Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 19. MAÍ BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALSMENN KOMU, SÁU OG SIGRUÐU / B2, B3, B6 Viðurkenningar til þjálfara ársinsféllu báðar Haukum í skaut. Viggó Sigurðsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Hauka, var kjör- inn þjálfari ársins hjá körlunum og Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari bik- armeistara Hauka, hjá konunum. Stefán Arnaldsson og Gunnar Við- arsson voru útnefndir dómarar árs- ins. Fjölmargar aðrar viðurkenning- ar voru veittar á lokahófinu: Háttvísiverðlaun: Vigdís Sigurðardóttir ÍBV og Andreas Stelmokas KA Unglingabikar HSÍ: Haukar, Hafnarfirði Valdimarsbikarinn: Halldór Ingólfsson, Haukum Markahæstu leikmenn: Jaliesky Garcia Padron, HK, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Hauk- um Bestu varnarmenn: Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV, og Júlíus Jónasson, ÍR Bestu sóknarmenn: Sylvia Strass, ÍBV, og Alexanders Petersons, Gróttu/KR Bestu markmenn: Berglind Íris Hansdóttir, Val, og Roland Valur Eradze, Val Morgunblaðið/Jón Svavarsson Handknattleiksmenn ársins 2003 með verðlaun sín á lokahófinu á laugardagskvöldið – Andrius Stelmokas, línumaður úr KA, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður úr Haukum. Stelmokas og Hanna best HAUKAR hirtu mörg verðlaun á uppskeruhátíð handknattleiksfólks sem haldin var á Broadway á laugardagskvöldið. Bestu leikmenn í karla- og kvennaflokki voru útnefnd Andrius Stelmokas, KA, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum. Efnilegustu leikmennirnir voru kjörnir Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum og Elísabet Gunnars- dóttir, Stjörnunni. JÓN Arnór Stefánsson körfuknatt- leiksmaður hjá TBB Trier í Þýska- landi hefur tilkynnt forsvars- mönnum NBA-deildar- innar að hann gefi kost á sér í nýliðaval NBA-deildar- innar sem fram fer í New York hinn 26. júní nk. Jón Arnór er í hópi 42 bandarískra leikmanna og 14 alþjóðlegra sem hafa ekki verið í bandarískum háskóla á ferli sínum. Þessi leikmenn geta hætt við ákvörðun sína allt fram til 19. júní. Jón Arnór mun ekki leika meira með liði sínu á þessu keppnistíma- bili þar sem hann fór í aðgerð á hné á dögunum en verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem held- ur til Möltu í byrjun júnímánaðar, verði hann heill helsu. Jón Arnar verður hinsvegar ekki með íslenska landsliðinu sem leikur þrjá leiki gegn því norska í lok mánaðarins. Leikið verður dagana 23.-25. maí og fara leikirnir fram í Keflavík, Reykjavík og Hafnarfirði en það verða jafnframt fyrstu landsleikir Damon Johnson sem fékk íslenskt ríkisfang um áramót. Aðeins einn íslenskur leikmaður hefur leikið með NBA-liði en það gerði Pétur Guðmundsson árið 1981 er hann var valinn af Portland Trailblazers í þriðju umferð og sá 61. í röðinni. Pétur var fyrsti Evr- ópubúinn sem samdi við NBA-lið en Pétur lék síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs í NBA-deildinni. Jón Arnór gefur kost á sér í nýliða- val NBA Jón Arnór Stefánsson ÍBV hefur samið við ungverska handknattleiksmanninn Imre Kiss um að leika með liðinu á næstu leik- tíð. Kiss er örvhent skytta og var fimmti markahæsti leikmaðurinn í ungversku deildinni á nýliðinni leiktíð. Þar með er ljóst að tveir Ungverjar verða í herbúðum ÍBV í vetur, Eyjamenn hafa samið við Ro- bert Bognar um að hann leiki áfram með liðinu en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil. Annar Ungverji til liðs við ÍBV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.