Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 B 5 Leikurinn var nokkuð fjörlegurframan af. Blikar höfðu góð tök á miðjuspilinu þar sem þær Elín Anna Steinarsdóttir og Bára Gunnars- dóttir voru mjög sterkar og átti Breiðablik nokkrar ágætar sóknir að marki Þórs/KA/KS. Norðanstúlkur sýndu þó ágæt tilþrif og áttu skyndisóknir sem héldu heimaliðinu á tánum. Eftir eina slíka munaði minnstu að Helga Ósk Hann- esdóttir, fyrirliði Breiðabliks, setti knöttinn í eigið mark en er hún hugð- ist hreinsa aftur fyrir endalínu vildi ekki betur til en svo að knötturinn hafnaði í markstönginni. Erna Sig- urðardóttir kom Blikum á bragðið á 36. mínútu er hún slapp ein innfyrir vörn norðanstúlkna og vippaði knett- inum yfir Söndru Sigurðardóttur, markvörð Þórs/KA/KS. Megn rangstöðufnykur var af markinu en aðstoðardómarinn sá ekkert athuga- vert og markið var dæmt gott og gilt. Aðeins sjö mínútum síðar voru Blikar aftur á ferðinni. Helga Ósk tók auka- spyrnu á miðjum vallarhelmingi Þórs/KA/KS og Elín Anna Steinars- dóttir skallaði knöttinn laglega í netið úr vítateignum. Leikurinn jafnaðist mjög í síðari hálfleik. Blikar héldu þó áfram að vera meira með knöttinn og sækja en varnarlína Þórs/KA/KS var sterk og kom í veg fyrir fleiri mörk Kópavogs- stúlkna. Elma Rún Grétarsdóttir, sem var nýkomin inná sem varamað- ur, minnkaði muninn fyrir Þór/KA/ KS í uppbótartíma eftir góða skyndi- sókn og fína sendingu frá Rakel Sig- mundsdóttur. Breiðablik sýndi á köflum ágæta knattspyrnu í þessum leik. Það á sérstaklega við um fyrri hálfleikinn þar sem liðið hafði leikinn nánast í hendi sér. Helga Ósk Hann- esdóttir, Bára Gunnarsdóttir og Elín Anna Steinarsdóttir léku best í liði Breiðabliks. Leikmenn Þórs/KA/KS börðust af krafti allan leiktímann og uppskáru mark á lokamínútunni í leik sem allt eins hefði getað lyktað með jafntefli. Þór/KA/KS var spáð 5. sæti í deildinni af forráðamönnum lið- anna en leikmenn liðsins sýndu það í þessum leik að liðin fjögur sem spáð er fyrir ofan þær mega hafa sig öll við að ná þremur stigum út úr leikjunum gegn þeim. Það sem helst gæti verið áhyggjuefni er hversu lítil breidd er í liðinu en í leiknum gegn Breiðabliki á laugardag voru aðeins þrír varamenn á skýrslu. Ásta Árnadóttir, Kristín Gísladóttir og Rakel Sigmundsdóttir léku best í liði Þórs/KA/KS. Morgunblaðið/Arnaldur Barist um knöttinn í leik Breiðabliks og Þór/KA/KS á Kópavogsvelli á laugardaginn. Erna skoraði fyrsta markið ERNA Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði fyrsta markið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á laugardag en þá unnu Blika- stúlkur Þór/KA/KS 2:1. Leikurinn, sem jafnframt var fyrsti leikur Ís- landsmótanna í knattspyrnu, fór fram við ágætar aðstæður á Kópa- vogsvelli að viðstöddum um 100 áhorfendum. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Landsbankadeildin á mbl.is Fréttir • Tölfræði • Leikdagar • Markahæstir • Spjöld Skjóttu á úrslitin Taktu þátt í skemmtilegum leik þar sem þú getur skotið á úrslit í Landsbankadeildinni. Glæsilegir vinningar frá Adidas og KSÍ. Úrslit í SMS Skráðu þig á mbl.is og fáðu úrslit leikja send beint í gsm símann þinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.