Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 B 3 BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðs- maður í knattspyrnu, sem verið hefur á mála hjá Stoke City, hélt í morgun til Portúgals þar hann mun dvelja í vikutíma við æfingar hjá portúgalska 1. deildarliðinu Braga. „Ég ætlaði að öllu óbreyttu að koma heim til Íslands í smá frí um helgina en það breyttist á föstudaginn þegar ég fékk þetta boð frá Braga. Ég ákvað að slá til og sjá svona hvernig þetta er. Það er ekki komið svo langt að ég sé kominn með tilboð frá lið- inu en mér finnst allt í lagi að skoða þetta og ég fer til Portúgals með opnum huga. Ég þekki ekkert til liðsins og það má segja að ég renni algjörlega blint í sjóinn hvað það varðar,“ sagði Brynjar Björn við Morg- unblaðið í gær. Braga er sem stendur í 13. sæti af 18 lið- um þegar tveimur umferðum er ólokið en Brynjar Björn er með lausan samning við Stoke þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur ár en stjórnarmenn Íslendingaliðsins hafa látið í veðri vaka að þeir ætli að bjóða Brynjari nýjan samning. „Eins og er hef ég ekki fengið neitt í hendurnar frá Stoke. Mér var sagt að ég fengi nýjan samning og ég bjóst við því að það mundi gerast í fyrstu vikunni eftir mót. Það hefur hins vegar ekki gerst en ég hef engar áhyggjur af því. Í sjálfu sér hef ég búið mig undir það að vera áfram hjá Stoke en fyrst ekkert er orðið öruggt ákvað ég að slá ekki hendinni á móti þessu boði frá Braga,“ sagði Brynjar, sem gæti orðið fyrsti atvinnumaður Íslands í Portúgal. Brynjar Björn skoðar hjá Braga Brynjar Björn ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, lands- liðsþjálfarar í knattspyrnu, sáu Marel Baldvins- son skora eina mark Lokeren þegar liðið tapaði fyrir Lierse, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardagskvöld. Marel jafnaði metin með góðu skoti en Lierse tryggði sér sigurinn með marki á lokamínútu leiksins. Arnar Grétarsson gat ekki leikið með Lokeren vegna meiðsla en þeir Arnar Þór Viðarsson, sem kom inn í liðið eftir leikbann, Rúnar Kristinsson og Marel Baldvinsson voru í liði Lokeren. Rúnar fékk að líta gula spjaldið og verður í leikbanni í síðasta leik Lokeren í deildinni. Tapið breytti því ekki að Lokeren vann sér sæti í UEFA-keppninni þar sem aðalkeppinautur liðsins tapaði leik sínum við St. Truiden. Marel skor- aði í tapleik Lokeren  ÞÓRÐUR Guðjónsson lék fimm síðustu mínúturnar í liði Bochum sem gerði 1:1 jafntefli við Hamburg- er í síðasta heimaleik sínum á þess- ari leiktíð í þýsku 1. deildinni.  EYJÓLFUR Sverrisson var ekki í leikmannahópi Herthu Berlin sem tapaði á útivelli fyrir Wolfsburg.  HELGI Kolviðsson lék allan tím- ann fyrir Kärnten sem tapaði á heimavelli fyrir Salzburg, 3:0, í aust- urrísku 1. deildinni í knattspyrnu.  ÞRÍR leikmenn, sem nýkomnir eru frá námi frá Bandaríkjunum, léku með Breiðabliki gegn Þór/KA/ KS í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna á laugardaginn. Það voru þær Helga Ósk Hannesdóttir, Bára Gunnarsdóttir og Eva Sóley Guð- björnsdóttir.  ÞÁ EIGA Blikar eftir að fá Ey- rúnu Oddsdóttur frá Bandaríkjun- um auk þess sem sóknarmaðurinn Ellen DeClovet verður væntanlega í leikmannahópi Breiðabliks gegn FH í 2. umferð deildarinnar.  TVEIR leikmenn Breiðabliks í kvennaflokki léku með liði sínu að nýju eftir hnémeiðsl síðustu ár. Bára Gunnarsdóttir, sem hefur verið í námi í Bandaríkjunum, er komin á fulla ferð eftir að hafa leikið aðeins 6 deildarleiki frá árinu 1999 og Erna Sigurðardóttir lék ekkert með Breiðabliki í fyrra eftir að hafa slitið krossband tvisvar sinnum frá árinu 2001. Þá bíða Blikar eftir því að Björg Ásta Þórðardóttir jafni sig af meiðslum á ökkla sem hún hlaut í æf- ingaleik í upphafi árs.  KARLALIÐ Breiðabliks lék án Ív- ars Jónssonar og Gunnars B. Ólafs- sonar gegn Þór í 1. deildinni í gær en þeir hafa verið frá æfingum og keppni um skeið vegna meiðsla og eru ekki tilbúnir í slaginn strax.  BARCELONA varð í gær spænsk- ur meistari í handknattleik þegar lið- ið sigraði Ciudad Real á útivelli, 30:28. Börsungar eru með 52 stig fyrir lokaumferðina en Ciudad Real og Ademar Leon eru með 48 stig.  HEIÐMAR Felixson skoraði 2 mörk fyrir Bidasoa sem tapaði fyrir Valladolid, 32:29, í spænsku 1. deild- inni í handknattleik í gær.  RAGNAR Óskarsson skoraði 7 mörk og var markahæstur í liði Dunkerque sem tapaði fyrir Istres, 22:20, í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik um helgina.  GUNNAR Berg Viktorsson komst ekki á blað hjá Paris SG sem sigraði Selestat, 30:25. Fyrir lokaumferðina er ljóst að Paris SG lendir í fjórða sæti deildarinnar en Dunkerque er í sjötta sæti og getur hugsanlega farið sæti neðar. Montpellier hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn. FÓLK nýliða Vals, komu, sáu og sigruðu óvænt í Grindavík Morgunblaðið/Ómar Jóhanni Hreiðarssyni úr Val var fagnað innilega af félögum sínum í Grindavík enda rík ástæða til. DALVÍKINGURINN Jóhann Hreiðarsson minnti eftirminni- lega á sig í Grindavík í gær. Jó- hann, sem er 23 ára, skoraði sín fyrstu mörk í efstu deild. Hann er yngri bróðir Sigurbjörns Hreiðarssonar, fyrirliða liðsins. Jóhann hefur nýlega tekið við hlutverki Sigurbjörns í liði Vals- manna, sem vítaskytta liðsins en undanfarin ár hefur Sigurbjörn tekið vítaspyrnur Valsmanna. Jóhann, hetja Valsmanna, var að vonum kampakátur að leik loknum í Grindavík. „Sigur í dag var það sem við þurftum. Góð byrjun í mótinu veitir mönnum aukið sjálfstraust fyrir fram- haldið. En þrátt fyrir sigur okkar í dag þá skulu menn ekki halda það að við ætlum okkur á eitt- hvert flug, nú er bara að ná sér niður á jörðina og mæta grimmir í næsta leik,“ sagði Jóhann við Morgunblaðið. Þá vildi hann koma því á framfæri að stóri bróðir hans hefði átt mikinn þátt í öðru markinu. „Markið er skráð á mig, en sannleikurinn er samt sá að boltinn fór í Bjössa (Sig- urbjörn). Ætli ég leyfi honum ekki að eiga markið,“ sagði Jó- hann Hreiðarsson og hló. Gefur aukið sjálfstraust LEE Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, náði sjaldan að leika á Valsmenn í fyrsta leik sínum í úrvals- deildinni með Grindvíkingum í gær. Sharpe náði sér aldrei á strik í leiknum, frekar en Grindavíkurliðið í heild. En honum tókst hinsvegar betur upp eftir leikinn þegar hann náði að leika á fréttamenn sem biðu eftir honum til að ræða við hann um gang mála. Sharpe setti upp hvíta prjóna- húfu áður en hann gekk út úr búningsklefanum og villti með því um fyrir fréttamönn- um sem áttuðu sig ekki á hver var þar á ferð fyrr en of seint. Sharpe lék á frétta- menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.