Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 12
Rooney meiddur HINN 17 ára gamli fram- herji enska landsliðsins og Everton, Wayne Rooney, er meiddur og fer ekki með enska landsliðinu til S-Afr- íku. Allar líkur eru á því að Rooney verði ekki með enska liðinu í sumar. Einnig er Danny Murphy frá Liver- pool meiddur á hálsi. Eng- land leikur vináttuleik gegn S-Afríku í næstu viku og gegn Serbíu/Montenegro þann 3. júní. Liðið leikur í undankeppni Evrópumóts landsliða þann 11. júní á heimavelli gegn Slóvakíu. DAVID Seaman hefur verið boðið af forráðamönnum Arsenal að taka að sér þjálfun markvarða hjá liðinu en allar líkur eru á að Seaman verði ekki aðalmarkvörður Arsenal á næstu leiktíð. „Seaman er einn af bestu markvörðum Englands þrátt fyrir að hann sé að verða fertugur, en það er óvíst að hann geti haldið áfram á þessari braut og leikið 60 leiki á næstu leiktíð. Ég vil hins vegar hafa hann í her- búðum liðsins áfram og kannski verður hann varamark- vörður liðsins,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Bob Wilson, sem hefur verið þjálfari markvarða Ars- enal á undanförnum árum, er ekki á sama máli og Weng- er. „Ég tel að Seaman geti leikið í ensku úrvalsdeildinni í nokkur ár til viðbótar. Það er mitt mat að verði hann ekki fyrsti kostur hjá Arsenal áfram muni hann leika með öðru ensku liði á næstu leiktíð,“ segir Wilson. Seaman segir sjálfur að hann hafi ekki gert upp hug sinn og staðfestir að nokkur lið hafi nú þegar haft sam- band við sig og þar á meðal sé Manchester City. Reuters David Seaman, fyrirliði og markvörður Arsen- al, með bikarinn eftirsótta. Seaman vill halda áfram  TED Beckham, faðir knattspyrnu- stjörnunnar Davids Beckhams, hef- ur enn og aftur gengið fram fyrir skjöldu í umræðum um son sinn. Í blaðinu Sunday Express segir Ted að sonur sinn verði um kyrrt á Old Trafford eins lengi og Manchester United vill. „Beckham hefur mikla ástúð á United og vill ekki yfirgefa félagið. Og ef fólk er að segja að hann sé á förum er það bara brand- ari,“ segir Ted Beckham meðal ann- ars.  THIERRY Henry framherjinn frábæri hjá Arsenal, sem útnefndur var knattspyrnumaður ársins, bæði af Samtökum atvinnuknattspyrnu- manna og eins af íþróttafréttamönn- um, skrifaði fyrir leikinn við South- ampton á laugardaginn undir nýjan þriggja ára samning við félagið sem gildir til ársins 2007.  HENRY, sem er 25 ára gamall, var keyptur til Arsenal frá Juventus fyr- ir fjórum árum á 10,5 milljónir punda. Hann lék á laugardaginn sinn 180. leik fyrir Lundúnarliðið og í þessum leikjum hefur hann skorað 112 mörk og lagt upp ógrynni af mörkum fyrir félaga sína.  ROBERT Pires mun á næstum dögum fylgja fordæmi landa sína og gera nýjan samning við Arsenal en líkt og Henry hefur hann átt mjög farsælan feril hjá félaginu og reynst því ákaflega dýrmætur.  ALAN Curbishley knattspyrnu- stjóri Charlton hefur aftekið með öllu að vera á leið í stól knattspyrnu- stjóra Aston Villa í stað Grahams Taylors. Curbishley segist ánægður hjá Charlton þar sem hann hefur verið undanfarin 12 ár við góðan orðstír.  MÓNAKÓ varð á laugardagskvöld franskur bikarmeistari í knatt- spyrnu þegar liðið sigraði Sochaux, 4:1, í úrslitaleik á Stade de France í París þar sem 80,000 áhorfendur voru saman komnir. Markalaust var í hálfleik en í síðari hálfleik héldu leikmönnum engin bönd. Þeir skor- uðu fjögur mörk á fyrsta hálftíman- um og innsigluðu öruggan sigur.  PORTÚGALAR urðu um helgina Evrópumeistarar leikmanna 17 ára og yngri þegar þeir báru sigurorð af Spánverjum, 2:1, í úrslitaleik í Viseu í Portúgal þar sem úrslitakeppnin fór fram.  PIERRE van Hooijdonk skoraði þrennu fyrir Feyenoord þegar liðið sigraði topplið PSV, 3:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þar með opnaðist toppbar- áttan upp á gátt en þegar tveimur umferðum er ólokið er PSV efst með 80 stig, Ajax, sem burstaði De Graafschaap, 7:1, er með 77 stig og Feyenoord 76. FÓLK Það rigndi mikið fyrir leikinn ogþví var ákveðið að hafa þakið á vellinum glæsilega í Cardiff þar sem Arsenal hefur verið fastagestur á þessum tíma undanfarin þrjú ár. Í fyrra fagnaði liðið sigri á Chelsea í úrslitaleik eftir vonbrigði frá árinu áður þegar Liverpool stal sigrinum á lokamínútunum. Sigurinn var fyllilega verðskuldað- ur hjá Arsenal enda réð liðið ferðinni allan leikinn og átti góð færi til að skora fleiri mörk. Pires skoraði markið af stuttu færi eftir undirbún- ing Thierrys Henrys og Dennis Bergkamps og fyrsta bikarmark Pir- es á leiktíðinni gat ekki komið á betri tíma. Undir lokin náði Southampton að koma aukaslögum á stuðnings- menn Arsenal. Sjö mínútum fyrir leikslok þurfti David Seaman, sem var fyrirliði í forföllum Patricks Vieira, að taka á honum stóra sínum þegar hann varði skot Bretts Ormerods og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma hreinsaði Ashley Cole af marklínu eftir skalla James Beattie. „Þetta var kærkominn endir á tímabilinu og ég er sérlega glaður. Lið mitt var undir mikilli pressu enda átti það á hættu að vinna engan titil á tímabilinu. Síðustu dagar hafa verið okkur mjög erfiðir. Við vorum mjög vonsviknir að missa meistara- titilinn út úr höndunum svo það komst ekkert annað að í huga okkar en að taka bikarinn,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leikinn. „Þrátt fyrir allt getum við verið sáttir við leiktíðina enda mjög nálægt því að vinna tvöfalt ann- að árið í röð,“ bætti Frakkinn við. Thierry Henry, sem rétt fyrir leik- inn skrifaði undir nýjan samning við Arsenal sem gildir til árisns 2007, sagði sigurinn sárabætur, en hann var útnefndur maður leiksins. „Við vorum búnir að bíða í marga daga eftir þessum sigri og það hefði verið mjög erfitt að taka því ef okkur hefði ekki tekst að innbyrða titil á tímabilinu. Þetta var kannski naum- ur sigur en fyllilega sanngjarn og við vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk en Antti Niemi var okkur erf- iður. Það kom aldrei upp í huga minn að yfirgefa Arsenal. Ég vil ekki fara og þess vegna gerði ég nýjan samn- ing,“ sagði Henry. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið neinn stjörnuúrslitaleikur en við unnum og það var fyrir mestu. Við vorum mjög áfjáðir í að vinna bikarinn og sigurviljinn var svo sann- arlega ríkjandi hjá okkur í leiknum og í undirbúningnum fyrir hann,“ sagði fyrirliðinn, David Seaman. Liðsmenn Southampton tóku ósigrinum af karlmennsku en árang- ur liðsins í deild og bikar kom mörg- um mjög á óvart. „Það er auðvitað enginn glaður yf- ir því að tapa en við urðum einfald- lega að lúta í lægra haldi fyrir betra liði. En ég hef fulla trú á að við eigum eftir að láta að okkur kveða í framtíð- inni. Það var lærdómsríkt fyrir marga af spilurum okkar að fá að upplifa svona leik og fá nasasjón af úrslitaleik og ég er viss um að við viljum komast í þessi spor á ný,“ sagði Chris Marsden, fyrirliði South- ampton. Arsene Wenger var ánægður þegar níundi bikarmeistaratitill Arsenal var í höfn „Þetta var kærkominn endir á tímabilinu“ AP Franski landsliðsmaðurinn Robert Pires skoraði sigurmark Arsenal á laugardaginn. ARSENAL varð á laugardaginn fyrsta félagið í 21 ár sem tekst að verja bikarmeistaratitil sinn en Lundúnaliðið bar sigurorð af Southampton, 1:0, undir þaki þúsaldarvallarins í Cardiff í Wales. Frakkinn Robert Pires skoraði sigurmarkið á 38. mín- útu og tryggði þar með Arsenal bikarinn í 9. sinn í sögu félags- ins í 16 tilraunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.