Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MAGDEBURG er öruggt með þriðja sæti í þýsku Bundeslig- unni í handknattleik og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir öruggan sigur á Lübbecke, 37:30, á útvelli. Læri- sveinar Alfreðs Gíslasonar halda enn í vonina um að taka annað sætið af Flensburg en þegar tveimur umferðum er ólokið af deildarkeppninni munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Ólafur skoraði 8 mörk fyrir Magdeburg, þar af fjögur úr vítakasti, og Sigfús Sigurðsson skoraði 3. Nýkrýndir meistarar Lemgo mörðu sigur á Essen, 36:35, og þurfa því aðeins tvö sig út úr tveimur síðustu leikjunum til að setja stigamet í deildinni en þeir hafa þegar slegið markametið og skorað 34 mörk að meðaltali í leik. Patrekur Jóhannesson skor- aði 3 mörk fyrir Essen, sem missti endanlega af þriðja sæt- inu, en GuðjónValur Sigurðsson gat ekki leikið vegna meiðsla. Risinn Wolker Zerbe skoraði mest fyrir meistaranna eða 10 mörk. Róbert Sighvatsson skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir Hamburg, 29:22. Einar Örn Jónsson var hins vegar ekki á markalistanum hjá Wallau Massenheim sem tapaði fyrir Gummersbach, 27:26. Ólafur með átta fyrir Magdeburg Ólafur Stefánsson SVO getur farið að Skotinn Scott Ramsay leiki með Keflvíkingum í 1. deildinni í sumar. Ramsay, sem ákvað í vetur að yfirgefa Grindavík þar sem hann hefur leikið und- anfarin ár, og ganga í raðir KR- inga hætti óvænt hjá vesturbæj- arliðinu í apríl og hélt til heima- lands síns. Keflvíkingar ræddu við Ramsay, áður en hann hélt af landi brott, með það fyrir augum að fá hann í sitt lið ef hann sneri til baka og tók Skotinn knái vel í það. Rúnar Arnarson formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur sagði við Morgunblaðið að hann hefði heyrt það utan að sér að Ramsay væri hugsanlega á leiðinni til Íslands og ef svo væri mundi hann líklega ganga til liðs við Keflavík. „Ég veit ekki hvenær hann kemur en ef hann ætlar sér að spila þá hlýtur hann að koma fljótlega. Við erum hins vegar alveg rólegir yfir þessu enda vel mannaðir,“ sagði Rúnar. Ramsay með Keflavík? DIRK Nowitzki náði loks að sýna hvað í honum býr í sjöunda leik Dallas Mavericks gegn Sacramento Kings í undaúrslitum vesturstrand- arinnar í NBA-deildinni aðfaranótt sunnudags, þar sem Dallas tryggði sér sigur, 112:99. „Ég hafði fyrir oddaleikinn ekki náð að láta mikið að mér kveða, ég virtist ekki geta fundið rétta taktinn í þessum leikj- um. Ég brá á það ráð að æfa meira á milli leikja og eftir að hafa lagað skotið hjá mér fékk ég sjálfstraustið á ný,“ sagði Nowitzki eftir að Dallas hafði tryggt sér sæti í úrslitum vest- urstrandarinnar gegn San Antonio Spurs, í fyrsta sinn frá árinu 1988 er liðið lék gegn Los Angeles Lakers. Nowitzki skoraði 30 stig, tók 19 fráköst auk þess sem hann skoraði gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokakafla leiksins. Nick Van Exel, Michael Finley, Steve Nash, Raja Bell og Shawn Bradley léku vel að þessu sinni í liði Dallas og hefur Van Exel komið skemmtilega á óvart í liði Mavericks í úrslitakeppninni. „Við erum þakklátir fyrir fram- lag Nick Van Exel í þessum leikjum en hann sagði réttu hlutina á réttum tíma og oft er betra að leikmaður segi slíkt við liðið en ekki þjálf- arinn,“ sagði Don Nelson, þjálfari Dallas Mavericks. Forráðamenn Kings eru gríð- arlega vonsviknir enda lék liðið til úrslita á vesturströndinni fyrir ári og átti að gera betur að þessu sinni. Doug Christie náði sér ekki á strik í oddaleiknum en hann hafði gert góða hluti í úrslitakeppninni. Kings saknaði að sjálfsögðu Chris Webber en hann meiddist á hné í úr- slitarimmunni gegn Dallas og mun gangast undir aðgerð á næstu dög- um. Bobby Jackson, leikmaður Kings, var stuttur í spuna er blaða- menn inntu hann eftir skýringum á tapi liðsins. „Við vorum ekki með Webber, svo einfalt var það,“ sagði Jackson. Nets byrja vel í Detroit Fyrsti leikur Detroit Pistons og New Jersey Nets í úrslitum austur- strandarinnar fór fram í gær þar sem Nets hafði betur, 76:74. Það var Jason Kidd sem skoraði sigurkörfu leiksins 1,4 sekúndum fyrir leikslok. „Byron Scott þjálfari liðsins kallaði númerið mitt og vildi að ég tæki síðasta skotið að þessu sinni. Það heppnaðist að ég held í fyrsta sinn á mínum ferli og ég gat þakkað fyrir það traust sem mér var sýnt af honum og leikmönnum liðsins“ sagði Jason Kidd eftir leik- inn. Næsti leikur liðana fer fram á þriðjudag í Detroit. Nowitzki hrökk í gang Þorlákur sagði við Morgunblaðiðeftir leikinn í Grindavík í gær að það hefðu heldur ekki verið mikl- ar væntingar gerðar til Valsmanna fyrir síðasta tímabil. Þá stokkaði hann liðið algjörlega upp eftir að það féll úr úrvalsdeildinni og mætti til leiks í 1. deild með lið sem að mestu leyti var skipað strákum sem hann stýrði í 2. flokki nokkru áður. „Í fyrra sögðu menn að við færum ekki upp með þennan mannskap en við gerðum það á sannfærandi hátt. Núna renndum við dálítið blint í sjó- inn, en við erum að mestu leyti með það lið sem mun spila fyrir okkur í sumar. Þessir strákar halda áfram og ef við hefðum tapað í dag, hefði ekki annað gerst en að við hefðum haldið áfram og byrjað upp á nýtt í næsta leik, gegn ÍBV. Ég hef þjálf- að flesta þessara pilta lengi, og síð- an höfum við fengið í hópinn nokkra aðkomumenn sem hafa aðlagast okkur geysilega vel og reynst góðir félagar.“ Erum með gott fótboltalið Þorlákur sagði að það hefði vissu- lega verið erfitt að lenda undir eftir aðeins tíu mínútna leik í Grindavík. „Við fengum mótlætið strax og hefð- um auðvitað viljað byrja öðruvísi, en strákarnir leystu það geysilega vel. Auðvitað var skrekkur í manni við það að fá á sig þetta mark, á móti vindinum á erfiðum útivelli. En við sýndum að við erum með gott fót- boltalið og sérstaklega vinnusama stráka á miðjunni, og raunin varð sú að við vorum sterkari aðilinn í leikn- um frá upphafi til enda.“ Þorlákur benti þó á að Grindvík- ingar hefðu ekki verið með sitt sterkasta lið. „Þá vantaði Grétar Hjartarson í framlínuna og ég hefði ekki trúað því að óreyndu að það gæti munað svona svakalega mikið um einn leikmann. Ógnunin hjá þeim var mikið minni fyrir vikið, enda er Grétar frábær leikmaður. Grindavík er með virkilega gott lið og það er því afskaplega ánægjulegt að hafa farið héðan með öll þrjú stigin. Það var góð tilfinning að komast yfir í leiknum, ég var aldrei öruggur fyrr en flautað var af, en við vorum þó mikið líklegri til að bæta við mörkum en þeir til að jafna.“ Engar ráðstafanir vegna Sharpe Hann sagði að þeir Valsmenn hefðu ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir til að leika gegn Lee Sharpe. „Nei, við lögðum enga sér- staka áherslu á hann eða nokkurn annan leikmann Grindavíkur. Við lögðum upp leikinn fyrir okkur sjálfa, fórum lauslega yfir helsta styrk og veikleika mótherjanna, en ekkert meira en það. Sjálfir vorum við í vandræðum með sóknarleikinn í dag, Hálfdán og Jóhann hafa verið meiddir, en komu þó báðir við sögu, og þegar þeir verða komnir í lag hef ég ekki áhyggjur af þessum þætti.“ Þór féll eftir sigur á Akranesi í fyrsta leik Næsta mál á dagskrá Þorláks er að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir óvæntan sigur og sjá til þess að þeir fagni honum ekki of lengi. „Við skulum vera minnugir þess að í fyrra unnu Þórsarar sigur á Akranesi í fyrsta leik en féllu samt. Við erum rólegir, þetta er bara einn leikur sem fer inn í ánægjubankann í dag og kvöld og svo er það búið. Á morgun heldur vinnan áfram,“ sagði Þorlákur Árnason. Ungu strákarnir hans Þorláks Árnasonar, þjálfara HLÍÐARENDASTRÁKARNIR hans Þorláks Árnasonar komu, sáu og sigruðu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gær. Valsmönnum var spáð falli í hinu árlega kaffi- samsæti fyrir Íslandsmótið en flestir hafa reiknað með því að Grindvíkingar taki þátt í barátt- unni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var hinsvegar Þorlákur sem brosti breiðast í leikslok. Strák- arnir hans stóðust prófið í fyrsta leik og virðast staðráðnir í að láta allar hrakspár sem vind um eyru þjóta. Morgunblaðið/Ómar Þorlákur Árnason, þjálfari nýliða Vals, kom, sá og sigraði í Grindavík. „Lögðum upp leikinn fyrir okkur sjálfa“ Eftir Víði Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.