppni hefjist á þessu sviði,“ segir Atli. Hann segir að af þessum sökum sé kostnaður við þjónustu- skoðun að lækka. Atli segir að Ren- ault og Hyundai bifreiðar frá B&L séu í þriggja ára ábyrgð ef komið er með þær í þjónustuskoðanir. B&L bætir tjón samkvæmt ábyrgðarskil- málum á fyrsta árinu ef ekki er hægt að rekja bilunina til van- rækslu, jafnvel þótt ekki hafi verið komið með bílinn í þjónustuskoðun. En eftir fyrsta árið fellur ábyrgðin á bílnum niður. Sigurjón Á. Ólafsson, þjónustustjóri hjá Brimborg, segir erfitt að gera samanburð á verk- þáttum í þjónustuskoðunum umboð- anna. Mismunandi sé milli umboð- anna hvað felist í skoðununum. „Hjá Toyota er t.d. aðeins val um hvort skipt er um frjókornasíur sem eru þó orðnar staðalbúnaður í öllum betri bílum í dag,“ segir Sigurjón. Hann segir að bíleigendur notfæri sér í auknum mæli þessa þjónustu. „Fólk er farið að hugsa betur um eigur sínar og þjónustuskoðun er ódýrasta viðhaldið þegar upp er staðið. Allir bílaframleiðendur hafa lækkað kostnað við þetta eftirlit með markvissari aðgerðum og betri gæðum í bílum. Mínir viðskiptavinir sem hafa nýtt sér þessa þjónustu fullyrða að þetta sé ódýrasta við- haldið. Aðrir hafa ekki trú á þessu og eru að missa af miklu. Í fyrsta lagi er endursöluverðið lægra. Kaupendur notaðra bíla eru farnir að inna eftir því hvort viðkomandi bíll hafi verið í þjónustueftirliti. Auk þess eru framleiðendur oft á tíðum með uppfærslu á bíl án innköllunar. Þegar bíll kemur í þjónustuskoðun á að uppfæra einhverja hluti í bílnum eigandanum að kostnaðarlausu. Sá sem ekki sinnir þjónustueftirlitinu missir af þessu.“ Þjónustueftirlit — örygg- isventill eða gjaldtaka?                      ! "  # $ % & ' ! ( % & ' )* +  , -. !/ # ( % & ' 0  % .    !  -. ( % & '    -  -  .     .  & !    .     .  & !  12-& . !  !3&   45 %. ! 6" 57 &  & 8    . # 23  !    !   !-9   -9 : 23   5&  ! ;. 23 <3! - 23# !/"   :23 5-&     .. 7&/.8 7&<   5 -& ) : &    =  -. # 0  .  6=2 =.       =.  !23.   . 5>#  =  .  <3! - 23 . 6 <  /2353.                      ? @ A ( B ? @ ( C $ B D ?E ?? ?@ ?A ?( ?$ ?C ?B ?F ?D @E @? @@ @A                   !        "# $%&  ' "'(  "' %")                                                      * +,  -    .  +. +  "$ &"#  ' "'(  "& ()(  "# $%&  ' "'(  "' %")  gugu@mbl.is Skiptar skoðanir eru meðal manna á þjónustueftirliti sem bílaumboðin bjóða og gera raunar skilyrði fyrir fullri ábyrgð á ökutækjunum. Guð- jón Guðmundsson ræddi við forsvarsmenn nokkurra bíla- umboða um hvað felst í þjón- ustueftirliti og hvernig ábyrgðarmálum er háttað. 6 B MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Lexus IS 200 Sport, 08/01, sjálfskiptur, leðuráklæði, 17“ álfelgur, Abs, öryggispúðar, loftkæling, geislaspil- ari, kastarar í framstuðara, dökkar rúður, spoilera kit. Verð kr. 2.675.000 „ÞAÐ er hagkvæmt fyrir bifreiða- eigendur að halda bifreiðum sínum vel við. Þannig tryggja þeir betur öryggi sitt og annarra og betra end- ursöluverð þegar kemur að því að endurnýja farkostinn. Þetta geta bifreiðaeigendur gert með því að hirða vel um bifreiðina sjálfir og láta sérfróða aðila smyrja hann, yfirfara og þjónusta reglulega,“ segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-blaðsins. Hann segir að samkvæmt lögum um viðskipti með nýja bíla sem hér gilda og eru efnislega þau sömu og á Evrópska efnahagssvæðinu bera framleiðendur bifreiða tveggja ára ábyrgð gagnvart hugsanlegum hrá- efnis- og framleiðslugöllum í nýjum bílum og einstökum hlutum þeirra. „Ábyrgðin er almennt séð háð því að öll meðferð og umhirða bíls- ins sé innan eðlilegra marka og far- ið sé að fyrirmælum framleiðanda bílsins um þau efni. Ábyrgðin er ekki bundin því skilyrði að umboðs- eða söluaðili bílsins skoði bílinn á ábyrgðartímanum á eigin verk- stæðum eða verkstæðum á sínum vegum, smyrji hann og stilli. Það nægir að löggiltur viðhaldsaðili, t.d. verkstæði eða smurstöð, annist það og færi það sem hann gerði í við- haldsbók bílsins eða tíundi það á vinnureikningnum. Umboðs- og/eða söluaðili getur ekki lengur skilyrt þessa framleiðsluábyrgð við sig eða sitt/sín verkstæði,“ segir Stefán. Smurefni betri í dag Stefán segir að varðandi fram- haldsábyrgð í eitt ár umfram hina lögbundnu þá sé um að ræða við- skiptasamning á milli bíleigenda og bifreiðaumboðs. Skilmálar í þeim samningum geti verið með ýmsu móti en oftast sé miðað við að bíl- eigandinn uppfylli kröfur um þjón- ustueftirlit bifreiðaumboðsins. Eigendur nýrra og nýlegra bíla þurfi að kanna verð og umfang þjónustuskoðana og fara yfir ábend- ingar framleiðenda um hve oft skuli þjónusta og smyrja bílinn. Smurefni í dag séu mun endingarbetri og dýr- ari en fyrir fáum árum og algengt að umboðsaðilar hér á landi mæli með olíuskiptum á 10 þúsund km til 15 þúsund km fresti. Í nágranna- löndunum sé algengt að komið sé með bíla til smurþjónustu á 30 þúsund km fresti sé bílnum ekið í samræmi við viðmiðanir eðlilega notkun. „FÍB hvetur bifreiðaeigendur til þess að kynna sér rétt sinn og skyldur gagnvart seljendum nýrra bíla og ábyrgð framleiðenda. Félags- fólk í FÍB hefur aðgang að upplýs- ingum hjá félagi sínu og aðstoð tæknimanns og lögfræðinga í álita- málum sem upp kunna að koma,“ segir Stefán. Nægir að löggiltur viðhaldsaðili skoði bílinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.