Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ N OTKUN lyfja í íþróttum er alda- gömul. Fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina varð ljóst að notk- un íþróttamanna á lyfjum sér til framdráttar í íþróttum var orð- in útbreidd, en úrræði til að sporna við því voru takmörkuð. Dauðsföll einstaklinga í hjólreiðakeppni árin 1960 og 1967 vegna misnotkunar lyfja ollu sterkum viðbrögðum almennings og stjórn- valda. Þess var krafist að íþróttahreyfingin gripi í taumana. Árið 1963 skilgreindi Evrópuráðið fyrst lyfjamisnotkun sem notkun á vissum efnum eða notkun aðferða sem gætu haft áhrif til að bæta óeðlilegt líkamlegt og/eða andlegt ástand keppanda fyrir eða í keppni og þannig aukið íþróttaárangur. Hvatinn að lyfjaeftirliti sem síðar kom til var hættan samfara lyfjanotkun en nú er ekki síður litið á lyfjamisnotkun sem svik og sið- leysi. Þau lyf sem fólk hefur einkum verið að taka eru vefaukandi sterar. Aðallyfið í þessum flokki er testósterón, sem er karlkynshormón sem verður til í eistum karla og einnig er hægt að framleiða efna- fræðilega. Þá eru örvandi lyf eins og efedrín og á síðari árum forstigshormón, blóðaukandi hormón, erythropoietin og insúlín. Ásókn í asmalyf hefur aukist á undanförnum árum en 60–70% þátttakenda á Ólympíuleikunum í Lillehammer 1994 þóttust hafa asma þegar þeir komu á leikana. Mjög strangar reglur voru eftir það settar um sönnunarbyrði áreynsluasma en asmalyf eru vefaukandi og örvandi. Þá er þekkt að þeir sem á annað borð misnota lyf taka oft blöndu margra efna í einu. Á síðari árum hefur neysla á alls kyns fæðu- bótarefnum aukist mjög samfara auknum áhuga á hvers konar líkamsrækt. Pétur Magn- ússon, lyfjafræðingur og formaður Lyfjaeft- irlitsnefndar Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands, segir mörkin á milli fæðubótarefna og lyfja ekki alltaf skýr. Því hafi myndast svokall- að grátt svæði, þar sem íþróttafólk þurfi að hafa varann á ætli það að halda sig innan lög- legra marka. Pétur segir að íþróttafólki sem misnotar lyf megi skipta í tvo hópa. Annars vegar er keppn- isíþróttafólk sem er í þessum hefðbundnu íþróttagreinum eins og fótbolta, handbolta og frjálsíþróttum, greinum sem eru innan íþrótta- sambandanna. Ástæða þessa hóps fyrir mis- notkun má segja að sé í meginatriðum sú að hraða uppbyggingu á æfingatímabili og hins vegar til þess að bæta ástand sitt í keppninni sjálfri. Hinn flokkurinn er líkamsræktarfólk sem er að „fegra“ líkamann sér til heilsubótar. Það æfir oftast án þess að hafa keppni í huga og er sjaldnast í íþróttafélögum. Það æfir á líkams- ræktarstöðvum eða heima hjá sér. Hvatinn að því að síðarnefndi hópurinn tekur lyf er lík- amsdýrkun sem hefur verið ákaflega áberandi í samfélaginu á undanförnum árum. Viðurkenna ekki lyfjamisnotkun Þegar fjallað er um ástæður íþróttamanna til að taka lyf má benda á fjárhagslegan ávinn- ing sem íþróttamenn hafa af því að komast í fremstu röð auk þeirrar virðingar sem slíkir menn njóta. Pólitískar ástæður hafa einnig legið að baki lyfjamisnotkun. Eins og kunnugt er var lyfja- misnotkun stunduð á skipulegan hátt í aust- antjaldslöndunum í áratugi á dögum kalda stríðsins undir handleiðslu lækna og annarra sérfræðinga. Íþróttamennirnir voru svo látnir keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á alþjóðavett- vangi. Nú er þetta fólk að koma fram í dags- ljósið og krefst bóta af ríkinu vegna þess skaða sem líkamleg og andleg heilsa þess varð fyrir vegna neyslunnar. Ekki er vitað með vissu hve stór hópur fólks hér á landi neytir ólöglegra lyfja né í hvaða íþróttagreinum helst þótt gerðar hafi verið til- raunir til að kanna hversu mikil notkunin er. Stafar þetta meðal annars af því að fæstir vilja viðurkenna notkunina enda ólöglegt að neyta lyfja eins og vefaukandi stera nema að læknis- ráði. Pétur Magnússon kannaði lyfjanotkun íþróttafólks hér á landi árið 1998. Hann lagði spurningalista fyrir 459 íþróttamenn í ýmsum greinum íþrótta og af þeim svöruðu 353, 195 karlar og 158 konur, sem er 76% svörun. 27% karla og 14% kvenna töldu að íþróttafólk ætti að fá að nota sum lyf án eftirlits til að bæta íþróttaárangur en meirihluti íþróttafólks vildi ekki leyfa nein lyf. 8,8% karla og 1,3% kvenna viðurkenndu að hafa notað ólögleg lyf fyrir íþróttafólk og var aðallega um notkun örvandi efna að ræða. 72% karla og 40% kvenna höfðu notað fæðubótarefni á sex mánaða tímabili fyr- ir könnunina en mesta notkunin var meðal karla í knattspyrnu eða 82%. Fæðubótarefni og heilsuvörur ýmiss konar eru orðin sjálfsögð meðal tugþúsunda Íslend- inga. Talið er að veltan á heilsuvörumarkaðn- um hér á landi nemi rúmum milljarði króna á ári. Að sögn Péturs er íþróttafólk í sumum til- vikum hvatt til að taka fæðubótarefni af þjálf- urum og/eða forsvarsmönnum íþróttafélags síns og nokkuð er um að íþróttafélögin borgi ákveðin fæðubótarefni fyrir sitt fólk. Grátt svæði Pétur bendir á að rétt eins og með allar vörur keppist framleiðendur fæðubótarefna við að bjóða bestu efnin með sem bestu sam- setningunni og nýjar vörur eru sífellt að líta dagsins ljós. Pétur segir sum fæðubótarefn- anna innihalda steralyf. „Það eru til svokölluð forstigshormón en þau eru þeirri náttúru gædd að einstaklingurinn kaupir ákveðin fæðubótarefni og eftir að í líkamann er komið breytast þau yfir í stera. Vegna neyslu þessara efna hafa nokkrir íþróttamenn fallið á lyfjaprófum erlendis, en þeir segjast ekki hafa vitað hvað hafi verið í þessum efnum. Þetta eru fæðubótarefni sem hægt er að kaupa í heilsuvörubúðum í Banda- ríkjunum.“ Pétur tekur fram að það sem geri íþrótta- fólki oft erfitt fyrir að greina á milli fæðubót- arefna og lyfja séu mismunandi skilgreiningar á þessum hugtökum milli landa. Segir hann helsta dæmið um þetta að bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið, FDA, hafi ekki treyst sér til að setja jafnstrangar reglur um notkun heilsuvara og náttúruvara og gilda í flestum Evrópulöndum. Mögulegt sé að kaupa án lyf- seðils í Bandaríkjunum og á netinu efni sem eru lyfseðilsskyld í Evrópu. Þetta segir hann framleiðendur fæðubótarefna hafa nýtt sér til fullnustu og framleiði óhikað fæðubótarefni og heilsuvörur sem innihaldi efni á þessu gráa svæði. „Íslenskir ferðamenn í Bandaríkjunum geta því auðveldlega keypt lyf eða fæðubótarefni án lyfseðils, sem þeir geta svo tekið með sér heim til Íslands, þar sem viðkomandi efni eða lyf er lyfseðilsskylt.“ Efedrín í próflestri Pétur segir að fæðubótarefni sem eru ólög- leg hér á landi virðist vera í töluverðri notkun, þá einkum efedrín og svokölluð forstigshorm- ón. „Það vitum við af fyrirspurnum sem við fáum og af því sem fólk segir okkur en stór hluti af starfi okkar sem erum í lyfjanefndinni er að svara fyrirspurnum um eitt og annað, við skynjum því ástandið.“ Það kemur fram hjá Pétri að efnið efedrín, sem er byggingarlega skylt amfetamíni, finnst í náttúrunni og er því leyft í ákveðnu magni í fæðubótarefnum í Bandaríkjunum. „Ávinning- ur af notkun efedríns fyrir íþróttafólk er að efnið eykur árvekni, einbeitingu og þol auk þess sem það dregur úr þreytutilfinningu og sársaukaskyni. Efnið virðist einnig hraða efna- skiptum líkamans og jafnvel draga úr matar- lyst. Af aukaverkunum sem hefur verið lýst eftir notkun efedríns má nefna áhrif á hjarta og blóðrásarkerfi eins og aukna hjartsláttar- tíðni og hjartsláttartruflanir, háan blóðþrýst- ing og áhrif á miðtaugakerfi eins og kvíðaköst, svima, lystarleysi, svefnleysi og ofskynjanir. Óformlegar athuganir Péturs hafa leitt í ljós að fæðubótarefna, sem innihalda efedrín, er ekki einungis neytt í íþróttalegum eða útlits- legum tilgangi. Notkun efedríns sem hjálpar- tækis námsmanna við próflestur er vel þekkt hér á landi. Einnig virðist töluvert um að efedrín sé notað samfara vímugjöfum við skemmtanahald. Þá er efnisins neytt til að hressa fólk við og til að notandinn haldist vak- andi lengur, til dæmis þegar fólk er að skemmta sér í marga daga samfellt. Í þessu sambandi virðist vera hægt að kaupa efedrín- töflur eða -hylki í lausu á uppsprengdu verði hjá ákveðnum sölumönnum. Sala á efedríni hefur nú verið bönnuð í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það skal tekið fram hér að innflutningur á fæðubótarefnum hingað til lands er háður mjög ströngu eftirliti. Hvorki innflytjendur né verslanir hér hafa orðið uppvís að því að selja bætiefni sem innihalda ólögleg efni. Sterar notaðir markvisst til að bæta íþróttaárangur Víkjum aftur að vefaukandi sterunum en þeir eru það lyf sem einna mest hefur verið í umræðunni þegar rætt er um ólöglega lyfja- notkun. Andrógen, anabólískir sterar, eru testósterón og afleiður þess. Testósterón er aðalkynhormón karla og helsti orsakavaldur þess að útlit þeirra er frábrugðið útliti kvenna. Hormónið er framleitt í Leydig-frumum í eist- um en örlítil framleiðsla testósteróns fer þó fram í eggjastokkum kvenna. Testósterón og skyld lyf hafa tvenns konar áhrif í líkamanum. Annars vegar eru það andrógenísk áhrif sem valda örvun karllegra einkenna. Sem dæmi um þannig áhrif má nefna þroskun kynfæra, skeggvöxt, þykknun raddbanda og sæðisframleiðslu. Hins vegar er um að ræða anabólísk áhrif sem valda vefaukn- ingu í húð, beinum og beinagrindarvöðvum vegna aukinnar próteinframleiðslu og losunar vaxtarhormóna auk þess sem myndun rauðra blóðkorna eykst. Vitað er að sterar hafa verið notaðir mark- visst til að bæta íþróttaárangur a.m.k. frá miðri þessari öld. Að sögn Péturs var lyfið Dianabol, sem kom á markað á miðjum sjötta áratugnum, hannað sérstaklega fyrir íþrótta- menn með það að markmiði að framleiða lyf með minni karleinkennandi eiginleika en meiri vefaukandi eiginleika en testósterón hafði. Síð- an hafa komið fram um 1.000 tegundir stera- lyfja en aðeins nokkrir tugir þeirra hafa náð verulegri útbreiðslu. Pétur segir að ekkert lát sé á nýjum lyfjum og því miður séu þær skammtastærðir sem íþróttamenn nota langt yfir þeim skammta- stærðum sem notaðar séu í lækningalegum til- gangi, en það eykur hættu á aukaverkunum. Forstigshormón ekki saklaus Forstigshormón eru flokkur fæðubótarefna sem hefur vakið mikla athygli síðustu misseri. Þessi flokkur efna er í raun samansafn forstigsefna á ýmsum stigum fyrir vefaukandi hormón líkamans. Leyfilegt er að selja þau sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en í flest- um Evrópulöndum eru þau lyfseðilsskyld lyf. Pétur segir notkun forstigshormóna byggj- ast á þeirri hugmyndafræði, að þó að lokaafurð byggingarferilsins sé lyfseðilsskylt lyf þurfi það ekki að þýða að öll byggingarefni þessara hormóna séu það líka. „Þannig eru forstigs- hormón tekin inn sem „saklaus“ fæðubótarefni sem fara inn í byggingarferilinn á mismunandi Forboðin efni og Morgunblaðið/Árni Torfason Er neysla ólöglegra lyfja og fæðubótarefna þjóðfélagslegt vandamál?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.