Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar EFTIR nokkurra ára lægð hjá Mitsubishi þar sem fátt var um fína drætti streyma núna nýir bílar frá fyrirtækinu. Sá fyrsti til að berast hingað til lands er jepplingurinn Outlander sem kemur í stað Pajero Pinin sem framleiðslu verður hætt á. Seinna á árinu er svo von á Grandis sem leysir Space Wagon af hólmi og enn síðar splunkunýr Lancer og Colt. Outlander er fyrsti nýi bíllinn sem Mitsubishi setur á markað í Evrópu síðan árið 2000. Sportlegar línur Outlander vekur strax athygli fyr- ir óvenju sportlegar línur hvað jepp- ling varðar. Framendinn er grípandi með áberandi broti í miðri vélarhlíf- inni. Komið nýtt Mitsubishi-merki sem nú er silfrað í stað rauða merk- isins áður. Vélarhlífin er löng og grillið kraftalegt með stórum loftinn- tökum. Hliðarlínan er há og hliðar- gluggarnir þar af leiðandi litlir. Aft- urhlerinn er kúptur og minnir dálítið á langbakslag á fólksbílalegri jepp- lingum, eins og t.d. Subaru Forester. Að innan er nytjastefnan ríkjandi og lítið um prjál eða óþarfa. Þó er snyrtilegur frágangur á öllu. Þarna er allt sem flestir óska sér; útvarp með geislaspilara, hiti í framsætum, rafmagn í öllum rúðum, armhvíla milli sæta o.s.frv. Outlander er í tveimur útfærslum, þ.e. Comfort og Luxus. Staðalbún- aður í Comfort er m.a. ABS-hemlar með EBD-hemlunarátaksdreifingu, fjórir líknarbelgir, skyggðar aftur- rúður, 16 tommu álfelgur, myndar- legt þakrið, þokuljós og ISOFIX- barnabílstólsfestingar. Í Luxus- gerðinni eru að auki leðurklædd sæti, tvær sóllúgur, loftkæling og vindskeið og verðið á þeim bíl er 2.780.000 kr. Lítið farangursrými Það er ágætt pláss í bílnum fyrir fimm manns. Sæti gefa góðan stuðn- ing og það fer vel um ökumann undir stýri. Farangursrýmið er reyndar með því minnsta í þessum flokki bíla. Það er lágt en undir hlíf er falskur botn þar sem hægt er að geyma smá- hluti. Aftursætin er hægt að fella niður í hlutföllunum 60/40 og þannig má stórauka farangursrýmið þegar þörf er á því. Enn sem komið er fæst Outlander einungis með 2ja lítra, 136 hestafla bensínvél og einungis beinskiptur. Í haust verður hann fáanlegur með sjálfskiptingu og þá bætist líka í hóp- inn 160 hestafla, 2,4 lítra vél sem ein- ungis verður fáanleg með sjálfskipt- ingu. Í lok næsta árs kemur síðan túrbóútfærsla af 2ja lítra vélinni sem skilar um 200 hestöflum. Skemmtileg vél á háum snúningi 2ja lítra vélin er ekkert orkubúnt en hún virkar skemmtilega með beinskiptingunni því mesta aflið næst út úr henni við tiltölulega háan snúning. Bíllinn skilar talsverðu afli í 5.000 snúningum og hljóðið í vélinni er sportlegt. Gírskiptingin er ná- kvæm en ekki að sama skapi liðug. Mitsubishi hefur tekist vel upp með þennan nýja undirvagn því bíll- inn hefur mikla rásfestu. Á malbik- inu eru aksturseiginleikarnir allt að því sportlegir og á mölinni vekur at- hygli hve bíllinn er stöðugur og allar hreyfingar fyrirsjáanlegar. Sjálf- stæð fjöðrun er á öllum hjólum með McPherson-gormafjöðrun að fram- an og fjölliðafjöðrun að aftan. Kældir hemladiskar eru að framan og 14" skálabremsur að aftan. Samkeppnishæft verð Sítengt aldrif er í bílnum og átakið á fram- og afturhjól jafnt þegar tekið er af stað sem kemur í veg fyrir að hægt sé að spóla bílnum. Þetta er sama drifkerfið og í Lancer Evolu- tion og er með seigjukúplingu og mismunadrifi. Nokkuð hátt er undir lægsta punkt á Outlander, eða 19,5 cm, sem gerir honum kleift að takast að nokkru leyti á við torfarnari slóða. Outlander hefur allt til að bera til að geta látið að sér kveða á jepp- lingamarkaðnum; sportlegt útlit sem greinir hann frá öðrum bílum í sama flokki, góða 2ja lítra vél og góðan undirvagn sem býður upp á úrvals aksturseiginleika. Það gæti sett strik í reikninginn til að byrja með að bíllinn fæst ekki sjálfskiptur en úr því verður bætt í haust. Verðið er síðan vel samkeppnishæft þegar litið er til búnaðar; 2.490.000 kr. Keppi- nautarnir eru allnokkrir. Þar ber fyrstan að telja söluhæsta jeppling- inn á landinu, Toyota RAV4, sem kostar í sambærilegri gerð 2.489.000 kr., Hyundai Santa Fé, sem kostar 2.390.000 kr., Nissan X-Trail sem kostar 2.760.000 kr., Suzuki Grand Vitara sem kostar 2.435.000 kr. og Honda CR-V sem kostar 2.849.000 kr. Morgunblaðið/Arnaldur Sítengt drif og góður undirvagn gera Outlander að góðum akstursbíl. REYNSLUAKSTUR Outlander 2,0 Comfort Guðjón Guðmundsson / , 0  1 ?AC ??8( ?D8$ D8( ?>$A$ (>$($ ?>B$E (E@?>E(D 1   !  G% G% G% G% @>C@$ $ %(# ###  23 2 3 -  .  ?EE . 4,-  !5 6   - ?EE . ! 51- . 1-  7 11-      -  1   8 9 .: .       ;   7<, 2  , -  4  =  >< 25 1    ? 21 @<4  A  B 1 4 C5 4% ?$E ?E8C ?D8E F8F ?>AAE (>@($ ?>BF$ $@EDBE 1   !  G% G% G% G% @>(DE $ %&( ###  ?(E ??8A @A8E D8A ?>(?$ (>$?E ?>CB$ A$E?>F(E 1   !  G% G% G% @>C@$ $ )'# ###  ?($ ?@ @E8B D8F ?>B?F (>$EE ?>F($ F$E@>?EE 1   !  4>  5> G% G% G% @>C@E $ D(# ###  ?$E ?E @E8$ ?? ?>(@$ (>$B$ ?>BFE $@BD(F 1   G% G% G% G% @>CAE $ &%( ###  ?@F ?A ?D8$ D8A ?>A$$ (>@?$ ?>B(E 1   !  G% G% G% @>(FE $ %(E ###     gugu@mbl.is Vél: 2 lítra, fjögurra strokka. Afl: 136 hestöfl. Lengd: 4.545 mm. Breidd: 1.750 mm. Verð: 2.490.000 kr. Mitsubishi Outlander 2,0 Comfort Afturhlerinn er dálítið kúptur og þakrið setja svip á bílinn. Sportlegur svipur er yfir mælaborðinu þótt ekki sé mikið í það lagt. Mælar í takt við sportlega eiginleika. Nýtt andlit Mitsubishi Farangursrýmið er með minna móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.