Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 C 5 Sálfræðingur Við sálfræðideild Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur er laus staða sálfræðings frá og með 1. ágúst næstkomandi. Við deildina starfa 12 sálfræðingar, í 11 stöðugildum, sem þjóna um 2/3 af grunnskólum Reykjavíkur. Starfið felur meðal annars í sér:  Mat og greiningar á börnum.  Ráðgjöf til skólastjórnenda, kennara og for- eldra.  Setu á nemendaverndarráðsfundum.  Aðstoð og ráðgjöf við sérdeildir.  Samvinnu við stjórnendur, kennara og ráð- gjafa.  Handleiðslu.  Ráðgjöf fyrir skóla og heimili vegna vanda barna.  Ráðgjöf og viðtöl við nemendur.  Að veita upplýsingar um úrræði sem standa fjölskyldum og skólum til boða. Leitað er að starfsmanni sem er:  Með menntun og leyfi til að starfa sem sál- fræðingur.  Lipur í mannlegum samskiptum, áhugasam- ur, skapgóður og óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni.  Hefur hæfileika til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi og er tilbúinn að vinna með hópi fólks í þverfaglegu starfi.  Hefur áhuga á að þróa þverfaglegt samstarf innan skólakerfisins. Nánari upplýsingar veita Hákon Sigursteinsson, deildastjóri sálfræði- deildar, hakons@rvk.is og Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri, ingunn@rvk.is, sími 535 5000. Umsóknarfrestur er til 2. júní nk. Umsóknir sendist til Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Laun samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags sálfræðinga og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Styrktarfélag vangefinna Forstöðuþroskaþjálfi óskast við Sambýlið Lálandi 23. For- stöðuþroskaþjálfi ber ábyrgð á rekstri, starfsmannahaldi og faglegu starfi. Um er að ræða 100% starf. Forstöðuþroskaþjálfi tekur þátt í sam- starfi við ráðgjafa og aðra stjórnendur hjá Styrktarfélaginu og fær þannig stöð- ugan stuðning í starfi. Við leitum að áhugasömum þroskaþjálfa sem hefur reynslu af starfi með fötluð- um og góða samstarfshæfileika. For- stöðuþroskaþjálfi mun taka þátt í stefnu- mótunarvinnu og þróa þjónustuna í takt við það. Æskilegt er að nýr forstöðuþroskaþjálfi geti hafið störf seinni partinn í ágúst eða byrjun september. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu félagsins Skipholti 50c, eigi síðar en 30. maí nk. Nánari upplýsingar veitir starfs- mannastjóri á skrifstofutíma í síma 551 5941. Hægt er að nálgast upplýsingar um Styrktarfélagið á heimasíðu þess, http:// www.styrktarfelag.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.