Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 B 9 ÉG er mjög glaður að innbyrða þessi þrjú stig en ég held þó að við eigum töluvert meira inni,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, varn- armaðurinn sterki í liði Fylkis, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Fram í Árbænum. „Það var ósköp þægilegt að byrja mótið með marki á þriðju mínútu og komast í 2:0 eftir 15 mínútna leik. Mér fannst þó Framararnir veita okkur mjög harða keppni. Þeir settu oft á tíðum góða pressu á okkur og við þurftum að hafa tals- vert fyrir hlutunum. Ég held að Fram eigi eftir að reita mörg stig í sumar. Hvað okkur varðar líst mér vel á sumarið. Við erum með stóran og breiðan hóp og það eru ekki mörg lið sem státa af því að geta tekið Hauk Inga út af og sett Sævar Þór inn á í stað hans. Menn verða að vera á tánum í hverjum leik og gamlir menn eins og ég þurfa að leggja enn harðar að sér ef ég ætla að hanga í liðinu. “ Aðspurður hvort úrslitin í öðrum leikjum hefðu komið honum á óvart sagði Þórhallur: „Ég get varla sagt það. Við spiluðum við Val í deild- arbikarnum og þeir pökkuðu okkur saman svo það kom mér ekkert á óvart að þeir skyldu vinna Grinda- vík. Deildin er þrælsterk og ég held því fram að allir geti unnið alla. Við mætum særðum Grindvíkingum hér heima í næstu viku og við hlökkum til að glíma við Bjarna og snillinginn úr fyrrum United- liðinu.“ Held að við eigum töluvert meira inni Það er óhætt að segja að Fylk-ismenn hafi fengið óskabyrjun því eftir 13 mínútna leik sýndi markataflan á Ár- bæjarvelli 2:0 heimamönnum í vil. Framvörnin svaf værum blundi á þessum kafla og mörkin keimlík. Knötturinn sendur innfyrir flata vörn Fram þar sem fótfráir sóknarmenn Fylkis skildu svifaseina varnarmenn Framara eftir. Fyrri hálfleikurinn bauð upp á flest sem prýða þarf góðan leik, marktækifæri á báða bóga, lipran samleik og engu líkara en maður væri að horfa á leik seint á keppn- istímabilinu. Framarar voru eðlilega slegnir eftir þessi ósköp í upphafi en smátt og smátt fóru þeir að láta að sér kveða. Kjartan Sturluson gerði vel að verja skalla frá Eggerti Stef- ánssyni á 17. mínútu og á 32. mínútu var Andri Fannar Ottósson hárs- breidd frá því að minnka muninn. Mínútu síðar lifnaði svo loks yfir Frömurum þegar skot Ómars Há- konarsonar, sem átti þó líklega að vera fyrirgjöf, sigldi yfir Kjartan og í bláhornið. Markið kom þó alls ekki gegn gangi leiksins þó svo að Fylk- ismenn hafi fyrir markið verið búnir að vera hættulegir upp við mark þeirra bláklæddu og þá sérstaklega þegar Gunnar Sigurðsson varði með tilþrifum kollspyrnu Sverris Sverr- issonar. Leikmönnum beggja liða var klappað lof í lófa þegar þeir gengu til búningsherberja í hálfleik enda leikurinn afar góð skemmtun og fullur af fjöri á báðum endum vall- arins. Síðari hálfleikurinn bauð því mið- ur ekki upp á eins lipur tilþrif og greinilegt að sá mikli hraði sem ein- kenndi leikinn í fyrri hálfleik hafði sitt að segja. Varnir liðanna voru þéttari og því minna um marktæki- færi en í fyrri hálfleiknum. Fram- arar urðu fyrir blóðtöku 20 mínútum fyrir leikslok þegar Andra Fannari Ottóssyni var vikið af velli og einum liðsmanni færri áttu Framarar á brattann að sækja. Þeir héldu þó lengi vel í við Árbæinga en inná- skipting Sævars Þórs Gíslasonar 12 mínútum fyrir leikslok hleypti nýju lífi í leik Fylkismanna og það var vel við hæfi að Sævar skyldi innsigla sig- ur Fylkismanna þegar hann skoraði þriðja markið mínútu fyrir leikslok. Fylkismenn voru vel að sigrinum komnir og ef marka má leik þeirra í gær verða þeir klárlega í hópi efri liða í sumar. Valur Fannar og Þór- hallur Dan voru sterkir í öftustu varnarlínu. Miðjan var öflug með „gömlu brýnin“ Finn Kolbeinsson og Sverri Sverrisson sívinnandi og Ólaf- ur Ingi sprækur með þeim. Fremsta víglína Árbæjarliðsins var skæð og á eflaust eftir að gera mikinn usla í vörnum andstæðinganna í sumar. Þrátt fyrir tapið geta Framarar dregið fram ýmislegt jákvætt við leik sinn. Liðið er vel spilandi en slakur varnarleikur á upphafskaflan- um reyndist Safamýrarpiltunum ansi dýrkeypt. Miðverðirnir Eggert Stefánsson og Baldur Bjarnason voru ekki alveg samstiga í byrjun og framan af fyrri hálfleik virkaði Fram-vörnin ekki ýkja sannfærandi. Baldri óx þó ásmegin þegar á leikinn leið og hann, Ágúst Gylfason, Ómar Hákonarson og Guðmundur Stein- arsson voru einna bestir í liði Fram- ara sem eflaust eiga eftir að bíta vel frá sér með hækkandi sól. Líf og fjör í Fylkissigri BIKARMEISTARAR Fylkis fóru með öll stigin frá viðureign sinni við Fram á Árbæjarvelli í gærkvöld og tylltu sér þar með í toppsæti deildarinnar. Í bráðfjörugum leik þar sem um 2000 áhorfendur fengu mikið fyrir aura sína, sigraði Árbæjarliðið, 3:1. , ! 8       (   9   1           "   (   9  / !         (     9  52 =95       9             # 3           $         (  /    ( /         <  !4                    %  >  @   %         ??    32   !+> !+  2E4  " !H$  #$1 -  E  9         1    %<  !4 /6)* 52 =95  #$D3   % +!!# ')* 7 ! 48 9 :;) $ E8  5    01 2334 " <  $        % 03  !   $  =+ $0170 >! /       /B0 "  !  >  B  *    3   8 , 5     ;; ;6 '          1 #  . $3   !    !  # 3   % 3  (?)*  ! "    %E8 '?)* = -8$  >    %2  ! '?)* " EI!      !  9 "  9( :60;  8% "( 9 :?6;  ,   & , 9 :17;  5 ,  9 G 9 :73;(     )    ;6:4; 6:04; ;:44; ?;:1A; %0* ;? ; %* Guðmundur Hilmarsson skrifar Norðanmenn léku undan vindi ífyrri hálfleik og höfðu yfir- höndina lengstum. Fyrsta og besta færið í leiknum fékk þó HK-ing- urinn Gunnar Örn Helgason en honum tókst að skófla boltanum yfir markið þegar það virtist aðeins vera formsatriði að skora. Næst komu nokkur ágætis færi hjá heimamönnum en þeim gekk illa að hitta á rammann. Gunn- leifur Gunnleifsson markvörður HK varði síðan hörkuskalla frá sænska Írakanum Zeid Yasin. Aðeins mín- útu síðar átti bróðir hans, Salar Yas- in, hörkuskot sem small í mark- stönginni. Fleiri urðu færin ekki í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist taflið við enda vindurinn genginn í lið með Kópavogspiltum. Þeir áttu fjöl- mörg skot sem ekki rötuðu á ramm- ann en þrívegis þurfti Sævar Ey- steinsson markvörður Leifturs/ Dalvíkur að leggja hendur á boltann til að afstýra marki. Á 78. mínútu dró svo til tíðinda svo um munaði. Þá skoraði Haraldur Hinriksson skondið mark fyrir HK en það var dæmt ógilt sökum hendi. Ekki féll honum sá úrskurður vel í geð og eftir mótmæli fékk hann að líta sitt annað gula spjald og brott- rekstur fylgdi í kjölfarið. Nokkurn tíma tók að hefja leik að nýju þar sem Goran Kristófer Micic, þjálfari HK var alveg að tapa sér á hliðarlínunni en hann var rekinn af varamannabekknum ásamt einum varamannanna. Þrátt fyrir að leika manni færri héldu gestirnir heima- mönnum í helgreipum allt til loka en Sævar var ávallt viðbúinn í markinu og hinn ungverski Forizs Sandor kom einnig til bjargar á síðustu stundu. Í lok leiksins fékk síðan Andri Karlsson Leiftri/Dalvík rauða spjaldið, fjórðu brottvísun leiksins, eftir háskalega tæklingu. Flestir heimamanna léku ágæt- lega en Forizs var þó áberandi best- ur. Hann var öryggið uppmálað í vörninni og virtist alltaf geta lesið gjörðir andstæðinganna nokkuð auð- veldlega. Írösku bræðurnir Salar og Zeid áttu nokkra lipra spretti og Sævar var traustur á milli stang- anna. Lið gestanna var nokkuð jafnt en Guðbjartur Haraldsson og Ólafur V. Júlíusson voru bestir. Maður leiksins: Forizs Sandor, Leiftri/Dalvík. Fjögur rauð spjöld í Ólafsfirði AFAR leiðinlegt veður setti mark sitt á leik Leifturs/Dalvíkur og HK í 1. deild karla í gær, sem leikinn var í Ólafsfirði. Bálhvass norðan- vindurinn gerði leikmönnum og áhorfendum lífið leitt og í heildina var leikurinn fremur bragðdaufur. Bæði lið reyndu eftir fremsta megni að halda boltanum niðri og sýndu oft lipran samleik en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Það gekk þó mikið á seinni hluta leiksins en þá fengu HK-ingar þrjár brottvísanir og heimamenn eina. Einar Sigtryggsson skrifar Morgunblaðið/Árni Torfason Fylkismaðurinn Björn Viðar Ásbjörnsson og Ingvar Ólason, Framari og fyrrverandi Fylkismaður, eigast hér við á Árbæjar- velli í gær þar sem heimamenn fögnuðu sigri, 3:1. HRAFNKELL Helgason, varnar- og miðjumaðurinn sterki hjá Fylki, er væntan- legur til landsins á morgun en hann hefur lokið námi í Bandaríkjunum. Hrafnkell bætist í stóran hóp Árbæjarliðsins en fyrir utan hann vantaði Gunnar Þór Pétursson í liðið í gær en Gunnar hefur átt við meiðsl og veikindi að stríða. Þá er varnarmaðurinn Kjartan Antonsson meiddur og verð- ur varla klár í slaginn fyrr en eftir rúman mánuð. Hrafnkell kemur á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.